Fleiri fréttir

Opinn aðgangur er hagur almennings og fræðimanna

Flestir þeir sem þurft hafa að afla sér þekkingar á netinu rekast fljótlega á veggi þar sem þarf að greiða fyrir aðgang að rannsóknum. Þetta á jafnt við um blaðamenn sem miðla upplýsingum til fólks, vísindamenn sem þurfa að vita hvað er nýjast á fræðasviðinu og hinn almenna borgara sem vill komast að því hvort til sé lækning við tiltekinni tegund krabbameins. Upphæðin er oft nokkur þúsund krónur fyrir staka grein en bókasöfn, háskólar og ýmsar aðrar opinberar stofnanir þurfa líka að greiða háar upphæðir fyrir aðgang að vísindagreinum en þeir fjármunir koma oftar en ekki úr vasa skattgreiðenda.

Sýndarsamráð

Mikil óánægja er ríkjandi í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna vinnubragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í skólamálum. Á síðasta ári knúði meirihlutinn í gegn vanhugsaðar og illa undirbúnar breytingar á skólahaldi þrátt fyrir mótmæli þúsunda foreldra og viðvaranir fjölmargra fagaðila. Bentu þessir aðilar m.a. á að stefnumörkun lægi ekki fyrir og að hvorki hefði verið sýnt fram á fjárhagslegan né faglegan ávinning vegna breytinganna. Þau svör fengust að stefnumótun yrði unnin samhliða breytingum og að í þeirri vinnu yrði náið samráð haft við nemendur, foreldra og kennara.

Þið eruð næst

Guðmundur Andri Thorsson. skrifar

Ég ímynda mér að heim til mín komi maður til þess að gera við þvottavélina hjá mér. Þetta er viðkunnanlegur maður og það er gaman að spjalla við hann. Hann klárar verkið með glæsibrag og sýnir mér hvernig þvottavélin virkar sem ný. Og ég segi: Þetta er alveg frábært hjá þér og svo var líka svo gaman að spjalla við þig. Veistu, ég er svo ánægður með þessa heimsókn þína að ég er hreinlega að hugsa um að borga þér fyrir verkið …

Baldur

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Hæstiréttur dæmdi á föstudag Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik. Baldur seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192,6 milljónir króna 17. og 18. september 2008, þremur vikum fyrir fall bankans, þrátt fyrir að hann sæti í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að Baldur hafi í fimm tilgreindum tilvikum, frá 22. júlí til 16. september 2008 búið yfir innherjaupplýsingum um stöðu Landsbankans vegna setu sinnar í hópnum þegar hann seldi bréf sín.

Makríll = sexí

Erla Hlynsdóttir skrifar

Við skulum byrja á að leggja línurnar. Mak-ríll er ekki færeyskt orð yfir samfarir. Makríll er ekki orð sem þú vilt heyra frá kvensjúkdómalækninum. Makríll er fiskur (orð sem þú vilt reyndar heldur ekki heyra frá kvensjúkdómalækninum), hollur og góður fiskur sem langar að kynnast þér.

Ræður ríkissjóður við allar þessar niðurfærslur?

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Sigur réttlætisins, sögðu sumir eftir að dómur Hæstaréttar um vexti af gengistryggðum lánum féll í síðustu viku. Hagsmunasamtök heimilanna sögðu að stjórnvöld og fjármálastofnanir landsins hefðu beitt tugi þúsunda heimila efnahagslegu ofbeldi með verkum sínum. Hafa þau lagt fram kæru á næstum allar stjórnir og bankastjóra á árabilinu 2001 til 2012 fyrir að veita gengistryggð lán og innheimta með ólöglegum hætti.

Þrúgandi leiðindi

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Stundum finnst manni eins og í fréttum komi vart annað en afturgöngur gamalla frétta og umræðu. Nú síðast í vikulokin gerðist það með dómi Hæstaréttar þar sem afturvirkir endurreiknaðir vextir á gjaldeyrislán voru sagðir ólöglegir.

Straumhvörf í stéttabaráttu

Andrea J. Ólafsdóttir skrifar

Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna (HH) talað fyrir réttlætiskröfum um almennar leiðréttingar á höfuðstól lána og afnám verðtryggingar í rúm þrjú ár. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum samtakanna njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings og ætla samtökin að afhenda þær forseta Íslands, sem er samkvæmt stjórnarskránni hluti af stjórnvöldum landsins.

Áróðursmeistari kærleikans

Davíð Þór Jónsson skrifar

Undanfarið hefur töluvert verið rætt og ritað um það hvort trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar geri menn undanþegna landslögum um hatursáróður ef þeir geta fært rök fyrir því að mannhatrið sé trúarleg afstaða. Minna hefur verið rætt um það hvaða sálarmein valdi því að kristni sumra skuli brjótast út í hatursáróðri en ekki kærleiksáróðri. Jesús frá Nasaret var jú einhver mesti áróðursmeistari kærleikans sem uppi hefur verið: "Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig.“

Sanngjörn skipting: 82% - 18%?

Steinar Berg Ísleifsson skrifar

Á síðustu 20 árum hefur fjöldi ferðamanna til Íslands fjórfaldast úr 150 þús. í 600 þús. – milljón innan fárra ára er því ekki óraunhæft mat. Umræða, stefnumótun og skipulag hlýtur að taka mið af þessari fyrirsjáanlegu þróun. Á meðan hætta er á að farið verði yfir þolmörk ferðamannastaða á Suðurlandi eru kostir Vesturlands vannýttir. Undirstaða framþróunar er ný hugsun í samgöngumálum svæðisins; tengja það betur til hringaksturs á bundnu slitlagi, innan svæðis og með tengingu við önnur landssvæði. Lykilatriði er tenging í gegnum Lundarreykjadal um Uxahryggi til Þingvalla. Um 60 km leið og tiltölulega hagkvæm framkvæmd. Þannig skapast möguleikar á hringakstri á bundnu slitlagi frá höfuðborgarsvæðinu um Vesturland og Suðurland.

Lækkun húsnæðisskulda

Júlíus Sólnes skrifar

Umræðan um almenna lækkun húsnæðisskulda landsmanna heldur áfram. Stjórnvöld þykjast hafa lækkað húsnæðisskuldir heimilanna um 200 milljarða nú þegar og halda því fram að ekki sé hægt að gera meira. Þetta stenzt hins vegar ekki skoðun. Fyrir tilstilli stjórnvalda hafa húsnæðisskuldir landsmanna aðeins lækkað um einhverja 30–40 milljarða með ótrúlega flóknum, sértækum aðgerðum. Langmesti hluti 200 milljarðanna er kominn til vegna hæstaréttardóms um ólögmæti gengistryggðra lána.

Að snúast um vegprestinn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Á fjórða ári eftir hrun krónunnar og fall bankanna stendur þjóðin enn á vegamótum í þeim skilningi að hún hefur ekki valið ákveðna leið til þess að feta sig eftir við endurreisnina. Vegpresturinn stendur á sínum stað. Ætli menn að komast úr sporunum þarf að velja eina af leiðunum frá honum.

Vinnufélagar dómara

Magnús Halldórsson skrifar

Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Viðar Már Matthíasson lýstu sig vanhæfa til þess að dæma í máli Sigurðar Hreins Sigurðarsonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í 15. febrúar sl.

G-bletturinn er flókinn

Sigga Dögg skrifar

Ég er karlmaður kominn yfir fertugt og hef verið giftur í langan tíma. Nýlega þegar við vorum búin að vera að dágóða stund saman uppi í rúmi þá skyndilega var eins og eitthvað gerðist hjá henni og það sprautaðist út úr píkunni talsvert mikið af vökva og af talsvert miklum krafti. Þetta var tær, lyktarlaus vökvi og hún virtist verða jafnhissa á þessu og ég og sagði að þetta hefði aldrei gerst áður. Þetta endurtók sig síðan þrisvar sinnum í viðbót á næsta klukkutímanum.

Réttur lánþega tryggður

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnar og Alþingis allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að verja heimili landsins fyrir þeim skelfilegu afleiðingum sem hrunið hafði í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf.

Tjáningarfrelsi og ábyrgð kennara

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Frelsi til skoðana og frelsi til að tjá þær teljast til grundvallarmannréttinda. Engu að síður búa milljónir og tugmilljónir manna við mikil höft á frelsi til skoðanatjáningar. Í fjölmörgum þjóðlöndum varðar við lög að tjá sig um ríkjandi stjórnvöld og/eða trúarbrögð og viðurlögin geta jafnvel verið dauðarefsing.

Milli fótleggjanna

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Árið er 1859. Breskt samfélag iðar af lífi og um margt er skrafað. Viktoría drottning og Albert prins hafa eignast sitt fyrsta barnabarn; Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin lítur dagsins ljós; Big Ben er tekinn í gagnið; ein spurning brennur á allra vörum: Hver er George Eliot? Fyrsta bók þessa óþekkta höfundar sem skrifar undir skáldanafni fer sem eldur um sinu. Uppi eru margar kenningar, sú algengasta að höfundurinn sé sveitaprestur. Ráðgátan virðist leyst þegar karlmaður stígur fram og kveðst vera George. Sá reynist loddari. Loks gefur hinn rétti höfundur sig fram. Nafn eins ástsælasta rithöfundar Viktoríutímabilsins reynist vera Mary Anne Evans.

Stattu upp!

Pawel Bartoszek skrifar

Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði.

Verðtrygging er ekki lögmál

Eygló Harðardóttir skrifar

Þegar verðtryggingu var komið á var um neyðarráðstöfun að ræða sem tryggja átti sparifé, lánsfé og laun. Forsendur þessara aðgerða voru að verðbólga hafði verið langtum meiri hér en hjá öðrum þróuðum ríkjum og vextir voru ekki frjálsir, sem kom í veg fyrir að fjármálastofnanir gætu brugðist við verðbólgunni. Það leiddi nánast til hruns á lánsfjármörkuðum og samhliða óhóflegrar erlendrar skuldasöfnunar. Þessar forsendur eru ekki lengur til staðar. Vaxtafrelsi tryggir að fjármálastofnanir geta brugðist við verðbólgu, ofgnótt er af innlendu lánsfjármagni og verðbólga er ekki mikið meiri hér en í öðrum þróuðum ríkjum í sögulegu samhengi.

Hverahlíð bíði betri tíma

Sóley Tómasdóttir skrifar

Hugmyndir um sérstaka verkefnisfjármögnun á Hverahlíðarvirkjun eru nú ræddar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og meðal eigenda hennar. Tillagan er frá KPMG sem var falið að finna lausn á stöðunni sem komin er upp af því Orkuveitan ræður ekki við að fjármagna virkjunina sem hún skuldbatt sig til skv. samningi við Norðurál frá desember 2008.

Orkan er takmörkuð auðlind

Mörður Árnason skrifar

Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla.

Felulitir

Frægt er um allt land að sveitarkassinn okkar Álftnesinga tæmdist. Þar að auki náði skuldakúfurinn hálfa leið til tunglsins. Lögð voru á íbúana refsigjöld í því skyni að bæta stöðuna lítið eitt. Jafnframt svipti ríkisvaldið bæjarstjórnina fjárforræði meðan "unnið væri úr málunum“. Og nú hefur verið samið um gríðarháar afskriftir.

Sæll aftur Sighvatur Björgvinsson

Mikið bar á Sighvati Björgvinsyni í Silfri Egils á sunnudag. Hann tilheyrir þeim hópi fólks sem gjarnan er talið til forréttindastéttarinnar á Íslandi. Fólki sem hefur, t.d. fengið að vera forstjórar ríkisstofnana þrátt fyrir að hafa ekki lokið námi. Fólk úr þessari stétt er misjafnt að gerð en heldur oft í sakleysi sínu að það hafi yfirburði og vanmetur gjarnan hæfni annarra. Heldur að það þurfi að útskýra fyrir vel menntuðu fólki einföld reikningsdæmi sem það í sakleysi sínu telur að aðrir skilji ekki. Ógagnrýninn og naumur hugurinn telur að aðeins þurfi að skoða eina breytu. En við erum ekki eingöngu að skoða eina breytu.

"Hækkun í hafi“?

Þórólfur Matthíasson skrifar

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna lofaði fyrir þremur árum, í stjórnarsáttmála, að stofna auðlindasjóð sem sæi um innheimtu afgjalda fyrir fénýtingu einstaklinga og fyrirtækja á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Líta má á hækkun veiðigjalds í fiskveiðum undangengin ár sem veika viðleitni til að standa við þetta loforð. En loforðið er engu að síður enn óefnt að flestra manna mati.

Meiri fækkun ríkisstarfsmanna

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Seðlabankinn sendi ríkisstjórninni og Alþingi kurteislega ábendingu í riti sínu Peningamálum, sem út kom í síðustu viku. Þar segir að fjárlög þessa árs séu breytt frá upphaflegu frumvarpi, sem lá til grundvallar hagspá Seðlabankans í nóvember. Hallinn á fjárlögunum sé þannig þremur milljörðum meiri en gert var ráð fyrir. "Mest munar um að ekki var gengið jafn langt í aðhaldi launakostnaðar eins og gert hafði verið ráð fyrir í frumvarpinu eða sem nemur um 2,1 ma.kr. Gert er ráð fyrir að launakostnaður í ár verði 2,5% meiri en í fyrra. Í ljósi umsaminna launahækkana opinberra starfsmanna er ljóst að enn þarf að skera niður vinnumagn eigi þessi forsenda að halda,“ segir Seðlabankinn.

Hagsmunir barna eftir skilnað

Ársæll Arnarsson skrifar

Börn fráskilinna foreldra á Íslandi hafa yfirleitt fasta búsetu hjá móður sinni en heimsækja feðurna með mjög misreglulegum hætti. Þetta er í samræmi við hefðbundna verkaskiptingu þar sem litið er á konuna sem umönnunaraðila en karlinn sem fyrirvinnu. Á seinni árum hefur sú jákvæða þróun orðið að karlmenn hafa tekið virkari þátt í uppeldi og umönnun barna sinna, en jafnframt orðið sífellt tregari til að yfirgefa börn sín ef sambandi við barnsmóður lýkur.

Hvað þurfa menn að afreka?

Sigurður A. Magnússon skrifar

Hvað þurfa menn að afreka til að teljast verðugir umbunar og uppskera ávextina af hæfileikum sínum og framlagi til menningar eða annarra þjóðnytja? Spyr sá sem ekki veit! En spurningin vaknar óhjákvæmilega í sambandi við nýlega úthlutun úr Starfslaunasjóði rithöfunda; og vera má, að forsvarsmenn hans eigi einhver viðhlítandi svör við henni.

Öllu snúið á haus

Helgi Jóhannesson skrifar

Úr rústum efnahagshrunsins 2008 hafa risið draugar sem eru að valda þjóðfélagi okkar mun meira tjóni en hrunið sjálft gerði. Það voru þó bara peningar sem fóru í súginn þá. Upp úr því svekkelsi öllu saman er nú sprottinn einhver furðulegasti anarkismi sem um getur og engu eirir. Meinsemdin er mikil og þjóðin virðist verið komin á enn eitt meðvirknisfylleríið, löngu búin að missa sjónar á því hvað er rétt og rangt að gera og segja.

Eftirlitshlutverk ráðuneyta

Pétur Berg Matthíasson skrifar

Umræða um opinbert eftirlit skýtur reglulega upp kollinum, sérstaklega þegar stofnunum eru veitt ný úrræði til að halda uppi eftirliti eða þegar eftirlit með tiltekinni starfsemi hefur brugðist. Hið opinbera gegnir veigamiklu eftirlitshlutverki sem snertir flesta kima samfélagsins. Rannsóknir á aðferðum og framkvæmd opinbers eftirlits hafa ekki verið ýkja margar í gegnum tíðina, þó hefur Ríkisendurskoðun einna helst gert úttektir á eftirliti ráðuneyta og stofnana. Fræðilegar rannsóknir á eftirliti hins opinbera eru að mörgu leyti óplægður akur sem nauðsynlegt er að huga betur að, m.a. til að bæta aðferðir við eftirlit.

Vélin er því miður full

Aren"t you glad we never had any children?“ Ég leit undrandi upp við nefmælta spurninguna og horfði beint upp í nefið á amerískum ferðamanni á sjötugsaldri, íklæddum liprum æfingagalla en súrum á svip. Spurningin var ekki ætluð mér beinlínis þó hann hefði ekki lækkað róminn, heldur eiginkonu hans sem stóð við hlið hans, í eins galla. Ég var að baksast gegnum flugstöðina í Reykjavík með tvo organdi smákrakka, barnakerru, ferðatösku, skiptitösku og bílstóla og manninum blöskraði svo fyrirgangurinn að hann gat ekki orða bundist, í trausti þess að ég skildi fullkomlega ensku.

Forseti – samein- ingartákn eða stjórnmálamaður?

Tryggvi Gíslason skrifar

Í nýársræðu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson að hann ætlaði að láta af starfi forseta Íslands, sagðist eftir að hafa íhugað vandlega ólík sjónarmið varðandi framboðið, að niðurstaðan kynni að hljóma sem þversögn "en er engu að síður sú, að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis, að ég geti fremur orðið að liði, ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum“. Síðan segir orðrétt í ræðunni:

Alvarleiki kynferðisbrota gegn börnum – er samræmi í löggjöfinni?

Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar

Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, gerir dóm Hæstaréttar frá 19. janúar sl. (mál nr. 562/2011) að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 7. feb. Í því máli fellst dómurinn á að karlmaður hafi gerst sekur um nauðgun er hann kom fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart 7-8 ára gamalli telpu. Maðurinn, sem var fjölskylduvinur og tæplega fjörutíu árum eldri en telpan, notfærði sér yfirburði sína og varnarleysi ungs barns til að brjóta gegn því.

Bless, Jakobína

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum, sendir mér kveðju sína í Fréttablaðinu þann 9. febrúar. Í greininni segir hún, að "þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar“.

Kópavogskrónikan heldur áfram

Guðríður Arnardóttir skrifar

Oddviti Næstbesta flokksins fer mikinn í fjölmiðlum í kjölfar brotthvarfs síns úr fráfarandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Hann víkur sér undan ábyrgð og skellir skuldinni á aðra og þá helst undirritaða. Honum er mikið í mun að klína á mig stimpli valdagræðgi og sverta mannorð mitt þannig að ósekju.

Skartgripaafleiða

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Hinn 6. október 2008 ákvað Seðlabanki Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra, um 80 milljarða króna. Lánið var upphaflega til fjögurra daga og sem veð voru tekin öll hlutabréf Kaupþings í danska bankanum FIH. Í bók Árna Mathiesen "Frá bankahruni til byltingar“ segir að Seðlabankinn hafi "látið Kaupþing hafa allan gjaldeyrisforðann sem þeir voru með hérna heima þannig að það voru engir peningar eftir í Seðlabankanum“. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í Kastljósinu sama dag og lánið var veitt að hann "réttlæti það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu vegna þess að þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka […] Ég get sagt það kinnroðalaust“. Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði daginn eftir í sama þætti að ef lánið fengist ekki greitt þá myndi "Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH“. Kaupþing féll þremur dögum síðar. Síðar hefur komið í ljós að FIH bankinn var ekki jafnmikill klettur í hafinu og menn vildu meina. Bankinn þurfti að fá fyrirgreiðslu upp á tæpa 1.100 milljarða króna frá danska ríkinu sumarið 2009.

Bréf til Össurar

Jón Kalman Stefánsson skrifar

Kæri Össur, á hverri klukkustund látast 300 börn af völdum vannæringar í heiminum. Það er eins og hvert einasta barn í 25 leikskólum Reykjavíkur myndi deyja í dag – og þá er nóttin eftir. Vannæring hefur verið kölluð þögli morðinginn, um 2,6 milljónir barna deyja ár hvert af hennar sökum, það eru líklega fimm sinnum fleiri börn en í allri Danmörku.

Afstýrum öðru hruni

Heiðar Már Guðjónsson skrifar

Í grein minni Hrunið 2016 sem birtist þann 11. febrúar hér í Fréttablaðinu fór ég yfir sviðsmynd sem lýsir því hvernig gjaldeyrishöft, eignabóla og röng stefna ríkisstjórnar og Seðlabanka getur leitt til annars efnahagshruns. Mín skoðun er að hver dagur sem líður á meðan ekki er snúið frá rangri stefnu sé þjóðinni afar dýr.

Stríðið milli vídjóleiganna

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Ímyndum okkur að tvö fyrirtæki ráði ríkjum á einhverjum markaði, segjum vídjóleigumarkaðnum. Fyrirtækin tvö, Spólukóngurinn og Vídjóheimur, eru hvort um sig með helmingsmarkaðshlutdeild og bjóða bæði spólur á 500 krónur. Þar sem tekjurnar af hverri vídjóspólu eru hærri en heildsöluverð skila bæði fyrirtæki hagnaði.

Brennuvargar snúa aftur

Pétur Ólafsson skrifar

Svo virðist sem stjórnmálamenn líti á að þeim sé heimilt að hagræða sannleikanum ef líkur eru á að dómur sögunnar verði þeim ekki hliðhollur. Engu er líkara en sú sé raunin um Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins í Kópavogi. Hann hefur markvisst reynt að firra sig ábyrgð á því að sprengja meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, NæstBesta flokks og Y-lista Kópavogsbúa sem sat hér frá því í júnímánuði árið 2010. Í greininni fer ég yfir nokkrar staðreyndir sem fram komu á fundum hjá okkur allt frá því að boðað var til fundar 12. janúar sl. þar sem starfslok bæjarstjóra voru til umræðu.

Sjálfstæðisbaráttan

Magnús Orri Schram skrifar

EES-samningurinn er 20 ára um þessar mundir og af því tilefni tóku Norðmenn nýlega saman ítarlega skýrslu um reynslu sína af EES-samstarfinu. Niðurstöður skýrslunnar má að miklu leyti yfirfæra á íslenskan veruleika enda þjóðirnar tvær í sömu stöðu innan EES.

Sjá næstu 50 greinar