Talið við okkur! Sindri Snær Einarsson skrifar 1. maí 2012 11:00 Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíðina og það samfélag sem það býr í. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatöku og umræðu um mikilvæg málefni. Þátttaka ungs fólks í uppbyggingu lýðræðis er hornsteinn í starfi Landssambands æskulýðsfélaga. Því fagnar félagið ákvörðun ríkisstjórnarinnar um gerð aðgerðaáætlunar í málefnum ungs fólks. Það er von félagsins að við gerð áætlunarinnar verði hlutur ungs fólks víðtækur, hlustað verði á sjónarmið þess og það haft með í ráðum við mótun stefnunnar. En hvers vegna? SófakynslóðinTil að glöggva sig betur á því hvað átt er við með ungu fólki þá er það í raun það tímabil kynslóðar sem er að fara frá því að vera börn í að verða fullorðnir og ábyrgir einstaklingar; Við erum kynslóð sem hefur verið nefnd ýmsum nöfnum, t.d. „leikjatölvubörnin", „aldamótakynslóðin", „net-kynslóðin" og hér á landi minnist ég þess að hafa verið kenndur við „sófa-kynslóðina"; kynslóðina sem fær allt upp í hendurnar og lifir vandamálalausu lífi. Því spyr ég; hver eru vandamálin og hvað skilgreinir okkur í raun annað en að vera afbragðs „sófa-dýr"? Vandi ungs fólksVið erum kynslóðin fædd um og upp úr 1980, við erum kynslóðin sem var sagt að ef við menntuðum okkur vel biði okkar björt framtíð og vel launað starf, við erum kynslóðin sem kemst að því að það kostar meira og meira að stunda nám, við erum kynslóðin sem hefur hæstu brottfallstíðni úr framhaldsskólum í Evrópu, við erum kynslóðin sem upplifir lítinn sem engan leigumarkað, við erum kynslóðin sem sér ekki fram á að kaupa sér eigið húsnæði, við erum kynslóðin sem spannar stærsta hluta fólks á atvinnuleysisskrá, við erum kynslóðin sem er áhugasömust allra Evrópuríkja um að starfa í öðru Evrópuríki til lengri eða skemmri tíma, við erum fyrsta kynslóðin frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld sem býr við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Við erum 20% þjóðarinnar (15 -30 ára). Þátttaka ungs fólksEkki er hægt að segja þessi vandamál vera sprottin vegna of mikillar þátttöku hópsins í að skapa sína framtíð eða þátttöku hans í að finna lausnir. Vandamálin eiga ekki eingöngu að vera úrlausnarefni ráðandi kynslóða. Ungt fólk vill líta á sig sem hluta af lausn en ekki vandamál möppudýra ráðuneyta eða sveitarstjórna að vinna úr. Það á að vera hlutverk stefnumótenda að veita stuðning og hafa frumkvæði að samtali við ungt fólk á eins breiðum vettvangi og hægt er og þar með sýna ungu fólki að því sé treyst fyrir því að koma fram með hugmyndir og lausnir á fyrirliggjandi vandamálum. Vilhjálmur Vilhjálmsson flutti texta Jóhanns Helgasonar sem á jafn vel við nú og hann gerði á þeim tíma þegar textinn var saminn og sú kynslóð sem ala á land var að verða til. „Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land, því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur komið fram með svörin, þar sem sigldum við í strand." Ég er sannfærður um að ungt fólk í dag sé kynslóðin sem getur komið fram með svörin, þar sem fyrri kynslóð sigldi í strand. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíðina og það samfélag sem það býr í. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatöku og umræðu um mikilvæg málefni. Þátttaka ungs fólks í uppbyggingu lýðræðis er hornsteinn í starfi Landssambands æskulýðsfélaga. Því fagnar félagið ákvörðun ríkisstjórnarinnar um gerð aðgerðaáætlunar í málefnum ungs fólks. Það er von félagsins að við gerð áætlunarinnar verði hlutur ungs fólks víðtækur, hlustað verði á sjónarmið þess og það haft með í ráðum við mótun stefnunnar. En hvers vegna? SófakynslóðinTil að glöggva sig betur á því hvað átt er við með ungu fólki þá er það í raun það tímabil kynslóðar sem er að fara frá því að vera börn í að verða fullorðnir og ábyrgir einstaklingar; Við erum kynslóð sem hefur verið nefnd ýmsum nöfnum, t.d. „leikjatölvubörnin", „aldamótakynslóðin", „net-kynslóðin" og hér á landi minnist ég þess að hafa verið kenndur við „sófa-kynslóðina"; kynslóðina sem fær allt upp í hendurnar og lifir vandamálalausu lífi. Því spyr ég; hver eru vandamálin og hvað skilgreinir okkur í raun annað en að vera afbragðs „sófa-dýr"? Vandi ungs fólksVið erum kynslóðin fædd um og upp úr 1980, við erum kynslóðin sem var sagt að ef við menntuðum okkur vel biði okkar björt framtíð og vel launað starf, við erum kynslóðin sem kemst að því að það kostar meira og meira að stunda nám, við erum kynslóðin sem hefur hæstu brottfallstíðni úr framhaldsskólum í Evrópu, við erum kynslóðin sem upplifir lítinn sem engan leigumarkað, við erum kynslóðin sem sér ekki fram á að kaupa sér eigið húsnæði, við erum kynslóðin sem spannar stærsta hluta fólks á atvinnuleysisskrá, við erum kynslóðin sem er áhugasömust allra Evrópuríkja um að starfa í öðru Evrópuríki til lengri eða skemmri tíma, við erum fyrsta kynslóðin frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld sem býr við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Við erum 20% þjóðarinnar (15 -30 ára). Þátttaka ungs fólksEkki er hægt að segja þessi vandamál vera sprottin vegna of mikillar þátttöku hópsins í að skapa sína framtíð eða þátttöku hans í að finna lausnir. Vandamálin eiga ekki eingöngu að vera úrlausnarefni ráðandi kynslóða. Ungt fólk vill líta á sig sem hluta af lausn en ekki vandamál möppudýra ráðuneyta eða sveitarstjórna að vinna úr. Það á að vera hlutverk stefnumótenda að veita stuðning og hafa frumkvæði að samtali við ungt fólk á eins breiðum vettvangi og hægt er og þar með sýna ungu fólki að því sé treyst fyrir því að koma fram með hugmyndir og lausnir á fyrirliggjandi vandamálum. Vilhjálmur Vilhjálmsson flutti texta Jóhanns Helgasonar sem á jafn vel við nú og hann gerði á þeim tíma þegar textinn var saminn og sú kynslóð sem ala á land var að verða til. „Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land, því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur komið fram með svörin, þar sem sigldum við í strand." Ég er sannfærður um að ungt fólk í dag sé kynslóðin sem getur komið fram með svörin, þar sem fyrri kynslóð sigldi í strand.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar