Arðsöm raforkusala til stóriðju 22. júlí 2011 06:00 Í fjórðu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um arðsemi raforkusölu til stóriðjunnar. Í umræðu um stóriðjutengdar framkvæmdir á liðnum árum hefur því gjarnan verið haldið fram að raforka sé seld til stóriðju á afar lágu verði. Raforkuframleiðslan sé fyrir vikið óarðbær og það komi í hlut almennings að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Þessar fullyrðingar hafa verið háværar og síendurteknar í umræðunni en standast þó engan veginn nánari skoðun. Við mat á arðsemi virkjanaframkvæmda liggur beinast við að líta til Landsvirkjunar. Landsvirkjun framleiðir og selur liðlega 70% allrar raforku á Íslandi. Frá 1999 hefur raforkusala fyrirtækisins tvöfaldast og liggur sú aukning fyrst og fremst í aukinni raforkusölu til stóriðju. Á sama tíma hefur árlegur rekstrarhagnaður Landsvirkjunar nær sexfaldast. Svipaða sögu er að segja af eigin fé félagsins, sem vaxið hefur úr 33 milljörðum króna í árslok 1999 í liðlega 190 milljarða króna í árslok 2010 (á sama tíma hefur eigið fé fimm stærstu orkufyrirtækjanna hér á landi aukist úr 86 milljörðum í 309 milljarða króna). Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar er að jafnaði um 19% á þessu tímabili í íslenskum krónum. Fyrirtækið hefur upplýst að það sé í stakk búið til að greiða upp allar skuldir á næstu 12-14 árum, þrátt fyrir miklar fjárfestingar á liðnum árum. Fá íslensk fyrirtæki geta státað af svo góðri arðsemi. Því er ekki annað að sjá en að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar sé með besta móti. Stóriðjan stendur undir arðsemi raforkukerfisinsEn er þá íslenskur almenningur að standa undir þessari arðsemi og niðurgreiða um leið raforkuverð til stóriðju? Liðlega 75% af framleiddri raforku hér á landi eru seld til stóriðju og hefur þetta hlutfall aukist úr 50% árið 1996. Það segir sig því sjálft að ef almenningur á Íslandi væri að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju hefði umtalsverð verðhækkun þurft að eiga sér stað á þessum tíma. Ella hefði sá fjórðungur raforkusölunnar sem fer annað en í stóriðju haft lítið að segja til niðurgreiðslu þar á. Raunin er hins vegar hið gagnstæða. Á liðnum 15 árum hefur verð á raforku til almennings lækkað um 25% að raungildi. Raforkusala til almennings skýrir því engan veginn hina miklu arðsemi Landsvirkjunar á liðnum árum. Í raun er það stóriðjan sem stendur alfarið undir þessari arðsemi. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar greiddi almenningur liðlega 8% hærra verð á hverja kílóvattsstund á síðasta ári heldur en stóriðja. Sé hins vegar horft til þess að stóriðjan er með um 96% meðalnýtingu afls yfir árið vegna stöðugrar notkunar sinnar, samanborið við 56% meðalnýtingu almenna kerfisins, þá er stóriðjan að skapa Landsvirkjun nærri 60% hærri tekjur á hvert megavatt í afli. Með öðrum orðum: Tökum sem dæmi að Landsvirkjun reki tvær jafnstórar virkjanir, önnur selji eingöngu til almenns markaðar en hin einvörðungu til stóriðju. Í því dæmi myndi sú síðarnefnda skila Landsvirkjun 60% meiri tekjum á ári en hin fyrrnefnda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í fjórðu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um arðsemi raforkusölu til stóriðjunnar. Í umræðu um stóriðjutengdar framkvæmdir á liðnum árum hefur því gjarnan verið haldið fram að raforka sé seld til stóriðju á afar lágu verði. Raforkuframleiðslan sé fyrir vikið óarðbær og það komi í hlut almennings að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Þessar fullyrðingar hafa verið háværar og síendurteknar í umræðunni en standast þó engan veginn nánari skoðun. Við mat á arðsemi virkjanaframkvæmda liggur beinast við að líta til Landsvirkjunar. Landsvirkjun framleiðir og selur liðlega 70% allrar raforku á Íslandi. Frá 1999 hefur raforkusala fyrirtækisins tvöfaldast og liggur sú aukning fyrst og fremst í aukinni raforkusölu til stóriðju. Á sama tíma hefur árlegur rekstrarhagnaður Landsvirkjunar nær sexfaldast. Svipaða sögu er að segja af eigin fé félagsins, sem vaxið hefur úr 33 milljörðum króna í árslok 1999 í liðlega 190 milljarða króna í árslok 2010 (á sama tíma hefur eigið fé fimm stærstu orkufyrirtækjanna hér á landi aukist úr 86 milljörðum í 309 milljarða króna). Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar er að jafnaði um 19% á þessu tímabili í íslenskum krónum. Fyrirtækið hefur upplýst að það sé í stakk búið til að greiða upp allar skuldir á næstu 12-14 árum, þrátt fyrir miklar fjárfestingar á liðnum árum. Fá íslensk fyrirtæki geta státað af svo góðri arðsemi. Því er ekki annað að sjá en að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar sé með besta móti. Stóriðjan stendur undir arðsemi raforkukerfisinsEn er þá íslenskur almenningur að standa undir þessari arðsemi og niðurgreiða um leið raforkuverð til stóriðju? Liðlega 75% af framleiddri raforku hér á landi eru seld til stóriðju og hefur þetta hlutfall aukist úr 50% árið 1996. Það segir sig því sjálft að ef almenningur á Íslandi væri að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju hefði umtalsverð verðhækkun þurft að eiga sér stað á þessum tíma. Ella hefði sá fjórðungur raforkusölunnar sem fer annað en í stóriðju haft lítið að segja til niðurgreiðslu þar á. Raunin er hins vegar hið gagnstæða. Á liðnum 15 árum hefur verð á raforku til almennings lækkað um 25% að raungildi. Raforkusala til almennings skýrir því engan veginn hina miklu arðsemi Landsvirkjunar á liðnum árum. Í raun er það stóriðjan sem stendur alfarið undir þessari arðsemi. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar greiddi almenningur liðlega 8% hærra verð á hverja kílóvattsstund á síðasta ári heldur en stóriðja. Sé hins vegar horft til þess að stóriðjan er með um 96% meðalnýtingu afls yfir árið vegna stöðugrar notkunar sinnar, samanborið við 56% meðalnýtingu almenna kerfisins, þá er stóriðjan að skapa Landsvirkjun nærri 60% hærri tekjur á hvert megavatt í afli. Með öðrum orðum: Tökum sem dæmi að Landsvirkjun reki tvær jafnstórar virkjanir, önnur selji eingöngu til almenns markaðar en hin einvörðungu til stóriðju. Í því dæmi myndi sú síðarnefnda skila Landsvirkjun 60% meiri tekjum á ári en hin fyrrnefnda.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar