Högg á versta tíma Sigríður Dögg Guðmundsdóttir skrifar 18. júlí 2011 06:00 Frá því að jökulhlaupið eyðilagði brúna yfir Múlakvísl hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að gera nýja brú og þar með lágmarka tjón ferðaþjónustunnar á Suðausturlandi. Þetta er fagnaðarefni. Vegagerðin, lögregla, björgunarsveitir og aðrir sem hafa komið að verkinu hafa staðið sig með mikilli prýði en margir þeirra voru kallaðir heim úr fríum. Hálf milljón ferðamanna kom til Íslands 2010. Gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar eru fimmtungur af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins og er ferðaþjónustan orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Þarna á bak við eru þúsundir einstaklinga sem eiga raunverulegra hagsmuna að gæta. Vart hefur orðið í umræðunni við þau sjónarmið að ferðaþjónustan hafi gert of mikið úr tapi vegna rofs hringvegarins og gengið of hart fram í kröfum um aðgerðir til að tryggja samgöngur. Athuga verður að mikið var undir fyrir fyrirtæki á svæðinu enda sumarið háannatími í ferðaþjónustunni og júlí langstærsti mánuðurinn. Hver tapaður dagur hefur miklu meiri áhrif en ef slíkt gerðist um hávetur. Ferðaþjónustufyrirtæki vinna í haginn fyrir sumarið og er það mikið áfall ef sá tími nýtist ekki. Það var því ekki úr lausu lofti gripið að tjónið kynni að nema tugum eða hundruðum milljóna. Samkvæmt tölum frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði myndi 10% fækkun ferðamanna í júlí leiða til 100 milljóna tekjuskerðingar fyrir ferðaþjónustuaðila og önnur fyrirtæki í Hornafirði. Ferðaþjónustufyrirtæki eru flest smá í sniðum, oft einyrkjastarfsemi eða fyrirtæki með fáa starfsmenn. Rekstrartap vegna náttúruhamfara er allajafna ekki bætt, þar sem fyrirvarar eru gerðir við slíkt af hálfu tryggingarfélaga. Þarna er um að ræða raunverulegt fólk sem missir tekjur þegar það síst má við. Hvert umfang tapsins var á eftir að koma í ljós en við blasir að það var lífsspursmál fyrir fyrirtæki á svæðinu að brugðist yrði hratt við, eins og gert var. Hringvegurinn er lífæð ferðaþjónustu á landsbyggðinni og gríðarlegt hagsmunamál að hann sé opinn. Það er aldrei hægt að fyrirbyggja náttúruhamfarir á borð við þær sem hafa riðið í ár og í fyrra, en mikilvægt að í slíkum tilfellum séu viðbrögðin fumlaus, allir vinni samhent að því að lágmarka skaðann og samhugur ríki um þá miklu hagsmuni sem um er að tefla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Frá því að jökulhlaupið eyðilagði brúna yfir Múlakvísl hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að gera nýja brú og þar með lágmarka tjón ferðaþjónustunnar á Suðausturlandi. Þetta er fagnaðarefni. Vegagerðin, lögregla, björgunarsveitir og aðrir sem hafa komið að verkinu hafa staðið sig með mikilli prýði en margir þeirra voru kallaðir heim úr fríum. Hálf milljón ferðamanna kom til Íslands 2010. Gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar eru fimmtungur af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins og er ferðaþjónustan orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Þarna á bak við eru þúsundir einstaklinga sem eiga raunverulegra hagsmuna að gæta. Vart hefur orðið í umræðunni við þau sjónarmið að ferðaþjónustan hafi gert of mikið úr tapi vegna rofs hringvegarins og gengið of hart fram í kröfum um aðgerðir til að tryggja samgöngur. Athuga verður að mikið var undir fyrir fyrirtæki á svæðinu enda sumarið háannatími í ferðaþjónustunni og júlí langstærsti mánuðurinn. Hver tapaður dagur hefur miklu meiri áhrif en ef slíkt gerðist um hávetur. Ferðaþjónustufyrirtæki vinna í haginn fyrir sumarið og er það mikið áfall ef sá tími nýtist ekki. Það var því ekki úr lausu lofti gripið að tjónið kynni að nema tugum eða hundruðum milljóna. Samkvæmt tölum frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði myndi 10% fækkun ferðamanna í júlí leiða til 100 milljóna tekjuskerðingar fyrir ferðaþjónustuaðila og önnur fyrirtæki í Hornafirði. Ferðaþjónustufyrirtæki eru flest smá í sniðum, oft einyrkjastarfsemi eða fyrirtæki með fáa starfsmenn. Rekstrartap vegna náttúruhamfara er allajafna ekki bætt, þar sem fyrirvarar eru gerðir við slíkt af hálfu tryggingarfélaga. Þarna er um að ræða raunverulegt fólk sem missir tekjur þegar það síst má við. Hvert umfang tapsins var á eftir að koma í ljós en við blasir að það var lífsspursmál fyrir fyrirtæki á svæðinu að brugðist yrði hratt við, eins og gert var. Hringvegurinn er lífæð ferðaþjónustu á landsbyggðinni og gríðarlegt hagsmunamál að hann sé opinn. Það er aldrei hægt að fyrirbyggja náttúruhamfarir á borð við þær sem hafa riðið í ár og í fyrra, en mikilvægt að í slíkum tilfellum séu viðbrögðin fumlaus, allir vinni samhent að því að lágmarka skaðann og samhugur ríki um þá miklu hagsmuni sem um er að tefla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar