Opinn aðgangur er hagur almennings og fræðimanna 20. febrúar 2012 08:00 Flestir þeir sem þurft hafa að afla sér þekkingar á netinu rekast fljótlega á veggi þar sem þarf að greiða fyrir aðgang að rannsóknum. Þetta á jafnt við um blaðamenn sem miðla upplýsingum til fólks, vísindamenn sem þurfa að vita hvað er nýjast á fræðasviðinu og hinn almenna borgara sem vill komast að því hvort til sé lækning við tiltekinni tegund krabbameins. Upphæðin er oft nokkur þúsund krónur fyrir staka grein en bókasöfn, háskólar og ýmsar aðrar opinberar stofnanir þurfa líka að greiða háar upphæðir fyrir aðgang að vísindagreinum en þeir fjármunir koma oftar en ekki úr vasa skattgreiðenda. Það sem er sérstakt við þetta kerfi er að höfundar vísindagreina fá ekki greitt fyrir skrifin né þegar seldur er að þeim aðgangur. Vísindamenn fá hins vegar greitt fyrir vinnu sína frá opinberum samkeppnissjóðum og háskólum, og greinaskrifin eru hluti af því að miðla þekkingu til annarra fræðimanna og almennings. Þannig greiðir hið opinbera beint eða óbeint laun margra þeirra sem skrifa greinarnar en greiðir síðan aftur fyrir aðgang að þeim. Þeir einu sem hagnast eru milliliðirnir, stórfyrirtæki á sviði akademískrar útgáfu, sem höndla með textann. Þeir sem tapa eru almenningur, sem þarf að greiða tvisvar fyrir vöruna, og vísindamenn sem fá mun minni dreifingu á útgefnu efni sínu en tilefni eru til. Fræðimenn hafa aðallega tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið og gjaldfrjálst eða senda greinina í opið varðveislusafn jafnframt því sem hún birtist í hefðbundnu tímariti. Flestar útgáfur fræðitímarita heimila höfundum að birta greinar sínar samhliða í gagnagrunnum en blikur eru á lofti því milliliðirnir vilja halda í sinn hlut og gamla kerfið. Nú þurfa háskólamenn, samkeppnissjóðir og almenningur á Íslandi að taka höndum saman um að gera birtingar í opnum aðgangi að reglu. Hér má nefna að starfsmenn Háskólans á Bifröst hafa samþykkt að birta fræðigreinar sínar í opnum aðgangi, og er skólinn fyrstur íslenskra háskóla til þess, en margir af stærstu háskólum heims hafa farið þessa leið á undanförnum árum. Rannís hefur sýnt vilja en hefur þó enn ekki sett stefnu um opinn aðgang að niðurstöðum úr rannsóknum sem stofnunin hefur styrkt með almannafé. Slík stefna er í gildi annars staðar á Norðurlöndum, t.d. hjá Vetenskapsrådet í Svíþjóð. Mun Rannís setja slíka stefnu á næstunni? Af hverju hefur það dregist? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Flestir þeir sem þurft hafa að afla sér þekkingar á netinu rekast fljótlega á veggi þar sem þarf að greiða fyrir aðgang að rannsóknum. Þetta á jafnt við um blaðamenn sem miðla upplýsingum til fólks, vísindamenn sem þurfa að vita hvað er nýjast á fræðasviðinu og hinn almenna borgara sem vill komast að því hvort til sé lækning við tiltekinni tegund krabbameins. Upphæðin er oft nokkur þúsund krónur fyrir staka grein en bókasöfn, háskólar og ýmsar aðrar opinberar stofnanir þurfa líka að greiða háar upphæðir fyrir aðgang að vísindagreinum en þeir fjármunir koma oftar en ekki úr vasa skattgreiðenda. Það sem er sérstakt við þetta kerfi er að höfundar vísindagreina fá ekki greitt fyrir skrifin né þegar seldur er að þeim aðgangur. Vísindamenn fá hins vegar greitt fyrir vinnu sína frá opinberum samkeppnissjóðum og háskólum, og greinaskrifin eru hluti af því að miðla þekkingu til annarra fræðimanna og almennings. Þannig greiðir hið opinbera beint eða óbeint laun margra þeirra sem skrifa greinarnar en greiðir síðan aftur fyrir aðgang að þeim. Þeir einu sem hagnast eru milliliðirnir, stórfyrirtæki á sviði akademískrar útgáfu, sem höndla með textann. Þeir sem tapa eru almenningur, sem þarf að greiða tvisvar fyrir vöruna, og vísindamenn sem fá mun minni dreifingu á útgefnu efni sínu en tilefni eru til. Fræðimenn hafa aðallega tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið og gjaldfrjálst eða senda greinina í opið varðveislusafn jafnframt því sem hún birtist í hefðbundnu tímariti. Flestar útgáfur fræðitímarita heimila höfundum að birta greinar sínar samhliða í gagnagrunnum en blikur eru á lofti því milliliðirnir vilja halda í sinn hlut og gamla kerfið. Nú þurfa háskólamenn, samkeppnissjóðir og almenningur á Íslandi að taka höndum saman um að gera birtingar í opnum aðgangi að reglu. Hér má nefna að starfsmenn Háskólans á Bifröst hafa samþykkt að birta fræðigreinar sínar í opnum aðgangi, og er skólinn fyrstur íslenskra háskóla til þess, en margir af stærstu háskólum heims hafa farið þessa leið á undanförnum árum. Rannís hefur sýnt vilja en hefur þó enn ekki sett stefnu um opinn aðgang að niðurstöðum úr rannsóknum sem stofnunin hefur styrkt með almannafé. Slík stefna er í gildi annars staðar á Norðurlöndum, t.d. hjá Vetenskapsrådet í Svíþjóð. Mun Rannís setja slíka stefnu á næstunni? Af hverju hefur það dregist?
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar