Hvað kostar leigubíll? 29. desember 2011 06:00 Fram undan er skemmtilegur tími, áramótin. Tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og fagna saman. Það er ekki óalgengt að fagna nýju ári með því að skála. Margir láta það ekki nægja heldur fá sér í glas í góðra vina hópi, sem ekkert athugavert er við. Þegar gleðinni lýkur getur verið snúið að komast heim ef enginn í hópnum er edrú. Bið eftir leigubíl getur tekið á. Svo er stórhátíðarálag og mun dýrara að taka leigubíl á nýársnótt, þannig að freistingin að nota bílinn sem stendur við útidyrnar getur orðið nokkuð mikil. En kostnaðurinn við einn leigubíl er smámunir í samanburði við það sem getur gerst ef við veljum að aka drukkin. Minnsti kostnaðurinn er ef við erum svo heppin að lögreglan stöðvar okkur, þá er það bara 70-160 þúsund auk þess að missa prófið í allt að tvö ár miðað við fyrsta brot og að ekkert annað brot hafi verið framið. Ef tjón verður er bíllinn ótryggður og það lendir á okkur. Margir hafa tapað öllu vegna þess. En það er ekki stærsta refsingin því sá sem verður valdur að slysi eða bana annarrar manneskju getur aldrei fyrirgefið sér að hafa valið bílinn í stað þess að taka leigubíl. Þegar við fáum okkur í glas deyfum við dómgreindina smátt og smátt og þegar að heimferð kemur er ekki víst að hún sé til staðar til að stoppa okkur. Fyrir bragðið teljum við ekkert mál að aka ölvuð, þó svo við við myndum aldrei láta okkur detta það í hug edrú. Ráðið við þessu er bara að skilja bílinn eftir heima eða afhenda öðrum, sem ætlar ekki að drekka, bíllykilinn. Látum ekki ölvunarakstur eyðileggja fyrir okkur áramótin. Er ekki upplagt að eitt af áramótaheitunum sé að aka aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna? Slíkt heit er fjárfesting til framtíðar. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fram undan er skemmtilegur tími, áramótin. Tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og fagna saman. Það er ekki óalgengt að fagna nýju ári með því að skála. Margir láta það ekki nægja heldur fá sér í glas í góðra vina hópi, sem ekkert athugavert er við. Þegar gleðinni lýkur getur verið snúið að komast heim ef enginn í hópnum er edrú. Bið eftir leigubíl getur tekið á. Svo er stórhátíðarálag og mun dýrara að taka leigubíl á nýársnótt, þannig að freistingin að nota bílinn sem stendur við útidyrnar getur orðið nokkuð mikil. En kostnaðurinn við einn leigubíl er smámunir í samanburði við það sem getur gerst ef við veljum að aka drukkin. Minnsti kostnaðurinn er ef við erum svo heppin að lögreglan stöðvar okkur, þá er það bara 70-160 þúsund auk þess að missa prófið í allt að tvö ár miðað við fyrsta brot og að ekkert annað brot hafi verið framið. Ef tjón verður er bíllinn ótryggður og það lendir á okkur. Margir hafa tapað öllu vegna þess. En það er ekki stærsta refsingin því sá sem verður valdur að slysi eða bana annarrar manneskju getur aldrei fyrirgefið sér að hafa valið bílinn í stað þess að taka leigubíl. Þegar við fáum okkur í glas deyfum við dómgreindina smátt og smátt og þegar að heimferð kemur er ekki víst að hún sé til staðar til að stoppa okkur. Fyrir bragðið teljum við ekkert mál að aka ölvuð, þó svo við við myndum aldrei láta okkur detta það í hug edrú. Ráðið við þessu er bara að skilja bílinn eftir heima eða afhenda öðrum, sem ætlar ekki að drekka, bíllykilinn. Látum ekki ölvunarakstur eyðileggja fyrir okkur áramótin. Er ekki upplagt að eitt af áramótaheitunum sé að aka aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna? Slíkt heit er fjárfesting til framtíðar. Gleðilega hátíð.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar