Alvarleiki kynferðisbrota gegn börnum – er samræmi í löggjöfinni? Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, gerir dóm Hæstaréttar frá 19. janúar sl. (mál nr. 562/2011) að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 7. feb. Í því máli fellst dómurinn á að karlmaður hafi gerst sekur um nauðgun er hann kom fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart 7-8 ára gamalli telpu. Maðurinn, sem var fjölskylduvinur og tæplega fjörutíu árum eldri en telpan, notfærði sér yfirburði sína og varnarleysi ungs barns til að brjóta gegn því. Hér er brotið blað í meðferð þessara mála því fram til þessa hefur ekki verið litið svo á að verknaður framinn við aðstæður sem þessar og með þessum hætti væri nauðgun. Til að svo gæti verið hefur ávallt þurft að sanna að ofbeldi hafi verið beitt, ólögmætri nauðung eða sviptingu sjálfræðis. Nú virðist sem Hæstiréttur leggi aldursmun, þroskamun og aðstöðumun að jöfnu við framantalið, en í dóminum segir orðrétt: „Vegna ungs aldurs síns var brotaþoli varnarlaus gagnvart ákærða sem átti alls kostar við hana og notfærði sér yfirburðastöðu sína til að koma fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart henni, en í þeirri háttsemi fólst ofbeldi af hans hálfu.“ Það gefur augaleið að ungt barn í aðstæðum sem þessum er ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Börn treysta almennt hinum fullorðnu og gera eins og þeir bjóða. Með því að fella verknað af þessu tagi undir nauðgun er búið að staðfesta enn frekar hversu alvarlegum augum ber að líta á kynferðislega misnotkun ungra barna og staðfesta að um kynferðisofbeldi er ræða. Aldrei er hægt að líta svo á að barn samþykki athafnir af þessu tagi og gangi sjálfviljugt til þeirra. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að árið 2007 voru samþykkt lög á Alþingi sem m.a. kváðu á um að alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum skyldu ekki fyrnast. Samkvæmt lögunum voru þessi alvarlegustu kynferðisbrot gegn börnum nauðgun (194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940), sifjaspell (1. mgr. 200. gr. sömu laga) og þau tilvik er aðili, er hefur sérstökum trúnaðarskyldum að gegna gagnvart barni, hefur kynferðismök við það (1. mgr. 201. gr. sömu laga). Var talið eðlilegt að svo skaðlegir verknaðir sem beindust gegn hópi minnimáttar fyrndust ekki. Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvers vegna þessi sömu brot geta samkvæmt almennum hegningarlögum að hámarki varðað 12 ára fangelsi, en ekki 16 ára fangelsi eins og afbrotið nauðgun, sem og það brot að hafa kynferðismök við barn undir 15 ára aldri (1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga). Löggjafinn sýndi glögglega í verki með afnámi fyrningarfrests vegna þessara brota hversu alvarlegum augum brot beri að líta. Þessi viðhorf endurspeglast einnig í dómaframkvæmd sem vitnar um æ þyngri refsingar fyrir brot af þessu tagi og þannig er sýnt og sannað hve alvarlegum augum þeir líta þessa verknaði. Dómur Hæstaréttar sem nefndur er í upphafi er einnig því til staðfestu. Er ekki tímabært að hámarksrefsing fyrir sifjaspell, sem og þau brot þar sem gerandi hefur kynferðismök við barn, sem hann hefur sérstakar trúnaðarskyldur gagnvart, verði 16 ára fangelsi til samræmis við nauðgunarákvæðið og ákvæðið er leggur refsingu við kynferðismökum við barn yngra en 15 ára? Með þessu myndi hámarksrefsingin endurspegla með skýrum hætti að brotin væru litin jafn alvarlegum augum og nauðgun og kynferðismök við barn undir kynferðislegum lögaldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, gerir dóm Hæstaréttar frá 19. janúar sl. (mál nr. 562/2011) að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 7. feb. Í því máli fellst dómurinn á að karlmaður hafi gerst sekur um nauðgun er hann kom fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart 7-8 ára gamalli telpu. Maðurinn, sem var fjölskylduvinur og tæplega fjörutíu árum eldri en telpan, notfærði sér yfirburði sína og varnarleysi ungs barns til að brjóta gegn því. Hér er brotið blað í meðferð þessara mála því fram til þessa hefur ekki verið litið svo á að verknaður framinn við aðstæður sem þessar og með þessum hætti væri nauðgun. Til að svo gæti verið hefur ávallt þurft að sanna að ofbeldi hafi verið beitt, ólögmætri nauðung eða sviptingu sjálfræðis. Nú virðist sem Hæstiréttur leggi aldursmun, þroskamun og aðstöðumun að jöfnu við framantalið, en í dóminum segir orðrétt: „Vegna ungs aldurs síns var brotaþoli varnarlaus gagnvart ákærða sem átti alls kostar við hana og notfærði sér yfirburðastöðu sína til að koma fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart henni, en í þeirri háttsemi fólst ofbeldi af hans hálfu.“ Það gefur augaleið að ungt barn í aðstæðum sem þessum er ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Börn treysta almennt hinum fullorðnu og gera eins og þeir bjóða. Með því að fella verknað af þessu tagi undir nauðgun er búið að staðfesta enn frekar hversu alvarlegum augum ber að líta á kynferðislega misnotkun ungra barna og staðfesta að um kynferðisofbeldi er ræða. Aldrei er hægt að líta svo á að barn samþykki athafnir af þessu tagi og gangi sjálfviljugt til þeirra. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að árið 2007 voru samþykkt lög á Alþingi sem m.a. kváðu á um að alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum skyldu ekki fyrnast. Samkvæmt lögunum voru þessi alvarlegustu kynferðisbrot gegn börnum nauðgun (194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940), sifjaspell (1. mgr. 200. gr. sömu laga) og þau tilvik er aðili, er hefur sérstökum trúnaðarskyldum að gegna gagnvart barni, hefur kynferðismök við það (1. mgr. 201. gr. sömu laga). Var talið eðlilegt að svo skaðlegir verknaðir sem beindust gegn hópi minnimáttar fyrndust ekki. Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvers vegna þessi sömu brot geta samkvæmt almennum hegningarlögum að hámarki varðað 12 ára fangelsi, en ekki 16 ára fangelsi eins og afbrotið nauðgun, sem og það brot að hafa kynferðismök við barn undir 15 ára aldri (1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga). Löggjafinn sýndi glögglega í verki með afnámi fyrningarfrests vegna þessara brota hversu alvarlegum augum brot beri að líta. Þessi viðhorf endurspeglast einnig í dómaframkvæmd sem vitnar um æ þyngri refsingar fyrir brot af þessu tagi og þannig er sýnt og sannað hve alvarlegum augum þeir líta þessa verknaði. Dómur Hæstaréttar sem nefndur er í upphafi er einnig því til staðfestu. Er ekki tímabært að hámarksrefsing fyrir sifjaspell, sem og þau brot þar sem gerandi hefur kynferðismök við barn, sem hann hefur sérstakar trúnaðarskyldur gagnvart, verði 16 ára fangelsi til samræmis við nauðgunarákvæðið og ákvæðið er leggur refsingu við kynferðismökum við barn yngra en 15 ára? Með þessu myndi hámarksrefsingin endurspegla með skýrum hætti að brotin væru litin jafn alvarlegum augum og nauðgun og kynferðismök við barn undir kynferðislegum lögaldri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar