Gjörbreytt frumvarp innanríkisráðherra vekur furðu 10. ágúst 2011 06:00 Félag um foreldrajafnrétti harmar þær breytingar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lagt fram til breytinga á barnalögum. Frumvarpið var fullunnið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur, en þar var tekið nokkurt tillit til alþjóðlegrar þróunar á barnarétti og þeirra tillagna sem tvær stórar íslenskar nefndir um málið lögðu einróma til. Í frumvarpi Rögnu var lagt til að dómarar gætu dæmt foreldra til að fara sameiginlega með forsjá barns, teldu þeir það barni fyrir bestu. Allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa slíka heimild og engin þeirra hefur afnumið slíka heimild við endurmat í ljósi áratuga reynslu. Ákvæðið þykir setja niður deilur foreldra og auka sáttfýsi þeirra, enda ljóst að hvorugt þeirra fer sigurvisst í dómsal. Ögmundur hefur nú fellt út þessa dómaraheimild og geta þá íslenskir dómarar einungis dæmt öðru foreldrinu forsjá og þar með svipt hitt foreldrið forsjá barns. Þar með segir háttvirtur dómsmálaráðherra að hann beri ekki trausts til íslenskra dómara að dæma mildasta úrræðið þótt það sé barninu fyrir bestu. Þar sem frumvarpið var skrifað utan um dómaraheimildina verða fjölmargar aðrar breytingar algjörlega marklausar og frumvarpið í heild sinni til óþurftar. Ný sáttameðferðarúrræði fyrir tugi eða hundruð milljóna verður sóun á almannafé án dómaraheimildar. Öll merki eru um að Ögmundur sé að ganga erinda öfgahópa innan kvenréttindahreyfingarinnar sem ætíð hafa barist gegn öllum breytingum í átt að jafnrétti og almennri réttarstöðu íslenskra feðra og barna í það horf sem þekkist hjá nágrannaþjóðunum. Breytingar Ögmundar á áður vel unnu frumvarpi Rögnu eru dæmi um ömurlega stjórnsýslu þar sem lítill og einangraður hópur sérhagsmunaaðila virðist hafa náð fram óeðlilegum og víðtækum geðþóttabreytingum sem ganga á skjön við þverfaglegt mat sérfræðifólks. Þau rök Ögmundar að einhver hafi verið óánægður í Svíþjóð og hugsanlega eigi að skrifa skýrslu í Danmörku eru léttvæg, enda ljóst að í sifjamálum af þessu tagi verða aldrei allir sáttir. Horfa ber frekar til þess að þjóðþing allra þeirra landa sem við berum okkur saman við hafa á undanförnum 4-5 árum endurskoðað þessi mál með þingnefndum og mikilli sérfræðivinnu og komist að þeirri niðurstöðu að halda áfram með dómaraheimild. Má þar nefna Svía 2006, Dani 2007 og Norðmenn 2009. Allar þjóðirnar gáfu út stórar og viðmiklar skýrslur um málið og niðurstaðan var einhlít: Annað foreldrið á ekki að ráða því eitt hvort barn sé í sameiginlegri forsjá beggja, enda verður þá enginn vilji til sátta. Frumvarp þetta hlýtur að taka breytingum í meðförum þingsins og dómaraheimildin að fara inn aftur þar sem æðstu stofnanir Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa allar samþykkt ályktanir á síðustu árum um að dómarar á Íslandi eigi að hafa heimild að dæma sameiginlega forsjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Félag um foreldrajafnrétti harmar þær breytingar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lagt fram til breytinga á barnalögum. Frumvarpið var fullunnið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur, en þar var tekið nokkurt tillit til alþjóðlegrar þróunar á barnarétti og þeirra tillagna sem tvær stórar íslenskar nefndir um málið lögðu einróma til. Í frumvarpi Rögnu var lagt til að dómarar gætu dæmt foreldra til að fara sameiginlega með forsjá barns, teldu þeir það barni fyrir bestu. Allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa slíka heimild og engin þeirra hefur afnumið slíka heimild við endurmat í ljósi áratuga reynslu. Ákvæðið þykir setja niður deilur foreldra og auka sáttfýsi þeirra, enda ljóst að hvorugt þeirra fer sigurvisst í dómsal. Ögmundur hefur nú fellt út þessa dómaraheimild og geta þá íslenskir dómarar einungis dæmt öðru foreldrinu forsjá og þar með svipt hitt foreldrið forsjá barns. Þar með segir háttvirtur dómsmálaráðherra að hann beri ekki trausts til íslenskra dómara að dæma mildasta úrræðið þótt það sé barninu fyrir bestu. Þar sem frumvarpið var skrifað utan um dómaraheimildina verða fjölmargar aðrar breytingar algjörlega marklausar og frumvarpið í heild sinni til óþurftar. Ný sáttameðferðarúrræði fyrir tugi eða hundruð milljóna verður sóun á almannafé án dómaraheimildar. Öll merki eru um að Ögmundur sé að ganga erinda öfgahópa innan kvenréttindahreyfingarinnar sem ætíð hafa barist gegn öllum breytingum í átt að jafnrétti og almennri réttarstöðu íslenskra feðra og barna í það horf sem þekkist hjá nágrannaþjóðunum. Breytingar Ögmundar á áður vel unnu frumvarpi Rögnu eru dæmi um ömurlega stjórnsýslu þar sem lítill og einangraður hópur sérhagsmunaaðila virðist hafa náð fram óeðlilegum og víðtækum geðþóttabreytingum sem ganga á skjön við þverfaglegt mat sérfræðifólks. Þau rök Ögmundar að einhver hafi verið óánægður í Svíþjóð og hugsanlega eigi að skrifa skýrslu í Danmörku eru léttvæg, enda ljóst að í sifjamálum af þessu tagi verða aldrei allir sáttir. Horfa ber frekar til þess að þjóðþing allra þeirra landa sem við berum okkur saman við hafa á undanförnum 4-5 árum endurskoðað þessi mál með þingnefndum og mikilli sérfræðivinnu og komist að þeirri niðurstöðu að halda áfram með dómaraheimild. Má þar nefna Svía 2006, Dani 2007 og Norðmenn 2009. Allar þjóðirnar gáfu út stórar og viðmiklar skýrslur um málið og niðurstaðan var einhlít: Annað foreldrið á ekki að ráða því eitt hvort barn sé í sameiginlegri forsjá beggja, enda verður þá enginn vilji til sátta. Frumvarp þetta hlýtur að taka breytingum í meðförum þingsins og dómaraheimildin að fara inn aftur þar sem æðstu stofnanir Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa allar samþykkt ályktanir á síðustu árum um að dómarar á Íslandi eigi að hafa heimild að dæma sameiginlega forsjá.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun