Lýðurinn svarar Lýður Árnason skrifar 19. júlí 2011 06:00 Félagi minn í stjórnlagaráði, Pawel Bartoszek, hefur gert grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi beint lýðræði. Tiltekur hann þá möguleika að stjórnmálamenn geti með múgspurningum firrt sig ábyrgð, styrkt eigin málefnastöðu eða búið til fleiri valkosti undir yfirskini lýðræðisástar. Vissulega er þetta rétt og óhjákvæmilegur hluti beins lýðræðis. Ég vil hinsvegar ámálga þá hlið þessa fyrirbæris sem að mínum dómi er miklu stærri og vigtarmeiri. Með beinu lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum er sá réttur færður til fólksins að hafa áhrif á eigin mál. Að ákveðið hlutfall kosningabærra manna geti með samstillingu skotið máli í þjóðardóm er nýlunda í íslenzkri þjóðskipan. Með þessu er opnað fyrir beina þátttöku almennings í stjórnmálum. Innleiðing stjórnlagaráðs á beinu lýðræði er ekki bara vegna þeirrar sýnar sem við blasir í baksýnisspeglinum heldur er þetta einnig hugsað sem skref í framþróun lýðræðisins þar sem þegnarnir hafa sinn eigin málskotsrétt. Þjóðaratkvæðagreiðslur, ekki sízt sprottnar af þessum meiði, ættu að minni hyggju ávallt að vera bindandi. Annars gefa þær stjórnmálamönnum sjálfsvald í túlkun ásamt því að letja frumkvæðið sjálft. Ekki sjá allir ljósið í beinu lýðræði og telja fulltrúalýðræðið nægjanlegt, þ.e. að lýðræðislega kjörið þing haldi eitt og óstutt um stjórnartaumana. Í sumum þjóðfélögum á þetta við en Ísland er sannlega ekki í þeim hópi. Alþingi Íslendinga nýtur lítils trausts og verðskuldar aðhald almennings. Vil því ítreka það sjónarmið að beint lýðræði ætti fremur að skoðast frá sjónarhóli utanþingsmanna en innanþings, beint lýðræði er verkfæri þjóðar til að bregðast við afvegaleiddu þingi. Margir segja beint lýðræði innibera hættu á samþykki vafasamra mála. Hvað eru vafasöm mál? Er það aðskilnaður ríkis og kirkju, kvótinn,lög um fjármálamarkað, viðurlög við stjórnarskrárbrotum, vegtollar eða flugvallarflutningur? Minni á að lýðræði er að tryggja farveg, ekki sorteringu á málum né útkomu. Beint lýðræði er ekkert annað en yfirlýsing þjóðar þess efnis að hún treysti sjálfri sér. Það er mín skoðun að fulltrúalýðræði og beint lýðræði fari vel saman og treysti stjórnarfar. Fulltrúalýðræði er stofugangur frambjóðenda á fjögurra ára fresti þar sem kjósenda er vitjað. Beint lýðræði er eftirgangur kjósenda á vilyrðum frambjóðendanna. Samspil sem gengur prýðilega upp. Að lokum þetta: Múgspurningar eiga fullan rétt á sér í þjóðfélögum sem kenna sig við lýðræði. Múgspurning er aftur á móti ljótt orð og mæli ég frekar með Lýðspurning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Félagi minn í stjórnlagaráði, Pawel Bartoszek, hefur gert grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi beint lýðræði. Tiltekur hann þá möguleika að stjórnmálamenn geti með múgspurningum firrt sig ábyrgð, styrkt eigin málefnastöðu eða búið til fleiri valkosti undir yfirskini lýðræðisástar. Vissulega er þetta rétt og óhjákvæmilegur hluti beins lýðræðis. Ég vil hinsvegar ámálga þá hlið þessa fyrirbæris sem að mínum dómi er miklu stærri og vigtarmeiri. Með beinu lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum er sá réttur færður til fólksins að hafa áhrif á eigin mál. Að ákveðið hlutfall kosningabærra manna geti með samstillingu skotið máli í þjóðardóm er nýlunda í íslenzkri þjóðskipan. Með þessu er opnað fyrir beina þátttöku almennings í stjórnmálum. Innleiðing stjórnlagaráðs á beinu lýðræði er ekki bara vegna þeirrar sýnar sem við blasir í baksýnisspeglinum heldur er þetta einnig hugsað sem skref í framþróun lýðræðisins þar sem þegnarnir hafa sinn eigin málskotsrétt. Þjóðaratkvæðagreiðslur, ekki sízt sprottnar af þessum meiði, ættu að minni hyggju ávallt að vera bindandi. Annars gefa þær stjórnmálamönnum sjálfsvald í túlkun ásamt því að letja frumkvæðið sjálft. Ekki sjá allir ljósið í beinu lýðræði og telja fulltrúalýðræðið nægjanlegt, þ.e. að lýðræðislega kjörið þing haldi eitt og óstutt um stjórnartaumana. Í sumum þjóðfélögum á þetta við en Ísland er sannlega ekki í þeim hópi. Alþingi Íslendinga nýtur lítils trausts og verðskuldar aðhald almennings. Vil því ítreka það sjónarmið að beint lýðræði ætti fremur að skoðast frá sjónarhóli utanþingsmanna en innanþings, beint lýðræði er verkfæri þjóðar til að bregðast við afvegaleiddu þingi. Margir segja beint lýðræði innibera hættu á samþykki vafasamra mála. Hvað eru vafasöm mál? Er það aðskilnaður ríkis og kirkju, kvótinn,lög um fjármálamarkað, viðurlög við stjórnarskrárbrotum, vegtollar eða flugvallarflutningur? Minni á að lýðræði er að tryggja farveg, ekki sorteringu á málum né útkomu. Beint lýðræði er ekkert annað en yfirlýsing þjóðar þess efnis að hún treysti sjálfri sér. Það er mín skoðun að fulltrúalýðræði og beint lýðræði fari vel saman og treysti stjórnarfar. Fulltrúalýðræði er stofugangur frambjóðenda á fjögurra ára fresti þar sem kjósenda er vitjað. Beint lýðræði er eftirgangur kjósenda á vilyrðum frambjóðendanna. Samspil sem gengur prýðilega upp. Að lokum þetta: Múgspurningar eiga fullan rétt á sér í þjóðfélögum sem kenna sig við lýðræði. Múgspurning er aftur á móti ljótt orð og mæli ég frekar með Lýðspurning.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun