Íþróttir og tóbaksnotkun Reynir Björn Björnsson skrifar 27. desember 2011 06:00 Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég byrjaði mína knattspyrnuiðkun í kringum 1973-74. Þá var algengt að reykt væri á hliðarlínunni á kappleikjum barna og unglinga og íþróttasvæði voru ekki reyklaus. Nánast allir þjálfarar sem ég hafði frá átta ára aldri, þar til ég var kominn í meistaraflokk, reyktu. Frá 12-13 ára aldri voru alltaf nokkrir í liðinu sem reyktu að staðaldri og hafði maður á tilfinningunni að meira væri reykt í hópíþróttum en í einstaklingsgreinum. Á undanförnum tveimur áratugum hafa reykingar meðal íþróttafólks, eins og almennt á Íslandi, dregist verulega saman. Stærstu stjörnurnar í íþróttaheiminum hérlendis sem erlendis eru almennt reyklausar. Enginn vafi er lengur um skaðsemi reykinga og vitneskjan um tengsl við krabbamein, lungna-, hjarta- og æðasjúkdóma er orðin almenn og byggð á sterkum vísindalegum grunni. Reykingar valda samdrætti í sléttum vöðvum í æðum og berkjum sem dregur úr blóðflæði og súrefnisflutningi til vöðva og getur valdið öndunarerfiðleikum hjá íþróttamönnum, sérstaklega ef þeir eru viðkvæmir fyrir, hafa t.d. astma eða ofnæmi. Reykingar geta þar með komið niður á árangri og þeir sem reykja eru oft lengur að ná sér eftir venjulegar öndunarfærasýkingar, sem einnig kemur niður á æfingum og keppni. Langvinnar afleiðingar reykinga (berkjubólga, lungnaþemba, hjarta- og æðasjúkdómar) koma fram síðar og hafa því ekki áhrif á íþróttafólk í byrjun. Við erum hins vegar í meiri mæli farin að stunda íþróttir og almenna hreyfingu eins lengi og okkur er unnt og byrjum jafnvel íþróttaiðkun seint á ævinni, því geta reykingar fyrr á árum hamlað getu okkar til þess. Á síðari árum hefur mikil áhersla verið lögð á fræðslu um skaðsemi reykinga og margvíslegar forvarnir. Þekktir einstaklingar hafa tekið þátt í reykleysisherferðum, tóbaksauglýsingar hafa verið bannaðar, verð á tóbaki hefur hækkað mikið og smátt og smátt hefur verið þrengt að þeim sem reykja með því að banna reykingar víða í samfélaginu, m.a. á íþróttasvæðum. Einnig erum við orðin meðvitaðri um áhrif óbeinna reykinga. Það eru ekki mörg ár síðan íslenska karlalandsliðið í handknattleik spilaði í Austur-Evrópu þar sem reykt var í íþróttahöllinni og fengu leikmenn og starfsfólk íslenska liðsins yfir sig ösku og reyk frá æstum áhorfendum sem sátu næst þeim. Frá því að ég byrjaði að fylgja mínum börnum eftir í íþróttaiðkun frá 1997 hafa þau einungis haft reyklausa þjálfara og fyrirmyndir og hef ég ekki orðið þess áskynja að foreldrar eða aðrir reyki á íþróttasvæðunum. Núna heyrir það til algerra undantekninga ef einhver reykir í yngri flokkum í knattspyrnu og það sama á við í öðrum íþróttagreinum. Árið 1998 reyktu 23% 10. bekkinga daglega en einungis 5% árið 2011. Það má hins vegar ekki gleyma því að 50% unglinga prófa að reykja og eiga þar með á hættu að verða háðir nikótíni. Í dag er litið á reykingar hjá börnum og unglingum sem áhættuhegðun sem geti þróast út í neyslu sterkari fíkniefna og því er mikilvægt að við séum ávallt vakandi og öflugt forvarnastarf haldi áfram. Aukin tóbaksnotkun í vörina hefur ekki farið framhjá neinum síðustu ár en virðist ekki algengari meðal íþróttafólks en annarra hópa, þótt hún sé sýnilegri. Í munntóbaki er nikótín, eins og í reyktóbaki, sem gerir viðkomandi háðan því, fíkinn í það. Slík efni eiga að sjálfsögðu ekki heima í íþróttum frekar en annars staðar. Fyrir utan svokallað „hamsturs-útlit“ er notkun munntóbaks subbuleg og óaðlaðandi. Sýnt hefur verið fram á skaðsemi af völdum munntóbaks. Það hefur slæm áhrif á tannhold og munnslímhúð, getur haft áhrif á hjarta og æðakerfi og er jafnvel talið auka hættu á krabbameini í brisi. Erlendis finnast munntóbakstegundir sem geta verið skaðlegri en þær sem eru seldar hér á landi. Jafningjafræðslan, Lýðheilsustöð og KSÍ hafa staðið fyrir átaki gegn munntóbaksnotkun sem nefnist „Bagg er bögg“ og núna stendur yfir átak sem nefnist „Fyrirmyndarleikmaðurinn“ þar sem ÍSÍ, KSÍ og ÁTVR taka höndum saman gegn munntóbaksnotkun. Mikilvægt er að halda fræðslu áfram og stefna að því að íþróttirnar verði lausar við allt tóbak, hvort sem það er reykt, tekið í vörina eða nefið. Hér skipta fyrirmyndirnar mjög miklu máli, þ.e. þjálfarar, íþróttamenn og -konur sem hafa náð langt í sinni íþróttagrein, en einnig þeir sem vinna með íþróttafólki og börnunum okkar. Tóbaksnotkun þjóðþekkts íþróttafólks er ekki bara einkamál þess þegar það er orðið að átrúnaðargoðum hundraða eða þúsunda krakka og unglinga. Það fylgir því mikil ábyrgð að vera fyrirmynd barna og unglinga, ekki bara m.t.t. tóbaks, heldur einnig annarra vímugjafa, svo sem áfengis. Áhrif fjölmiðla, Facebook og spjallsíðna á veraldarvefnum eru mikil og ástæða fyrir okkur öll að gæta orða okkar og athafna þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég byrjaði mína knattspyrnuiðkun í kringum 1973-74. Þá var algengt að reykt væri á hliðarlínunni á kappleikjum barna og unglinga og íþróttasvæði voru ekki reyklaus. Nánast allir þjálfarar sem ég hafði frá átta ára aldri, þar til ég var kominn í meistaraflokk, reyktu. Frá 12-13 ára aldri voru alltaf nokkrir í liðinu sem reyktu að staðaldri og hafði maður á tilfinningunni að meira væri reykt í hópíþróttum en í einstaklingsgreinum. Á undanförnum tveimur áratugum hafa reykingar meðal íþróttafólks, eins og almennt á Íslandi, dregist verulega saman. Stærstu stjörnurnar í íþróttaheiminum hérlendis sem erlendis eru almennt reyklausar. Enginn vafi er lengur um skaðsemi reykinga og vitneskjan um tengsl við krabbamein, lungna-, hjarta- og æðasjúkdóma er orðin almenn og byggð á sterkum vísindalegum grunni. Reykingar valda samdrætti í sléttum vöðvum í æðum og berkjum sem dregur úr blóðflæði og súrefnisflutningi til vöðva og getur valdið öndunarerfiðleikum hjá íþróttamönnum, sérstaklega ef þeir eru viðkvæmir fyrir, hafa t.d. astma eða ofnæmi. Reykingar geta þar með komið niður á árangri og þeir sem reykja eru oft lengur að ná sér eftir venjulegar öndunarfærasýkingar, sem einnig kemur niður á æfingum og keppni. Langvinnar afleiðingar reykinga (berkjubólga, lungnaþemba, hjarta- og æðasjúkdómar) koma fram síðar og hafa því ekki áhrif á íþróttafólk í byrjun. Við erum hins vegar í meiri mæli farin að stunda íþróttir og almenna hreyfingu eins lengi og okkur er unnt og byrjum jafnvel íþróttaiðkun seint á ævinni, því geta reykingar fyrr á árum hamlað getu okkar til þess. Á síðari árum hefur mikil áhersla verið lögð á fræðslu um skaðsemi reykinga og margvíslegar forvarnir. Þekktir einstaklingar hafa tekið þátt í reykleysisherferðum, tóbaksauglýsingar hafa verið bannaðar, verð á tóbaki hefur hækkað mikið og smátt og smátt hefur verið þrengt að þeim sem reykja með því að banna reykingar víða í samfélaginu, m.a. á íþróttasvæðum. Einnig erum við orðin meðvitaðri um áhrif óbeinna reykinga. Það eru ekki mörg ár síðan íslenska karlalandsliðið í handknattleik spilaði í Austur-Evrópu þar sem reykt var í íþróttahöllinni og fengu leikmenn og starfsfólk íslenska liðsins yfir sig ösku og reyk frá æstum áhorfendum sem sátu næst þeim. Frá því að ég byrjaði að fylgja mínum börnum eftir í íþróttaiðkun frá 1997 hafa þau einungis haft reyklausa þjálfara og fyrirmyndir og hef ég ekki orðið þess áskynja að foreldrar eða aðrir reyki á íþróttasvæðunum. Núna heyrir það til algerra undantekninga ef einhver reykir í yngri flokkum í knattspyrnu og það sama á við í öðrum íþróttagreinum. Árið 1998 reyktu 23% 10. bekkinga daglega en einungis 5% árið 2011. Það má hins vegar ekki gleyma því að 50% unglinga prófa að reykja og eiga þar með á hættu að verða háðir nikótíni. Í dag er litið á reykingar hjá börnum og unglingum sem áhættuhegðun sem geti þróast út í neyslu sterkari fíkniefna og því er mikilvægt að við séum ávallt vakandi og öflugt forvarnastarf haldi áfram. Aukin tóbaksnotkun í vörina hefur ekki farið framhjá neinum síðustu ár en virðist ekki algengari meðal íþróttafólks en annarra hópa, þótt hún sé sýnilegri. Í munntóbaki er nikótín, eins og í reyktóbaki, sem gerir viðkomandi háðan því, fíkinn í það. Slík efni eiga að sjálfsögðu ekki heima í íþróttum frekar en annars staðar. Fyrir utan svokallað „hamsturs-útlit“ er notkun munntóbaks subbuleg og óaðlaðandi. Sýnt hefur verið fram á skaðsemi af völdum munntóbaks. Það hefur slæm áhrif á tannhold og munnslímhúð, getur haft áhrif á hjarta og æðakerfi og er jafnvel talið auka hættu á krabbameini í brisi. Erlendis finnast munntóbakstegundir sem geta verið skaðlegri en þær sem eru seldar hér á landi. Jafningjafræðslan, Lýðheilsustöð og KSÍ hafa staðið fyrir átaki gegn munntóbaksnotkun sem nefnist „Bagg er bögg“ og núna stendur yfir átak sem nefnist „Fyrirmyndarleikmaðurinn“ þar sem ÍSÍ, KSÍ og ÁTVR taka höndum saman gegn munntóbaksnotkun. Mikilvægt er að halda fræðslu áfram og stefna að því að íþróttirnar verði lausar við allt tóbak, hvort sem það er reykt, tekið í vörina eða nefið. Hér skipta fyrirmyndirnar mjög miklu máli, þ.e. þjálfarar, íþróttamenn og -konur sem hafa náð langt í sinni íþróttagrein, en einnig þeir sem vinna með íþróttafólki og börnunum okkar. Tóbaksnotkun þjóðþekkts íþróttafólks er ekki bara einkamál þess þegar það er orðið að átrúnaðargoðum hundraða eða þúsunda krakka og unglinga. Það fylgir því mikil ábyrgð að vera fyrirmynd barna og unglinga, ekki bara m.t.t. tóbaks, heldur einnig annarra vímugjafa, svo sem áfengis. Áhrif fjölmiðla, Facebook og spjallsíðna á veraldarvefnum eru mikil og ástæða fyrir okkur öll að gæta orða okkar og athafna þar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar