Hvað þurfa menn að afreka? Sigurður A. Magnússon skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Hvað þurfa menn að afreka til að teljast verðugir umbunar og uppskera ávextina af hæfileikum sínum og framlagi til menningar eða annarra þjóðnytja? Spyr sá sem ekki veit! En spurningin vaknar óhjákvæmilega í sambandi við nýlega úthlutun úr Starfslaunasjóði rithöfunda; og vera má, að forsvarsmenn hans eigi einhver viðhlítandi svör við henni. Svo vill nefnilega til, að í þetta sinn var gengið framhjá einum efnilegasta og ötulasta rithöfundi Íslendinga, Bjarna Bjarnasyni (f. 1965), sem á nokkrum síðustu árum hefur verið afkastameiri og afkastabetri en velflestir, ef ekki allir, jafnaldrar hans. Í því sambandi má benda á, að síðan 1992 hefur hann gefið út átta skáldsögur ásamt skáldævisögu og ritgerðasafninu „Boðskort í þjóðarveislu". Síðustu þrjú árin hefur hann sent frá sér þrjár veigamiklar skáldsögur, sem vakið hafa almenna athygli, og fengið tvö af skáldverkum sínum þýdd á arabísku og þýsku. Skáldverkin þrjú eru „Leitin að Audrey Hepburn" (2009), „Mannorð" (2011) og „Endurkoma Maríu" (2012). Bjarni var sæmdur bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 1998 og Laxness-verðlaununum 2001. Þá má einnig geta þess, að hann kom fram á Bókamessunni í Frankfurt á liðnu ári. Í þessu kræfa samfélagi gagnsærra pólitíkusa og misjafnlega spilltra broddborgara (samanber lífeyrissjóðina) má heita, að heiðarleg og marksækin vinnubrögð þyki sveitó eða púkó. Hvers á Bjarni Bjarnason að gjalda? Má vera, að hann þyki of vel kvæntur til að verðskulda viðurkenningu fyrir heiðvirð og frábær vinnubrögð? Það væri svo sem eftir öðru á þessum kjörlendum kunningsskapar og pólitísks siðleysis! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað þurfa menn að afreka til að teljast verðugir umbunar og uppskera ávextina af hæfileikum sínum og framlagi til menningar eða annarra þjóðnytja? Spyr sá sem ekki veit! En spurningin vaknar óhjákvæmilega í sambandi við nýlega úthlutun úr Starfslaunasjóði rithöfunda; og vera má, að forsvarsmenn hans eigi einhver viðhlítandi svör við henni. Svo vill nefnilega til, að í þetta sinn var gengið framhjá einum efnilegasta og ötulasta rithöfundi Íslendinga, Bjarna Bjarnasyni (f. 1965), sem á nokkrum síðustu árum hefur verið afkastameiri og afkastabetri en velflestir, ef ekki allir, jafnaldrar hans. Í því sambandi má benda á, að síðan 1992 hefur hann gefið út átta skáldsögur ásamt skáldævisögu og ritgerðasafninu „Boðskort í þjóðarveislu". Síðustu þrjú árin hefur hann sent frá sér þrjár veigamiklar skáldsögur, sem vakið hafa almenna athygli, og fengið tvö af skáldverkum sínum þýdd á arabísku og þýsku. Skáldverkin þrjú eru „Leitin að Audrey Hepburn" (2009), „Mannorð" (2011) og „Endurkoma Maríu" (2012). Bjarni var sæmdur bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 1998 og Laxness-verðlaununum 2001. Þá má einnig geta þess, að hann kom fram á Bókamessunni í Frankfurt á liðnu ári. Í þessu kræfa samfélagi gagnsærra pólitíkusa og misjafnlega spilltra broddborgara (samanber lífeyrissjóðina) má heita, að heiðarleg og marksækin vinnubrögð þyki sveitó eða púkó. Hvers á Bjarni Bjarnason að gjalda? Má vera, að hann þyki of vel kvæntur til að verðskulda viðurkenningu fyrir heiðvirð og frábær vinnubrögð? Það væri svo sem eftir öðru á þessum kjörlendum kunningsskapar og pólitísks siðleysis!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar