Hönnun fangelsis Jóhannes Þórðarson skrifar 10. ágúst 2011 11:00 Það er sérstakt gleðiefni að vita til þess að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur kynnt sér menningarstefnu í mannvirkjagerð – stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem samþykkt var á vormánuðum 2007. Innanríkisráðherra minnist í nýlegri blaðagrein á „sérfræðinga á vegum stjórnarráðsins“ þegar hann kýs að ræða um útfærslur við undirbúning fangelsisbyggingar á vegum ríkisins, án þess þó að tilgreina hverjir „sérfræðingarnir“ séu. Miðað við það hvað menningarstefnan leggur skýra áherslu á gæði og þróun byggingarlistar koma viðhorf „sérfræðinga á vegum stjórnarráðsins“ til stefnunnar á óvart. Það er því nauðsynlegt að benda ráðherra á markmið stefnunnar og ábyrgð þeirra sem eftir henni eiga að starfa. Stefnan snýst ekki bara um að nota reglugerðir, staðla, samningsform og hagsmunagæslu sem mælikvarða á gæðum. Hún snýr að því að virða fagmennsku og er skrifuð út frá grunngildum arkitektúrs um að hugmyndafræði og fagleg gæði fái að lifa og njóta sín til fulls. Stefnan leggur út frá grunngildum lista, tækni og notagildis þar sem áhersla er lögð á að nota tungumál forma og hlutfalla til að kalla fram tengingar í verðmætamati kynslóðanna hvort sem er í efni, formi, rými eða hughrifum. Þessu markmiði náum við ekki með fyrirbæri sem tröllríður kerfinu og nefnist alútboð. Arkitektúr og hönnun hafa það hlutverk að breyta til batnaðar. Sú aðferðafræði sem þar er beitt byggir jöfnum höndum á rannsókn, rökhugsun, afstöðu, fagurfræði, innsæi og ímyndunarafli. Sem sagt – gæði heildarupplifunar. Það er markmið stefnunnar að takast á við óvenjulegar aðstæður og kalla þannig fram lausnir sem gagnast heildinni og skipta samtímann og ekki síst framtíðina máli. Við búum við kjöraðstæður í samfélagi þjóðanna til að þróa góðar hugmyndir, til að efla umhverfisvernd, orkunýtingu og til að upphefja margbreytileikann – bæta manngert umhverfi. Besta og lýðræðislegasta leiðin í þeirri viðleitni er að setja sem flest verkefni í opnar samkeppnir. Þannig gætum við t.d. kallað fram nauðsynlega og áhugaverða umræðu um hvað fangelsi sé í raun og veru fyrir íslenskt samfélag (sumir hafa talað um geymslu!). Ólíkt alútboðsleiðinni þá tryggir opin samkeppni öllum tillögurétt. Það er einfaldlega meiri hætta á að alútboðsleiðin setji öllum þrengri skorður, og leiði til hugarleti. Alútboð getur aldrei komið í staðinn fyrir faglegt innsæi og alútboð tryggir ekki aðkomu yngri hönnuða. Það er ljóst að til að framfylgja menningarstefnunni þurfa þeir opinberu aðilar sem málið varðar að bera saman markmið stefnunnar og störf ríkisstofnana sem bera ábyrgð á útfærslunni. Vissulega gæti þurft að fara yfir ólík sjónarmið og freista þess að koma framkvæmdamálum ríkisins í farveg sem tekur mið af kjarngóðum og innihaldsríkum markmiðum um fagleg gæði. Ef opinberir aðilar eru ekki vissir um við hvað er átt, þá er um að gera að leita til fagaðila sem geta veitt skýra og greinargóða leiðsögn, með það að markmiði að við upphefjum fagleg vinnubrögð við mótun og útfærslu góðra hugmynda í arkitektúr á Íslandi. Það er mikilvægt að við snúum bökum saman og minnum alla á sem málið varðar að taka stefnuna alvarlega. Það er einfaldlega grátlegt að horfa upp á það, að stefnunni sé ekki haldið á lofti, og að henni sé ekki framfylgt. Það er of mikið í húfi! Okkur ber skylda til að bregðast við. Peningahyggjan verður að láta undan og vondar ákvarðanir um alútboð og einkaframkvæmdir á vegum hins opinbera eiga að heyra sögunni til. Það eru til miklu betri mælikvarðar á samfélagsleg og umhverfisleg gæði en peningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er sérstakt gleðiefni að vita til þess að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur kynnt sér menningarstefnu í mannvirkjagerð – stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem samþykkt var á vormánuðum 2007. Innanríkisráðherra minnist í nýlegri blaðagrein á „sérfræðinga á vegum stjórnarráðsins“ þegar hann kýs að ræða um útfærslur við undirbúning fangelsisbyggingar á vegum ríkisins, án þess þó að tilgreina hverjir „sérfræðingarnir“ séu. Miðað við það hvað menningarstefnan leggur skýra áherslu á gæði og þróun byggingarlistar koma viðhorf „sérfræðinga á vegum stjórnarráðsins“ til stefnunnar á óvart. Það er því nauðsynlegt að benda ráðherra á markmið stefnunnar og ábyrgð þeirra sem eftir henni eiga að starfa. Stefnan snýst ekki bara um að nota reglugerðir, staðla, samningsform og hagsmunagæslu sem mælikvarða á gæðum. Hún snýr að því að virða fagmennsku og er skrifuð út frá grunngildum arkitektúrs um að hugmyndafræði og fagleg gæði fái að lifa og njóta sín til fulls. Stefnan leggur út frá grunngildum lista, tækni og notagildis þar sem áhersla er lögð á að nota tungumál forma og hlutfalla til að kalla fram tengingar í verðmætamati kynslóðanna hvort sem er í efni, formi, rými eða hughrifum. Þessu markmiði náum við ekki með fyrirbæri sem tröllríður kerfinu og nefnist alútboð. Arkitektúr og hönnun hafa það hlutverk að breyta til batnaðar. Sú aðferðafræði sem þar er beitt byggir jöfnum höndum á rannsókn, rökhugsun, afstöðu, fagurfræði, innsæi og ímyndunarafli. Sem sagt – gæði heildarupplifunar. Það er markmið stefnunnar að takast á við óvenjulegar aðstæður og kalla þannig fram lausnir sem gagnast heildinni og skipta samtímann og ekki síst framtíðina máli. Við búum við kjöraðstæður í samfélagi þjóðanna til að þróa góðar hugmyndir, til að efla umhverfisvernd, orkunýtingu og til að upphefja margbreytileikann – bæta manngert umhverfi. Besta og lýðræðislegasta leiðin í þeirri viðleitni er að setja sem flest verkefni í opnar samkeppnir. Þannig gætum við t.d. kallað fram nauðsynlega og áhugaverða umræðu um hvað fangelsi sé í raun og veru fyrir íslenskt samfélag (sumir hafa talað um geymslu!). Ólíkt alútboðsleiðinni þá tryggir opin samkeppni öllum tillögurétt. Það er einfaldlega meiri hætta á að alútboðsleiðin setji öllum þrengri skorður, og leiði til hugarleti. Alútboð getur aldrei komið í staðinn fyrir faglegt innsæi og alútboð tryggir ekki aðkomu yngri hönnuða. Það er ljóst að til að framfylgja menningarstefnunni þurfa þeir opinberu aðilar sem málið varðar að bera saman markmið stefnunnar og störf ríkisstofnana sem bera ábyrgð á útfærslunni. Vissulega gæti þurft að fara yfir ólík sjónarmið og freista þess að koma framkvæmdamálum ríkisins í farveg sem tekur mið af kjarngóðum og innihaldsríkum markmiðum um fagleg gæði. Ef opinberir aðilar eru ekki vissir um við hvað er átt, þá er um að gera að leita til fagaðila sem geta veitt skýra og greinargóða leiðsögn, með það að markmiði að við upphefjum fagleg vinnubrögð við mótun og útfærslu góðra hugmynda í arkitektúr á Íslandi. Það er mikilvægt að við snúum bökum saman og minnum alla á sem málið varðar að taka stefnuna alvarlega. Það er einfaldlega grátlegt að horfa upp á það, að stefnunni sé ekki haldið á lofti, og að henni sé ekki framfylgt. Það er of mikið í húfi! Okkur ber skylda til að bregðast við. Peningahyggjan verður að láta undan og vondar ákvarðanir um alútboð og einkaframkvæmdir á vegum hins opinbera eiga að heyra sögunni til. Það eru til miklu betri mælikvarðar á samfélagsleg og umhverfisleg gæði en peningar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar