Akademísk aðskilnaðarstefna Kristinn Már Ársælsson skrifar 19. júlí 2011 06:00 Greinin birtist áður 9. júlí en er nú endurbirt með grafinu. Staða félags- og hugvísinda innan Háskóla Íslands er ekki góð. Raunar er staðan að mörgu leyti svo slæm að furðu sætir. Í meistararannsókn minni á valddreifingu og formgerð hins akademíska vettvangs kom m.a. í ljós að félags- og hugvísindamenn upplifa sig sem undirmálshóp innan akademíunnar. Hugvísindamönnum þótti sem þeir væru undir óeðlilegum kröfum raunvísindamanna um að stunda vísindi á ensku. Það er að stunda vísindi á forsendum raunvísindanna. Félagsvísindamönnum þótti sem þeir væru ekki metnir að verðleikum sem vísindamenn og sumir lýstu ástandinu jafnvel sem „akademískri aðskilnaðarstefnu milli félagsvísinda og raunvísinda. Ástæða þess að félags- og hugvísindamenn upplifa stöðu sína gagnvart raun- og læknavísindum sem óréttláta byggir á ójafnri stöðu greinanna innan skólans. Hlutfall nemenda á fastráðna kennara er einn þeirra mælikvarða sem notaðir eru til að meta gæði háskóla víða um heim. Mælikvarðinn metur hversu mikið ráðrúm hver kennari hefur fyrir nemendur sína og sömuleiðis í rannsóknir. Vísindamaður sem ber ábyrgð á níu nemendum getur betur sinnt þeim og sínum eigin rannsóknum en sá sem ber ábyrgð á rúmlega fjörutíu nemendum. Þeir skólar sem stæra sig af góðum gæðum hvað þetta hlutfall varðar eru með tíu nemendur eða færri á hvern fastráðinn kennara. Meðaltalshlutfallið fyrir HÍ er nú rúmlega tvisvar sinnum það, eða 23 nemendur á hvern kennara. Hlutfallið var fjórtán nemendur á kennara árið 1994 og hefur snarversnað síðan þá. Meðaltalið segir hins vegar ekki alla söguna því talsverður breytileiki er milli vísindagreina innan HÍ hvað þetta varðar eins og sjá má á línuritinu. Nemendum á kennara hefur fjölgað í hugvísindum en þó sérstaklega félagsvísindum frá árinu 1994 á sama tíma og hlutfallið hefur staðið í stað í raun- og læknavísindum. Á þessu tímabili fjölgaði nemendum en þó í samræmi við væntingar sé litið til hlutfallslegrar fjölgunar í gegnum söguna og þróunar í öðrum löndum. Þessari aukningu nemenda var augljóslega ekki mætt með fjármagni til þess að viðhalda þeim gæðum sem voru árið 1994 og félags- og hugvísindi tóku á sig fall í gæðum til að þeim mætti viðhalda í raun- og læknavísindum. Nemendur á kennara í félagsvísindum eru nú yfir 50 en hafa haldist í kringum tíu í raun- og læknavísindum.Stundum er því haldið fram af raunvísindafólki að kennsla í félags- og hugvísindum byggist á öðrum forsendum en í þeirra eigin greinum. Það vill þannig til að þekking á kennslu og þekkingarmiðlun er mest innan félagsvísinda, nánar tiltekið kennslufræða, og samkvæmt þeim eru forsendur góðrar kennslu áþekkar milli greina. Og þetta vita allir góðir kennarar og vísindamenn. Vísindin læra menn með því að framkvæma vísindi í frjóu og metnaðarfullu akademísku umhverfi og síðast en ekki síst með því að eiga í samræðu við aðra vísindamenn. Verklegir tímar eru nauðsynlegir í öllum vísindagreinum. Ástæðan fyrir því að félags- og hugvísindi fá ekki nema brot af því fjármagni sem rennur til raun- og læknavísinda er sú að þau njóta ekki réttmætrar virðingar, þau hafa ekki sama akademíska vald og raun- og læknavísindin. Félags- og hugvísindi eru ekki annars flokks og þessa mismunun þarf að leiðrétta án tafar. Réttast væri að greidd væri sama fjárhæð til kennslu með öllum háskólanemum en sérstaklega fyrir tækjabúnað. Tryggja þarf öllum nemendum samsvarandi gæði kennslu. Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra bera ábyrgð á því að tryggja hug- og félagsvísindum ásættanlegar aðstæður til jafns við aðrar vísindagreinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Greinin birtist áður 9. júlí en er nú endurbirt með grafinu. Staða félags- og hugvísinda innan Háskóla Íslands er ekki góð. Raunar er staðan að mörgu leyti svo slæm að furðu sætir. Í meistararannsókn minni á valddreifingu og formgerð hins akademíska vettvangs kom m.a. í ljós að félags- og hugvísindamenn upplifa sig sem undirmálshóp innan akademíunnar. Hugvísindamönnum þótti sem þeir væru undir óeðlilegum kröfum raunvísindamanna um að stunda vísindi á ensku. Það er að stunda vísindi á forsendum raunvísindanna. Félagsvísindamönnum þótti sem þeir væru ekki metnir að verðleikum sem vísindamenn og sumir lýstu ástandinu jafnvel sem „akademískri aðskilnaðarstefnu milli félagsvísinda og raunvísinda. Ástæða þess að félags- og hugvísindamenn upplifa stöðu sína gagnvart raun- og læknavísindum sem óréttláta byggir á ójafnri stöðu greinanna innan skólans. Hlutfall nemenda á fastráðna kennara er einn þeirra mælikvarða sem notaðir eru til að meta gæði háskóla víða um heim. Mælikvarðinn metur hversu mikið ráðrúm hver kennari hefur fyrir nemendur sína og sömuleiðis í rannsóknir. Vísindamaður sem ber ábyrgð á níu nemendum getur betur sinnt þeim og sínum eigin rannsóknum en sá sem ber ábyrgð á rúmlega fjörutíu nemendum. Þeir skólar sem stæra sig af góðum gæðum hvað þetta hlutfall varðar eru með tíu nemendur eða færri á hvern fastráðinn kennara. Meðaltalshlutfallið fyrir HÍ er nú rúmlega tvisvar sinnum það, eða 23 nemendur á hvern kennara. Hlutfallið var fjórtán nemendur á kennara árið 1994 og hefur snarversnað síðan þá. Meðaltalið segir hins vegar ekki alla söguna því talsverður breytileiki er milli vísindagreina innan HÍ hvað þetta varðar eins og sjá má á línuritinu. Nemendum á kennara hefur fjölgað í hugvísindum en þó sérstaklega félagsvísindum frá árinu 1994 á sama tíma og hlutfallið hefur staðið í stað í raun- og læknavísindum. Á þessu tímabili fjölgaði nemendum en þó í samræmi við væntingar sé litið til hlutfallslegrar fjölgunar í gegnum söguna og þróunar í öðrum löndum. Þessari aukningu nemenda var augljóslega ekki mætt með fjármagni til þess að viðhalda þeim gæðum sem voru árið 1994 og félags- og hugvísindi tóku á sig fall í gæðum til að þeim mætti viðhalda í raun- og læknavísindum. Nemendur á kennara í félagsvísindum eru nú yfir 50 en hafa haldist í kringum tíu í raun- og læknavísindum.Stundum er því haldið fram af raunvísindafólki að kennsla í félags- og hugvísindum byggist á öðrum forsendum en í þeirra eigin greinum. Það vill þannig til að þekking á kennslu og þekkingarmiðlun er mest innan félagsvísinda, nánar tiltekið kennslufræða, og samkvæmt þeim eru forsendur góðrar kennslu áþekkar milli greina. Og þetta vita allir góðir kennarar og vísindamenn. Vísindin læra menn með því að framkvæma vísindi í frjóu og metnaðarfullu akademísku umhverfi og síðast en ekki síst með því að eiga í samræðu við aðra vísindamenn. Verklegir tímar eru nauðsynlegir í öllum vísindagreinum. Ástæðan fyrir því að félags- og hugvísindi fá ekki nema brot af því fjármagni sem rennur til raun- og læknavísinda er sú að þau njóta ekki réttmætrar virðingar, þau hafa ekki sama akademíska vald og raun- og læknavísindin. Félags- og hugvísindi eru ekki annars flokks og þessa mismunun þarf að leiðrétta án tafar. Réttast væri að greidd væri sama fjárhæð til kennslu með öllum háskólanemum en sérstaklega fyrir tækjabúnað. Tryggja þarf öllum nemendum samsvarandi gæði kennslu. Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra bera ábyrgð á því að tryggja hug- og félagsvísindum ásættanlegar aðstæður til jafns við aðrar vísindagreinar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar