Opinn aðgangur er hagur almennings og fræðimanna 20. febrúar 2012 08:00 Flestir þeir sem þurft hafa að afla sér þekkingar á netinu rekast fljótlega á veggi þar sem þarf að greiða fyrir aðgang að rannsóknum. Þetta á jafnt við um blaðamenn sem miðla upplýsingum til fólks, vísindamenn sem þurfa að vita hvað er nýjast á fræðasviðinu og hinn almenna borgara sem vill komast að því hvort til sé lækning við tiltekinni tegund krabbameins. Upphæðin er oft nokkur þúsund krónur fyrir staka grein en bókasöfn, háskólar og ýmsar aðrar opinberar stofnanir þurfa líka að greiða háar upphæðir fyrir aðgang að vísindagreinum en þeir fjármunir koma oftar en ekki úr vasa skattgreiðenda. Það sem er sérstakt við þetta kerfi er að höfundar vísindagreina fá ekki greitt fyrir skrifin né þegar seldur er að þeim aðgangur. Vísindamenn fá hins vegar greitt fyrir vinnu sína frá opinberum samkeppnissjóðum og háskólum, og greinaskrifin eru hluti af því að miðla þekkingu til annarra fræðimanna og almennings. Þannig greiðir hið opinbera beint eða óbeint laun margra þeirra sem skrifa greinarnar en greiðir síðan aftur fyrir aðgang að þeim. Þeir einu sem hagnast eru milliliðirnir, stórfyrirtæki á sviði akademískrar útgáfu, sem höndla með textann. Þeir sem tapa eru almenningur, sem þarf að greiða tvisvar fyrir vöruna, og vísindamenn sem fá mun minni dreifingu á útgefnu efni sínu en tilefni eru til. Fræðimenn hafa aðallega tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið og gjaldfrjálst eða senda greinina í opið varðveislusafn jafnframt því sem hún birtist í hefðbundnu tímariti. Flestar útgáfur fræðitímarita heimila höfundum að birta greinar sínar samhliða í gagnagrunnum en blikur eru á lofti því milliliðirnir vilja halda í sinn hlut og gamla kerfið. Nú þurfa háskólamenn, samkeppnissjóðir og almenningur á Íslandi að taka höndum saman um að gera birtingar í opnum aðgangi að reglu. Hér má nefna að starfsmenn Háskólans á Bifröst hafa samþykkt að birta fræðigreinar sínar í opnum aðgangi, og er skólinn fyrstur íslenskra háskóla til þess, en margir af stærstu háskólum heims hafa farið þessa leið á undanförnum árum. Rannís hefur sýnt vilja en hefur þó enn ekki sett stefnu um opinn aðgang að niðurstöðum úr rannsóknum sem stofnunin hefur styrkt með almannafé. Slík stefna er í gildi annars staðar á Norðurlöndum, t.d. hjá Vetenskapsrådet í Svíþjóð. Mun Rannís setja slíka stefnu á næstunni? Af hverju hefur það dregist? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir þeir sem þurft hafa að afla sér þekkingar á netinu rekast fljótlega á veggi þar sem þarf að greiða fyrir aðgang að rannsóknum. Þetta á jafnt við um blaðamenn sem miðla upplýsingum til fólks, vísindamenn sem þurfa að vita hvað er nýjast á fræðasviðinu og hinn almenna borgara sem vill komast að því hvort til sé lækning við tiltekinni tegund krabbameins. Upphæðin er oft nokkur þúsund krónur fyrir staka grein en bókasöfn, háskólar og ýmsar aðrar opinberar stofnanir þurfa líka að greiða háar upphæðir fyrir aðgang að vísindagreinum en þeir fjármunir koma oftar en ekki úr vasa skattgreiðenda. Það sem er sérstakt við þetta kerfi er að höfundar vísindagreina fá ekki greitt fyrir skrifin né þegar seldur er að þeim aðgangur. Vísindamenn fá hins vegar greitt fyrir vinnu sína frá opinberum samkeppnissjóðum og háskólum, og greinaskrifin eru hluti af því að miðla þekkingu til annarra fræðimanna og almennings. Þannig greiðir hið opinbera beint eða óbeint laun margra þeirra sem skrifa greinarnar en greiðir síðan aftur fyrir aðgang að þeim. Þeir einu sem hagnast eru milliliðirnir, stórfyrirtæki á sviði akademískrar útgáfu, sem höndla með textann. Þeir sem tapa eru almenningur, sem þarf að greiða tvisvar fyrir vöruna, og vísindamenn sem fá mun minni dreifingu á útgefnu efni sínu en tilefni eru til. Fræðimenn hafa aðallega tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið og gjaldfrjálst eða senda greinina í opið varðveislusafn jafnframt því sem hún birtist í hefðbundnu tímariti. Flestar útgáfur fræðitímarita heimila höfundum að birta greinar sínar samhliða í gagnagrunnum en blikur eru á lofti því milliliðirnir vilja halda í sinn hlut og gamla kerfið. Nú þurfa háskólamenn, samkeppnissjóðir og almenningur á Íslandi að taka höndum saman um að gera birtingar í opnum aðgangi að reglu. Hér má nefna að starfsmenn Háskólans á Bifröst hafa samþykkt að birta fræðigreinar sínar í opnum aðgangi, og er skólinn fyrstur íslenskra háskóla til þess, en margir af stærstu háskólum heims hafa farið þessa leið á undanförnum árum. Rannís hefur sýnt vilja en hefur þó enn ekki sett stefnu um opinn aðgang að niðurstöðum úr rannsóknum sem stofnunin hefur styrkt með almannafé. Slík stefna er í gildi annars staðar á Norðurlöndum, t.d. hjá Vetenskapsrådet í Svíþjóð. Mun Rannís setja slíka stefnu á næstunni? Af hverju hefur það dregist?
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun