Verðtrygging er ekki lögmál Eygló Harðardóttir skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Þegar verðtryggingu var komið á var um neyðarráðstöfun að ræða sem tryggja átti sparifé, lánsfé og laun. Forsendur þessara aðgerða voru að verðbólga hafði verið langtum meiri hér en hjá öðrum þróuðum ríkjum og vextir voru ekki frjálsir, sem kom í veg fyrir að fjármálastofnanir gætu brugðist við verðbólgunni. Það leiddi nánast til hruns á lánsfjármörkuðum og samhliða óhóflegrar erlendrar skuldasöfnunar. Þessar forsendur eru ekki lengur til staðar. Vaxtafrelsi tryggir að fjármálastofnanir geta brugðist við verðbólgu, ofgnótt er af innlendu lánsfjármagni og verðbólga er ekki mikið meiri hér en í öðrum þróuðum ríkjum í sögulegu samhengi. Af hverju má þá ekki losa neytendur undan oki verðtryggingarinnar? Nokkrar af þeim leiðum sem nefndar hafa verið til að afnema hana af samningnum neytenda eru bann við verðtryggingu neytendalána, breyting á vísitölunni og þak á hækkun verðbóta á ársgrundvelli. Þessar tillögur hafa verið gagnrýndar með þeim rökum að afnám í skrefum eða hreint bann muni skerða eignarrétt kröfueigenda og fela í sér hugsanlega afturvirkni. Frá því almenn verðtrygging var innleidd hafa allar þessar leiðir verið farnar með lagasetningu og taldar standast stjórnarskrána. Árið 1972 ógiltu stjórnvöld verðtryggingu húsnæðislána með því að setja 7,75% hámark á verðtryggingu og vexti nokkurra árganga lána. Árið 1983 var útreikningi vísitölunnar breytt og aftur 1989. Árið 1995 var samsett lánskjaravísitala afnumin og vísitala neysluverðs sett í hennar stað og eldri lán tengd henni. Með breytingunni á vísitölunni væri því bæði hægt að draga úr hækkun lánanna og nýta til leiðréttingar lána. Verðtrygging hefur verið afnumin af launum og því ekkert því til fyrirstöðu að afnema verðtryggingu af neytendalánum. Krafan um verðtryggingu varðar ekki verðgildi fjármuna heldur ávöxtunarkröfu fjármagnseigenda. Á síðustu fjórum árum hefur almenningur séð skuldir sínar hækka um tugi prósenta vegna verðbóta. Á sama tíma hefur verðmæti eigna og launatekjur staðið í stað eða lækkað. Krafan um verðtryggingu er orðin krafa okrarans um pund af holdi. Það er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þegar verðtryggingu var komið á var um neyðarráðstöfun að ræða sem tryggja átti sparifé, lánsfé og laun. Forsendur þessara aðgerða voru að verðbólga hafði verið langtum meiri hér en hjá öðrum þróuðum ríkjum og vextir voru ekki frjálsir, sem kom í veg fyrir að fjármálastofnanir gætu brugðist við verðbólgunni. Það leiddi nánast til hruns á lánsfjármörkuðum og samhliða óhóflegrar erlendrar skuldasöfnunar. Þessar forsendur eru ekki lengur til staðar. Vaxtafrelsi tryggir að fjármálastofnanir geta brugðist við verðbólgu, ofgnótt er af innlendu lánsfjármagni og verðbólga er ekki mikið meiri hér en í öðrum þróuðum ríkjum í sögulegu samhengi. Af hverju má þá ekki losa neytendur undan oki verðtryggingarinnar? Nokkrar af þeim leiðum sem nefndar hafa verið til að afnema hana af samningnum neytenda eru bann við verðtryggingu neytendalána, breyting á vísitölunni og þak á hækkun verðbóta á ársgrundvelli. Þessar tillögur hafa verið gagnrýndar með þeim rökum að afnám í skrefum eða hreint bann muni skerða eignarrétt kröfueigenda og fela í sér hugsanlega afturvirkni. Frá því almenn verðtrygging var innleidd hafa allar þessar leiðir verið farnar með lagasetningu og taldar standast stjórnarskrána. Árið 1972 ógiltu stjórnvöld verðtryggingu húsnæðislána með því að setja 7,75% hámark á verðtryggingu og vexti nokkurra árganga lána. Árið 1983 var útreikningi vísitölunnar breytt og aftur 1989. Árið 1995 var samsett lánskjaravísitala afnumin og vísitala neysluverðs sett í hennar stað og eldri lán tengd henni. Með breytingunni á vísitölunni væri því bæði hægt að draga úr hækkun lánanna og nýta til leiðréttingar lána. Verðtrygging hefur verið afnumin af launum og því ekkert því til fyrirstöðu að afnema verðtryggingu af neytendalánum. Krafan um verðtryggingu varðar ekki verðgildi fjármuna heldur ávöxtunarkröfu fjármagnseigenda. Á síðustu fjórum árum hefur almenningur séð skuldir sínar hækka um tugi prósenta vegna verðbóta. Á sama tíma hefur verðmæti eigna og launatekjur staðið í stað eða lækkað. Krafan um verðtryggingu er orðin krafa okrarans um pund af holdi. Það er mál að linni.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun