Útgerð til eins árs? Páll Steingrímsson skrifar 10. ágúst 2011 06:00 Þorvaldur Gylfason fer með hagfræðina inn í nýjar víddir í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið þann 4. ágúst sl. Ég ætla ekki að elta ólar við hugaróra hans og samsæriskenningar um svikula bankastjóra og leigutaka en undrast þó að hann leggi að jöfnu aðstöðu manns sem leigir sér bíl til fimm daga og útgerðarmanns sem stofnar til verulegra skuldbindinga með kaupum á skipi og veiðiheimildum með framtíðarrekstur í huga. Ég er að vísu aðeins sjómaður en fæ ég ekki með nokkru móti skilið þau rök hans að „gætinn bankastjóri“ myndi aðeins lána útgerðarmanni fyrir kaupum á skipi en ekki kvóta. Rökin eru þau að kvótinn yrði uppveiddur eftir árið og einskis virði – rétt eins og þar með sé allur fiskur í sjónum uppurinn og aldrei verði veitt meira! Hið augljósa er að „gætinn bankastjóri“ myndi alls ekki lána fyrir skipinu án kvóta því rekstrargrundvöllur útgerðarinnar væri þá enginn. Allra síst til eins árs. Hitt má svo líka benda á að með sömu rökum prófessorsins verður ekki bara kvótinn verðlaus eftir árið heldur skipið líka. Hvað á að gera við fiskiskip án aflaheimilda í heimi þar sem fiskiskip eru þegar allt of mörg? Það er ekki að ástæðulausu að áhersla hefur verið lögð á mikilvægi þess að aflaheimildum sé úthlutað til langs tíma. Útgerð krefst mikillar fjárfestingar og áhættuþættirnir eru margir. Stöðugt rekstrarumhverfi og skýrar leikreglur eru lykilatriði. Ég veit ekki með Þorvald Gylfason en ég þekki engan sem væri svo vitlaus að leggja upp í útgerð með kaupum á skipi og aflaheimildum með bankaláni til eins árs! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Þorvaldur Gylfason fer með hagfræðina inn í nýjar víddir í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið þann 4. ágúst sl. Ég ætla ekki að elta ólar við hugaróra hans og samsæriskenningar um svikula bankastjóra og leigutaka en undrast þó að hann leggi að jöfnu aðstöðu manns sem leigir sér bíl til fimm daga og útgerðarmanns sem stofnar til verulegra skuldbindinga með kaupum á skipi og veiðiheimildum með framtíðarrekstur í huga. Ég er að vísu aðeins sjómaður en fæ ég ekki með nokkru móti skilið þau rök hans að „gætinn bankastjóri“ myndi aðeins lána útgerðarmanni fyrir kaupum á skipi en ekki kvóta. Rökin eru þau að kvótinn yrði uppveiddur eftir árið og einskis virði – rétt eins og þar með sé allur fiskur í sjónum uppurinn og aldrei verði veitt meira! Hið augljósa er að „gætinn bankastjóri“ myndi alls ekki lána fyrir skipinu án kvóta því rekstrargrundvöllur útgerðarinnar væri þá enginn. Allra síst til eins árs. Hitt má svo líka benda á að með sömu rökum prófessorsins verður ekki bara kvótinn verðlaus eftir árið heldur skipið líka. Hvað á að gera við fiskiskip án aflaheimilda í heimi þar sem fiskiskip eru þegar allt of mörg? Það er ekki að ástæðulausu að áhersla hefur verið lögð á mikilvægi þess að aflaheimildum sé úthlutað til langs tíma. Útgerð krefst mikillar fjárfestingar og áhættuþættirnir eru margir. Stöðugt rekstrarumhverfi og skýrar leikreglur eru lykilatriði. Ég veit ekki með Þorvald Gylfason en ég þekki engan sem væri svo vitlaus að leggja upp í útgerð með kaupum á skipi og aflaheimildum með bankaláni til eins árs!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar