Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2025 09:02 Á hverju ári eftir Gleðigöngunni kemur upp spurningin „á BDSM fólk heima í göngunni?“ Í kjölfarið skapast gjarnan umræður þar sem BDSM er smættað niður í þrönga skilgreiningu sem einblínir á þær athafnir sem BDSM fólk gerir en skautar alveg fram hjá mögulegum vangaveltum um af hverju BDSM fólk gerir þessar athafnir og upplifun einstaklinga sem skilgreina sig sem BDSM hneigða er alfarið afskráð. Þessi afstaða byggir á misskilningi um að hinseginleiki geti aðeins verið kynhneigð eða kynvitund sem samfélagið samþykkir en raunveruleikinn er sá að hinseginleiki er víðari, róttækari og pólitískari en það. Hugtakið hinsegin nær yfir allt sem brýtur upp ríkjandi norm um kyn, kynhneigð, kynverund og tengsl. BDSM í gruninn snýst um óhefðbundin sambönd, valdaskipti, kynferðislega tjáningu og fjölbreytta nálgun á nánd og sjálfsmynd. Fyrir marga er BDSM mikilvæg sjálfstjáning og hluti af því hvernig fólk skilgreina sig sem einstaklinga fyrir utan hið hefðbundna. Það er með öðrum orðum að vera hinsegin. BDSM fólk hefur staðið í sinni réttindabaráttu líkt og aðrir hinsegin hópar. Við höfum þurft að berjast gegn sjúkdómsvæðingu og stimplun, gegn því að samþykkt kynferðisleg hegðun sé gerð refsiverð eða að fólk eigi ekki í hættu við að BDSM iðkun þeirra sé notuð gegn þeim í forræðisdeilum eða á atvinnu markaði. Landlæknir tók mikilvægt skref árið 2015 með því að afnema BDSM-hneigðir úr sjúkdómaskrá sem loks viðurkennir að fjölbreytni í kynverund og samböndum er ekki afbrigðileg, heldur mannleg. Gleðigangan sýnir fram á þessa fjölbreytni, hún stillir sér ekki upp með þeim sem ákveða hvað telst „viðeigandi“ hinseginleiki. Hún stendur með þeim sem hafa þurft að berjast fyrir tilverurétt sínum, líka þegar það fer út fyrir ramma þess sem samfélagið þykist geta samþykkt. BDSM er hinseginleiki. Ekki sem aukaatriði heldur sem sjálfstæð, gild og nauðsynleg rödd innan regnbogans. Höfundur er formaður BDSM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári eftir Gleðigöngunni kemur upp spurningin „á BDSM fólk heima í göngunni?“ Í kjölfarið skapast gjarnan umræður þar sem BDSM er smættað niður í þrönga skilgreiningu sem einblínir á þær athafnir sem BDSM fólk gerir en skautar alveg fram hjá mögulegum vangaveltum um af hverju BDSM fólk gerir þessar athafnir og upplifun einstaklinga sem skilgreina sig sem BDSM hneigða er alfarið afskráð. Þessi afstaða byggir á misskilningi um að hinseginleiki geti aðeins verið kynhneigð eða kynvitund sem samfélagið samþykkir en raunveruleikinn er sá að hinseginleiki er víðari, róttækari og pólitískari en það. Hugtakið hinsegin nær yfir allt sem brýtur upp ríkjandi norm um kyn, kynhneigð, kynverund og tengsl. BDSM í gruninn snýst um óhefðbundin sambönd, valdaskipti, kynferðislega tjáningu og fjölbreytta nálgun á nánd og sjálfsmynd. Fyrir marga er BDSM mikilvæg sjálfstjáning og hluti af því hvernig fólk skilgreina sig sem einstaklinga fyrir utan hið hefðbundna. Það er með öðrum orðum að vera hinsegin. BDSM fólk hefur staðið í sinni réttindabaráttu líkt og aðrir hinsegin hópar. Við höfum þurft að berjast gegn sjúkdómsvæðingu og stimplun, gegn því að samþykkt kynferðisleg hegðun sé gerð refsiverð eða að fólk eigi ekki í hættu við að BDSM iðkun þeirra sé notuð gegn þeim í forræðisdeilum eða á atvinnu markaði. Landlæknir tók mikilvægt skref árið 2015 með því að afnema BDSM-hneigðir úr sjúkdómaskrá sem loks viðurkennir að fjölbreytni í kynverund og samböndum er ekki afbrigðileg, heldur mannleg. Gleðigangan sýnir fram á þessa fjölbreytni, hún stillir sér ekki upp með þeim sem ákveða hvað telst „viðeigandi“ hinseginleiki. Hún stendur með þeim sem hafa þurft að berjast fyrir tilverurétt sínum, líka þegar það fer út fyrir ramma þess sem samfélagið þykist geta samþykkt. BDSM er hinseginleiki. Ekki sem aukaatriði heldur sem sjálfstæð, gild og nauðsynleg rödd innan regnbogans. Höfundur er formaður BDSM á Íslandi.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun