Tollasaga Ólafur Stephensen skrifar 13. ágúst 2011 09:00 Þegar innflutningsbann á landbúnaðarafurðum var afnumið árið 1995 var það vegna þess að Ísland hafði gerzt aðili að GATT-samningnum svokallaða, sem Heimsviðskiptastofnunin (WTO) starfar eftir. Til að vernda innlendan landbúnað fyrir samkeppni lagði Alþingi á himinháa tolla upp á tugi eða jafnvel hundruð prósenta. Samningurinn skuldbatt Ísland hins vegar til að hleypa litlu magni erlendra búvara inn á markaðinn á lægri tollum. Í upphafi var um þrjú prósent innanlandsneyzlu á viðkomandi vöru að ræða, en hlutfallið hækkaði í fimm prósent á sex árum. Yfirlýst markmið með því að heimila innflutning á þessu litla magni var að auka samkeppni við innlendan landbúnað og stuðla að því að verð til neytenda lækkaði. Strax í upphafi var þó búið til kerfi sem gekk gegn hagsmunum neytenda en verndaði innlenda framleiðendur. Annars vegar var landbúnaðarráðherra fengið geðþóttavald til að ákveða toll á innflutningskvótanum. Hins vegar var tekið upp á því að selja kvótana hæstbjóðanda, sem fyrir vikið neyddist til að velta greiðslunni út í verðið. Niðurstaðan varð þess vegna ekki nein verðlækkun að ráði, heldur fyrst og fremst meira úrval búvara í búðunum. Á þeim sextán árum sem liðin eru frá því innflutningsbannið var afnumið hefur innanlandsneyzla á ýmsum búvörum aukizt stórlega. Við borðum nú tvöfalt meira af osti og þrefalt til fjórfalt meira af alifugla- og svínakjöti en í lok níunda áratugarins. Innflutningskvótinn miðast hins vegar við neyzluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Landbúnaðarráðherrar, hver á eftir öðrum, hafa því lagt mikið á sig til að milda samkeppnisáhrif innflutnings sem nemur rúmlega einu til tveimur og hálfu prósenti af raunverulegri innanlandsneyzlu á þessum vörum! Geðþóttavald ráðherra var gagnrýnt strax í upphafi og bent á að einn daginn gæti setzt í stól landbúnaðarráðherra maður sem kysi að beita því þannig að í raun væri tekið fyrir allan innflutning með því að gera hann of dýran. Þetta gekk eftir vorið 2009, þegar Jón Bjarnason varð landbúnaðarráðherra. Hann er enn ósvífnari í beitingu þessa valds en forverarnir og hefur komið því þannig fyrir að dýrara er að flytja inn tollkvótann (sem átti að vera á hagstæðari tollum) en vörur með almennum ofurtolli! Undan þessari stjórnsýslu ráðherrans kvörtuðu Samtök verzlunar og þjónustu til umboðsmanns Alþingis. Í áliti sínu frá því í síðasta mánuði gerir umboðsmaður ýmsar athugasemdir við stjórnsýsluna en tekur þó í raun ekki efnislega afstöðu til hennar, vegna þess að hann telur að heimildir ráðherra séu sem slíkar í andstöðu við stjórnarskrána. Hún bannar að sköttum sé breytt nema með lögum og sömuleiðis að stjórnvaldi sé falið skattlagningarvaldið. Á rúmum þremur vikum sem eru liðnar frá því að umboðsmaður kvað upp álit sitt hefur ekki heyrzt bofs úr landbúnaðarráðuneytinu til svars. Og enginn stjórnmálamaður virðist líta á það sem hlutverk sitt að tala máli neytenda í þessu máli – fremur en svo mörgum öðrum. Þetta er leiðinleg saga og augljóslega ekki á enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun
Þegar innflutningsbann á landbúnaðarafurðum var afnumið árið 1995 var það vegna þess að Ísland hafði gerzt aðili að GATT-samningnum svokallaða, sem Heimsviðskiptastofnunin (WTO) starfar eftir. Til að vernda innlendan landbúnað fyrir samkeppni lagði Alþingi á himinháa tolla upp á tugi eða jafnvel hundruð prósenta. Samningurinn skuldbatt Ísland hins vegar til að hleypa litlu magni erlendra búvara inn á markaðinn á lægri tollum. Í upphafi var um þrjú prósent innanlandsneyzlu á viðkomandi vöru að ræða, en hlutfallið hækkaði í fimm prósent á sex árum. Yfirlýst markmið með því að heimila innflutning á þessu litla magni var að auka samkeppni við innlendan landbúnað og stuðla að því að verð til neytenda lækkaði. Strax í upphafi var þó búið til kerfi sem gekk gegn hagsmunum neytenda en verndaði innlenda framleiðendur. Annars vegar var landbúnaðarráðherra fengið geðþóttavald til að ákveða toll á innflutningskvótanum. Hins vegar var tekið upp á því að selja kvótana hæstbjóðanda, sem fyrir vikið neyddist til að velta greiðslunni út í verðið. Niðurstaðan varð þess vegna ekki nein verðlækkun að ráði, heldur fyrst og fremst meira úrval búvara í búðunum. Á þeim sextán árum sem liðin eru frá því innflutningsbannið var afnumið hefur innanlandsneyzla á ýmsum búvörum aukizt stórlega. Við borðum nú tvöfalt meira af osti og þrefalt til fjórfalt meira af alifugla- og svínakjöti en í lok níunda áratugarins. Innflutningskvótinn miðast hins vegar við neyzluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Landbúnaðarráðherrar, hver á eftir öðrum, hafa því lagt mikið á sig til að milda samkeppnisáhrif innflutnings sem nemur rúmlega einu til tveimur og hálfu prósenti af raunverulegri innanlandsneyzlu á þessum vörum! Geðþóttavald ráðherra var gagnrýnt strax í upphafi og bent á að einn daginn gæti setzt í stól landbúnaðarráðherra maður sem kysi að beita því þannig að í raun væri tekið fyrir allan innflutning með því að gera hann of dýran. Þetta gekk eftir vorið 2009, þegar Jón Bjarnason varð landbúnaðarráðherra. Hann er enn ósvífnari í beitingu þessa valds en forverarnir og hefur komið því þannig fyrir að dýrara er að flytja inn tollkvótann (sem átti að vera á hagstæðari tollum) en vörur með almennum ofurtolli! Undan þessari stjórnsýslu ráðherrans kvörtuðu Samtök verzlunar og þjónustu til umboðsmanns Alþingis. Í áliti sínu frá því í síðasta mánuði gerir umboðsmaður ýmsar athugasemdir við stjórnsýsluna en tekur þó í raun ekki efnislega afstöðu til hennar, vegna þess að hann telur að heimildir ráðherra séu sem slíkar í andstöðu við stjórnarskrána. Hún bannar að sköttum sé breytt nema með lögum og sömuleiðis að stjórnvaldi sé falið skattlagningarvaldið. Á rúmum þremur vikum sem eru liðnar frá því að umboðsmaður kvað upp álit sitt hefur ekki heyrzt bofs úr landbúnaðarráðuneytinu til svars. Og enginn stjórnmálamaður virðist líta á það sem hlutverk sitt að tala máli neytenda í þessu máli – fremur en svo mörgum öðrum. Þetta er leiðinleg saga og augljóslega ekki á enda.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun