Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. maí 2025 06:02 Fyrir 90 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar, og voru Evrópubúar þá 500 milljónir eða 25% jarðarbúa. Í dag eru þessar tölur 7,5 milljarðar jarðarbúa, en Evrópubúum hefur ekki fjölgað, og eru þeir enn 500 milljónir. Er hlutfallið þannig komið niður í 7%. Um næstu aldamót er reiknað með, að jarðarbúar verði komnir í 11 milljarða, en ekki er búizt við fjölgun Evrópubúa. Verður hlutfall Evrópubúa því um næstu aldamót aðeins um 4,5%. Á sama tíma er Evrópa miðstöð menningar, framfara og - umfram allt - velferðar heimsins. Er ljóst, að margur maðurinn í Suður Ameríku, Afríku eða Asíu muni renna hýru auga til Evrópu og þeirrar velferðar, sem hér ríkir. Er þessi staða auðvitað nú þegar komin upp í formi flóttamanna frá Asíu og Afríku. En, enn eru þetta bara einstaklingar, sem eru að flýja stríðshörmungar, atvinnuleysi, fátækt og vonleysi, ekki öflug lið eða fylkingar trúarhópa eða þjóða. Mannkynssagan einkennist af baráttu um auðæfi, land og kosti þess, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til samskipta og samstarfs á grundvelli skilnings og samhjálpar, er hætt við, að mannkynssagan muni endurtaka sig. Eitt er sjálfsbjargarhvöt manna og endalaus leit að betra lífi, annað er valda- og yfirráðaleit valdagráðugra manna og ofstækisfullra trúarbragðaleiðtoga. Það væri mikill og hörmulegur barnaskapur, í raun forheimska, ef við Evrópubúar héldum, að við gætum setið að velsæld okkar og allsnægtum, í ró og friði, meðan að aðrir hlutar mannkyns svelta og þjást, og, að hinir líðandi muni einfaldlega nema staðar við línu á landakortinu. Það er illt til þess að vita, að ýmsir - jafnvel leiðandi menn - í Evrópu skuli ekki sjá og skilja þessar staðreyndir og þá ógn fyrir Evrópu og börn okkar og afkomendur, sem þessi augljósa en óstöðvanlega þróun er. Þessir menn virðast halda, að Evrópa sé bezt komin í uppskiptingu og ágreiningi, og er það hryggilegt, að jafnvel íslenzkir forystumenn skuli vegna þjóðerniskenndar sinnar og þröngsýni aðhyllast og beinlínis styðja þessi sjónarmið og tilraunir til niðurrifs og uppskiptingar Evrópu. Því miður eru Brexit menn víða, líka hér, og finnast þeir fljótt í forystuliði Sjálfstæðismanna. Ótrúlegir blindingjar það. Það er ekki nema ein leið til að tryggja hagsmuni og öryggi Evrópu. Í fyrsta lagi, skilningur á þessari stöðu og þeirri hættu, sem fram undan er. Í öðru lagi, fullkomin samstaða og bezta möguleg samvinna allra þjóða og afla innan Evrópu. Vettvangur fyrir þetta lífsnauðsynlega samstarf er vitaskuld Evrópusambandið, ESB, sem, Guði sé lof, er komið vel á veg með að friða, sameina og styrkja Evrópu viðskiptalega og efnahagslega, og nú sér þörfina á hernaðarlegri styrkingu og sjálfstæði. Í þriðja lagi, þarf Evrópa að fara að stað með öfluga áætlun og aðgerðaplan til að styrkja og byggja upp fátækar þjóðir heims, einkum í Afríku og Asíu, og hjálpa þeim þannig til sjálfsbjargar. Menn hafa í sambandi við öryggi Evrópu talið, að NATO myndi tryggja hagsmuni þess og sjálfstæði, en, því miður hafa Evrópubúar treyst um of á hernaðarmátt Bandríkjanna og þar með vanrækt sjálfstæðar varnir sínar og hernaðarmátt Evrópu sjálfar. Sagan sýnir, að Bandaríkin hafa engan raunverulegan bardagamátt, þegar á hólminn er komið: Illa vopnaður bændaher rak þá út úr Víetnam, nánast eins og halaklippta hunda, með öll sín gjöreyðingarvopn, eftir að þeir höfðu nánast eytt yfirborði jarðar í Norður Víetnam. Ekki gekk vel í Kóreu, og ráða þeir vart við stöðu mála þar. Ekki er árangurinn miklu skárri í Afganistan, Írak eða Miðausturlöndum nær. Þetta er allt ein hörmungarsaga, og bætist nú við, að erfitt verður yfir höfuð að treysta mikið á Bandaríkjamenn í framtíðinni, eftir að þjóðin kaus sér Donald Trump sem forseta, en hann er óútreiknanlegur sýndarmennskupési og hrokagikkur, og einskis trausts verður, eins og dæmin sanna.“ Eftirmáli: Ofangreind grein var skrifuð og birt hér á Vísi 9. nóvember 2017, fyrir hartnær 8 árum. Ekki er annað að sjá, en að sá málflutningur, sem þá var talinn sannur og réttur hafi staðizt tímans tönn og standist enn. Getur hún því talizt „góð vísa“, en eins og máltækið segir, verða þær aldrei of oft kveðnar. Höfundur er stofnandi Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfsvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt NATO Evrópusambandið Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Fyrir 90 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar, og voru Evrópubúar þá 500 milljónir eða 25% jarðarbúa. Í dag eru þessar tölur 7,5 milljarðar jarðarbúa, en Evrópubúum hefur ekki fjölgað, og eru þeir enn 500 milljónir. Er hlutfallið þannig komið niður í 7%. Um næstu aldamót er reiknað með, að jarðarbúar verði komnir í 11 milljarða, en ekki er búizt við fjölgun Evrópubúa. Verður hlutfall Evrópubúa því um næstu aldamót aðeins um 4,5%. Á sama tíma er Evrópa miðstöð menningar, framfara og - umfram allt - velferðar heimsins. Er ljóst, að margur maðurinn í Suður Ameríku, Afríku eða Asíu muni renna hýru auga til Evrópu og þeirrar velferðar, sem hér ríkir. Er þessi staða auðvitað nú þegar komin upp í formi flóttamanna frá Asíu og Afríku. En, enn eru þetta bara einstaklingar, sem eru að flýja stríðshörmungar, atvinnuleysi, fátækt og vonleysi, ekki öflug lið eða fylkingar trúarhópa eða þjóða. Mannkynssagan einkennist af baráttu um auðæfi, land og kosti þess, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til samskipta og samstarfs á grundvelli skilnings og samhjálpar, er hætt við, að mannkynssagan muni endurtaka sig. Eitt er sjálfsbjargarhvöt manna og endalaus leit að betra lífi, annað er valda- og yfirráðaleit valdagráðugra manna og ofstækisfullra trúarbragðaleiðtoga. Það væri mikill og hörmulegur barnaskapur, í raun forheimska, ef við Evrópubúar héldum, að við gætum setið að velsæld okkar og allsnægtum, í ró og friði, meðan að aðrir hlutar mannkyns svelta og þjást, og, að hinir líðandi muni einfaldlega nema staðar við línu á landakortinu. Það er illt til þess að vita, að ýmsir - jafnvel leiðandi menn - í Evrópu skuli ekki sjá og skilja þessar staðreyndir og þá ógn fyrir Evrópu og börn okkar og afkomendur, sem þessi augljósa en óstöðvanlega þróun er. Þessir menn virðast halda, að Evrópa sé bezt komin í uppskiptingu og ágreiningi, og er það hryggilegt, að jafnvel íslenzkir forystumenn skuli vegna þjóðerniskenndar sinnar og þröngsýni aðhyllast og beinlínis styðja þessi sjónarmið og tilraunir til niðurrifs og uppskiptingar Evrópu. Því miður eru Brexit menn víða, líka hér, og finnast þeir fljótt í forystuliði Sjálfstæðismanna. Ótrúlegir blindingjar það. Það er ekki nema ein leið til að tryggja hagsmuni og öryggi Evrópu. Í fyrsta lagi, skilningur á þessari stöðu og þeirri hættu, sem fram undan er. Í öðru lagi, fullkomin samstaða og bezta möguleg samvinna allra þjóða og afla innan Evrópu. Vettvangur fyrir þetta lífsnauðsynlega samstarf er vitaskuld Evrópusambandið, ESB, sem, Guði sé lof, er komið vel á veg með að friða, sameina og styrkja Evrópu viðskiptalega og efnahagslega, og nú sér þörfina á hernaðarlegri styrkingu og sjálfstæði. Í þriðja lagi, þarf Evrópa að fara að stað með öfluga áætlun og aðgerðaplan til að styrkja og byggja upp fátækar þjóðir heims, einkum í Afríku og Asíu, og hjálpa þeim þannig til sjálfsbjargar. Menn hafa í sambandi við öryggi Evrópu talið, að NATO myndi tryggja hagsmuni þess og sjálfstæði, en, því miður hafa Evrópubúar treyst um of á hernaðarmátt Bandríkjanna og þar með vanrækt sjálfstæðar varnir sínar og hernaðarmátt Evrópu sjálfar. Sagan sýnir, að Bandaríkin hafa engan raunverulegan bardagamátt, þegar á hólminn er komið: Illa vopnaður bændaher rak þá út úr Víetnam, nánast eins og halaklippta hunda, með öll sín gjöreyðingarvopn, eftir að þeir höfðu nánast eytt yfirborði jarðar í Norður Víetnam. Ekki gekk vel í Kóreu, og ráða þeir vart við stöðu mála þar. Ekki er árangurinn miklu skárri í Afganistan, Írak eða Miðausturlöndum nær. Þetta er allt ein hörmungarsaga, og bætist nú við, að erfitt verður yfir höfuð að treysta mikið á Bandaríkjamenn í framtíðinni, eftir að þjóðin kaus sér Donald Trump sem forseta, en hann er óútreiknanlegur sýndarmennskupési og hrokagikkur, og einskis trausts verður, eins og dæmin sanna.“ Eftirmáli: Ofangreind grein var skrifuð og birt hér á Vísi 9. nóvember 2017, fyrir hartnær 8 árum. Ekki er annað að sjá, en að sá málflutningur, sem þá var talinn sannur og réttur hafi staðizt tímans tönn og standist enn. Getur hún því talizt „góð vísa“, en eins og máltækið segir, verða þær aldrei of oft kveðnar. Höfundur er stofnandi Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfsvernd
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun