Skoðun

Frábær veiði í Norðurá og Langá

Karl Lúðvíksson skrifar
Holl sem lauk veiðum þann 18. júlí í Norðurá fékk nálega 290 laxa á sex dögum. Áframhald er á góðri veiði hjá hollinu sem við tók.

Miklar göngur hafa verið í Norðurá frá því að stórstreymt var um liðna helgi og standa enn! Virðist því vera sem þær séu einfaldlega mun seinna á ferðinni þetta árið, en til samanburðar þá var göngum að mestu lokið um miðjan júlí í fyrra.

Í Langá hefur einnig verið frábær veiði. Gærdagurinn gaf á sjötta tuginn og var það þriðji dagurinn í röð þar sem að dagsaflinn fór yfir 50 laxa. Þar er einnig mikið af laxi að ganga og útlitið gott því vatnsmiðlunin í Langavatni er full.

Birt með góðfúslegu leyfi SVFR






Skoðun

Sjá meira


×