Akademísk aðskilnaðarstefna Kristinn Már Ársælsson skrifar 19. júlí 2011 06:00 Greinin birtist áður 9. júlí en er nú endurbirt með grafinu. Staða félags- og hugvísinda innan Háskóla Íslands er ekki góð. Raunar er staðan að mörgu leyti svo slæm að furðu sætir. Í meistararannsókn minni á valddreifingu og formgerð hins akademíska vettvangs kom m.a. í ljós að félags- og hugvísindamenn upplifa sig sem undirmálshóp innan akademíunnar. Hugvísindamönnum þótti sem þeir væru undir óeðlilegum kröfum raunvísindamanna um að stunda vísindi á ensku. Það er að stunda vísindi á forsendum raunvísindanna. Félagsvísindamönnum þótti sem þeir væru ekki metnir að verðleikum sem vísindamenn og sumir lýstu ástandinu jafnvel sem „akademískri aðskilnaðarstefnu milli félagsvísinda og raunvísinda. Ástæða þess að félags- og hugvísindamenn upplifa stöðu sína gagnvart raun- og læknavísindum sem óréttláta byggir á ójafnri stöðu greinanna innan skólans. Hlutfall nemenda á fastráðna kennara er einn þeirra mælikvarða sem notaðir eru til að meta gæði háskóla víða um heim. Mælikvarðinn metur hversu mikið ráðrúm hver kennari hefur fyrir nemendur sína og sömuleiðis í rannsóknir. Vísindamaður sem ber ábyrgð á níu nemendum getur betur sinnt þeim og sínum eigin rannsóknum en sá sem ber ábyrgð á rúmlega fjörutíu nemendum. Þeir skólar sem stæra sig af góðum gæðum hvað þetta hlutfall varðar eru með tíu nemendur eða færri á hvern fastráðinn kennara. Meðaltalshlutfallið fyrir HÍ er nú rúmlega tvisvar sinnum það, eða 23 nemendur á hvern kennara. Hlutfallið var fjórtán nemendur á kennara árið 1994 og hefur snarversnað síðan þá. Meðaltalið segir hins vegar ekki alla söguna því talsverður breytileiki er milli vísindagreina innan HÍ hvað þetta varðar eins og sjá má á línuritinu. Nemendum á kennara hefur fjölgað í hugvísindum en þó sérstaklega félagsvísindum frá árinu 1994 á sama tíma og hlutfallið hefur staðið í stað í raun- og læknavísindum. Á þessu tímabili fjölgaði nemendum en þó í samræmi við væntingar sé litið til hlutfallslegrar fjölgunar í gegnum söguna og þróunar í öðrum löndum. Þessari aukningu nemenda var augljóslega ekki mætt með fjármagni til þess að viðhalda þeim gæðum sem voru árið 1994 og félags- og hugvísindi tóku á sig fall í gæðum til að þeim mætti viðhalda í raun- og læknavísindum. Nemendur á kennara í félagsvísindum eru nú yfir 50 en hafa haldist í kringum tíu í raun- og læknavísindum.Stundum er því haldið fram af raunvísindafólki að kennsla í félags- og hugvísindum byggist á öðrum forsendum en í þeirra eigin greinum. Það vill þannig til að þekking á kennslu og þekkingarmiðlun er mest innan félagsvísinda, nánar tiltekið kennslufræða, og samkvæmt þeim eru forsendur góðrar kennslu áþekkar milli greina. Og þetta vita allir góðir kennarar og vísindamenn. Vísindin læra menn með því að framkvæma vísindi í frjóu og metnaðarfullu akademísku umhverfi og síðast en ekki síst með því að eiga í samræðu við aðra vísindamenn. Verklegir tímar eru nauðsynlegir í öllum vísindagreinum. Ástæðan fyrir því að félags- og hugvísindi fá ekki nema brot af því fjármagni sem rennur til raun- og læknavísinda er sú að þau njóta ekki réttmætrar virðingar, þau hafa ekki sama akademíska vald og raun- og læknavísindin. Félags- og hugvísindi eru ekki annars flokks og þessa mismunun þarf að leiðrétta án tafar. Réttast væri að greidd væri sama fjárhæð til kennslu með öllum háskólanemum en sérstaklega fyrir tækjabúnað. Tryggja þarf öllum nemendum samsvarandi gæði kennslu. Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra bera ábyrgð á því að tryggja hug- og félagsvísindum ásættanlegar aðstæður til jafns við aðrar vísindagreinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Greinin birtist áður 9. júlí en er nú endurbirt með grafinu. Staða félags- og hugvísinda innan Háskóla Íslands er ekki góð. Raunar er staðan að mörgu leyti svo slæm að furðu sætir. Í meistararannsókn minni á valddreifingu og formgerð hins akademíska vettvangs kom m.a. í ljós að félags- og hugvísindamenn upplifa sig sem undirmálshóp innan akademíunnar. Hugvísindamönnum þótti sem þeir væru undir óeðlilegum kröfum raunvísindamanna um að stunda vísindi á ensku. Það er að stunda vísindi á forsendum raunvísindanna. Félagsvísindamönnum þótti sem þeir væru ekki metnir að verðleikum sem vísindamenn og sumir lýstu ástandinu jafnvel sem „akademískri aðskilnaðarstefnu milli félagsvísinda og raunvísinda. Ástæða þess að félags- og hugvísindamenn upplifa stöðu sína gagnvart raun- og læknavísindum sem óréttláta byggir á ójafnri stöðu greinanna innan skólans. Hlutfall nemenda á fastráðna kennara er einn þeirra mælikvarða sem notaðir eru til að meta gæði háskóla víða um heim. Mælikvarðinn metur hversu mikið ráðrúm hver kennari hefur fyrir nemendur sína og sömuleiðis í rannsóknir. Vísindamaður sem ber ábyrgð á níu nemendum getur betur sinnt þeim og sínum eigin rannsóknum en sá sem ber ábyrgð á rúmlega fjörutíu nemendum. Þeir skólar sem stæra sig af góðum gæðum hvað þetta hlutfall varðar eru með tíu nemendur eða færri á hvern fastráðinn kennara. Meðaltalshlutfallið fyrir HÍ er nú rúmlega tvisvar sinnum það, eða 23 nemendur á hvern kennara. Hlutfallið var fjórtán nemendur á kennara árið 1994 og hefur snarversnað síðan þá. Meðaltalið segir hins vegar ekki alla söguna því talsverður breytileiki er milli vísindagreina innan HÍ hvað þetta varðar eins og sjá má á línuritinu. Nemendum á kennara hefur fjölgað í hugvísindum en þó sérstaklega félagsvísindum frá árinu 1994 á sama tíma og hlutfallið hefur staðið í stað í raun- og læknavísindum. Á þessu tímabili fjölgaði nemendum en þó í samræmi við væntingar sé litið til hlutfallslegrar fjölgunar í gegnum söguna og þróunar í öðrum löndum. Þessari aukningu nemenda var augljóslega ekki mætt með fjármagni til þess að viðhalda þeim gæðum sem voru árið 1994 og félags- og hugvísindi tóku á sig fall í gæðum til að þeim mætti viðhalda í raun- og læknavísindum. Nemendur á kennara í félagsvísindum eru nú yfir 50 en hafa haldist í kringum tíu í raun- og læknavísindum.Stundum er því haldið fram af raunvísindafólki að kennsla í félags- og hugvísindum byggist á öðrum forsendum en í þeirra eigin greinum. Það vill þannig til að þekking á kennslu og þekkingarmiðlun er mest innan félagsvísinda, nánar tiltekið kennslufræða, og samkvæmt þeim eru forsendur góðrar kennslu áþekkar milli greina. Og þetta vita allir góðir kennarar og vísindamenn. Vísindin læra menn með því að framkvæma vísindi í frjóu og metnaðarfullu akademísku umhverfi og síðast en ekki síst með því að eiga í samræðu við aðra vísindamenn. Verklegir tímar eru nauðsynlegir í öllum vísindagreinum. Ástæðan fyrir því að félags- og hugvísindi fá ekki nema brot af því fjármagni sem rennur til raun- og læknavísinda er sú að þau njóta ekki réttmætrar virðingar, þau hafa ekki sama akademíska vald og raun- og læknavísindin. Félags- og hugvísindi eru ekki annars flokks og þessa mismunun þarf að leiðrétta án tafar. Réttast væri að greidd væri sama fjárhæð til kennslu með öllum háskólanemum en sérstaklega fyrir tækjabúnað. Tryggja þarf öllum nemendum samsvarandi gæði kennslu. Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra bera ábyrgð á því að tryggja hug- og félagsvísindum ásættanlegar aðstæður til jafns við aðrar vísindagreinar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun