Bréf til Össurar Jón Kalman Stefánsson skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Kæri Össur, á hverri klukkustund látast 300 börn af völdum vannæringar í heiminum. Það er eins og hvert einasta barn í 25 leikskólum Reykjavíkur myndi deyja í dag – og þá er nóttin eftir. Vannæring hefur verið kölluð þögli morðinginn, um 2,6 milljónir barna deyja ár hvert af hennar sökum, það eru líklega fimm sinnum fleiri börn en í allri Danmörku. Svolítið erfitt fyrir okkur að ná utan um þetta, hér er offita og útlitsdýrkun eitt helsta vandamálið, ef eitthvert tímaritið vill selja vel, slær það manneskju upp á forsíðu sem hefur náð af sér 50 kílóum. Það eru hversdagshetjur okkar. Hversdagshetjurnar í Eþíópíu, Pakistan, Bangladess eru þær sem komast í gegnum daginn án þess að deyja úr hungri. 7.200 börn munu ekki komast lifandi gegnum þennan miðvikudag. Erfitt að ná utan um þessar tölur? Hvað þá þessar: 170 milljón börn eru vannærð í heiminum – tvöfaldur íbúafjöldi Þýskalands – þau hafa aldrei fengið fullnægjandi næringu, þar af leiðandi ekki náð að þroskast eðlilega, hvorki líkamlega né andlega, og eru því á allan hátt vanbúnari að takast á við lífsbaráttuna. Það er grimmilegt að dæma næstum 200 milljón börn til vannæringar, og líka grimmilegur kostnaður fyrir hagkerfi heimsins, hann er áætlaður um 121 milljarður Bandaríkjadala. Össur, ef við bregðumst ekki umsvifalaust við þessu vandamáli, og af öllu afli, þá vex það og fjöldi hinna vannærðu fimmfaldast á næstu 15 árum. Umhyggja okkar fyrir hagkerfi heimsins, þar með eigin buddu, ætti ein og sér duga til að vekja okkur. Kæri Össur, Ísland er fámennt land, en í þessu máli eru til einfaldar leiðir; hér þarf í raun lítið til að gera mikið. Eina sem þarf er vilji. Þú átt til skaphita, kraft, af hverju nýtirðu það ekki, stígur fram á svið heimsins og gerir Ísland að forystulandi í baráttunni gegn vannæringunni, hinum þögla barnamorðingja? Ég efast ekki um góðan vilja þinn, samúð þína, en hvaða gagn er að góðum vilja, góðum orðum og yfirlýsingum, ef þeim fylgja engar athafnir? Össur, þetta er kapphlaup við dauðann – 10 börn létust meðan þú last þetta bréf. Við hljótum því báðir að spyrja okkur: Hvaða gagn er að stjórnmálamönnum ef þeir reyna ekki af afli síns hjarta að bjarga lífum barna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Kæri Össur, á hverri klukkustund látast 300 börn af völdum vannæringar í heiminum. Það er eins og hvert einasta barn í 25 leikskólum Reykjavíkur myndi deyja í dag – og þá er nóttin eftir. Vannæring hefur verið kölluð þögli morðinginn, um 2,6 milljónir barna deyja ár hvert af hennar sökum, það eru líklega fimm sinnum fleiri börn en í allri Danmörku. Svolítið erfitt fyrir okkur að ná utan um þetta, hér er offita og útlitsdýrkun eitt helsta vandamálið, ef eitthvert tímaritið vill selja vel, slær það manneskju upp á forsíðu sem hefur náð af sér 50 kílóum. Það eru hversdagshetjur okkar. Hversdagshetjurnar í Eþíópíu, Pakistan, Bangladess eru þær sem komast í gegnum daginn án þess að deyja úr hungri. 7.200 börn munu ekki komast lifandi gegnum þennan miðvikudag. Erfitt að ná utan um þessar tölur? Hvað þá þessar: 170 milljón börn eru vannærð í heiminum – tvöfaldur íbúafjöldi Þýskalands – þau hafa aldrei fengið fullnægjandi næringu, þar af leiðandi ekki náð að þroskast eðlilega, hvorki líkamlega né andlega, og eru því á allan hátt vanbúnari að takast á við lífsbaráttuna. Það er grimmilegt að dæma næstum 200 milljón börn til vannæringar, og líka grimmilegur kostnaður fyrir hagkerfi heimsins, hann er áætlaður um 121 milljarður Bandaríkjadala. Össur, ef við bregðumst ekki umsvifalaust við þessu vandamáli, og af öllu afli, þá vex það og fjöldi hinna vannærðu fimmfaldast á næstu 15 árum. Umhyggja okkar fyrir hagkerfi heimsins, þar með eigin buddu, ætti ein og sér duga til að vekja okkur. Kæri Össur, Ísland er fámennt land, en í þessu máli eru til einfaldar leiðir; hér þarf í raun lítið til að gera mikið. Eina sem þarf er vilji. Þú átt til skaphita, kraft, af hverju nýtirðu það ekki, stígur fram á svið heimsins og gerir Ísland að forystulandi í baráttunni gegn vannæringunni, hinum þögla barnamorðingja? Ég efast ekki um góðan vilja þinn, samúð þína, en hvaða gagn er að góðum vilja, góðum orðum og yfirlýsingum, ef þeim fylgja engar athafnir? Össur, þetta er kapphlaup við dauðann – 10 börn létust meðan þú last þetta bréf. Við hljótum því báðir að spyrja okkur: Hvaða gagn er að stjórnmálamönnum ef þeir reyna ekki af afli síns hjarta að bjarga lífum barna?
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar