Ofan í kassana! Ögmundur Jónasson skrifar 28. desember 2011 06:00 Hrunskýrslurnar sögðu að á Íslandi skorti umræðuhefð. Reyndar held ég að þetta sé ekki einskorðað við Ísland. Víða gengur mönnum illa að höndla málefnalega umræðu. Á tímum Kalda stríðsins voru sósíalistar, ekki aðeins hér á landi heldur víða erlendis, afgreiddir sem aftaníossar Sovétmanna þegar þeir tefldu fram málefnalegum rökum um mikilvægi jöfnuðar í þjóðfélaginu; hvort þeir vildu ekki líka senda alla í nauðungarvist til Síberíu! Þetta var gjarnan viðkvæðið til að slökkva á allri umræðu þegar reistar voru kröfur um þjóðfélagsumbætur. Hannes Hólmsteinn minnir okkur á þessa tíma, ekki síst með eigin efnistökum, þegar hann fjallar um sósíalista á Íslandi á árum áður. Það er ekki nóg með að hann sé ónákvæmur og fari rangt með, heldur eru hinir óþóknanlegu afgreiddir með skírskotun til þess kassa sem Hannes ætlar þeim í tilverunni. En hvernig komumst við út úr þessari smáu kassahugsun sem aldrei hlustar á rök, horfir bara til kassans sem einstaklingunum skal troðið niður í til að svipta þá málfrelsi sínu? Nýlega fór fram umræða um hvernig ætti að standa að fyrirsvari Íslands gagnvart EFTA-dómstólnum. Átti það áfram að vera efnahags- og viðskiptaráðuneyti eða utanríkisráðuneyti? Í ríkisstjórn vorum við ekki sammála en komumst engu að síður að niðurstöðu. Í utanríkismálanefnd fór fram nákvæmlega sams konar umræða, nema þar höfðu fjölmiðlar engan áhuga á efnisinnihaldi umræðunnar heldur á því einu að einn stjórnarþingmaður var á sömu skoðun og þingmenn í stjórnarandstöðu. Sjónarmiðin voru með öðrum orðum ekki eftir flokkslínum fremur en í ríkisstjórn. Þetta varð stórfrétt og þótti mér örla á lönguninni til að kveða upp pólitíska útlegðardóma yfir þeirri þingkonu sem hafði vogað sér ofan í rangan kassa. Hvenær skyldum við vera tilbúin að takast á við málefnalega umræðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hrunskýrslurnar sögðu að á Íslandi skorti umræðuhefð. Reyndar held ég að þetta sé ekki einskorðað við Ísland. Víða gengur mönnum illa að höndla málefnalega umræðu. Á tímum Kalda stríðsins voru sósíalistar, ekki aðeins hér á landi heldur víða erlendis, afgreiddir sem aftaníossar Sovétmanna þegar þeir tefldu fram málefnalegum rökum um mikilvægi jöfnuðar í þjóðfélaginu; hvort þeir vildu ekki líka senda alla í nauðungarvist til Síberíu! Þetta var gjarnan viðkvæðið til að slökkva á allri umræðu þegar reistar voru kröfur um þjóðfélagsumbætur. Hannes Hólmsteinn minnir okkur á þessa tíma, ekki síst með eigin efnistökum, þegar hann fjallar um sósíalista á Íslandi á árum áður. Það er ekki nóg með að hann sé ónákvæmur og fari rangt með, heldur eru hinir óþóknanlegu afgreiddir með skírskotun til þess kassa sem Hannes ætlar þeim í tilverunni. En hvernig komumst við út úr þessari smáu kassahugsun sem aldrei hlustar á rök, horfir bara til kassans sem einstaklingunum skal troðið niður í til að svipta þá málfrelsi sínu? Nýlega fór fram umræða um hvernig ætti að standa að fyrirsvari Íslands gagnvart EFTA-dómstólnum. Átti það áfram að vera efnahags- og viðskiptaráðuneyti eða utanríkisráðuneyti? Í ríkisstjórn vorum við ekki sammála en komumst engu að síður að niðurstöðu. Í utanríkismálanefnd fór fram nákvæmlega sams konar umræða, nema þar höfðu fjölmiðlar engan áhuga á efnisinnihaldi umræðunnar heldur á því einu að einn stjórnarþingmaður var á sömu skoðun og þingmenn í stjórnarandstöðu. Sjónarmiðin voru með öðrum orðum ekki eftir flokkslínum fremur en í ríkisstjórn. Þetta varð stórfrétt og þótti mér örla á lönguninni til að kveða upp pólitíska útlegðardóma yfir þeirri þingkonu sem hafði vogað sér ofan í rangan kassa. Hvenær skyldum við vera tilbúin að takast á við málefnalega umræðu?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun