Gjörbreytt frumvarp innanríkisráðherra vekur furðu 10. ágúst 2011 06:00 Félag um foreldrajafnrétti harmar þær breytingar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lagt fram til breytinga á barnalögum. Frumvarpið var fullunnið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur, en þar var tekið nokkurt tillit til alþjóðlegrar þróunar á barnarétti og þeirra tillagna sem tvær stórar íslenskar nefndir um málið lögðu einróma til. Í frumvarpi Rögnu var lagt til að dómarar gætu dæmt foreldra til að fara sameiginlega með forsjá barns, teldu þeir það barni fyrir bestu. Allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa slíka heimild og engin þeirra hefur afnumið slíka heimild við endurmat í ljósi áratuga reynslu. Ákvæðið þykir setja niður deilur foreldra og auka sáttfýsi þeirra, enda ljóst að hvorugt þeirra fer sigurvisst í dómsal. Ögmundur hefur nú fellt út þessa dómaraheimild og geta þá íslenskir dómarar einungis dæmt öðru foreldrinu forsjá og þar með svipt hitt foreldrið forsjá barns. Þar með segir háttvirtur dómsmálaráðherra að hann beri ekki trausts til íslenskra dómara að dæma mildasta úrræðið þótt það sé barninu fyrir bestu. Þar sem frumvarpið var skrifað utan um dómaraheimildina verða fjölmargar aðrar breytingar algjörlega marklausar og frumvarpið í heild sinni til óþurftar. Ný sáttameðferðarúrræði fyrir tugi eða hundruð milljóna verður sóun á almannafé án dómaraheimildar. Öll merki eru um að Ögmundur sé að ganga erinda öfgahópa innan kvenréttindahreyfingarinnar sem ætíð hafa barist gegn öllum breytingum í átt að jafnrétti og almennri réttarstöðu íslenskra feðra og barna í það horf sem þekkist hjá nágrannaþjóðunum. Breytingar Ögmundar á áður vel unnu frumvarpi Rögnu eru dæmi um ömurlega stjórnsýslu þar sem lítill og einangraður hópur sérhagsmunaaðila virðist hafa náð fram óeðlilegum og víðtækum geðþóttabreytingum sem ganga á skjön við þverfaglegt mat sérfræðifólks. Þau rök Ögmundar að einhver hafi verið óánægður í Svíþjóð og hugsanlega eigi að skrifa skýrslu í Danmörku eru léttvæg, enda ljóst að í sifjamálum af þessu tagi verða aldrei allir sáttir. Horfa ber frekar til þess að þjóðþing allra þeirra landa sem við berum okkur saman við hafa á undanförnum 4-5 árum endurskoðað þessi mál með þingnefndum og mikilli sérfræðivinnu og komist að þeirri niðurstöðu að halda áfram með dómaraheimild. Má þar nefna Svía 2006, Dani 2007 og Norðmenn 2009. Allar þjóðirnar gáfu út stórar og viðmiklar skýrslur um málið og niðurstaðan var einhlít: Annað foreldrið á ekki að ráða því eitt hvort barn sé í sameiginlegri forsjá beggja, enda verður þá enginn vilji til sátta. Frumvarp þetta hlýtur að taka breytingum í meðförum þingsins og dómaraheimildin að fara inn aftur þar sem æðstu stofnanir Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa allar samþykkt ályktanir á síðustu árum um að dómarar á Íslandi eigi að hafa heimild að dæma sameiginlega forsjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Félag um foreldrajafnrétti harmar þær breytingar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lagt fram til breytinga á barnalögum. Frumvarpið var fullunnið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur, en þar var tekið nokkurt tillit til alþjóðlegrar þróunar á barnarétti og þeirra tillagna sem tvær stórar íslenskar nefndir um málið lögðu einróma til. Í frumvarpi Rögnu var lagt til að dómarar gætu dæmt foreldra til að fara sameiginlega með forsjá barns, teldu þeir það barni fyrir bestu. Allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa slíka heimild og engin þeirra hefur afnumið slíka heimild við endurmat í ljósi áratuga reynslu. Ákvæðið þykir setja niður deilur foreldra og auka sáttfýsi þeirra, enda ljóst að hvorugt þeirra fer sigurvisst í dómsal. Ögmundur hefur nú fellt út þessa dómaraheimild og geta þá íslenskir dómarar einungis dæmt öðru foreldrinu forsjá og þar með svipt hitt foreldrið forsjá barns. Þar með segir háttvirtur dómsmálaráðherra að hann beri ekki trausts til íslenskra dómara að dæma mildasta úrræðið þótt það sé barninu fyrir bestu. Þar sem frumvarpið var skrifað utan um dómaraheimildina verða fjölmargar aðrar breytingar algjörlega marklausar og frumvarpið í heild sinni til óþurftar. Ný sáttameðferðarúrræði fyrir tugi eða hundruð milljóna verður sóun á almannafé án dómaraheimildar. Öll merki eru um að Ögmundur sé að ganga erinda öfgahópa innan kvenréttindahreyfingarinnar sem ætíð hafa barist gegn öllum breytingum í átt að jafnrétti og almennri réttarstöðu íslenskra feðra og barna í það horf sem þekkist hjá nágrannaþjóðunum. Breytingar Ögmundar á áður vel unnu frumvarpi Rögnu eru dæmi um ömurlega stjórnsýslu þar sem lítill og einangraður hópur sérhagsmunaaðila virðist hafa náð fram óeðlilegum og víðtækum geðþóttabreytingum sem ganga á skjön við þverfaglegt mat sérfræðifólks. Þau rök Ögmundar að einhver hafi verið óánægður í Svíþjóð og hugsanlega eigi að skrifa skýrslu í Danmörku eru léttvæg, enda ljóst að í sifjamálum af þessu tagi verða aldrei allir sáttir. Horfa ber frekar til þess að þjóðþing allra þeirra landa sem við berum okkur saman við hafa á undanförnum 4-5 árum endurskoðað þessi mál með þingnefndum og mikilli sérfræðivinnu og komist að þeirri niðurstöðu að halda áfram með dómaraheimild. Má þar nefna Svía 2006, Dani 2007 og Norðmenn 2009. Allar þjóðirnar gáfu út stórar og viðmiklar skýrslur um málið og niðurstaðan var einhlít: Annað foreldrið á ekki að ráða því eitt hvort barn sé í sameiginlegri forsjá beggja, enda verður þá enginn vilji til sátta. Frumvarp þetta hlýtur að taka breytingum í meðförum þingsins og dómaraheimildin að fara inn aftur þar sem æðstu stofnanir Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa allar samþykkt ályktanir á síðustu árum um að dómarar á Íslandi eigi að hafa heimild að dæma sameiginlega forsjá.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar