Hvað er Ramadan? Karim Askari skrifar 9. ágúst 2011 09:30 Ramadan er níundi mánuðurinn í tímatali Íslam, en hver mánuður er 29 til 30 dagar og miðast við mánann eins og orðið mánuður segir til um. Í ár hófst Ramadan 1. ágúst á nýju tungli og lýkur 29. ágúst. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Þar sem mánuðirnir og árin eru styttri en í því tímatali sem Vesturlandabúar þekkja færist Ramadan til frá ári til árs. Að ári hefst Ramadan því 20. júlí og stendur til 18. ágúst. Múslimar fasta ekki til að kvelja sjálfa sig heldur til að temja sér þolinmæði, huga að andlegum verðmætum og hlýðni við Guð í minningu þess að það var í þessum mánuði sem spámaðurinn Múhameð fékk fyrstu vitranir sínar frá Guði, sem skráðar eru sem fyrstu versin í Kóraninum. Í þessum mánuði biðjast múslimar oft meira fyrir en venjulega og eru örlátari í ölmusugjöfum, en gjafir til þeirra sem minna mega sín eru ein af fimm stoðum Íslam, ásamt föstunni, bæninni, trúarjátningunni og pílagrímsferðinni (ef efnahagur leyfir). Föstur þekkjast í mörgum trúarbrögðum í mismunandi myndum. Kaþólska kirkjan breytti nafni Freyjudags eða Frjádags til dæmis hér á landi í föstudaga, en þá áttu menn að halda sig frá kjöti. En eins og áður sagði er fastan aðeinsyfirborðið því kjarninn er leitin inn á við og viðleitni til að ýta frá sér reiði, öfund, losta, ofbeldi og illu umtali en huga þess í stað að því góða og göfuga. Fastan nær þó ekki til allra því börn eru undanskilin, konur með börn á brjósti, ófrískar konur og gamalmenni. Í ár er víst að hugur margra múslima á Norðurlöndum verður við ódæðisverkin í Noregi, sem unnin voru af ótta við Íslam og andúð á múslimum. Þegar fréttir bárust af sprengingunni í Ósló komu strax upp getgátur um að öfgasinnaðir múslimar væru að verki. En þegar hryllingurinn í Útey varð ljós beindist grunurinn að öfgahægrimönnum og svo kom í ljós að morðinginn var heimamaður sem lítur á sig sem kristinn riddara í heilagri krossferð gegn múslimum í Evrópu. Við vitum að brenglaðar hugmyndir morðingjans eiga sér lítinn hljómgrunn meðal víðsýnna og friðelskandi Norðurlandabúa. Við dáumst líka að viðbrögðum Norðmanna sem kristallast kannski best í bréfi Ívars Benjamíns Östebö, sem komst af í Útey, til morðingjans: „Þú sameinaðir fólk um allan heim. Svarta og hvíta, karla og konur, börn og fullorðna, rauða og bláa, kristna og múslima.“ Með stofnun Menningarseturs múslima vonumst við til að geta aukið þekkingu manna á Íslam og gagnkvæma vináttu og skilning manna af ólíkum trúarbrögðum. Í Ramadan reynum við sjálf að verða betri menn og bæta þar með um leið og auðga samfélagið. Að mánuðinum loknum tekur síðan við mesta hátíð okkar, Eid al-Fitr, þegar við gleðjumst saman í þakklæti fyrir allt það góða sem við eigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ramadan er níundi mánuðurinn í tímatali Íslam, en hver mánuður er 29 til 30 dagar og miðast við mánann eins og orðið mánuður segir til um. Í ár hófst Ramadan 1. ágúst á nýju tungli og lýkur 29. ágúst. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Þar sem mánuðirnir og árin eru styttri en í því tímatali sem Vesturlandabúar þekkja færist Ramadan til frá ári til árs. Að ári hefst Ramadan því 20. júlí og stendur til 18. ágúst. Múslimar fasta ekki til að kvelja sjálfa sig heldur til að temja sér þolinmæði, huga að andlegum verðmætum og hlýðni við Guð í minningu þess að það var í þessum mánuði sem spámaðurinn Múhameð fékk fyrstu vitranir sínar frá Guði, sem skráðar eru sem fyrstu versin í Kóraninum. Í þessum mánuði biðjast múslimar oft meira fyrir en venjulega og eru örlátari í ölmusugjöfum, en gjafir til þeirra sem minna mega sín eru ein af fimm stoðum Íslam, ásamt föstunni, bæninni, trúarjátningunni og pílagrímsferðinni (ef efnahagur leyfir). Föstur þekkjast í mörgum trúarbrögðum í mismunandi myndum. Kaþólska kirkjan breytti nafni Freyjudags eða Frjádags til dæmis hér á landi í föstudaga, en þá áttu menn að halda sig frá kjöti. En eins og áður sagði er fastan aðeinsyfirborðið því kjarninn er leitin inn á við og viðleitni til að ýta frá sér reiði, öfund, losta, ofbeldi og illu umtali en huga þess í stað að því góða og göfuga. Fastan nær þó ekki til allra því börn eru undanskilin, konur með börn á brjósti, ófrískar konur og gamalmenni. Í ár er víst að hugur margra múslima á Norðurlöndum verður við ódæðisverkin í Noregi, sem unnin voru af ótta við Íslam og andúð á múslimum. Þegar fréttir bárust af sprengingunni í Ósló komu strax upp getgátur um að öfgasinnaðir múslimar væru að verki. En þegar hryllingurinn í Útey varð ljós beindist grunurinn að öfgahægrimönnum og svo kom í ljós að morðinginn var heimamaður sem lítur á sig sem kristinn riddara í heilagri krossferð gegn múslimum í Evrópu. Við vitum að brenglaðar hugmyndir morðingjans eiga sér lítinn hljómgrunn meðal víðsýnna og friðelskandi Norðurlandabúa. Við dáumst líka að viðbrögðum Norðmanna sem kristallast kannski best í bréfi Ívars Benjamíns Östebö, sem komst af í Útey, til morðingjans: „Þú sameinaðir fólk um allan heim. Svarta og hvíta, karla og konur, börn og fullorðna, rauða og bláa, kristna og múslima.“ Með stofnun Menningarseturs múslima vonumst við til að geta aukið þekkingu manna á Íslam og gagnkvæma vináttu og skilning manna af ólíkum trúarbrögðum. Í Ramadan reynum við sjálf að verða betri menn og bæta þar með um leið og auðga samfélagið. Að mánuðinum loknum tekur síðan við mesta hátíð okkar, Eid al-Fitr, þegar við gleðjumst saman í þakklæti fyrir allt það góða sem við eigum.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun