Hvað er Ramadan? Karim Askari skrifar 9. ágúst 2011 09:30 Ramadan er níundi mánuðurinn í tímatali Íslam, en hver mánuður er 29 til 30 dagar og miðast við mánann eins og orðið mánuður segir til um. Í ár hófst Ramadan 1. ágúst á nýju tungli og lýkur 29. ágúst. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Þar sem mánuðirnir og árin eru styttri en í því tímatali sem Vesturlandabúar þekkja færist Ramadan til frá ári til árs. Að ári hefst Ramadan því 20. júlí og stendur til 18. ágúst. Múslimar fasta ekki til að kvelja sjálfa sig heldur til að temja sér þolinmæði, huga að andlegum verðmætum og hlýðni við Guð í minningu þess að það var í þessum mánuði sem spámaðurinn Múhameð fékk fyrstu vitranir sínar frá Guði, sem skráðar eru sem fyrstu versin í Kóraninum. Í þessum mánuði biðjast múslimar oft meira fyrir en venjulega og eru örlátari í ölmusugjöfum, en gjafir til þeirra sem minna mega sín eru ein af fimm stoðum Íslam, ásamt föstunni, bæninni, trúarjátningunni og pílagrímsferðinni (ef efnahagur leyfir). Föstur þekkjast í mörgum trúarbrögðum í mismunandi myndum. Kaþólska kirkjan breytti nafni Freyjudags eða Frjádags til dæmis hér á landi í föstudaga, en þá áttu menn að halda sig frá kjöti. En eins og áður sagði er fastan aðeinsyfirborðið því kjarninn er leitin inn á við og viðleitni til að ýta frá sér reiði, öfund, losta, ofbeldi og illu umtali en huga þess í stað að því góða og göfuga. Fastan nær þó ekki til allra því börn eru undanskilin, konur með börn á brjósti, ófrískar konur og gamalmenni. Í ár er víst að hugur margra múslima á Norðurlöndum verður við ódæðisverkin í Noregi, sem unnin voru af ótta við Íslam og andúð á múslimum. Þegar fréttir bárust af sprengingunni í Ósló komu strax upp getgátur um að öfgasinnaðir múslimar væru að verki. En þegar hryllingurinn í Útey varð ljós beindist grunurinn að öfgahægrimönnum og svo kom í ljós að morðinginn var heimamaður sem lítur á sig sem kristinn riddara í heilagri krossferð gegn múslimum í Evrópu. Við vitum að brenglaðar hugmyndir morðingjans eiga sér lítinn hljómgrunn meðal víðsýnna og friðelskandi Norðurlandabúa. Við dáumst líka að viðbrögðum Norðmanna sem kristallast kannski best í bréfi Ívars Benjamíns Östebö, sem komst af í Útey, til morðingjans: „Þú sameinaðir fólk um allan heim. Svarta og hvíta, karla og konur, börn og fullorðna, rauða og bláa, kristna og múslima.“ Með stofnun Menningarseturs múslima vonumst við til að geta aukið þekkingu manna á Íslam og gagnkvæma vináttu og skilning manna af ólíkum trúarbrögðum. Í Ramadan reynum við sjálf að verða betri menn og bæta þar með um leið og auðga samfélagið. Að mánuðinum loknum tekur síðan við mesta hátíð okkar, Eid al-Fitr, þegar við gleðjumst saman í þakklæti fyrir allt það góða sem við eigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ramadan er níundi mánuðurinn í tímatali Íslam, en hver mánuður er 29 til 30 dagar og miðast við mánann eins og orðið mánuður segir til um. Í ár hófst Ramadan 1. ágúst á nýju tungli og lýkur 29. ágúst. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Þar sem mánuðirnir og árin eru styttri en í því tímatali sem Vesturlandabúar þekkja færist Ramadan til frá ári til árs. Að ári hefst Ramadan því 20. júlí og stendur til 18. ágúst. Múslimar fasta ekki til að kvelja sjálfa sig heldur til að temja sér þolinmæði, huga að andlegum verðmætum og hlýðni við Guð í minningu þess að það var í þessum mánuði sem spámaðurinn Múhameð fékk fyrstu vitranir sínar frá Guði, sem skráðar eru sem fyrstu versin í Kóraninum. Í þessum mánuði biðjast múslimar oft meira fyrir en venjulega og eru örlátari í ölmusugjöfum, en gjafir til þeirra sem minna mega sín eru ein af fimm stoðum Íslam, ásamt föstunni, bæninni, trúarjátningunni og pílagrímsferðinni (ef efnahagur leyfir). Föstur þekkjast í mörgum trúarbrögðum í mismunandi myndum. Kaþólska kirkjan breytti nafni Freyjudags eða Frjádags til dæmis hér á landi í föstudaga, en þá áttu menn að halda sig frá kjöti. En eins og áður sagði er fastan aðeinsyfirborðið því kjarninn er leitin inn á við og viðleitni til að ýta frá sér reiði, öfund, losta, ofbeldi og illu umtali en huga þess í stað að því góða og göfuga. Fastan nær þó ekki til allra því börn eru undanskilin, konur með börn á brjósti, ófrískar konur og gamalmenni. Í ár er víst að hugur margra múslima á Norðurlöndum verður við ódæðisverkin í Noregi, sem unnin voru af ótta við Íslam og andúð á múslimum. Þegar fréttir bárust af sprengingunni í Ósló komu strax upp getgátur um að öfgasinnaðir múslimar væru að verki. En þegar hryllingurinn í Útey varð ljós beindist grunurinn að öfgahægrimönnum og svo kom í ljós að morðinginn var heimamaður sem lítur á sig sem kristinn riddara í heilagri krossferð gegn múslimum í Evrópu. Við vitum að brenglaðar hugmyndir morðingjans eiga sér lítinn hljómgrunn meðal víðsýnna og friðelskandi Norðurlandabúa. Við dáumst líka að viðbrögðum Norðmanna sem kristallast kannski best í bréfi Ívars Benjamíns Östebö, sem komst af í Útey, til morðingjans: „Þú sameinaðir fólk um allan heim. Svarta og hvíta, karla og konur, börn og fullorðna, rauða og bláa, kristna og múslima.“ Með stofnun Menningarseturs múslima vonumst við til að geta aukið þekkingu manna á Íslam og gagnkvæma vináttu og skilning manna af ólíkum trúarbrögðum. Í Ramadan reynum við sjálf að verða betri menn og bæta þar með um leið og auðga samfélagið. Að mánuðinum loknum tekur síðan við mesta hátíð okkar, Eid al-Fitr, þegar við gleðjumst saman í þakklæti fyrir allt það góða sem við eigum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun