Fleiri fréttir

Stefnumótandi biskupskosningar

Arnfríður Guðmundsdóttir skrifar

Kirkjan okkar stendur á krossgötum. Á næstunni þarf að taka stórar ákvarðanir sem koma til með að ráða stefnu hennar til framtíðar. Unnið er að endurskoðun á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þá þarf að eiga sér stað upplýst umræða á meðal þjóðarinnar um stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu.

Tilbúningur á Kögunarhóli!

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Fyrrverandi ritstjóri, alþingismaður, ráðherra og sendiherra Þorsteinn Pálson mundar reglulega penna í Fréttablaðinu og kennir skrif sín við Kögunarhól. Það er vel til fundið því á Kögunarhóla ganga menn og litast um, ekki síst var það til að huga að skipakomum hér áður fyrr.

Réttindi barna

Guðrún Önfjörð skrifar

Umræður um uppeldisumhverfi og uppvaxtaraðstæður barna vekja alltaf tilfinningar. Það er mikill hiti í röksemdum Heimis Hilmarssonar í grein um ný barnalög í Fréttablaðinu þ. 10. ágúst. Röksemdir hans um aðstæður mála á Norðurlöndum hafa ekki stuðning í veruleikanum.

Tekið til í ruslinu

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Sorp er sannarlega ein af umhverfisógnum þróaðra samfélaga. Á þeim áratugum sem liðnir eru síðan menn gerðu sér grein fyrir þessu hefur sem betur fer víða tekist að stemma stigu við og jafnvel snúa við hraðri aukningu sem orðið hefur í magni sorps sem kemur frá nútímaheimilum.

Reiði er réttmæt pólitísk afstaða

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Menn keppast nú við að skilgreina hvað er á seyði í Bretlandi og gengur misvel. Helst er það skortur á pólitískum stefnumiðum sem stendur í fólki og verður til þess að ekki eru allir tilbúnir til að skrifa upp á að það sem á sér stað í borgum Bretlands núna sé annað en skrílslæti. Í slíkum hugleiðingum gleymist hins vegar að skrílslæti geta verið yfirlýsing, reiði getur verið réttmæt pólitísk afstaða.

Reikningsskapur

Líf Magneudóttir skrifar

Þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar birtist loks eftir dúk og disk lét oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa eftir sér að hann skildi ekki upphlaup minnihlutans og þætti það reyndar vandræðalegt. Áður en Dagur Eggertsson og Jón Gnarr tóku höndum saman hefðu áætlanir aðeins verið framreikningar og því líklega ekki merkilegir pappírar. Þeir kumpánar kynnu hins vegar til verka og myndu ekki afgreiða neinar áætlanir nema allt væri komið upp á borðið varðandi kostnað.

Sumargleði og vetrarþankar

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Undurfagra ævintýr, ágústnóttin hljóð. Þetta lag og ljóð þeirra Árna úr Eyjum og Oddgeirs Kristjánssonar sveimar meira og minna um vitundina þegar líða fer á ágúst ár hvert: "Hjá þér ljómar ljúf og hýr, lífsins töfraglóð.”

Vanhugsaður útflutningsskattur

Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta "meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna.

Hvað er fæðuöryggi?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sú stefna að hafa sem hörðust höft á innflutningi landbúnaðarafurða, leggja ofurtolla á erlenda búvöru og styrkja innlenda framleiðendur um háar fjárhæðir sem koma úr vösum skattgreiðenda er gjarnan réttlætt með því að verið sé að tryggja „fæðuöryggi“. Stefnan ber þessa dagana þann athyglisverða árangur að skortur er á ákveðnum kjöttegundum í búðum, af því að landbúnaðarráðherrann er svo harður á að tryggja fæðuöryggi!

Skip sem aldrei landi ná

Gerður Kristný skrifar

Einu sinni bjó ég í sama stigagangi og fíkniefnaneytandi. Þrátt fyrir ónæði af hans hálfu á öllum tímum sólarhrings var engin leið að koma honum í burtu því foreldrar hans áttu íbúðina. Virtust þeir hafa keypt hana til að hola manninum einhvers staðar niður en hann var kominn á fimmtugsaldur. Pattstaða fyrir þau en sömuleiðis hjá fjölskyldu minni því ekki gátum við búið við ónæðið og því síður selt íbúðina með svona nágranna. Eftir því sem maðurinn sökk dýpra í dópneysluna fór gestakomum til hans fækkandi.

Kögun og kúgun

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Deyr fé osfrv… en orðstír deyr aldregi, hveim sér vondan getur. Þannig að þegar menn eru að víla og díla og græða þurfa menn helst að muna eftir því líka. Á því hefur orðið misbrestur.

Tollasaga

Ólafur Stephensen skrifar

Þegar innflutningsbann á landbúnaðarafurðum var afnumið árið 1995 var það vegna þess að Ísland hafði gerzt aðili að GATT-samningnum svokallaða, sem Heimsviðskiptastofnunin (WTO) starfar eftir.

Stór tíðindi

Þorsteinn Pálsson skrifar

Þau pólitísku kaflaskil urðu í vikunni að fjármálaráðherra viðurkenndi í fyrsta sinn opinberlega að hann hefði gefist upp við að ná þeim markmiðum í ríkisfjármálum sem ákveðin voru í samkomulaginu við AGS. Þetta var þó eini þráðurinn í þeirri endurreisnaráætlun sem ekki hafði verið slitinn.

Rolusamfélagið

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Einu sinni var ég yngri og vitlausari en ég er í dag. Þegar ég horfi til baka hlæ ég yfirlætislega að bernskubrekunum, sem fólu meðal annars í sér að klifra upp á hótel til að komast inn á böll og skoða stelpur, drekka tekíla og haga mér eins og fífl á netinu í skjóli nafnleyndar. Nú, meira en áratug síðar, geng ég upp stiga til að skoða stelpur, læt tekíla vera (enda ginmaður) og kvitta undir skoðanir mínar með nafni.

Sauðir og sauðfjárrækt í sjálfheldu styrkja

Þórólfur Matthíasson skrifar

Búreikningar eru skýrslur og úrvinnsla sem Hagþjónusta landbúnaðarins hefur unnið upp úr bókhaldi bænda. Ekki er um tilviljanakennt úrtak að ræða, en yfirleitt er gengið út frá að það séu frekar betur búandi bændur sem senda inn bókhaldsupplýsingar en þeir sem lakar eru búandi. Raunafkoma meðalbús ætti því að vera heldur lakari en fram kemur í úrvinnslu Hagþjónustunnar.

Ökufantagerði

Þeir ökunemar sem ljúka námi í dag þurfa að fá þjálfun í svokölluðum ökugerðum þar sem bílar eru látnir lenda í ýmsum ævintýrum eins og að renna til í hálku. Þetta hljómar skemmtilegt og gagnlegt þótt ekki sé víst að hið síðarnefnda sé rétt. Í handbókinni Handbook of Road Safety Measures sem mælir árangur af ýmsum ráðstöfunum í umferðaröryggismálum er þannig vitnað til tveggja rannsókna á fylgni milli hálkuþjálfunar og slysatíðni. Báðar rannsóknirnar sýndu að slysatíðni ungra ökumanna sem fóru í gegnum slíka þjálfun jókst.

Sjónarspil á þingi

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Á fyrsta nefndarfundi Alþingis eftir sumarfrí var það val ríkisstjórnarflokkanna að kalla saman þrjár nefndir, utanríkismálanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og umhverfisnefnd. Málefnið var fundur í Alþjóðahvalveiðiráðinu sem haldinn var fyrr í sumar.

Gengishagnaðurinn til fólksins

Lilja Mósesdóttir skrifar

Frá hruni hefur tekist að ná hallarekstri ríkisins niður um 150 milljarða með sársaukafullum niðurskurði og hækkun skattstofna eins og virðisauka-, fjármagnstekju- og tekjuskatts auk nýrra skatta eins og auðlegðar-, orku- og bankaskattsins svokallaða. Gengishrunið og aukin skattheimta hafa leitt til þess að mörg þúsund heimili ná ekki endum saman og skuldabyrðin hefur þyngst.

Félagsfræðilega umræðan

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Óeiðirnar og gripdeildirnar í Englandi hafa vakið með mörgum óhug. Þær eru langt frá því að vera einangrað tilvik reiði og mótmæla vegna þess að lögregla kynni að hafa farið offari er hún skaut grunaðan fíkniefnasala til bana, þótt það hafi verið upphafið. Útbreiðsla ofbeldisins í borgum landsins sýnir að eitthvað miklu djúpstæðara er að í brezku samfélagi.

Það þarf heilt þorp

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Samfélag gengur út á sameiginlega ábyrgð og ekki síst sameiginlegt siðferði. Sumir vilja meina að siðferðið sé grundvöllur samfélagsins, að án samkomulags um hvað sé rétt og hvað sé rangt sé ekkert samfélag.

Öfugþróun snúið við

Hjálmar Sveinsson skrifar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins, skrifaði á dögunum ágæta grein í Fréttablaðið um miðbæ Reykjavíkur. Það heyrir til undantekninga að íslenskir þingmenn láti sig borgina einhverju varða. Þeir sem fylgst hafa með öflugri og málefnalegri umræðu um þróun borgarinnar, og borga yfirleitt, undanfarin misseri, vita þó að Sigmundur Davíð hefur lagt til hennar mikilvægan skerf. Hann hefur fært okkur sannfærandi, hagfræðileg rök fyrir því að það er óskynsamlegt að rífa niður gömul hús í gömlum miðbæjum í stórum stíl, hvað þá að leyfa þeim að grotna niður.

Alþingi taki boði stjórnlagaráðs

Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur skrifar

Föstudaginn 29. júlí afhenti stjórnlagaráð Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ekki aðeins tók Alþingi við vel unnu verki heldur fylgdi viturlegt boð allra fulltrúa í stjórnlagaráði um að þeir væru reiðubúnir að vinna, sameiginlega, úr athugasemdum þingsins við frumvarpið, ef einhverjar væru. Þung rök mæla með því að Alþingi þiggi boðið.

Um olíu og bændur

Sigríður E. Sveinsdóttir skrifar

Nú heyrist frá ýmsum mönnum, sem vilja láta taka mark á sér, að bændur vaði í villu og svíma þegar þeir tala um að íslenzkur landbúnaður veiti þjóðinni fæðuöryggi. Ekki nóg með það heldur er fólki talin trú um að þeir séu afætur á þjóðinni. Og stóra trompið núna er sú speki að hætti olía að berast til landsins sé úti um íslenzkan landbúnað og látið að því liggja að farið hafi fé betra.

Verkfall leikskólakennara = að standa með leikskólastarfi

Kristín Dýrfjörð skrifar

Haustið 2008 hrundi Ísland. Við sem þjóð stóðum eftir slegin og alvarleg. Á flestum vinnustöðum skapaðist sátt um að sækja ekki launahækkanir og margir tóku á sig lækkanir í einu eða öðru formi. Leikskólarnir tóku sinn skerf eins og aðrir. Rétt fyrir hrunið hafði verið gengið frá samningi við fólk í sama stéttarfélagi og leikskólakennarar, grunnskólakennara. En samningar við leikskólakennara eins og aðra voru slegnir út af borðinu.

Um náttúrurétt

Sigurður Gizurarson skrifar

Fullveldi Íslands hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni um, hvort Ísland skal gerast aðili að Evrópusambandinu. Hér er ekki ætlunin að brjóta fullveldishugtakið til mergjar, heldur víkja að skyldri spurningu, þ.e. hvort til eru náttúrulegir meginstafir laga er æðri séu settum lögum.

Valkostir fyrr og síðar

Einar Benediktsson skrifar

Robert Gates, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kvaddi Atlantshafsbandalagið þann 10. júní 2011, og komst m.a. svo að orði: "…Hinn nakti sannleikur málsins er að þverrandi áhugi og þolinmæði er fyrirsjáanlegur í Bandaríkjaþingi – og meðal stjórnmálasinnaðra Bandaríkjamanna yfirleitt – að eyða fjármagni sem sífellt verður dýrmætara í þágu þjóða sem virðast andvígar því að að ráðstafa nægum fjármunum eða að gera nauðsynlegar breytingar til að geta talist hæfir samstarfsaðilar í eigin vörnum…“ Varaframkvæmdastjóri bandalagsins, Claudio Bisogniero, sem heimsótti Ísland í júlíbyrjun, vék að þessum ummælum Gates.

Spænska veikin í stofunni heima

Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar

Einn daginn þegar afi minn vaknaði var hrím í loftinu fyrir ofan hann. Hlutir voru freðnir – inni hjá honum. Þetta var árið 1918: Frostaveturinn mikla.

Hringl, hringl

Ólafur Stephensen skrifar

Forystumenn stjórnarflokkanna hafa tilkynnt að þeir hyggist loka fjárlagagatinu að hálfu leyti með niðurskurði og að hálfu leyti með nýjum sköttum. Gerð verður krafa um flatan niðurskurð hjá ráðuneytum; lækka á útgjöld um þrjú prósent hjá öllum nema velferðarráðuneytinu sem á að skera niður um eitt og hálft prósent.

Þegar Tinni var brenndur á báli

Sævar Helgi Bragason skrifar

Í bókinni Fangarnir í sólhofinu standa þeir Tinni, Kolbeinn kafteinn og prófessor Vandráður frammi fyrir því að verða brenndir á báli. Leiðtogi inkanna, sonur sólarinnar, leyfir þeim þó að velja daginn örlagaríka og taka þeir sér örlítinn umhugsunarfrest. Í fangelsinu finnur Tinni dagblað og segir syni sólarinnar svo að þeir hafi ákveðið að fórnin fari fram á afmælisdegi Kolbeins. Tinni lætur ekkert uppi um fyrirætlanir sínar og biður Kolbein að treysta sér.

Hótel Valhöll - frá berjatínslu til brúðkaupsnátta

Vilborg Halldórsdóttir skrifar

Nú auglýsir Þingvallanefnd eftir hugmyndum landsmanna um það hvernig fólk vill sjá Þingvallasvæðið í framtíðinni. Ég hef starfað sem fararstjóri mörg undanfarin ár og kem því reglulega til Þingvalla með ferðamenn. Í Þingvallasveit hef ég einnig dvalið hvert sumar enda afi minn fæddur og uppalinn í sveitinni.

20 prósenta leiðin

Guðmundur Örn Jónsson skrifar

Eitt af helstu afrekum síðustu ríkisstjórnar sjálfstæðis- og framsóknarmanna er heimsmet þeirra í aukningu ójöfnuðar, sem þeir náðu fram í gegnum skattkerfið. Það er því skiljanlegt að aðgerðir síðari ríkisstjórna við að vinda ofan af þeim ójöfnuði mæti mikilli andstöðu í þeirra röðum. Ein leiðin í andstöðunni, og baráttu fyrir auknum ójöfnuði, kemur fram í hinni svokölluðu 20% leið.

Myndir verði óeirðaseggjum að falli

Forsætisráðherra Bretlands segir allt verða gert til að hefta óeirðirnar í landinu. Litið verði framhjá persónuverndarlögum og myndir úr eftirlitsmyndavélum gerðar opinberar til að koma óeirðarseggjum bak við lás og slá. Óeirðirnar, sem hófust í Tottenham á laugardag, hafa breiðst út til fleiri borga.

Hönnun fangelsis

Jóhannes Þórðarson skrifar

Það er sérstakt gleðiefni að vita til þess að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur kynnt sér menningarstefnu í mannvirkjagerð – stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem samþykkt var á vormánuðum 2007.

Sú er mín bæn

Kjartan Jóhannsson skrifar

Ég drúpi höfði og græt með Noregi, aðstandendum, vinum og þjóðinni allri. Aldrei fyrr hef ég þurft að syrgja svo marga unga menn og konur í blóma lífsins, deydd fyrir áhuga sinn á að bæta heiminn, sitt eigið samfélag og afnema misrétti hvarvetna þar sem það birtist.

Sögulok fyrir Megas

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Snemma á tíunda áratugnum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að komast á spjall með Megasi. Þegar ég sagði honum að ég væri frá Bíldudal sagði hann mér frá einni heimsókn sinni þangað. Var það hin mesta sæluvist, enda er skáldið í miklum metum í dalnum, en þó varð honum brugðið er hann sá annarlega mynd liggja á glámbekk. Mig minnir að hann hafi sagt glámbekk frekar en klámbekk.

Útgerð til eins árs?

Páll Steingrímsson skrifar

Þorvaldur Gylfason fer með hagfræðina inn í nýjar víddir í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið þann 4. ágúst sl. Ég ætla ekki að elta ólar við hugaróra hans og samsæriskenningar um svikula bankastjóra og leigutaka en undrast þó að hann leggi að jöfnu aðstöðu manns sem leigir sér bíl til fimm daga og útgerðarmanns sem stofnar til verulegra skuldbindinga með kaupum á skipi og veiðiheimildum með framtíðarrekstur í huga.

Kjötverð, beingreiðslur, útflutningur og matvælaöryggi

Þórólfur Matthíasson skrifar

Íslenskir neytendur og íslenskir kjötsalar lenda í verulegum hremmingum vilji þeir flytja inn erlent kjötmeti. Íslenskum bændum er hins vegar frjálst að flytja út kjöt eftir því sem tollasamningar og almenn skilyrði aðflutningslanda tilgreina.

Ósanngjörn landbúnaðarumræða

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Í gúrkutíð sumarsins hófst duggunarlítil umræða um landbúnaðarmál. Ekkert er undan því að kvarta að menn hefji máls á því sem þeir telja brýnt, nema að því leytinu að í umræðunni var öllum hlutum snúið á haus. Þannig var það sem síst skyldi, gert tortryggilegt og ósanngjörnum vopnum því beitt gegn íslenskum landbúnaði. Tilefni þessa greinarkorns er að bregðast við því.

Hvað er Ramadan?

Karim Askari skrifar

Ramadan er níundi mánuðurinn í tímatali Íslam, en hver mánuður er 29 til 30 dagar og miðast við mánann eins og orðið mánuður segir til um. Í ár hófst Ramadan 1. ágúst á nýju tungli og lýkur 29. ágúst. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Þar sem mánuðirnir og árin eru styttri en í því tímatali sem Vesturlandabúar þekkja færist Ramadan til frá ári til árs. Að ári hefst Ramadan því 20. júlí og stendur til 18. ágúst.

Sjá næstu 50 greinar