Bréf til Össurar Jón Kalman Stefánsson skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Kæri Össur, á hverri klukkustund látast 300 börn af völdum vannæringar í heiminum. Það er eins og hvert einasta barn í 25 leikskólum Reykjavíkur myndi deyja í dag – og þá er nóttin eftir. Vannæring hefur verið kölluð þögli morðinginn, um 2,6 milljónir barna deyja ár hvert af hennar sökum, það eru líklega fimm sinnum fleiri börn en í allri Danmörku. Svolítið erfitt fyrir okkur að ná utan um þetta, hér er offita og útlitsdýrkun eitt helsta vandamálið, ef eitthvert tímaritið vill selja vel, slær það manneskju upp á forsíðu sem hefur náð af sér 50 kílóum. Það eru hversdagshetjur okkar. Hversdagshetjurnar í Eþíópíu, Pakistan, Bangladess eru þær sem komast í gegnum daginn án þess að deyja úr hungri. 7.200 börn munu ekki komast lifandi gegnum þennan miðvikudag. Erfitt að ná utan um þessar tölur? Hvað þá þessar: 170 milljón börn eru vannærð í heiminum – tvöfaldur íbúafjöldi Þýskalands – þau hafa aldrei fengið fullnægjandi næringu, þar af leiðandi ekki náð að þroskast eðlilega, hvorki líkamlega né andlega, og eru því á allan hátt vanbúnari að takast á við lífsbaráttuna. Það er grimmilegt að dæma næstum 200 milljón börn til vannæringar, og líka grimmilegur kostnaður fyrir hagkerfi heimsins, hann er áætlaður um 121 milljarður Bandaríkjadala. Össur, ef við bregðumst ekki umsvifalaust við þessu vandamáli, og af öllu afli, þá vex það og fjöldi hinna vannærðu fimmfaldast á næstu 15 árum. Umhyggja okkar fyrir hagkerfi heimsins, þar með eigin buddu, ætti ein og sér duga til að vekja okkur. Kæri Össur, Ísland er fámennt land, en í þessu máli eru til einfaldar leiðir; hér þarf í raun lítið til að gera mikið. Eina sem þarf er vilji. Þú átt til skaphita, kraft, af hverju nýtirðu það ekki, stígur fram á svið heimsins og gerir Ísland að forystulandi í baráttunni gegn vannæringunni, hinum þögla barnamorðingja? Ég efast ekki um góðan vilja þinn, samúð þína, en hvaða gagn er að góðum vilja, góðum orðum og yfirlýsingum, ef þeim fylgja engar athafnir? Össur, þetta er kapphlaup við dauðann – 10 börn létust meðan þú last þetta bréf. Við hljótum því báðir að spyrja okkur: Hvaða gagn er að stjórnmálamönnum ef þeir reyna ekki af afli síns hjarta að bjarga lífum barna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kæri Össur, á hverri klukkustund látast 300 börn af völdum vannæringar í heiminum. Það er eins og hvert einasta barn í 25 leikskólum Reykjavíkur myndi deyja í dag – og þá er nóttin eftir. Vannæring hefur verið kölluð þögli morðinginn, um 2,6 milljónir barna deyja ár hvert af hennar sökum, það eru líklega fimm sinnum fleiri börn en í allri Danmörku. Svolítið erfitt fyrir okkur að ná utan um þetta, hér er offita og útlitsdýrkun eitt helsta vandamálið, ef eitthvert tímaritið vill selja vel, slær það manneskju upp á forsíðu sem hefur náð af sér 50 kílóum. Það eru hversdagshetjur okkar. Hversdagshetjurnar í Eþíópíu, Pakistan, Bangladess eru þær sem komast í gegnum daginn án þess að deyja úr hungri. 7.200 börn munu ekki komast lifandi gegnum þennan miðvikudag. Erfitt að ná utan um þessar tölur? Hvað þá þessar: 170 milljón börn eru vannærð í heiminum – tvöfaldur íbúafjöldi Þýskalands – þau hafa aldrei fengið fullnægjandi næringu, þar af leiðandi ekki náð að þroskast eðlilega, hvorki líkamlega né andlega, og eru því á allan hátt vanbúnari að takast á við lífsbaráttuna. Það er grimmilegt að dæma næstum 200 milljón börn til vannæringar, og líka grimmilegur kostnaður fyrir hagkerfi heimsins, hann er áætlaður um 121 milljarður Bandaríkjadala. Össur, ef við bregðumst ekki umsvifalaust við þessu vandamáli, og af öllu afli, þá vex það og fjöldi hinna vannærðu fimmfaldast á næstu 15 árum. Umhyggja okkar fyrir hagkerfi heimsins, þar með eigin buddu, ætti ein og sér duga til að vekja okkur. Kæri Össur, Ísland er fámennt land, en í þessu máli eru til einfaldar leiðir; hér þarf í raun lítið til að gera mikið. Eina sem þarf er vilji. Þú átt til skaphita, kraft, af hverju nýtirðu það ekki, stígur fram á svið heimsins og gerir Ísland að forystulandi í baráttunni gegn vannæringunni, hinum þögla barnamorðingja? Ég efast ekki um góðan vilja þinn, samúð þína, en hvaða gagn er að góðum vilja, góðum orðum og yfirlýsingum, ef þeim fylgja engar athafnir? Össur, þetta er kapphlaup við dauðann – 10 börn létust meðan þú last þetta bréf. Við hljótum því báðir að spyrja okkur: Hvaða gagn er að stjórnmálamönnum ef þeir reyna ekki af afli síns hjarta að bjarga lífum barna?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar