Sæll aftur Sighvatur Björgvinsson 16. febrúar 2012 16:00 Mikið bar á Sighvati Björgvinsyni í Silfri Egils á sunnudag. Hann tilheyrir þeim hópi fólks sem gjarnan er talið til forréttindastéttarinnar á Íslandi. Fólki sem hefur, t.d. fengið að vera forstjórar ríkisstofnana þrátt fyrir að hafa ekki lokið námi. Fólk úr þessari stétt er misjafnt að gerð en heldur oft í sakleysi sínu að það hafi yfirburði og vanmetur gjarnan hæfni annarra. Heldur að það þurfi að útskýra fyrir vel menntuðu fólki einföld reikningsdæmi sem það í sakleysi sínu telur að aðrir skilji ekki. Ógagnrýninn og naumur hugurinn telur að aðeins þurfi að skoða eina breytu. En við erum ekki eingöngu að skoða eina breytu. Við erum að skoða arfleifðina sem samfélagskiminn sem Sighvatur tilheyrir hefur skilið eftir fyrir ungu kynslóðina að glíma við. Unga kynslóðin í dag kaus ekki Sighvat og samferðamenn hans til valda og því er það yfirsjón að fullyrða að unga kynslóðin beri einhverja sök. En forréttindastéttin vill gjarnan deila sök með alþýðunni eða jafnvel að alþýðan taki á sig sökina og sökin verði kölluð „þjóðarsekt". Það var ekki unga kynslóðin sem valdi það fyrirkomulag sem hefur gilt um stjórnun lífeyrissjóðanna. Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir. Við blasir skelfileg ástand í lífeyrissjóðum landsmanna og stjórnendur sem tóku þátt í þeirri fléttu að hreinsa upp eignir almennings og færa þær í vasa forréttindastéttarinnar á Íslandi sitja enn í forystu sjóðanna og sýna enga iðrun. Gjafir útrásavíkinganna voru máttugar. Í kjölfar þessara hamfara birtist Sighvatur og segir tíu deilt með tveimur eru fimm og þess vegna á unga kynslóðin að vera ábyrg. Hver á að greiða hundruð milljarða skuldir ríkissjóðs? Hver á að borga stökkbreyttu lánin? Hver á að fjármagna samning nýja Landsbankans við þann gamla upp á 280 milljarða til þess að setja í Icesave hítina? Hver á að fjármagna B deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þegar eftir 2020 vantar í hann átta milljarða á ári til þess að hann geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt tryggingarfræðilegu mati? Hver á að fóðra vasa erlendra vogunarsjóða sem keypu skuldabréfin á 5% af nafnvirði skuldanna? Jú, unga kynslóðin sem í frekju sinni spyr hvort að hún eigi að axla ábyrgðina af þeim hryllingi sem kynslóð Sighvats Björgvinssonar með skammsýni og einföldum reikningsdæmum kölluðu yfir þjóðina. Eina leiðin til þess að komast upp úr þeirri hít sem stjórnvöld hafa með illa hugsuðum aðgerðum komið þjóðinni í er að endurhugsa allt kerfið. Enginn á að þurfa að svelta. Til þess að ná árangri þarf að treysta atvinnulíf og menntun og hlúa að yngri kynslóðinni sem á að bera uppi framtíð þessa lands. Leysa þarf atvinnulífið úr viðjum hafta og virða frumbyggjarétt landsbyggðarinnar til þess að sækja miðin. Leggja þarf áherslu á verðmætasköpun með fullvinnslu innanlands og útflutningi. Ríkið á að taka að sér að vernda neytendur. Stjórnmálamenn hafa haldið stjórnsýslunni í gíslingu og notað hana til þess að styrkja völd sín og úthluta ívilnanir til aðila sem hafa skilið efnahagslíf þjóðarinnar í rjúkandi rústum. En gerendurnir sitja á feitum eftirlaunum, þeim hefur verið úthlutuð störf hjá alþjóðastofnunum með glimrandi meðmælum úr utanríkisráðuneytinu. Þeir sitja í stjórnum og ráða sínum ráðum. Á skjánum birtast svo málssvarar þeirra sem segja látið bara unga fólkið borga. Unga fólkið er að flýja land og hver á fjármagna lífeyrissjóðina þegar þeir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. En það er í kortunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið bar á Sighvati Björgvinsyni í Silfri Egils á sunnudag. Hann tilheyrir þeim hópi fólks sem gjarnan er talið til forréttindastéttarinnar á Íslandi. Fólki sem hefur, t.d. fengið að vera forstjórar ríkisstofnana þrátt fyrir að hafa ekki lokið námi. Fólk úr þessari stétt er misjafnt að gerð en heldur oft í sakleysi sínu að það hafi yfirburði og vanmetur gjarnan hæfni annarra. Heldur að það þurfi að útskýra fyrir vel menntuðu fólki einföld reikningsdæmi sem það í sakleysi sínu telur að aðrir skilji ekki. Ógagnrýninn og naumur hugurinn telur að aðeins þurfi að skoða eina breytu. En við erum ekki eingöngu að skoða eina breytu. Við erum að skoða arfleifðina sem samfélagskiminn sem Sighvatur tilheyrir hefur skilið eftir fyrir ungu kynslóðina að glíma við. Unga kynslóðin í dag kaus ekki Sighvat og samferðamenn hans til valda og því er það yfirsjón að fullyrða að unga kynslóðin beri einhverja sök. En forréttindastéttin vill gjarnan deila sök með alþýðunni eða jafnvel að alþýðan taki á sig sökina og sökin verði kölluð „þjóðarsekt". Það var ekki unga kynslóðin sem valdi það fyrirkomulag sem hefur gilt um stjórnun lífeyrissjóðanna. Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir. Við blasir skelfileg ástand í lífeyrissjóðum landsmanna og stjórnendur sem tóku þátt í þeirri fléttu að hreinsa upp eignir almennings og færa þær í vasa forréttindastéttarinnar á Íslandi sitja enn í forystu sjóðanna og sýna enga iðrun. Gjafir útrásavíkinganna voru máttugar. Í kjölfar þessara hamfara birtist Sighvatur og segir tíu deilt með tveimur eru fimm og þess vegna á unga kynslóðin að vera ábyrg. Hver á að greiða hundruð milljarða skuldir ríkissjóðs? Hver á að borga stökkbreyttu lánin? Hver á að fjármagna samning nýja Landsbankans við þann gamla upp á 280 milljarða til þess að setja í Icesave hítina? Hver á að fjármagna B deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þegar eftir 2020 vantar í hann átta milljarða á ári til þess að hann geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt tryggingarfræðilegu mati? Hver á að fóðra vasa erlendra vogunarsjóða sem keypu skuldabréfin á 5% af nafnvirði skuldanna? Jú, unga kynslóðin sem í frekju sinni spyr hvort að hún eigi að axla ábyrgðina af þeim hryllingi sem kynslóð Sighvats Björgvinssonar með skammsýni og einföldum reikningsdæmum kölluðu yfir þjóðina. Eina leiðin til þess að komast upp úr þeirri hít sem stjórnvöld hafa með illa hugsuðum aðgerðum komið þjóðinni í er að endurhugsa allt kerfið. Enginn á að þurfa að svelta. Til þess að ná árangri þarf að treysta atvinnulíf og menntun og hlúa að yngri kynslóðinni sem á að bera uppi framtíð þessa lands. Leysa þarf atvinnulífið úr viðjum hafta og virða frumbyggjarétt landsbyggðarinnar til þess að sækja miðin. Leggja þarf áherslu á verðmætasköpun með fullvinnslu innanlands og útflutningi. Ríkið á að taka að sér að vernda neytendur. Stjórnmálamenn hafa haldið stjórnsýslunni í gíslingu og notað hana til þess að styrkja völd sín og úthluta ívilnanir til aðila sem hafa skilið efnahagslíf þjóðarinnar í rjúkandi rústum. En gerendurnir sitja á feitum eftirlaunum, þeim hefur verið úthlutuð störf hjá alþjóðastofnunum með glimrandi meðmælum úr utanríkisráðuneytinu. Þeir sitja í stjórnum og ráða sínum ráðum. Á skjánum birtast svo málssvarar þeirra sem segja látið bara unga fólkið borga. Unga fólkið er að flýja land og hver á fjármagna lífeyrissjóðina þegar þeir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. En það er í kortunum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar