Lyfjaverð á Íslandi Jakob Falur Garðarsson skrifar 27. desember 2011 06:00 Í síðasta mánuði kom út athyglisverð skýrsla Ríkisendurskoðunar, Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010. Rétt er að rifja upp að árið 2005 gaf Ríkisendurskoðun út sambærilega skýrslu sem sýndi fram á að lyfjaverð á Íslandi var hærra en í helstu samanburðarlöndum okkar. Sú spurning sem Ríkisendurskoðun leggur til grundvallar í hinni nýju skýrslu er því áhugaverð og hlýtur að vekja forvitni almennings: er lyfjaverð á Íslandi svipað og á Norðurlöndunum? Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus og er svarið við spurningunni einfalt: já. Á árunum 2009-2010 er meðaltal smásölu- og heildsöluverðs á völdum númerum sem Ríkisendurskoðun athugaði meira að segja orðið lægra en í nágrannalöndunum. „Þessi athugun gefur vísbendingar um að verð á þeim lyfjum sem seld eru hér sé nú sambærilegt verði sömu lyfja á hinum Norðurlöndunum," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þótt niðurstaðan komi ekki á óvart þeim sem gerst þekkja til málaflokksins hlýtur hún óneitanlega að vera almenningi og stjórnvöldum ánægjuefni. Frumtök hafa ítrekað bent á þessa staðreynd, þó oft megi álykta af fjölmiðlaumræðu að hið gagnstæða sé staðreyndin. Frábær árangur á litlu markaðssvæðiNiðurstaða Ríkisendurskoðunar staðfestir þann frábæra árangur sem m.a. er fenginn með sameiginlegu átaki stjórnvalda og frumlyfjaframleiðenda. Einu helsta markmiði lyfjalaganna, sem lýtur að samanburðarhæfu lyfjaverði við hin Norðurlandaríkin, hefur verið náð. Þetta er ennfremur ánægjuleg niðurstaða í ljósi smæðar íslenska markaðsins sem hefur ekki staðið í vegi fyrir því að tekist hafi að halda lyfjakostnaði ríkisins í skefjum undanfarin ár. Þrátt fyrir fámennið standa Íslendingar ekki höllum fæti. Þvert á móti bjóðast okkur lyfin á sambærilegu verði og íbúum fjölmennari landa. Ríkisendurskoðun tekur sérstaklega til þess hve lítill íslenski markaðurinn er og bendir réttilega á að „miðað við fámennið á Íslandi er ekki við því að búast að Íslendingum standi til boða að kaupa lyf á sama verði og íbúum fjölmennari landa." Sem er samt raunin. Það eru stóru tíðindin í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Slíkt er sjaldnast tilfellið þegar samanburður á vörum og þjónustu er gerður á milli Íslands og annarra landa. Loks má auðvitað bæta við að kostnaður framleiðanda miðað við okkar þekktu höfðatölu er mun hærri á Íslandi, enda þarf að standa undir kostnaðarsömu opinberu eftirliti, ýmiss konar skráningargjöldum og árgjöldum, merkja lyfin á vissan hátt og tryggja lágmarksbirgðahald í landinu. Geð- og taugalyf allt að 17,6% ódýrariSé rýnt í skýrsluna kemur í ljós að mestur munurinn er í flokki geð- og taugalyfja. Munurinn er mestur á milli Íslands og Danmerkur en lyfin eru 17,6% ódýrari en þar og 0,6% ódýrari en í Noregi. Fjöldi sjúklinga tekur þessi lyf og er þetta því stór útgjaldaliður hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Þetta kemur SÍ ánægjulega á óvart því hefðu magn-, gengis- og verðlagsbreytingar átt að leiða til 3,2% hækkunar á lyfjakostnaði, en raunin varð 10,8% lækkun. Sé skýrslan dregin fram í eina málsgrein er hún á þessa leið: Lyfjaverð á Íslandi er sambærilegt, jafnvel lægra, en verð í nágrannalöndunum og af því mega allir hlutaðeigandi vera mjög stoltir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði kom út athyglisverð skýrsla Ríkisendurskoðunar, Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010. Rétt er að rifja upp að árið 2005 gaf Ríkisendurskoðun út sambærilega skýrslu sem sýndi fram á að lyfjaverð á Íslandi var hærra en í helstu samanburðarlöndum okkar. Sú spurning sem Ríkisendurskoðun leggur til grundvallar í hinni nýju skýrslu er því áhugaverð og hlýtur að vekja forvitni almennings: er lyfjaverð á Íslandi svipað og á Norðurlöndunum? Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus og er svarið við spurningunni einfalt: já. Á árunum 2009-2010 er meðaltal smásölu- og heildsöluverðs á völdum númerum sem Ríkisendurskoðun athugaði meira að segja orðið lægra en í nágrannalöndunum. „Þessi athugun gefur vísbendingar um að verð á þeim lyfjum sem seld eru hér sé nú sambærilegt verði sömu lyfja á hinum Norðurlöndunum," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þótt niðurstaðan komi ekki á óvart þeim sem gerst þekkja til málaflokksins hlýtur hún óneitanlega að vera almenningi og stjórnvöldum ánægjuefni. Frumtök hafa ítrekað bent á þessa staðreynd, þó oft megi álykta af fjölmiðlaumræðu að hið gagnstæða sé staðreyndin. Frábær árangur á litlu markaðssvæðiNiðurstaða Ríkisendurskoðunar staðfestir þann frábæra árangur sem m.a. er fenginn með sameiginlegu átaki stjórnvalda og frumlyfjaframleiðenda. Einu helsta markmiði lyfjalaganna, sem lýtur að samanburðarhæfu lyfjaverði við hin Norðurlandaríkin, hefur verið náð. Þetta er ennfremur ánægjuleg niðurstaða í ljósi smæðar íslenska markaðsins sem hefur ekki staðið í vegi fyrir því að tekist hafi að halda lyfjakostnaði ríkisins í skefjum undanfarin ár. Þrátt fyrir fámennið standa Íslendingar ekki höllum fæti. Þvert á móti bjóðast okkur lyfin á sambærilegu verði og íbúum fjölmennari landa. Ríkisendurskoðun tekur sérstaklega til þess hve lítill íslenski markaðurinn er og bendir réttilega á að „miðað við fámennið á Íslandi er ekki við því að búast að Íslendingum standi til boða að kaupa lyf á sama verði og íbúum fjölmennari landa." Sem er samt raunin. Það eru stóru tíðindin í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Slíkt er sjaldnast tilfellið þegar samanburður á vörum og þjónustu er gerður á milli Íslands og annarra landa. Loks má auðvitað bæta við að kostnaður framleiðanda miðað við okkar þekktu höfðatölu er mun hærri á Íslandi, enda þarf að standa undir kostnaðarsömu opinberu eftirliti, ýmiss konar skráningargjöldum og árgjöldum, merkja lyfin á vissan hátt og tryggja lágmarksbirgðahald í landinu. Geð- og taugalyf allt að 17,6% ódýrariSé rýnt í skýrsluna kemur í ljós að mestur munurinn er í flokki geð- og taugalyfja. Munurinn er mestur á milli Íslands og Danmerkur en lyfin eru 17,6% ódýrari en þar og 0,6% ódýrari en í Noregi. Fjöldi sjúklinga tekur þessi lyf og er þetta því stór útgjaldaliður hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Þetta kemur SÍ ánægjulega á óvart því hefðu magn-, gengis- og verðlagsbreytingar átt að leiða til 3,2% hækkunar á lyfjakostnaði, en raunin varð 10,8% lækkun. Sé skýrslan dregin fram í eina málsgrein er hún á þessa leið: Lyfjaverð á Íslandi er sambærilegt, jafnvel lægra, en verð í nágrannalöndunum og af því mega allir hlutaðeigandi vera mjög stoltir.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun