Sjálfstæðisbaráttan Magnús Orri Schram skrifar 14. febrúar 2012 06:00 EES-samningurinn er 20 ára um þessar mundir og af því tilefni tóku Norðmenn nýlega saman ítarlega skýrslu um reynslu sína af EES-samstarfinu. Niðurstöður skýrslunnar má að miklu leyti yfirfæra á íslenskan veruleika enda þjóðirnar tvær í sömu stöðu innan EES. Skýrsluhöfundar segja ávinning Norðmanna af EES mikinn. Samningurinn hafi styrkt atvinnulíf Norðmanna, aukið viðskipti og bætt lífsgæði. Þá dregur skýrslan fram að einn þriðja af norskum lögum megi rekja til samstarfsins við ESB og að yfir 7.000 reglugerðir, tilskipanir o.fl. hafi verið teknar upp í Noregi vegna samningsins. Þá er dregið fram að Norðmenn hafa mjög lítil áhrif á þessi lög og reglugerðir sem taka þarf upp eftir óskum frá Brussel. Þessi staða veikir óneitanlega undirstöður lýðræðisins í Noregi, því þjóðkjörnir fulltrúar á norska þinginu koma lítið sem ekkert að þriðjungi þeirra laga sem samin eru í Brussel og svo stimpluð í Noregi. Þá segir skýrslan að Noregur hafi frá árinu 1992 tekið upp um 70% af öllum ESB-gerðum. Það er meira en margir fullgildir meðlimir ESB hafa gert. Þannig hafi síðustu 20 ár markað „Evrópuvæðingu" Noregs eins og komist er að orði. Andstæðingar aðildar Íslands að ESB hafa í málflutningi sínum lagt áherslu á að sjálfstæði þjóðarinnar sé hætta búin við inngöngu í sambandið og því sé samstarf innan EES betri kostur. Í ljósi norsku skýrslunnar er sú röksemd fallin um sjálfa sig. Norska skýrslan dregur það skýrt fram að lög þjóðarinnar eru að þriðjungi ættuð frá ESB án þess að kjörnir fulltrúar hafi mikið um þau að segja. Væri landið á hinn bóginn aðili að ESB hefðu þingmenn miklu betri aðkomu að öllum þeim lögum sem í landinu gilda. Þannig má segja að sjálfstæði þjóðarinnar myndi standa miklu styrkari fótum væri landið hluti af ESB frekar en í núverandi stöðu innan EES-samstarfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Sjá meira
EES-samningurinn er 20 ára um þessar mundir og af því tilefni tóku Norðmenn nýlega saman ítarlega skýrslu um reynslu sína af EES-samstarfinu. Niðurstöður skýrslunnar má að miklu leyti yfirfæra á íslenskan veruleika enda þjóðirnar tvær í sömu stöðu innan EES. Skýrsluhöfundar segja ávinning Norðmanna af EES mikinn. Samningurinn hafi styrkt atvinnulíf Norðmanna, aukið viðskipti og bætt lífsgæði. Þá dregur skýrslan fram að einn þriðja af norskum lögum megi rekja til samstarfsins við ESB og að yfir 7.000 reglugerðir, tilskipanir o.fl. hafi verið teknar upp í Noregi vegna samningsins. Þá er dregið fram að Norðmenn hafa mjög lítil áhrif á þessi lög og reglugerðir sem taka þarf upp eftir óskum frá Brussel. Þessi staða veikir óneitanlega undirstöður lýðræðisins í Noregi, því þjóðkjörnir fulltrúar á norska þinginu koma lítið sem ekkert að þriðjungi þeirra laga sem samin eru í Brussel og svo stimpluð í Noregi. Þá segir skýrslan að Noregur hafi frá árinu 1992 tekið upp um 70% af öllum ESB-gerðum. Það er meira en margir fullgildir meðlimir ESB hafa gert. Þannig hafi síðustu 20 ár markað „Evrópuvæðingu" Noregs eins og komist er að orði. Andstæðingar aðildar Íslands að ESB hafa í málflutningi sínum lagt áherslu á að sjálfstæði þjóðarinnar sé hætta búin við inngöngu í sambandið og því sé samstarf innan EES betri kostur. Í ljósi norsku skýrslunnar er sú röksemd fallin um sjálfa sig. Norska skýrslan dregur það skýrt fram að lög þjóðarinnar eru að þriðjungi ættuð frá ESB án þess að kjörnir fulltrúar hafi mikið um þau að segja. Væri landið á hinn bóginn aðili að ESB hefðu þingmenn miklu betri aðkomu að öllum þeim lögum sem í landinu gilda. Þannig má segja að sjálfstæði þjóðarinnar myndi standa miklu styrkari fótum væri landið hluti af ESB frekar en í núverandi stöðu innan EES-samstarfsins.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar