Brennuvargar snúa aftur Pétur Ólafsson skrifar 14. febrúar 2012 06:00 Svo virðist sem stjórnmálamenn líti á að þeim sé heimilt að hagræða sannleikanum ef líkur eru á að dómur sögunnar verði þeim ekki hliðhollur. Engu er líkara en sú sé raunin um Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins í Kópavogi. Hann hefur markvisst reynt að firra sig ábyrgð á því að sprengja meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, NæstBesta flokks og Y-lista Kópavogsbúa sem sat hér frá því í júnímánuði árið 2010. Í greininni fer ég yfir nokkrar staðreyndir sem fram komu á fundum hjá okkur allt frá því að boðað var til fundar 12. janúar sl. þar sem starfslok bæjarstjóra voru til umræðu. Skýr niðurstaða fundarÁ þessum fundi voru starfslokin rædd, ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn. Á þeim meirihlutafundum þar sem framtíð bæjarstjóra var til umræðu, m.a. í septembermánuði á síðasta ári og á vormánuðum sama árs, var í báðum tilvikum komist að þeirri niðurstöðu að við bæjarstjórann skyldi rætt, m.a. um verkefnin sem fyrir lágu og þau sem að baki voru. Vonast var eftir bótum og betrun en sú varð ekki raunin. Þegar kom á daginn það sem allir vissu að verulegir brestir voru teknir að myndast í trausti meirihlutans í garð bæjarstjóra, var boðað til þessa fundar. Og til að taka af öll tvímæli þar um, þá sagði Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, á þeim fundi að hún skyldi fara á fund bæjarstjóra daginn eftir (föstudag) til að ræða hennar starfslok. Öllu skýrara og öllu einfaldara verða hlutirnir ekki. Það var ómögulegt að skilja hlutina öðruvísi og munu hvorki ég, né aðrir bæjarfulltrúar á fundinum taka ábyrgð á allt að því klaufalegum misskilningi bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins á svo mikilvægu atriði. Ópólitískur bæjarstjóriÁ föstudegi gengur Guðríður Arnardóttir sem sagt á fund bæjarstjóra og gerir henni grein fyrir ákvörðun meirihlutans. Á sunnudeginum 15. janúar fer af stað atburðarás sem endar með því að málefnum bæjarstjóra er lekið í fjölmiðla, svo markvisst raunar að stærstu fréttastofurnar birta fréttir á sama tíma um málið. Í kjölfarið hittumst við bæjarfulltrúar meirihlutans til að funda um næstu skref. Bæjarfulltrúar Y-lista Kópavogsbúa og NæstBesti flokkurinn lýsa því yfir að þau vilja ekki fá pólitískan bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykktu það eftir talsverðar umræður um efnið. Þar við sat. Á fundi kvöldið eftir, mánudaginn 16. janúar sl., hófum við að kasta á milli okkar nöfnum að heppilegum bæjarstjóra. Engin lending var eftir þann fund og ákveðið að hittast daginn eftir. Örvænting grípur um sigRétt er að taka fram að á þessum tímapunkti var ekkert sem benti til annars en við myndum finna heppilegan kandídat í stól bæjarstjóra. Góður andi var yfir öllum þessum fundum og hugur í bæjarfulltrúum yfir verkefnunum sem framundan voru. Þess vegna kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Hjálmar Hjálmarsson mætti á fund oddvita meirihlutaflokkanna daginn eftir og sagðist ekki geta starfað með þeim lengur. Ástæðuna segir hann vera aðferðina frekar en aðgerðina um starfslok bæjarstjóra. Enn þann dag í dag átta ég mig hvorki á vægast sagt afar veiku tilefni bæjarfulltrúans til að sprengja meirihlutann, né örvæntingarfullum aðgerðum hans liðna daga til að reyna að firra sig ábyrgð á þeim slitum sem höfðu þær beinu afleiðingar að nú hafa gömlu refirnir sem settu bæjarfélagið nánast þráðbeint á höfuðið komist til valda á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem stjórnmálamenn líti á að þeim sé heimilt að hagræða sannleikanum ef líkur eru á að dómur sögunnar verði þeim ekki hliðhollur. Engu er líkara en sú sé raunin um Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins í Kópavogi. Hann hefur markvisst reynt að firra sig ábyrgð á því að sprengja meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, NæstBesta flokks og Y-lista Kópavogsbúa sem sat hér frá því í júnímánuði árið 2010. Í greininni fer ég yfir nokkrar staðreyndir sem fram komu á fundum hjá okkur allt frá því að boðað var til fundar 12. janúar sl. þar sem starfslok bæjarstjóra voru til umræðu. Skýr niðurstaða fundarÁ þessum fundi voru starfslokin rædd, ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn. Á þeim meirihlutafundum þar sem framtíð bæjarstjóra var til umræðu, m.a. í septembermánuði á síðasta ári og á vormánuðum sama árs, var í báðum tilvikum komist að þeirri niðurstöðu að við bæjarstjórann skyldi rætt, m.a. um verkefnin sem fyrir lágu og þau sem að baki voru. Vonast var eftir bótum og betrun en sú varð ekki raunin. Þegar kom á daginn það sem allir vissu að verulegir brestir voru teknir að myndast í trausti meirihlutans í garð bæjarstjóra, var boðað til þessa fundar. Og til að taka af öll tvímæli þar um, þá sagði Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, á þeim fundi að hún skyldi fara á fund bæjarstjóra daginn eftir (föstudag) til að ræða hennar starfslok. Öllu skýrara og öllu einfaldara verða hlutirnir ekki. Það var ómögulegt að skilja hlutina öðruvísi og munu hvorki ég, né aðrir bæjarfulltrúar á fundinum taka ábyrgð á allt að því klaufalegum misskilningi bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins á svo mikilvægu atriði. Ópólitískur bæjarstjóriÁ föstudegi gengur Guðríður Arnardóttir sem sagt á fund bæjarstjóra og gerir henni grein fyrir ákvörðun meirihlutans. Á sunnudeginum 15. janúar fer af stað atburðarás sem endar með því að málefnum bæjarstjóra er lekið í fjölmiðla, svo markvisst raunar að stærstu fréttastofurnar birta fréttir á sama tíma um málið. Í kjölfarið hittumst við bæjarfulltrúar meirihlutans til að funda um næstu skref. Bæjarfulltrúar Y-lista Kópavogsbúa og NæstBesti flokkurinn lýsa því yfir að þau vilja ekki fá pólitískan bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykktu það eftir talsverðar umræður um efnið. Þar við sat. Á fundi kvöldið eftir, mánudaginn 16. janúar sl., hófum við að kasta á milli okkar nöfnum að heppilegum bæjarstjóra. Engin lending var eftir þann fund og ákveðið að hittast daginn eftir. Örvænting grípur um sigRétt er að taka fram að á þessum tímapunkti var ekkert sem benti til annars en við myndum finna heppilegan kandídat í stól bæjarstjóra. Góður andi var yfir öllum þessum fundum og hugur í bæjarfulltrúum yfir verkefnunum sem framundan voru. Þess vegna kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Hjálmar Hjálmarsson mætti á fund oddvita meirihlutaflokkanna daginn eftir og sagðist ekki geta starfað með þeim lengur. Ástæðuna segir hann vera aðferðina frekar en aðgerðina um starfslok bæjarstjóra. Enn þann dag í dag átta ég mig hvorki á vægast sagt afar veiku tilefni bæjarfulltrúans til að sprengja meirihlutann, né örvæntingarfullum aðgerðum hans liðna daga til að reyna að firra sig ábyrgð á þeim slitum sem höfðu þær beinu afleiðingar að nú hafa gömlu refirnir sem settu bæjarfélagið nánast þráðbeint á höfuðið komist til valda á ný.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun