Hvað er Ramadan? Karim Askari skrifar 9. ágúst 2011 09:30 Ramadan er níundi mánuðurinn í tímatali Íslam, en hver mánuður er 29 til 30 dagar og miðast við mánann eins og orðið mánuður segir til um. Í ár hófst Ramadan 1. ágúst á nýju tungli og lýkur 29. ágúst. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Þar sem mánuðirnir og árin eru styttri en í því tímatali sem Vesturlandabúar þekkja færist Ramadan til frá ári til árs. Að ári hefst Ramadan því 20. júlí og stendur til 18. ágúst. Múslimar fasta ekki til að kvelja sjálfa sig heldur til að temja sér þolinmæði, huga að andlegum verðmætum og hlýðni við Guð í minningu þess að það var í þessum mánuði sem spámaðurinn Múhameð fékk fyrstu vitranir sínar frá Guði, sem skráðar eru sem fyrstu versin í Kóraninum. Í þessum mánuði biðjast múslimar oft meira fyrir en venjulega og eru örlátari í ölmusugjöfum, en gjafir til þeirra sem minna mega sín eru ein af fimm stoðum Íslam, ásamt föstunni, bæninni, trúarjátningunni og pílagrímsferðinni (ef efnahagur leyfir). Föstur þekkjast í mörgum trúarbrögðum í mismunandi myndum. Kaþólska kirkjan breytti nafni Freyjudags eða Frjádags til dæmis hér á landi í föstudaga, en þá áttu menn að halda sig frá kjöti. En eins og áður sagði er fastan aðeinsyfirborðið því kjarninn er leitin inn á við og viðleitni til að ýta frá sér reiði, öfund, losta, ofbeldi og illu umtali en huga þess í stað að því góða og göfuga. Fastan nær þó ekki til allra því börn eru undanskilin, konur með börn á brjósti, ófrískar konur og gamalmenni. Í ár er víst að hugur margra múslima á Norðurlöndum verður við ódæðisverkin í Noregi, sem unnin voru af ótta við Íslam og andúð á múslimum. Þegar fréttir bárust af sprengingunni í Ósló komu strax upp getgátur um að öfgasinnaðir múslimar væru að verki. En þegar hryllingurinn í Útey varð ljós beindist grunurinn að öfgahægrimönnum og svo kom í ljós að morðinginn var heimamaður sem lítur á sig sem kristinn riddara í heilagri krossferð gegn múslimum í Evrópu. Við vitum að brenglaðar hugmyndir morðingjans eiga sér lítinn hljómgrunn meðal víðsýnna og friðelskandi Norðurlandabúa. Við dáumst líka að viðbrögðum Norðmanna sem kristallast kannski best í bréfi Ívars Benjamíns Östebö, sem komst af í Útey, til morðingjans: „Þú sameinaðir fólk um allan heim. Svarta og hvíta, karla og konur, börn og fullorðna, rauða og bláa, kristna og múslima.“ Með stofnun Menningarseturs múslima vonumst við til að geta aukið þekkingu manna á Íslam og gagnkvæma vináttu og skilning manna af ólíkum trúarbrögðum. Í Ramadan reynum við sjálf að verða betri menn og bæta þar með um leið og auðga samfélagið. Að mánuðinum loknum tekur síðan við mesta hátíð okkar, Eid al-Fitr, þegar við gleðjumst saman í þakklæti fyrir allt það góða sem við eigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ramadan er níundi mánuðurinn í tímatali Íslam, en hver mánuður er 29 til 30 dagar og miðast við mánann eins og orðið mánuður segir til um. Í ár hófst Ramadan 1. ágúst á nýju tungli og lýkur 29. ágúst. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Þar sem mánuðirnir og árin eru styttri en í því tímatali sem Vesturlandabúar þekkja færist Ramadan til frá ári til árs. Að ári hefst Ramadan því 20. júlí og stendur til 18. ágúst. Múslimar fasta ekki til að kvelja sjálfa sig heldur til að temja sér þolinmæði, huga að andlegum verðmætum og hlýðni við Guð í minningu þess að það var í þessum mánuði sem spámaðurinn Múhameð fékk fyrstu vitranir sínar frá Guði, sem skráðar eru sem fyrstu versin í Kóraninum. Í þessum mánuði biðjast múslimar oft meira fyrir en venjulega og eru örlátari í ölmusugjöfum, en gjafir til þeirra sem minna mega sín eru ein af fimm stoðum Íslam, ásamt föstunni, bæninni, trúarjátningunni og pílagrímsferðinni (ef efnahagur leyfir). Föstur þekkjast í mörgum trúarbrögðum í mismunandi myndum. Kaþólska kirkjan breytti nafni Freyjudags eða Frjádags til dæmis hér á landi í föstudaga, en þá áttu menn að halda sig frá kjöti. En eins og áður sagði er fastan aðeinsyfirborðið því kjarninn er leitin inn á við og viðleitni til að ýta frá sér reiði, öfund, losta, ofbeldi og illu umtali en huga þess í stað að því góða og göfuga. Fastan nær þó ekki til allra því börn eru undanskilin, konur með börn á brjósti, ófrískar konur og gamalmenni. Í ár er víst að hugur margra múslima á Norðurlöndum verður við ódæðisverkin í Noregi, sem unnin voru af ótta við Íslam og andúð á múslimum. Þegar fréttir bárust af sprengingunni í Ósló komu strax upp getgátur um að öfgasinnaðir múslimar væru að verki. En þegar hryllingurinn í Útey varð ljós beindist grunurinn að öfgahægrimönnum og svo kom í ljós að morðinginn var heimamaður sem lítur á sig sem kristinn riddara í heilagri krossferð gegn múslimum í Evrópu. Við vitum að brenglaðar hugmyndir morðingjans eiga sér lítinn hljómgrunn meðal víðsýnna og friðelskandi Norðurlandabúa. Við dáumst líka að viðbrögðum Norðmanna sem kristallast kannski best í bréfi Ívars Benjamíns Östebö, sem komst af í Útey, til morðingjans: „Þú sameinaðir fólk um allan heim. Svarta og hvíta, karla og konur, börn og fullorðna, rauða og bláa, kristna og múslima.“ Með stofnun Menningarseturs múslima vonumst við til að geta aukið þekkingu manna á Íslam og gagnkvæma vináttu og skilning manna af ólíkum trúarbrögðum. Í Ramadan reynum við sjálf að verða betri menn og bæta þar með um leið og auðga samfélagið. Að mánuðinum loknum tekur síðan við mesta hátíð okkar, Eid al-Fitr, þegar við gleðjumst saman í þakklæti fyrir allt það góða sem við eigum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar