Flest flugeldaslys verða þegar leiðbeiningum er ekki fylgt Gunnar Stefánsson skrifar 28. desember 2011 06:00 Áramótin eru sá tími þegar Íslendingar safnast saman og gera sér glaða kvöldstund, skjóta flugeldum til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Margir eru kappsamir við þessa iðju en þá er slysahættan mest og gamanið getur breyst í viðveru á slysadeild með brunasár eða verri meiðsl. Til að koma í veg fyrir það þarf að umgangast flugelda með varúð. Verum góð fyrirmynd barnanna okkar, látum áfengi vera og förum eftir leiðbeiningum. Þá er líklegt að við förum inn í nýtt ár með bros á vör eftir mikinn ljósagang með tilheyrandi sprengingum. Undirbúið ykkur velFlugelda skal alltaf geyma á öruggum stað þar sem börn ná ekki til og fjarri allri eldhættu. Farið vel yfir þær leiðbeiningar sem fylgja flugeldunum og ákveðið hvar skjóta á þeim upp. Þegar skotstaður er valinn er gott að hafa í huga að fjarlægð frá næstu húsum á að vera a.m.k. 20 metrar og undirstöður sléttar og stöðugar. Undirbúið stöðugan skothólk fyrir rakettur og gerið viðunandi ráðstafanir ef dýr eru í nágrenninu. Best er að halda þeim innandyra meðan skotið er. Pabbar og mömmur nota líka hlífðarglerauguHafið tilbúna ullar- eða skinnhanska á alla fjölskylduna, þeir veita vernd gegn bruna á höndum. Einnig ættu hlífðargleraugu að vera til staðar fyrir alla þá sem eru úti að skjóta upp eða fylgjast með ljósadýrðinni. Góð regla er að fara yfir slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað í húsinu (reykskynjara, teppi) fyrir jól og áramót. Mesta slysahættan er dagana í kringum áramótin sjálf. Þá slasast helst unglingsdrengir sem eru að fikta með flugelda, taka þá í sundur og gera eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverkar oft bæði á andliti og á höndum. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti, tapað sjón og jafnvel látið lífið. Mikilvægt er að foreldrar ræði þessi mál við börn sín og fylgist vel með iðju þeirra í kringum áramótin. Hinn hópurinn sem er í hættu eru fullorðnir karlmenn, sem helst slasast um áramótin sjálf þegar þeir ganga óvarlega um flugeldana. Oft er áfengi með í spilinu en óþarfi er að taka það fram að þetta tvennt á aldrei saman. Flestir slasast á höndum en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, en það má þakka almennri notkun flugeldagleraugna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Áramótin eru sá tími þegar Íslendingar safnast saman og gera sér glaða kvöldstund, skjóta flugeldum til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Margir eru kappsamir við þessa iðju en þá er slysahættan mest og gamanið getur breyst í viðveru á slysadeild með brunasár eða verri meiðsl. Til að koma í veg fyrir það þarf að umgangast flugelda með varúð. Verum góð fyrirmynd barnanna okkar, látum áfengi vera og förum eftir leiðbeiningum. Þá er líklegt að við förum inn í nýtt ár með bros á vör eftir mikinn ljósagang með tilheyrandi sprengingum. Undirbúið ykkur velFlugelda skal alltaf geyma á öruggum stað þar sem börn ná ekki til og fjarri allri eldhættu. Farið vel yfir þær leiðbeiningar sem fylgja flugeldunum og ákveðið hvar skjóta á þeim upp. Þegar skotstaður er valinn er gott að hafa í huga að fjarlægð frá næstu húsum á að vera a.m.k. 20 metrar og undirstöður sléttar og stöðugar. Undirbúið stöðugan skothólk fyrir rakettur og gerið viðunandi ráðstafanir ef dýr eru í nágrenninu. Best er að halda þeim innandyra meðan skotið er. Pabbar og mömmur nota líka hlífðarglerauguHafið tilbúna ullar- eða skinnhanska á alla fjölskylduna, þeir veita vernd gegn bruna á höndum. Einnig ættu hlífðargleraugu að vera til staðar fyrir alla þá sem eru úti að skjóta upp eða fylgjast með ljósadýrðinni. Góð regla er að fara yfir slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað í húsinu (reykskynjara, teppi) fyrir jól og áramót. Mesta slysahættan er dagana í kringum áramótin sjálf. Þá slasast helst unglingsdrengir sem eru að fikta með flugelda, taka þá í sundur og gera eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverkar oft bæði á andliti og á höndum. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti, tapað sjón og jafnvel látið lífið. Mikilvægt er að foreldrar ræði þessi mál við börn sín og fylgist vel með iðju þeirra í kringum áramótin. Hinn hópurinn sem er í hættu eru fullorðnir karlmenn, sem helst slasast um áramótin sjálf þegar þeir ganga óvarlega um flugeldana. Oft er áfengi með í spilinu en óþarfi er að taka það fram að þetta tvennt á aldrei saman. Flestir slasast á höndum en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, en það má þakka almennri notkun flugeldagleraugna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun