Fleiri fréttir

Brotalamir sem verður að laga

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Margir Vesturlandabúar trúa því að straumur flóttamanna þangað sé svo gríðarlegur að þeim stafi mikil ógn af því. Líklega telja margir að alla innflytjendur sé hægt að setja undir sama hatt, óháð aðstæðum þeirra. Hið rétta er að um áttatíu prósent flóttamanna heimsins eru í þróunarríkjum og þar er vandinn raunverulega mikill. Þau lönd eru ekki eins vel í stakk búin til að taka á móti fólki og veita því sómasamlegt líf á nýjum stað. Á Vesturlöndum, hvað sem öllum þrengingum líður, ætti að vera hægt að veita fleiri flóttamönnum tækifæri til betra lífs en nú er gert. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur beinlínis óskað eftir því við iðnríkin að þau taki á þessu ójafnvægi og þessum vanda.

Ferðast fram og til baka

Marta María Friðriksdóttir skrifar

Samgöngur eru merkilegt fyrirbæri. Seint um kvöld um miðja síðustu viku var mér skutlað út á Keflavíkurflugvöll á bíl sem gekk fyrir óhóflega dýru eldsneyti. Eftir að ég hafði tékkað inn, farið í gegnum öryggisskoðunina og ráfað stefnulaust um flugstöðina var haldið í flugvélina. Planið var að sofa alla leiðina til Kaupmannahafnar en sætisfélaginn var ekki á sömu skoðun.

Félagsráðgjafar hafa fengið nóg

Um miðjan júnímánuð felldu félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg samninga sem þeim voru boðnir með 75% greiddra atkvæða. Þessi grein er rituð í nafni starfandi félagsráðgjafa í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og verða í henni rakin sjónarmið þess hóps.

Þjófar á nóttu sem degi

Lýður Guðmundsson ritar grein í Fréttablaðið 6.7. um bankahrunið, kollsteypuna sem íslenskir fjárglæframenn áttu veg og vanda af: „Mikilvægasta rannsókn allra tíma. Lýður, sem er einn af þessum um það bil 30 fjárglæframönnum sem áttu hlut að máli, lítur yfir farinn veg og auðvitað er bankahrunið einhverjum illum öflum að kenna sem voru að rannsaka aðdragandann að bankahruninu. Grein Lýðs er dæmigert varnarhjal manns sem telur sig vera hafinn yfir allan vafa.

Upphrópanir úr Ráðhúsinu

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skrifar grein í Fréttablað gærdagsins um fjárhagsstöðu borgarinnar og meint slæleg vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar vegna fjárhagsáætlunargerðar. Greinin ber keim af þeim málflutningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa viðhaft í vetur, upphrópanir og upphlaup til að skapa óþarfan óróa meðal borgarbúa.

Rannsóknarnefndir og þrígreining ríkisvalds

Róbert R. Spanó skrifar

Við fráfall eins af dómþolum í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli hafa raddir heyrst um að nauðsynlegt sé að setja á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á málinu. Sá er þetta ritar hefur nokkra reynslu af störfum rannsóknarnefnda og kýs að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þágu upplýstrar umræðu af þessu tilefni.

Hjálpum. Núna.

Sameinuðu þjóðirnar hafa nú formlega lýst því yfir að hungursneyð ríki í Sómalíu. Í fréttum heyrum við af mestu þurrkum í 60 ár. Myndir berast af aðframkomnu fólki sem nú berst yfir landamærin til Eþíópíu og Keníu.

Ég man þig, mun þú mig

Sara McMahon skrifar

Það er svolítið skrýtið með minningar manns stundum. Ég tel mig hafa nokkuð gott minni, bæði skammtíma- og langtímaminni, en stundum hef ég komist að því að það sem ég man á lítið skylt við raunveruleikann.

Upplausn í Ráðhúsi Reykjavíkur

Kjartan Magnússon skrifar

Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum skiptir miklu máli að Reykjavíkurborg haldi þeirri sterku fjárhagslegu stöðu, sem byggð var upp á síðasta kjörtímabili undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Minnstu veikleikamerki geta hæglega rýrt traust borgarinnar gagnvart fjárfestum, en gott traust er forsenda þess að hún og fyrirtæki hennar geti sótt sér lánsfé á hagstæðum kjörum.

Rússagull

Þorvaldur Gylfason skrifar

Gengið gegn lífseigum fordómum

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Það virðist lífseigt viðhorf að þolandi kynbundins ofbeldis hafi með einhverjum hætti kallað sjálf(ur) yfir sig glæpinn og sé þannig í raun meðsek(ur) um hann. Jafnvel er þolandi kynferðisbrots í umræðu talinn hreinlega ábyrg(ur) fyrir brotinu vegna þess hvar hún var, hvenær, í hvaða ástandi og í hvaða fötum.

Hugsjón ESB

Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Vandi Evrópusambandsins í viðræðunum við Ísland er að efnahagslegir hagsmunir sambandsins eru engir en hugmyndafræðilegir þeim mun meiri. Hugmyndin um Evrópusamband er dýrmætasta eign sambandsins. Hennar vegna er vígbúnaður í lágmarki, skilvirkni atvinnulífs vaxandi, rannsóknir blómstra og aflið til þess að leysa vandamál svæða sem búa við skarðan hlut hefur aldrei verið meira.

Frábær veiði í Norðurá og Langá

Karl Lúðvíksson skrifar

Holl sem lauk veiðum þann 18. júlí í Norðurá fékk nálega 290 laxa á sex dögum. Áframhald er á góðri veiði hjá hollinu sem við tók.

Hægt að bjarga lífi barns

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Neyðin vegna þurrkanna í Austur-Afríku, þeirra mestu í áratugi, er gríðarleg. Milljónir manna, og stór hluti þeirra börn sem eru vannærð fyrir, líða þar hungur sem mun leiða til dauða ef ekkert verður að gert.

Þjóðaratkvæði um skipulagsmál

Bolli Héðinsson skrifar

Af einhverjum einkennilegum ástæðum dúkkar upp, nú um mitt sumar, umræðan um hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að fara eða vera.

Efling lýðræðisins

Kristinn Már Ársælsson skrifar

Í lýðræðisríkjum er almenningur handhafi valdsins. Þrátt fyrir það hefur valdið þjappast saman á hendur fárra á sviði stjórnmálanna og efnahagslífsins. Við berum ábyrgð á því og þurfum að taka til hendinni, efla og dýpka lýðræðið. Okkur ber í raun skylda til þess.

Orð hafa ábyrgð

Erla Sigurðardóttir skrifar

Í umræðunni, ekki síst þeirri sem fram fer á Facebook, vill bregða við blindri foringjatrú á dómstóla landsins. Öllu, smáu sem stóru, skal vísað til dómstóla, þeirra sömu sem í aðra röndina eru sakaðir um hlutdrægni, vanhæfi og klíkuskap. Það er rétt eins og aðrar stofnanir þjóðfélagsins, þar á meðal fjórða valdið, fjölmiðlarnir, beri enga ábyrgð og hafi engu hlutverki að gegna. Að vísu getur verið þægilegt að einblína á þess konar æðri máttarvöld og komast þannig hjá því að líta í eigin barm.

Rannsóknina þarf að rannsaka

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Skuggi Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur legið yfir í nærfellt fjóra áratugi. Þótt nærvera þess hafi ekki alltaf verið jafnsterk er þetta mál sem ekki hefur gleymst og ekki getur gleymst vegna þeirrar furðulegu og ömurlegu atburðarásar sem átti sér stað frá því að mönnum datt í hug að tengja saman tvö mannshvörf og búa til úr þeim eitt reyfarakennt glæpamál þar sem nokkur ungmenni sem að sönnu áttu sitt líf á jaðri samfélagsins voru gerð að aðalpersónum.

Landsbyggðin og Reykjavíkurvaldið

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Meðvitað eða ómeðvitað virðast býsna margir í höfuðborg landsins líta á landsbyggðarfólk eins og óðalsbændur litu á leiguliða sína. Endilega rækta landið, framleiða matvæli, taka vel á móti þéttbýlisaðlinum þegar hann er að sporta sig um landið í sumarfríinu, sem og laxveiðimönnum og hreindýraskyttum. Gott ef menn geta komið sér upp smáfyrirtækjum til að komast af. Krúttlegt að versla þar þegar drepið er niður fæti í plássinu í nokkra klukkutíma. Ekki má gleyma að baða sig dálítið í utanaðlærðri ást á ósnortinni náttúru.

Mismunun fóstra

Guðmundur Ármann Pétursson skrifar

Fluttar hafa verið fréttir af því upp á síðkastið að 99% kvenna í Danmörku fari í fóstureyðingu ef rannsókn sýnir að barnið muni fæðast með Downs–heilkenni. Samkvæmt frásögn yfirlæknis kvennadeildar Landspítalans eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem kjósa að ganga með á Íslandi ef þeir vita að fóstur er með Downs-heilkenni.

Akademísk aðskilnaðarstefna

Kristinn Már Ársælsson skrifar

Staða félags- og hugvísinda innan Háskóla Íslands er ekki góð. Raunar er staðan að mörgu leyti svo slæm að furðu sætir. Í meistararannsókn minni á valddreifingu og formgerð hins akademíska vettvangs kom m.a. í ljós að félags- og hugvísindamenn upplifa sig sem undirmálshóp innan akademíunnar. Hugvísindamönnum þótti sem þeir væru undir óeðlilegum kröfum raunvísindamanna um að stunda vísindi á ensku. Það er að stunda vísindi á forsendum raunvísindanna. Félagsvísindamönnum þótti sem þeir væru ekki metnir að verðleikum sem vísindamenn og sumir lýstu ástandinu jafnvel sem "akademískri aðskilnaðarstefnu milli félagsvísinda og raunvísinda.

Krumpaður löber á veisluborði

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Það vakti nokkra athygli þegar fregnir bárust af því að mögulega þyrfti að grípa til nýrrar gjaldtöku eða að hækka þau gjöld sem fyrir eru til að standa undir vegakerfi landsins. Í ljós hefur komið að í fyrsta skipti í háa herrans tíð stóðu gjöld af bílum og olíu undir vegaframkvæmdum. Og ástæðan kemur ekki til af góðu; skorið hefur verið ótæpilega niður í vegaframkvæmdum.

Hvað er það dýrmætasta sem við eigum?

Kjarabarátta leikskólakennara stendur nú sem hæst en lítið hefur mjakast í þeim efnum og stefnir í verkfall þann 22. ágúst næstkomandi. Barátta okkar fyrir mannsæmandi launum hefur fengið lítinn hljómgrunn á undanförnum árum en nú er staðan sú að leikskólakennarar hafa verið samningalausir frá árinu 2009 og hafa dregist verulega aftur úr viðmiðunarstéttum. Verkfall er ekki óskastaða og við gerum okkur grein fyrir því að það mun fyrst og fremst bitna á þeim sem síst skyldi, þ.e. börnum og fjölskyldum þeirra.

Einn Íslendingur fellur í valinn á hverjum degi

Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifar

Reykingar eru ein mesta ógn nútímans við heilbrigði fólks. Tóbaksnotkun veldur ýmsum sjúkdómum sem skerða lífsgæði einstaklinga verulega, leiða til fötlunar og ótímabærs dauða. Notkun tóbaks er jafnframt ein af aðaldánarorsökum á heimsvísu. Fyrir rúmum 50 árum var fyrst sýnt fram á skaðsemi reykinga í langtímarannsókn. Síðan þá hafa margar rannsóknir sýnt fram á skaðsemi reykinga, bæði fyrir reykingamanninn sjálfan og þá sem eru í óbeinum reykingum.

Lýðurinn svarar

Lýður Árnason skrifar

Félagi minn í stjórnlagaráði, Pawel Bartoszek, hefur gert grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi beint lýðræði. Tiltekur hann þá möguleika að stjórnmálamenn geti með múgspurningum firrt sig ábyrgð, styrkt eigin málefnastöðu eða búið til fleiri valkosti undir yfirskini lýðræðisástar. Vissulega er þetta rétt og óhjákvæmilegur hluti beins lýðræðis.

Er ESB betra en EES?

Baldur Þórhallsson skrifar

Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að andstæðingar aðildar Íslands að ESB keppast við að lofsyngja EES-samninginn. Í þessu er nokkur þversögn.

Útilegumaður deyr

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Andlát Sævars Ciesielski táknar ekki endalok Geirfinns- og Guðmundarmála. Málinu lauk ekki þegar Sævar og nokkur önnur ungmenni játuðu á sig sakir – alls konar sakir, allar þær sakir sem þeim var gert að játa og meira til svo að úr varð ein allsherjar játningaflækja sem þýskur lögreglumaður á eftirlaunum var látinn greiða úr. Málinu lauk ekki heldur þegar þau voru dæmd og því lauk ekki þegar þau voru búin að afplána dóminn: þessu máli lýkur ekki fyrr en það verður tekið upp á ný af réttbærum yfirvöldum og það leitt til lykta á þann hátt að íslenskt samfélag geti horfst í augu við sjálft sig og sagt, áminnt um sannsögli, að þessir tilteknu þegnar þess hafi loksins fengið réttláta málsmeðferð.

Berndskir leikhústöfrar

Gerður Kristný skrifar

Ekki man ég eftir því að söfn hafi verið jafnskemmtileg þegar ég var krakki og þau eru nú. Það mátti ekkert snerta og síst af öllu leika sér með neitt. Þótt vissulega sé enn ætlast til þess að safngestir virði sýningarmuni má til dæmis bregða sér í búninga og handleika sverð á Minjasafninu á Akureyri og á Smámunasafninu í Eyjafirði er sérstakt dótahorn fyrir krakka sem sýna uppröðun blýantsstubba takmarkaðan áhuga. Eitt nýjasta safnið hér á landi eru Brúðuheimar í Borgarnesi sem þýski brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik stendur á bak við og þar er eins gott að hafa tímann fyrir sér, enda nóg að sjá.

Velferð dýra í fyrirrúmi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Drög að nýju frumvarpi til laga um velferð dýra, sem Fréttablaðið hefur sagt frá, taka á mörgum gloppum í núverandi löggjöf og margs konar vanrækslu og illri meðferð á dýrum sem því miður viðgengst í samfélagi okkar, sem á þó að heita siðað.

Högg á versta tíma

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Frá því að jökulhlaupið eyðilagði brúna yfir Múlakvísl hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að gera nýja brú og þar með lágmarka tjón ferðaþjónustunnar á Suðausturlandi. Þetta er fagnaðarefni. Vegagerðin, lögregla, björgunarsveitir og aðrir sem hafa komið að verkinu hafa staðið sig með mikilli prýði en margir þeirra voru kallaðir heim úr fríum.

Nördarnir eru framtíðin

Ólafur Stephensen skrifar

Formenn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins, þeir Vilmundur Jósefsson og Helgi Magnússon, ásamt Jürgen Thumann, formanni Businesseurope, samtaka atvinnulífsins í Evrópu, skrifuðu grein hér í blaðið í fyrradag þar sem þeir vöktu athygli á skorti á tæknimenntuðu fólki á evrópskum vinnumarkaði. Þeir vitna til nýrrar könnunar á vegum Businesseurope, þar sem fram kemur að skortur á fólki með tækni- og vísindaþekkingu geti orðið einn helzti dragbíturinn á hagvöxt og framfarir í álfunni á komandi árum.

Vörnin

Finnskum bændum hefur fækkað eftir aðild að ESB. Á sama tíma hefur íslenskum bændum fækkað í sömu hlutföllum. Þessi þróun er fyrst og fremst vísbending um að í báðum löndum hefur orðið óhjákvæmileg framleiðniaukning.

Vandinn við ofuraðgát

Einstaklingi sem það vill er í lófa lagið að loka sig inni á heimili sínu og hætta sér ekki út. Hann getur bólstrað oddhvöss horn, fjarlægt brothætt gler af heimilinu og almennt hagað lífi sínu þannig að ekkert nema reiði guðs geti hent hann. Það kostar peninga en ekki mjög mikla.

Sektum sóðana

Samkvæmt nýjum lögum, sem tóku gildi í Svíþjóð fyrir nokkrum dögum, má lögreglan sekta fólk á staðnum fyrir að fleygja rusli. Sá sem fleygir til dæmis bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði má gera ráð fyrir að punga út 800 sænskum krónum, hátt í fimmtán þúsund íslenzkum, þar og þá.

Sjá næstu 50 greinar