Fleiri fréttir

Við áramót

Bjarni Benediktsson skrifar

Í lok árs er við hæfi að líta til baka yfir hið liðna, hvort sem er á hinum pólitíska vettvangi eða á öðrum sviðum þjóðlífsins. Til gleðiefna telst árangur fremsta íþróttafólks okkar á alþjóðavettvangi, ekki síst kvennalandsliðanna í handknattleik og knattspyrnu.

"Fjósamennska í þjóðarsálinni"

Þorsteinn Pálsson skrifar

Umræðuhættir Íslendinga og vegsemdarleysi Alþingis hafa brunnið á mörgum á því ári sem senn er liðið. Umræðuhefðin er þannig sjálfstætt umræðuefni og af mörgum talin ein höfuðástæða fyrir því hversu margt hefur farið úrskeiðis. Trúnaðarbresturinn í pólitíkinni er síðan eitt af þeim vandamálum sem flytjast á milli ára á miðnætti.

Sterk staða Íslands

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Ársins 2011 verður tæpast minnst með söknuði í Evrópu almennt séð. Á efnahagssviðinu hafa hrannast upp óveðursský og fátt bendir til annars en áframhaldandi glímu við mikla efnahagserfiðleika álfunnar sem í vaxandi mæli smita yfir á heimsbúskapinn. Ekki er lengur eingöngu rætt einangrað um vandamál ríkja eins og Grikklands, Portúgals, Írlands, Ítalíu og Spánar. Nú er spurt hvaða ríki kunni næst að lenda í vandræðum, hver verði framtíð evrunnar og hverju þurfi til að kosta efnahagslega og pólitískt, eigi að takast að bjarga henni.

Úr vörn í sókn!

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Þegar frá líður verður ársins 2011 líklega minnst sem árs mikilla umskipta í efnahagslífi Íslands. Ársins þegar þjóðin spyrnti sér kröftuglega frá botninum og hóf sjálfbæra lífskjarasókn. Þó enn glími allt of margir við erfiðleika var þetta árið sem umheimurinn og vaxandi fjöldi landsmanna fengu aftur trú á Íslandi og þeim óþrjótandi tækifærum og krafti sem býr í landi og þjóð.

Árið 2012 verður að nýta vel

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Við lestur áramótagreina undanfarinna ára blasir við hversu ótrúlega mikil stöðnun hefur ríkt á Íslandi frá því að ríkisstjórn Alþýðubandalagsins tók við völdum.

Lýðræðið í vörn

Þór Saari skrifar

Sé litið yfir hið pólitíska litróf hér á landi og í nágrannaríkjunum er ekki annað hægt en að fyllast áhyggjum af stöðu og vegferð lýðræðisins þessa dagana. Tæknikratar hafa verið ráðnir í vinnu sem forsætisráðherrar í stað kjörinna fulltrúa almennings í tveimur löndum og það meira að segja á Ítalíu, einu af þungavigtarríkjum Evrópusambandsins. Forsætisráðherra sem er ekki lýðræðislega kjörinn er alvarlegt mál.

Meiri vandræðagangur

Ólafur Stephensen skrifar

Breytingarnar sem ákveðnar voru á ríkisstjórninni í gær styrkja ekki endilega stöðu hennar eða draga úr vandræðaganginum á stjórnarheimilinu.

Ár fáránleikans

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Árið 2011 er á enda. Þvílíkt ár. Eitt það minnisstæðasta er hiklaust framtakssemi tveggja stúlkna úr ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins, en þær héldu svokallað VIP-partí í höfuðstöðvum flokksins við Grensásveg. Fólk hreinlega elskaði að kjamsa á málinu og umfjöllun fjölmiðla setti ný viðmið, enda hafði Ríkissjónvarpið aldrei áður verið með beina útsendingu frá slíkum viðburði.

Hundar og áramótin

Ekki eru allir sem hlakka til áramótanna og sprengjulátanna sem þeim fylgja. Hundar eru eðlilega almennt ekki hrifnir af þessum hávaða og látum og sumir eru svo helteknir hræðslu að það er til vandræða fyrir alla fjölskyldunna. Það er einstaklingsbundið hvernig hræðslan lýsir sér. Hundar leita vanalega til eigendanna þegar þeir eru hræddir, en þá er mikilvægt að eigendur ýti ekki undir hræðsluna með látbragði sínu, heldur haldi ró sinni. Í sumum tilfellum er hræðslan svo ofsaleg að dýrið gerir hvað sem er til að komast undan og getur farið sér að voða. Stundum breytist vandinn og hundurinn fer að vera hræddur við öll hvell hljóð og ljós, en ef vandamálið er orðið svo slæmt er rétt að leita til atferlisfræðings, sem getur gefið leiðbeiningar um meðhöndlun.

Bleika lýsum grund

Jæja, enn eitt árið er að renna í mark og hægt að fara að hlakka til áramótanna enda kösturinn í garðinum með myndarlegasta móti. Það er eitthvað svo persónulegt, einstakt og ljúft við að sjá sitt gamla ár fuðra upp í eigin garði: öll gömlu Fréttablöðin, pappadiskana frá því í grillveislunni í sumar og gömlu Billy-hillurnar. Stundin er yndisleg rétt fyrir áramót þegar eldarnir kvikna í hverjum garði, allir takast í hendur og rifja upp árið sem er að líða, kveðja það sem brennur á bálinu og taka fagnandi á móti nýju ári sem bera mun með sér efnivið í nýtt bál að ári. Áramótabrennan í garðinum er minn uppáhaldssiður.

Er hægt að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys?

Kristján Kristinsson skrifar

Það er því miður fátt um stórframkvæmdir hér á landi um þessar mundir. Þó eru nokkrar í gangi og ein þeirra er bygging Búðarhálsvirkjunar. Tæplega 300 manns hafa á haustmánuðum unnið að þessu verkefni. Bygging virkjunar er flókið og hættulegt verk burtséð frá því að unnið er allt árið um kring og nánast í öllum veðrum. Áhættuþættir eru margir, s.s. langir vinnudagar, löng úthöld og síbreytilegar aðstæður.

Að synda í skítköldum sjó

Fyrir rúmum þrem árum hringdi systir mín í mig og sagði mér að hún hefði skellt sér í sjósund. Mér fannst það frekar kjánalegt en var svo sem ekkert að láta hana heyra það. Gretti mig pínulítið hinum megin á símalínunni og sagði "ó, en frábært“ án þess að meina það alveg frá hjartanu. En systir mín fór aftur og aftur í sjósund og dásamaði þetta alltaf meir og meir í hvert skipti. Heima sat ég hálf partinn undrandi á henni en samt hreykin af dugnaði hennar og ákvað síðan að skella mér með, prófa bara einu sinni.

Eru ráðamenn þjóðarinnar veruleikafirrtir ?

Það er uppgangur í útflutningsgreinum okkar svo sem álútflutningi sem hefur aldrei verið meiri, ásamt hagstæðu verði, einnig í sjávarútveginum sem er ranglega skipt. Atvinnustiginu hefur verið haldið uppi með lántökum síðustu 20 ár ef ekki lengur, svo sem hjá sveitarfélögum, fyrirtækjum og heimilum sem eru skuldsett upp í rjáfur. Okkur stendur ekki lengur til boða að halda byggingariðnaðinum í gangi með skuldasöfnun, sem er búin að vera mikið lengur en 2007 bólan og við getum síðan ekki borgað.

Refsilækkunarástæður

Leifur Runólfsson skrifar

Í dag eru fjölmiðlar oft á tíðum nokkurs konar gapastokkur nútímans. Fyrr á öldum var ekki óalgengt að sakamenn væru settir í gapastokk. Hinn íslenski gapastokkur samanstóð af hálsjárni sem var fest utan um brotamanninn og keðju er var fest í vegg. Passað var upp á að gapastokkurinn væri á almenningsstöðum til að sem flestir sæju viðkomandi brotamann. Það þótti mikil smán að lenda í gapastokknum og menn áttu erfitt uppdráttar á viðkomandi svæði lengi á eftir.

Ekki taka sénsinn – hávaði frá flugeldum

Hvellur frá flugeldum og öðrum sprengjum framkallar sterkt hljóð sem leitt getur til heyrnarskerðingar og eyrnasuðs. Styrkur hljóðsins í eyranu fer eftir því hversu nálægt eyranu hljóðið er.

Þrýstihópar

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Hópur lögmanna ýmissa sakborninga sem eru til rannsóknar vegna ætlaðra efnahagsbrota skrifuðu grein skömmu fyrir jól. Þar hvöttu þeir fjölmiðla landsins til "að sýna þann siðferðisstyrk að leyfa mönnum að njóta sjálfsagðra mannréttinda þar til leyst hefur verið úr ágreiningi um sekt þeirra fyrir dómstólum“.

Nýr Landspítali: Slys aldarinnar?

Guðjón Baldursson skrifar

Látið er að því liggja að bygging nýs Landspítala verði fjármögnuð fyrir sparifé landsmanna í lífeyrissjóðum sem verði fengið að láni og hafa margir af stærstu lífeyrissjóðunum undirritað viljayfirlýsingu þar að lútandi. Þá hefur verið talað um að „hagræðing muni borga byggingarkostnaðinn"! Þannig að við getum komið út í stórgróða, fengið spítalann gefins! Maður fyllist bara lotningu yfir svo mikilli reiknilist.

Hvað kostar leigubíll?

Fram undan er skemmtilegur tími, áramótin. Tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og fagna saman. Það er ekki óalgengt að fagna nýju ári með því að skála. Margir láta það ekki nægja heldur fá sér í glas í góðra vina hópi, sem ekkert athugavert er við.

Skammarleg íslensk þögn

Bandaríkjamenn nutu samúðar heimsbyggðarinnar allrar eftir árásirnar á New York fyrir tíu árum. Þá samúð hefði mátt nýta til að skapa ástand samhygðar og bætts skilnings manna á millum. Það var ekki gert. Þvert á móti. Í staðinn var mannskepnan enn frekar dregin í dilka og enn skýrari línur dregnar utan um hver væru við og hver væru hinir.

Flest flugeldaslys verða þegar leiðbeiningum er ekki fylgt

Gunnar Stefánsson skrifar

Áramótin eru sá tími þegar Íslendingar safnast saman og gera sér glaða kvöldstund, skjóta flugeldum til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Margir eru kappsamir við þessa iðju en þá er slysahættan mest og gamanið getur breyst í viðveru á slysadeild með brunasár eða verri meiðsl. Til að koma í veg fyrir það þarf að umgangast flugelda með varúð. Verum góð fyrirmynd barnanna okkar, látum áfengi vera og förum eftir leiðbeiningum. Þá er líklegt að við förum inn í nýtt ár með bros á vör eftir mikinn ljósagang með tilheyrandi sprengingum.

Hjarta í ökuskírteinið

Margrét S. Sölvadóttir skrifar

Það er yndislegt að fá að koma heim í jólafrí þegar maður býr ekki lengur á landinu kalda. Hvergi í heiminum er jólalegra eða hátíðlegra en á Íslandi á jólum. Íslendingar kunna að halda jól betur en nokkrar aðrar þjóðir að mínu mati. Svo á það svo vel við að hafa jólasnjóinn sem gerir birtu jólaljósanna enn fallegri. Mér finnst líka að það ríki einstök samkennd og hlýja í garð náungans á jólunum á Íslandi. Já, þetta er mín upplifun í hvert sinn sem ég kem til að halda jól hér heima. Íslendingar eru líka fyrstir þjóða til að taka upp nýjungar, eða það segi ég öllum erlendum vinum og kunningjum sem spyrja mikið um land og þjóð.

Sanngirni og jafnræði í sjávarútvegi

Þessa dagana stendur yfir endurskoðun á frumvarpi sjávarútvegsráðherra frá því í vor um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið byggði á svokallaðri samningaleið sem hagsmunaaðilar í greininni höfðu lagt þunga áherslu á að lægi til grundvallar. Eins og marga rekur minni til var frumvarpinu þó fálega tekið af öllum þeim sem um það hafa fjallað, bæði fylgjendum og andstæðingum breytinga á kvótakerfinu. Er því ljóst að frumvarpið þarf að taka gagngerum breytingum.

Ofan í kassana!

Ögmundur Jónasson skrifar

Hrunskýrslurnar sögðu að á Íslandi skorti umræðuhefð. Reyndar held ég að þetta sé ekki einskorðað við Ísland. Víða gengur mönnum illa að höndla málefnalega umræðu. Á tímum Kalda stríðsins voru sósíalistar, ekki aðeins hér á landi heldur víða erlendis, afgreiddir sem aftaníossar Sovétmanna þegar þeir tefldu fram málefnalegum rökum um mikilvægi jöfnuðar í þjóðfélaginu; hvort þeir vildu ekki líka senda alla í nauðungarvist til Síberíu! Þetta var gjarnan viðkvæðið til að slökkva á allri umræðu þegar reistar voru kröfur um þjóðfélagsumbætur.

Nýr Landspítali: Slys aldarinnar?

Guðjón Baldursson skrifar

Nýr Landspítali hefur verið á teikniborðinu frá því fyrir aldamót. Fjöldi starfsmanna spítalans hefur verið á launaskrá vegna verkefnisins og sérfræðingar erlendir sem innlendir hafa verið ráðnir til þess að undirbúa framkvæmdir. Af forvarsmönnum spítalans hefur því verið haldið á lofti að hinir erlendu aðilar hafi tvívegis komist að sömu niðurstöðu varðandi staðsetningu spítalans við Hringbraut. Látið að því liggja að um hafi verið að ræða „hlutlausa" aðila. Staðreyndin er engu að síður sú að þessum aðilum hefur frá upphafi verið fullkunnugt um álit forsvarsmanna spítalans: Að hafa spítalann á Hringbrautarsvæðinu. Dæmi nú hver fyrir sig um „hlutleysi". Fyrir liggja teikningar að nýjum Landspítala við Hringbraut. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra, einkum um staðsetninguna. Stjórnendur spítalans yfir sig hrifnir en andmælendur hafa lítt haft sig í frammi.

Staðan í ESB-viðræðunum

Stefán Haukur Jóhannesson og Björg Thorarensen og Þorsteinn Gunnarsson skrifa

Á ríkjaráðstefnu í Brussel hinn 12. desember sl. voru opnaðir fimm samningskaflar í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB). Þetta var þriðja ráðstefnan sem haldin er frá því að efnislegar samningaviðræður hófust í júní í sumar.

Rangar staðhæfingar um bóluefni – enn og aftur

Haraldur Briem og Þórólfur Guðnason skrifar

Í Fréttablaðinu 22.12.2011 er birt grein eftir Þorstein Sch. Thorsteinsson um meinta skaðsemi bólusetninga og vanrækslu sóttvarnalæknis er varðar upplýsingar til almennings um innihaldsefni bóluefna. Þó að flestu af því sem fram kemur í greininni hafi margsinnis verið svarað áður er rétt að ítreka nokkur atriði.

Í upphafi var orð

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Tungumálið er DNA menningarinnar. Hugsun, lífsviðhorf og fordómar, viska, fáviska, þekking og blekking færist frá einni kynslóð til annarrar gegnum tungumálið, sumt fráleitt, sumt ómetanlegt. Það er í sjálfu sér nokkurs vert að við skulum enn geta lesið og skilið það sem elst var skrifað á íslensku máli.

Vandinn nær til allt of margra barna

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Ákveðið hefur verið að verja 25 milljörðum króna til vitundarvakningar gegn kynbundnu ofbeldi á næsta ári. Þá munu öll börn í öðrum og tíunda bekk frá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólanum, sömuleiðis kennarar og annað starfsfólk skólanna.

Í fínu lagi á Íslandi en glæpur í Flórída

Pétur Sigurðsson skrifar

Ástæðan fyrir því að ég settist niður til þess að rita þessa grein er frétt sem ég sá í íslensku dagblaði, þar sem blaðamaður ræddi við starfsmann (ekki löggiltan) á leigumiðlun. Þau voru að fjalla um leigumarkaðinn og tjáði starfsmaðurinn sig frjálslega um leigusalana og þeirra hagsmuni með niðrandi athugasemdum. Einnig hef ég heyrt að fasteignasölur geti ráðið til sín sölumenn án nokkurra réttinda og leyft þeim að selja og taka í sölu eignir.

Íþróttir og tóbaksnotkun

Reynir Björn Björnsson skrifar

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég byrjaði mína knattspyrnuiðkun í kringum 1973-74. Þá var algengt að reykt væri á hliðarlínunni á kappleikjum barna og unglinga og íþróttasvæði voru ekki reyklaus.

Lyfjaverð á Íslandi

Jakob Falur Garðarsson skrifar

Í síðasta mánuði kom út athyglisverð skýrsla Ríkisendurskoðunar, Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010. Rétt er að rifja upp að árið 2005 gaf Ríkisendurskoðun út sambærilega skýrslu sem sýndi fram á að lyfjaverð á Íslandi var hærra en í helstu samanburðarlöndum okkar. Sú spurning sem Ríkisendurskoðun leggur til grundvallar í hinni nýju skýrslu er því áhugaverð og hlýtur að vekja forvitni almennings: er lyfjaverð á Íslandi svipað og á Norðurlöndunum?

Opnir nefndafundir Alþingis – aukið gegnsæi í þingstörfum

Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar

Í sumar voru gerðar margvíslegar breytingar á þingskaparlögum í því skyni að styrkja eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu. Einn liður í þessum breytingum voru ákvæði um opna upplýsingafundi nefnda. Hlutverk slíkra funda er að vera vettvangur fyrir samræðu þingnefndar við aðila utan hennar þar sem nefndarmenn geta leitað upplýsinga eða skýringa á tilteknum málum fyrir opnum tjöldum. Þessir upplýsingafundir eru tvenns konar. Annars vegar eru fundir sem eru opnir almenningi og fréttamönnum og sem er jafnframt sjónvarpað beint og sendir út á vef Alþingis. Hins vegar eru upplýsingafundir sem ekki eru sendir út en sem opnir eru fyrir fréttamönnum.

Vörn í sókn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Aðventan hefur verið með lítils háttar öðru sniði í mörgum skólum í Reykjavík eftir að nýjar reglur um samskipti skóla og trúfélaga tóku gildi í haust. Þær gengu þó skemmra en þær áttu að gera í upphafi og spilltu minna fyrir gömlum hefðum en margir höfðu áhyggjur af.

"Bara helgisaga“

Davíð Þór Jónsson skrifar

Sennilega hefur engin flökkusaga farið eins víða og sagan af fæðingu Jesú. Jólaguðspjallið er löngu orðið snar þáttur af íslenskum jólum og þar af leiðandi menningu okkar. Aftansöngurinn í útvarpinu er ómissandi í jólahaldi margra heimila og skólar setja gjarnan upp helgileiki þar sem fyrsta setningin er oftar en ekki: "En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina.“ Þegar þessi setning hljómar í útvarpinu á aðfangadagskvöld þýðir hún í raun: "Jólin eru komin.“

Vefur þjóðar og kirkju

Þorsteinn Pálsson skrifar

Einn er sá atburður er varð með þjóðinni á þessu ári sem setur nokkur tímamót í menningarsögu hennar. Tími þótti vera kominn til að takmarka kærleikshugsjón kristinna manna í skólum höfuðborgarbúa. Gott eitt er um hitt að segja að allar táknmyndir kaupmennsku jóla fylla tómarúmið og eru þar velkomnar eftir sem áður. En einmitt sá veruleiki skerpir mynd þeirrar nýju hugsunar sem að baki býr.

102 Reykjavík

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Sextán þúsund íbúðir þarf til að mæta eftirspurn eftir leiguíbúðum á næstu árum ef marka má skýrslu sem Capacent vann fyrir Reykjavíkurborg og ber heitið Staða, horfur og möguleikar á húsnæðisleigumarkaði árið 2011. Eftirspurnin gefur líka til kynna að þrettán þúsund þessara íbúða þurfi að vera á höfuðborgarsvæðinu og af þeim langflestar í sjálfri höfuðborginni.

Sjá næstu 50 greinar