Stattu upp! Pawel Bartoszek skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði. Þetta eru góð skref. En það er auðvitað dálítið miður hvernig umræðan getur oft snúist almenningssamgöngum í óhag. Ef of fáir ferðast með strætó þá er það slæmt, því vagnarnir keyra tómir, en ef of margir gera það þá er það slæmt því þá eru þeir fullir. Og þá þurfa einhverjir að standa, sem er víst rosa hættulegt. Venjulegur jepplingseigandi, sem byggir sínar hugmyndir um almenningssamgöngur á nokkrum rútuferðum í barnæsku og frásögnum ættingja í útlöndum, hefur líklegast gripið eftirfarandi setningabúta úr fréttum af strætó fyrstu mánuði þessa árs: „þurft að standa“ „vísað frá“ „löng bið í næsta vagn“. Sem sagt: Þröngir, óáreiðanlegir og hættulegir strætisvagnar. Menn þurfa ekki að vita meira. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó ferðuðust 1.950 farþegar með leið 51 (sem fer frá Reykjavík til Selfoss og stundum lengra) á einni viku í janúar. Það er auðvitað alveg þokkalegur fjöldi í heildina en sé miðað að farnar eru um 140 ferðir á viku og hver rúta taki 50-70 manns í sæti þá er sætanýtingin gróflega áætluð á bilinu 20-30%. Miðað við þessar tölur þá má áætla, jafnvel ef gert er ráð fyrir að notkunin dreifist fremur ójafnt yfir daginn, að líkurnar á því að menn þurfi að standa séu afar litlar. Öfugt við það sem ráða mætti af umræðunni. Ef það gerist kerfisbundið og ítrekað að sætin í sumum ferðum fyllast þá eiga farþegar að sjálfsögðu að láta í sér heyra og krefjast þess að ferðum og sætum verði fjölgað. Vonandi að nýtingin verði það góð að til þess þurfi að koma. En spurningin sem komið hefur upp í umræðunni að undanförnu er ekki sú hvort almennt eigi að gera ráð fyrir sætum fyrir alla í langferðum (um það eru væntanlega allir sammála) heldur hvað bílstjóri eigi að gera í þau örfáu skipti sem farþegar verða fleiri en sætin. Svo virðist sem Umferðarstofa telji að hann eigi að skilja farþegana eftir, en Strætó og sveitarfélögin vilja leyfa þeim að fara um borð. Ákvörðun þeirra síðarnefndu er rétt. Líka með tilliti til umferðaröryggis. Það er margfalt öruggara að ferðast með rútu eða strætó en með einkabíl. Sé litið á fjölda þeirra sem létust í umferðarslysum í Evrópusambandinu árið 2010 þá var um helmingur þeirra í einkabíl. Farþegar í hópferðabílum voru undir 0,5%. Þetta eru ögn færri en þeir sem dóu við að stýra landbúnaðartækjum. Sé áhættan reiknuð út á hvern farþega og hvern ekinn kílómetra reiknast strætóar og rútur gjarnan tíu sinnum öruggari en einkabílar. Ef einhverrar heildarhugsunar á að gæta í umferðaröryggismálum á auðvitað ekki að letja fólk frá því að nota þá samgöngumáta sem sannarlega eru öruggastir með því að gera þá óaðgengilegri eða óáreiðanlegri. Ef Akranesbúi sem er vanur að fara í vinnuna með strætó þarf í nokkur skipti að sitja eftir vegna þess að eitthvað skólaferðalag fyllir vagninn mun hann fljótt gefast upp. Þannig að fremur en að leyfa honum að standa í örfá skipti verður honum vísað í tífalt hættulegri farkost. Nú kann að vera að öruggara sé að ferðast í rútu sitjandi en standandi, þó ég þekki ekki gögn sem sýna slíkt. En í ljósi þess að hópferðabílar eru margfalt öruggari ferðamáti en einkabílar þá eigum við ekki að leggja til skref sem munu gera þann ferðamáta verri. Já, verri. Það er margfalt verra að sitja eftir á stoppistöðinni en að þurfa einstöku sinnum að standa. Fyrst einkabílar eru tíu sinnum hættulegri en strætóar mætti, með vísan til umferðaröryggis, alveg eins banna venjulegu fólki að keyra. Vonandi leggur enginn slíkt til. En þá á heldur ekki að hræða fólk frá því að nota margfalt öruggari ferðamáta. Eða banna hann. Í nafni umferðaröryggis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði. Þetta eru góð skref. En það er auðvitað dálítið miður hvernig umræðan getur oft snúist almenningssamgöngum í óhag. Ef of fáir ferðast með strætó þá er það slæmt, því vagnarnir keyra tómir, en ef of margir gera það þá er það slæmt því þá eru þeir fullir. Og þá þurfa einhverjir að standa, sem er víst rosa hættulegt. Venjulegur jepplingseigandi, sem byggir sínar hugmyndir um almenningssamgöngur á nokkrum rútuferðum í barnæsku og frásögnum ættingja í útlöndum, hefur líklegast gripið eftirfarandi setningabúta úr fréttum af strætó fyrstu mánuði þessa árs: „þurft að standa“ „vísað frá“ „löng bið í næsta vagn“. Sem sagt: Þröngir, óáreiðanlegir og hættulegir strætisvagnar. Menn þurfa ekki að vita meira. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó ferðuðust 1.950 farþegar með leið 51 (sem fer frá Reykjavík til Selfoss og stundum lengra) á einni viku í janúar. Það er auðvitað alveg þokkalegur fjöldi í heildina en sé miðað að farnar eru um 140 ferðir á viku og hver rúta taki 50-70 manns í sæti þá er sætanýtingin gróflega áætluð á bilinu 20-30%. Miðað við þessar tölur þá má áætla, jafnvel ef gert er ráð fyrir að notkunin dreifist fremur ójafnt yfir daginn, að líkurnar á því að menn þurfi að standa séu afar litlar. Öfugt við það sem ráða mætti af umræðunni. Ef það gerist kerfisbundið og ítrekað að sætin í sumum ferðum fyllast þá eiga farþegar að sjálfsögðu að láta í sér heyra og krefjast þess að ferðum og sætum verði fjölgað. Vonandi að nýtingin verði það góð að til þess þurfi að koma. En spurningin sem komið hefur upp í umræðunni að undanförnu er ekki sú hvort almennt eigi að gera ráð fyrir sætum fyrir alla í langferðum (um það eru væntanlega allir sammála) heldur hvað bílstjóri eigi að gera í þau örfáu skipti sem farþegar verða fleiri en sætin. Svo virðist sem Umferðarstofa telji að hann eigi að skilja farþegana eftir, en Strætó og sveitarfélögin vilja leyfa þeim að fara um borð. Ákvörðun þeirra síðarnefndu er rétt. Líka með tilliti til umferðaröryggis. Það er margfalt öruggara að ferðast með rútu eða strætó en með einkabíl. Sé litið á fjölda þeirra sem létust í umferðarslysum í Evrópusambandinu árið 2010 þá var um helmingur þeirra í einkabíl. Farþegar í hópferðabílum voru undir 0,5%. Þetta eru ögn færri en þeir sem dóu við að stýra landbúnaðartækjum. Sé áhættan reiknuð út á hvern farþega og hvern ekinn kílómetra reiknast strætóar og rútur gjarnan tíu sinnum öruggari en einkabílar. Ef einhverrar heildarhugsunar á að gæta í umferðaröryggismálum á auðvitað ekki að letja fólk frá því að nota þá samgöngumáta sem sannarlega eru öruggastir með því að gera þá óaðgengilegri eða óáreiðanlegri. Ef Akranesbúi sem er vanur að fara í vinnuna með strætó þarf í nokkur skipti að sitja eftir vegna þess að eitthvað skólaferðalag fyllir vagninn mun hann fljótt gefast upp. Þannig að fremur en að leyfa honum að standa í örfá skipti verður honum vísað í tífalt hættulegri farkost. Nú kann að vera að öruggara sé að ferðast í rútu sitjandi en standandi, þó ég þekki ekki gögn sem sýna slíkt. En í ljósi þess að hópferðabílar eru margfalt öruggari ferðamáti en einkabílar þá eigum við ekki að leggja til skref sem munu gera þann ferðamáta verri. Já, verri. Það er margfalt verra að sitja eftir á stoppistöðinni en að þurfa einstöku sinnum að standa. Fyrst einkabílar eru tíu sinnum hættulegri en strætóar mætti, með vísan til umferðaröryggis, alveg eins banna venjulegu fólki að keyra. Vonandi leggur enginn slíkt til. En þá á heldur ekki að hræða fólk frá því að nota margfalt öruggari ferðamáta. Eða banna hann. Í nafni umferðaröryggis.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun