Brennuvargar snúa aftur Pétur Ólafsson skrifar 14. febrúar 2012 06:00 Svo virðist sem stjórnmálamenn líti á að þeim sé heimilt að hagræða sannleikanum ef líkur eru á að dómur sögunnar verði þeim ekki hliðhollur. Engu er líkara en sú sé raunin um Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins í Kópavogi. Hann hefur markvisst reynt að firra sig ábyrgð á því að sprengja meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, NæstBesta flokks og Y-lista Kópavogsbúa sem sat hér frá því í júnímánuði árið 2010. Í greininni fer ég yfir nokkrar staðreyndir sem fram komu á fundum hjá okkur allt frá því að boðað var til fundar 12. janúar sl. þar sem starfslok bæjarstjóra voru til umræðu. Skýr niðurstaða fundarÁ þessum fundi voru starfslokin rædd, ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn. Á þeim meirihlutafundum þar sem framtíð bæjarstjóra var til umræðu, m.a. í septembermánuði á síðasta ári og á vormánuðum sama árs, var í báðum tilvikum komist að þeirri niðurstöðu að við bæjarstjórann skyldi rætt, m.a. um verkefnin sem fyrir lágu og þau sem að baki voru. Vonast var eftir bótum og betrun en sú varð ekki raunin. Þegar kom á daginn það sem allir vissu að verulegir brestir voru teknir að myndast í trausti meirihlutans í garð bæjarstjóra, var boðað til þessa fundar. Og til að taka af öll tvímæli þar um, þá sagði Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, á þeim fundi að hún skyldi fara á fund bæjarstjóra daginn eftir (föstudag) til að ræða hennar starfslok. Öllu skýrara og öllu einfaldara verða hlutirnir ekki. Það var ómögulegt að skilja hlutina öðruvísi og munu hvorki ég, né aðrir bæjarfulltrúar á fundinum taka ábyrgð á allt að því klaufalegum misskilningi bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins á svo mikilvægu atriði. Ópólitískur bæjarstjóriÁ föstudegi gengur Guðríður Arnardóttir sem sagt á fund bæjarstjóra og gerir henni grein fyrir ákvörðun meirihlutans. Á sunnudeginum 15. janúar fer af stað atburðarás sem endar með því að málefnum bæjarstjóra er lekið í fjölmiðla, svo markvisst raunar að stærstu fréttastofurnar birta fréttir á sama tíma um málið. Í kjölfarið hittumst við bæjarfulltrúar meirihlutans til að funda um næstu skref. Bæjarfulltrúar Y-lista Kópavogsbúa og NæstBesti flokkurinn lýsa því yfir að þau vilja ekki fá pólitískan bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykktu það eftir talsverðar umræður um efnið. Þar við sat. Á fundi kvöldið eftir, mánudaginn 16. janúar sl., hófum við að kasta á milli okkar nöfnum að heppilegum bæjarstjóra. Engin lending var eftir þann fund og ákveðið að hittast daginn eftir. Örvænting grípur um sigRétt er að taka fram að á þessum tímapunkti var ekkert sem benti til annars en við myndum finna heppilegan kandídat í stól bæjarstjóra. Góður andi var yfir öllum þessum fundum og hugur í bæjarfulltrúum yfir verkefnunum sem framundan voru. Þess vegna kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Hjálmar Hjálmarsson mætti á fund oddvita meirihlutaflokkanna daginn eftir og sagðist ekki geta starfað með þeim lengur. Ástæðuna segir hann vera aðferðina frekar en aðgerðina um starfslok bæjarstjóra. Enn þann dag í dag átta ég mig hvorki á vægast sagt afar veiku tilefni bæjarfulltrúans til að sprengja meirihlutann, né örvæntingarfullum aðgerðum hans liðna daga til að reyna að firra sig ábyrgð á þeim slitum sem höfðu þær beinu afleiðingar að nú hafa gömlu refirnir sem settu bæjarfélagið nánast þráðbeint á höfuðið komist til valda á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Svo virðist sem stjórnmálamenn líti á að þeim sé heimilt að hagræða sannleikanum ef líkur eru á að dómur sögunnar verði þeim ekki hliðhollur. Engu er líkara en sú sé raunin um Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins í Kópavogi. Hann hefur markvisst reynt að firra sig ábyrgð á því að sprengja meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, NæstBesta flokks og Y-lista Kópavogsbúa sem sat hér frá því í júnímánuði árið 2010. Í greininni fer ég yfir nokkrar staðreyndir sem fram komu á fundum hjá okkur allt frá því að boðað var til fundar 12. janúar sl. þar sem starfslok bæjarstjóra voru til umræðu. Skýr niðurstaða fundarÁ þessum fundi voru starfslokin rædd, ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn. Á þeim meirihlutafundum þar sem framtíð bæjarstjóra var til umræðu, m.a. í septembermánuði á síðasta ári og á vormánuðum sama árs, var í báðum tilvikum komist að þeirri niðurstöðu að við bæjarstjórann skyldi rætt, m.a. um verkefnin sem fyrir lágu og þau sem að baki voru. Vonast var eftir bótum og betrun en sú varð ekki raunin. Þegar kom á daginn það sem allir vissu að verulegir brestir voru teknir að myndast í trausti meirihlutans í garð bæjarstjóra, var boðað til þessa fundar. Og til að taka af öll tvímæli þar um, þá sagði Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, á þeim fundi að hún skyldi fara á fund bæjarstjóra daginn eftir (föstudag) til að ræða hennar starfslok. Öllu skýrara og öllu einfaldara verða hlutirnir ekki. Það var ómögulegt að skilja hlutina öðruvísi og munu hvorki ég, né aðrir bæjarfulltrúar á fundinum taka ábyrgð á allt að því klaufalegum misskilningi bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins á svo mikilvægu atriði. Ópólitískur bæjarstjóriÁ föstudegi gengur Guðríður Arnardóttir sem sagt á fund bæjarstjóra og gerir henni grein fyrir ákvörðun meirihlutans. Á sunnudeginum 15. janúar fer af stað atburðarás sem endar með því að málefnum bæjarstjóra er lekið í fjölmiðla, svo markvisst raunar að stærstu fréttastofurnar birta fréttir á sama tíma um málið. Í kjölfarið hittumst við bæjarfulltrúar meirihlutans til að funda um næstu skref. Bæjarfulltrúar Y-lista Kópavogsbúa og NæstBesti flokkurinn lýsa því yfir að þau vilja ekki fá pólitískan bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykktu það eftir talsverðar umræður um efnið. Þar við sat. Á fundi kvöldið eftir, mánudaginn 16. janúar sl., hófum við að kasta á milli okkar nöfnum að heppilegum bæjarstjóra. Engin lending var eftir þann fund og ákveðið að hittast daginn eftir. Örvænting grípur um sigRétt er að taka fram að á þessum tímapunkti var ekkert sem benti til annars en við myndum finna heppilegan kandídat í stól bæjarstjóra. Góður andi var yfir öllum þessum fundum og hugur í bæjarfulltrúum yfir verkefnunum sem framundan voru. Þess vegna kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Hjálmar Hjálmarsson mætti á fund oddvita meirihlutaflokkanna daginn eftir og sagðist ekki geta starfað með þeim lengur. Ástæðuna segir hann vera aðferðina frekar en aðgerðina um starfslok bæjarstjóra. Enn þann dag í dag átta ég mig hvorki á vægast sagt afar veiku tilefni bæjarfulltrúans til að sprengja meirihlutann, né örvæntingarfullum aðgerðum hans liðna daga til að reyna að firra sig ábyrgð á þeim slitum sem höfðu þær beinu afleiðingar að nú hafa gömlu refirnir sem settu bæjarfélagið nánast þráðbeint á höfuðið komist til valda á ný.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar