Lýðurinn svarar Lýður Árnason skrifar 19. júlí 2011 06:00 Félagi minn í stjórnlagaráði, Pawel Bartoszek, hefur gert grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi beint lýðræði. Tiltekur hann þá möguleika að stjórnmálamenn geti með múgspurningum firrt sig ábyrgð, styrkt eigin málefnastöðu eða búið til fleiri valkosti undir yfirskini lýðræðisástar. Vissulega er þetta rétt og óhjákvæmilegur hluti beins lýðræðis. Ég vil hinsvegar ámálga þá hlið þessa fyrirbæris sem að mínum dómi er miklu stærri og vigtarmeiri. Með beinu lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum er sá réttur færður til fólksins að hafa áhrif á eigin mál. Að ákveðið hlutfall kosningabærra manna geti með samstillingu skotið máli í þjóðardóm er nýlunda í íslenzkri þjóðskipan. Með þessu er opnað fyrir beina þátttöku almennings í stjórnmálum. Innleiðing stjórnlagaráðs á beinu lýðræði er ekki bara vegna þeirrar sýnar sem við blasir í baksýnisspeglinum heldur er þetta einnig hugsað sem skref í framþróun lýðræðisins þar sem þegnarnir hafa sinn eigin málskotsrétt. Þjóðaratkvæðagreiðslur, ekki sízt sprottnar af þessum meiði, ættu að minni hyggju ávallt að vera bindandi. Annars gefa þær stjórnmálamönnum sjálfsvald í túlkun ásamt því að letja frumkvæðið sjálft. Ekki sjá allir ljósið í beinu lýðræði og telja fulltrúalýðræðið nægjanlegt, þ.e. að lýðræðislega kjörið þing haldi eitt og óstutt um stjórnartaumana. Í sumum þjóðfélögum á þetta við en Ísland er sannlega ekki í þeim hópi. Alþingi Íslendinga nýtur lítils trausts og verðskuldar aðhald almennings. Vil því ítreka það sjónarmið að beint lýðræði ætti fremur að skoðast frá sjónarhóli utanþingsmanna en innanþings, beint lýðræði er verkfæri þjóðar til að bregðast við afvegaleiddu þingi. Margir segja beint lýðræði innibera hættu á samþykki vafasamra mála. Hvað eru vafasöm mál? Er það aðskilnaður ríkis og kirkju, kvótinn,lög um fjármálamarkað, viðurlög við stjórnarskrárbrotum, vegtollar eða flugvallarflutningur? Minni á að lýðræði er að tryggja farveg, ekki sorteringu á málum né útkomu. Beint lýðræði er ekkert annað en yfirlýsing þjóðar þess efnis að hún treysti sjálfri sér. Það er mín skoðun að fulltrúalýðræði og beint lýðræði fari vel saman og treysti stjórnarfar. Fulltrúalýðræði er stofugangur frambjóðenda á fjögurra ára fresti þar sem kjósenda er vitjað. Beint lýðræði er eftirgangur kjósenda á vilyrðum frambjóðendanna. Samspil sem gengur prýðilega upp. Að lokum þetta: Múgspurningar eiga fullan rétt á sér í þjóðfélögum sem kenna sig við lýðræði. Múgspurning er aftur á móti ljótt orð og mæli ég frekar með Lýðspurning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Félagi minn í stjórnlagaráði, Pawel Bartoszek, hefur gert grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi beint lýðræði. Tiltekur hann þá möguleika að stjórnmálamenn geti með múgspurningum firrt sig ábyrgð, styrkt eigin málefnastöðu eða búið til fleiri valkosti undir yfirskini lýðræðisástar. Vissulega er þetta rétt og óhjákvæmilegur hluti beins lýðræðis. Ég vil hinsvegar ámálga þá hlið þessa fyrirbæris sem að mínum dómi er miklu stærri og vigtarmeiri. Með beinu lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum er sá réttur færður til fólksins að hafa áhrif á eigin mál. Að ákveðið hlutfall kosningabærra manna geti með samstillingu skotið máli í þjóðardóm er nýlunda í íslenzkri þjóðskipan. Með þessu er opnað fyrir beina þátttöku almennings í stjórnmálum. Innleiðing stjórnlagaráðs á beinu lýðræði er ekki bara vegna þeirrar sýnar sem við blasir í baksýnisspeglinum heldur er þetta einnig hugsað sem skref í framþróun lýðræðisins þar sem þegnarnir hafa sinn eigin málskotsrétt. Þjóðaratkvæðagreiðslur, ekki sízt sprottnar af þessum meiði, ættu að minni hyggju ávallt að vera bindandi. Annars gefa þær stjórnmálamönnum sjálfsvald í túlkun ásamt því að letja frumkvæðið sjálft. Ekki sjá allir ljósið í beinu lýðræði og telja fulltrúalýðræðið nægjanlegt, þ.e. að lýðræðislega kjörið þing haldi eitt og óstutt um stjórnartaumana. Í sumum þjóðfélögum á þetta við en Ísland er sannlega ekki í þeim hópi. Alþingi Íslendinga nýtur lítils trausts og verðskuldar aðhald almennings. Vil því ítreka það sjónarmið að beint lýðræði ætti fremur að skoðast frá sjónarhóli utanþingsmanna en innanþings, beint lýðræði er verkfæri þjóðar til að bregðast við afvegaleiddu þingi. Margir segja beint lýðræði innibera hættu á samþykki vafasamra mála. Hvað eru vafasöm mál? Er það aðskilnaður ríkis og kirkju, kvótinn,lög um fjármálamarkað, viðurlög við stjórnarskrárbrotum, vegtollar eða flugvallarflutningur? Minni á að lýðræði er að tryggja farveg, ekki sorteringu á málum né útkomu. Beint lýðræði er ekkert annað en yfirlýsing þjóðar þess efnis að hún treysti sjálfri sér. Það er mín skoðun að fulltrúalýðræði og beint lýðræði fari vel saman og treysti stjórnarfar. Fulltrúalýðræði er stofugangur frambjóðenda á fjögurra ára fresti þar sem kjósenda er vitjað. Beint lýðræði er eftirgangur kjósenda á vilyrðum frambjóðendanna. Samspil sem gengur prýðilega upp. Að lokum þetta: Múgspurningar eiga fullan rétt á sér í þjóðfélögum sem kenna sig við lýðræði. Múgspurning er aftur á móti ljótt orð og mæli ég frekar með Lýðspurning.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar