Fleiri fréttir

Tímaskekkjur í skipulaginu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Eftir annan brunann á sjö árum í endurvinnslustöð Hringrásar við Klettagarða hljóta borgaryfirvöld í Reykjavík að skoða vel hvort ástæða sé til að finna fyrirtækinu nýjan stað. Hringrás stundar mikilvæga starfsemi en hún á ekki heima ofan í íbúðahverfi. Í brunanum aðfaranótt þriðjudags átti það sama við og í brunanum 2004 (og raunar líka þegar kveikt var í dekkjahaug fyrirtækisins á Akureyri 2007) að hagstæð vindátt bjargaði því að ekki fór miklu verr. Baneitraðan reykinn frá brennandi dekkjum hefði getað lagt til norðurs yfir þétta íbúðabyggð, þar með talin dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, með tilheyrandi raski, heilsu- og eignatjóni.

Til umhugsunar

Bryndís Guðmundsdóttir skrifar

Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar starfa samhliða talþjálfun sem veitt er í skólum og stofnunum og taka við þjálfun fullorðinna eftir aðgerðir, slys eða önnur áföll, eftir útskrift. Þeir hafa góða menntun og reynslu, hver á sínu sviði, og ná góðum árangri í störfum sínum.

Eflum fjárfestingar í sjávarklasanum

Jóhann Jónasson skrifar

Sjávarklasinn er samstarfsverkefni margra fyrirtækja í haftengdri starfsemi. Markmiðið með starfinu er að bæta samstarf, auka verðmæti og efla skilning á mikilvægi þess starfs sem fram fer innan klasans.

Þjóð, kirkja og traust

Nú liggur fyrir útkoma út þjóðarpúlsi Capacent Gallup, þar sem spurt var um traust almennings til þjóðkirkjunnar og biskups Íslands. Svarið liggur fyrir: Of fáir treysta. Við sem störfum í þjóðkirkjunni höfum fylgst með því hvernig traustið til hennar sem stofnunar hefur dalað í skoðanakönnunum, oft í öfugu hlutfalli við það sem við reynum í samskiptunum í söfnuðunum okkar.

Saga frá Keníu

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fjórum sinnum hef ég komið til Keníu. Þegar ég kom þangað fyrst 1979, lék allt í lyndi á yfirborðinu. Efnahagur landsins hafði vænkazt til muna frá sjálfstæðistökunni 1963, langt umfram löndin í kring. Friður og ró ríktu um landið að loknum hörðum átökum og hryðjuverkum, sem mörkuðu sjálfstæðisbaráttuna við Breta. Undir yfirborðinu bærðust

Eftirlýst: Brýr, vegir og rigning!

Bömmer með brúna yfir Múlakvísl. Bömmer fyrir fólk í ferðaþjónustu á svæðinu. Bömmer að ekki sé tæknilega mögulegt að byggja brú í beljandi jökulfljóti á tveimur dögum og að eina til tvær vikur taki að hanna og smíða yfir 100 metra langt mannvirki sem stendur af sér þungaflutninga jafnt sem jökulburð.

Trúverðugleiki á kostnað endurreisnar?

Finnur Oddsson skrifar

Nýlega gaf peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands það út að hugsanlega yrðu vextir hækkaðir á næstunni. Umrædd yfirlýsing kemur að mörgu leyti spánskt fyrir sjónir miðað við núverandi árferði í efnahagslífinu. Framleiðsluslaki hefur nær aldrei mælst meiri,

Auðlind í örum vexti

Einar Örn Jónsson skrifar

Undanfarin ár hefur Skógræktarfélag Íslands staðið fyrir atvinnuátaksverkefni í samstarfi við samgönguráðuneytið (nú innanríkisráðuneytið), staðbundin skógræktarfélög og sveitarfélög. Ráðist var í verkefnið í kjölfar efnahagshrunsins 2008 þegar ljóst var að stórfellt atvinnuleysi blasti við íslensku þjóðinni. Með því vildu skógræktarfélögin leggja sitt af mörkum til atvinnusköpunar jafnframt því að stuðla að umhirðu og ræktun útivistarsvæða fyrir almenning.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar og starfsemi FSA

Sigríður Sía Jónsdóttir skrifar

Fólk er í dag lagt inn á sjúkrahús vegna þess að auk læknismeðferðar þarfnast það hjúkrunarmeðferðar allan sólahringinn. Því er eðlilegt að skýrsla Ríkisendurskoðunar sé rædd frá sjónarhóli hjúkrunar á FSA. Margt athyglisvert kemur fram í skýrslunni og hvet ég alla áhugasama að lesa hana: www.rikisendurskodun.is. Skýrslan byggir á netkönnun

Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum

Elín Björg Ragnarsdóttir skrifar

Nú undanfarið hefur talsvert verið skrifað um það að hráefni strandveiðibáta sé lélegt, strandveiðar skapi ekki atvinnu í landinu og aflinn sé jafnvel fluttur óunninn úr landi. Félagar innan Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ hafa keypt stóran hluta af afla strandveiðibátanna og eru félagsmenn almennt mjög ánægðir með hráefnisgæðin sem hafa aukist ár frá ári. Ganga sumir félagsmenn svo langt að segja að strandveiðarnar séu lykillinn að því að vinnslurnar starfi yfir höfuð yfir sumarið.

Innanlandsflugvöllur í Reykjavík

Ögmundur Jónasson skrifar

Nokkrar umræður hafa spunnist í fjölmiðlum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Tilefnið er að í burðarliðnum er samkomulag innanríkisráðuneytis og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ráðist yrði í löngu tímabærar endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og starfsfólk innanlandsflugsins á Reykjavíkurflugvelli. Um þetta eru ríki og borg sammála. Komast þurfi út úr því öngstræti aðgerðarleysis sem þessi mál hafa verið í.

Í túninu heima

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Undanfarnar tvær vikur hef ég fylgst með íslenskri æsku og hefur það fyllt mig síðbúnum áhyggjum.

Ástæðulaus ótti

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Af orðum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir fund hennar með Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, má ráða að Merkel hafi tekið vel í að Ísland fengi sérlausnir á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála í aðildarsamningi við Evrópusambandið. Hún hafi þó ekki verið hrifin af hugmyndum Íslendinga um að viðhalda takmörkunum á fjárfestingum

Varnarlínur heimilanna

Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar

Bændasamtökin kynntu fyrir nokkrum dögum lágmarkskröfur Bændasamtaka Íslands í viðræðum við Evrópusambandið svokallaðar varnarlínur sem eru sjö talsins.

Hvað hugsa foreldrar – uppsetning trampólína

Sumarið er tími trampólína og þau spretta upp í húsagörðum sem aldrei fyrr. Á nýafstöðnu þingi Landsbjargar þótti tilefni til að ræða öryggisatriði, innan slysavarnahópsins, er tengjast uppsetningu og notkun tækjanna. Til að vernda þá sem leika sér á trampólínum hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg og Lýðheilsustöð (nú Landlæknisembættið) gefið út leiðbeinandi reglur, sem ábyrgðarmenn eru hvattir til að fara eftir þegar tækið er sett upp og við notkun á því. Víða í görðum um allt land má sjá þessi tæki. Fleiri en færri fara EKKI eftir þessum reglum sem í höfuðdráttum eru þessar:

Stóra lífsskoðanamálið

Bjarni Karlsson skrifar

Nú hefur það gerst að mannréttindaráð borgarinnar hefur afgreitt frá sér tillögur um samskipti skóla og trúfélaga, þær hafa verið lagðar fyrir borgarráð til umfjöllunar og mig langar að útskýra hvaða slys ég álít vera þar á ferð.

Til varnar rafmagnsvespum

Einar Birgisson skrifar

Það voru alvarleg mistök hjá löggjafanum að leyfa notkun rafmagnsvespna fyrir þá sem eru undir 15 ára. Þetta eru engin barnaverkfæri og ætti að banna þetta sem fyrst. Þeir sem hafa almenn ökuréttindi ættu að mega vera á rafmagnsvespum á götum sem hafa 30 km hámarkshraða en annars á gangstéttum og göngustígum. Ekki veit ég hvað gera á við aldurshópinn frá 15 til 17 ára eða þá sem ekki hafa ökuréttindi. Það þarf sé

Í umboði hvers?

Ögmundur Jónasson skrifar

Í leiðara Fréttablaðsins 9. júlí sl. segist Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri, vona að andstaða Vinstri grænna við allt sem heitir "einka“ verði ekki til að fresta því að nýtt fangelsi rísi. Hér vísar ritstjórinn í þá afstöðu mína, sem ég hef verið beðinn um að gera grein fyrir, meðal annars í þessu blaði, að ég vilji reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði og standa þannig að því að kostnaður verði sem minnstur til framtíðar.

Varnarlínur gegn skynsemi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er að sumu leyti eins og himnasending fyrir þá sem vilja sem allra minnstar breytingar á íslenzka landbúnaðarkerfinu. Andstæðingar breytinga geta nú sett þær allar í einn pakka merktan ESB og barizt svo gegn þeim á þeim forsendum að við ætlum nú ekki að láta útlendinga segja okkur hvernig eigi að reka íslenzkan landbúnað.

Ég fer í fríið - en til hvers?

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Þegar sumarfríið byrjar hljómar gleðitjáning og frelsissöngur: "Ég fer í fríið – ég fer í fríið.“ En til hvers og hvers konar frí? Ætlar þú að byggja sumarbústað, mála alla íbúðina og skoða líka Austfirðina?

Stöðugleika beðið

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Óvissa um framtíðina setur víða mark sitt á þjóðfélagið. Fyrirtæki og fjárfestar halda að sér höndum og merki um að almenningur geri það líka. Leiðarahöfundur hitti nýverið mann í leit að leiguhúsnæði. Án þess að vera í nokkrum kröggum kvaðst maðurinn alls ekki fremur leita sér að húsnæði til eignar. Slíkt léti hann ekki koma sér í hug fyrr en við værum hér laus við verðtryggingu og komin í eðlilegt vaxtaumhverfi, líkt og þekktist í nágrannalöndunum. Stendur þá bara eftir spurningin um hversu lengi í viðbót hann muni þurfa að bíða.

Erum við tilbúin að ganga í ESB?

Árni Sigfússon skrifar

Til að meta kosti þess að ganga í ESB þurfum við að vita hvaða aðra kosti við höfum. Fæstir Íslendingar geta svarað því í dag. Engin ítarleg vinna fer fram á slíku mati. Við erum samt að fjalla um stærstu ákvörðun þjóðarinnar frá stofnun lýðveldis. Valið er ekki um stöðnun eða ESB þótt ríkisstjórnin hegði sér þannig.

„Látum þá alla svelgja okkur“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Andstæðingar þess að niðurstaða fáist í aðildarviðræður Íslands að ESB skiptast í þrennt. Í fyrsta flokknum eru þeir sem andstæðir eru viðskiptafrelsi og frjálsri samkeppni í viðskiptum almennt og yfirleitt en aðhyllast fremur áætlunarbúskap í einhverri mynd.

Stjörnuhrellir

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Því miður var ég að vinna alla þá daga sem Bon Jovi sólaði sig í Reykjavík en hefði ég verið stikkfrí er ég viss um að ég hefði náð að króa hann af á Laugaveginum og þvinga hann í myndatöku. Þegar Clint Eastwood dvaldi á landinu árið 2006 var ég einmitt í sumarfríi og fór eins oft og ég gat á hlaupabrettið í Laugum þar sem spurðist út að hann væri að æfa.

Ruglið heldur áfram

Friðrik Indriðason skrifar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að dæma blaðamann fyrir ummæli sem hann hefur eftir viðmælenda sínum innan gæsalappa. Viðmælandinn hefur þar að auki sagt að rétt sé eftir sér haft.

Ekki tefja nýtt fangelsi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ófremdarástandið í fangelsismálum er að verða óbærilegt. Öll fangelsi landsins eru yfirfull og yfir 300 manns á boðunarlista Fangelsismálastofnunar, þ.e. búnir að fá fangelsisdóm en komast ekki í afplánun.

Öfugsnúin staða

Þorsteinn Pálsson skrifar

Sennilega hefur engin ríkisstjórn önnur en sú sem nú situr lagt úr vör með jafn sterkan meðbyr. Nú er hún heillum horfin. Fáir meðhaldsmenn verja hana. Takmarkaður stuðningur þeirra sem næst standa forystumönnum stjórnarflokkanna byggist ekki á skírskotun til árangurs heldur þeirri afsökun að ekki sé kostur á öðru.

Álver eru engin skyndilausn

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Í þriðju grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um langtímaáhrif iðnaðarins hér á landi.

Rökræðulýðræði mikilvægara en beint lýðræði

Björn Einarsson skrifar

Beint lýðræði og rökræðulýðræði eru tvennt ólíkt. Beint lýðræði felur í sér að borgararnir taka pólitískar ákvarðanir án samráðs við stjórnmálamennina og á það við um setningu stjórnarskrár, afsal fullveldis, þjóðaratkvæðagreiðslur og að koma valdhöfum frá þegar þeir hafa misst traust fólksins. Rökræðulýðræði er lýðræðisleg aðferð til að auka þátttöku borgaranna við lagasetningar innan ramma fulltrúalýðræðisins. Í því felst að hin ólíku sjónarmið almennings eru lögð til grundvallar þegar pólitískar ákvarðanir eru teknar og stjórnvöld eru skyldug til að réttlæta allar ákvarðanir sínar með því að færa rök fyrir þeim sem almenningur skilur.

Tilfinningarök

Davíð Þór Jónsson skrifar

Góður vinur minn á eldgamlan Land Rover, klassískan dýrgrip. Um árið varð hann aftur á móti vélarvana. Þetta olli vini mínum talsverðu hugarangri, það var rándýrt að skipta um vél og varla forsvaranlegt að eyða slíkum peningum í svona gamlan bíl. Á móti kom að hann fengi varla jafngóðan fararskjóta nema fyrir mun hærri upphæð. Með þetta var hann að bögglast heillengi uns hann bar vandræði sín undir eiginkonu annars vinar okkar. Hún var ekki lengi að leysa málið. „Láttu hann Pétur reikna þetta fyrir þig,“ sagði hún. „Hann er snillingur í að reikna út að það sé hagkvæmast að gera það sem hann langar mest til.“ Land Roverinn fékk umsvifalaust nýja vél og ekki örlar á eftirsjá hjá eigandanum.

Að breyta doða í dug

Vilmundur Jósefsson skrifar

Undanfarin þrjú ár hefur fjárfesting á Íslandi dregist verulega saman og náði hún sögulegu lágmarki á síðasta ári. Undanfarna tvo áratugi hefur þetta hlutfall numið 20% af landsframleiðslu en var tæplega 13% árið 2010. Ekki eru horfur á því að þetta hlutfall hækki markvert á þessu ári.

Starf UN Women í S-Súdan

Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar

Hinn 9. júlí næstkomandi mun 54. land Afríku líta dagsins ljós þegar Suður-Súdan öðlast sjálfstæði eftir áratuga ófrið við norðurhluta Súdan. Árið 2005 markaði tímamót í Súdan en þá var skrifað undir friðarsamning til sex ára. Hluti af þessu samkomulagi gerði ráð fyrir kosningum, sem haldnar voru 2010. Jafnframt var gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Suður-Súdana til sjálfstæðis annars vegar eða áframhaldandi tengsla við norðurhlutann hins vegar. Niðurstaðan varð sú að í janúar síðastliðnum kusu tæplega 99 prósent Suður-Súdana sjálfstæði.

Ekki missa af þessu!

Guðbjartur Hannesson skrifar

Með okkar augum hóf göngu sína í Ríkissjónvarpinu síðastliðinn mánudag. Ég fylgdist spenntur með enda nýmæli á ferð í íslenskri dagskrárgerð. Við stjórnvölinn er fólk með þroskahömlun sem fjallar um málefni líðandi stundar með sínum augum og opnar þar sýn sem alla jafna stendur sjónvarpsáhorfendum ekki til boða. Efnistök fyrsta þáttar voru í sjálfu sér ekki framandi. Saman fóru stuttar fréttaskýringar í bland við léttara efni og framsetningin kunnugleg úr hefðbundnum magasínþáttum. Til umfjöllunar voru málefni sem miklu varða í lífi fólks með fötlun en einnig atriði sem eru jafnt á áhugasviði fatlaðs fólks sem ófatlaðs og varða okkur öll í stóru og smáu.

Múgurinn spurður

Pawel Bartoszek skrifar

Í þeim fræðum sem snúa að beinni þátttöku almennings í töku ákvarðana er stundum gerður greinarmunur á þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem stofnað er til að kröfu kjósenda, eða vegna þess að þeirra er krafist samkvæmt lögum, og svo þeim sem stjórnmálamennirnir sjálfir setja í gang. Á ensku kalla sumir fræðimenn þær fyrrnefndu „referendum“ en nefna þær síðarnefndu „plebiscite“. „Referendum“ er gjarnan þýtt sem þjóðaratkvæði. „Plebiscite“ mætti þýða sem „múgspurningu“.

Skref í átt að sæmilegri sátt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Mikilvægt skref er stigið í átt til sáttar um hvar má virkja á landinu og hvar ekki með skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Verkefnisstjórnin skilaði af sér í fyrradag og hefur raðað í forgangsröð 66 virkjunarmöguleikum af alls 84 sem voru til umfjöllunar. Um afganginn skorti vísindaleg gögn, þannig að þeir virkjunarkostir verða metnir síðar.

Um gæsluvarðhald

Marta María Friðriksdóttir skrifar

Oft er áhugavert fyrir fyrir ungan laganema að fylgjast með umræðu um lögfræðitengd málefni. Á undanförnum vikum hef ég tvisvar sinnum rætt um gæsluvarðhald við vini og vandamenn. Annars vegar um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í Vestmannaeyjum og hins vegar yfir 21 árs litháískri stúlku.

Opið bréf til bæjarstjórnar Garðabæjar

Sóley Björg Færseth og Hrefna Geirsdóttir skrifar

Þann 11. mars s.l var íbúum í Túnahverfi boðið til kynningarfundar vegna deiliskipulags í Túnahverfi. Ástæða þess að bæjarstjórn Garðabæjar sá sig nauðbeygða að fara í skipulags­mál, eru deilumál sem upp hafa komið bæði í Túnahverfi og á Arnanesi. Þessi tvö hverfi eru með elstu hverfum Garðabæjar og fram að þessu hefur ekki verið til deiliskipulag fyrir hverfin.

Um aðhaldssamar lyfjaávísanir

Steindór J. Erlingsson skrifar

Reglulega berast fréttir af mikilli ávísun lækna á tiltekna lyfjaflokka hér á landi. Umræðan sem þessu fylgir ristir hins vegar oftast svo grunnt að hinn almenni borgari stendur lítt upplýstur eftir. Því er nauðsynlegt að opna lyfjaumræðuna enn frekar. Ekki síst þegar haft er í huga að í opnu bréfi 19 lækna og vísindamanna til breskra stjórnvalda, sem birtist 4. júní sl. í breska læknablaðinu Lancet, kemur fram að nú geisi faraldur alvarlegra lyfjaaukaverkana. Til marks um það tífaldaðist tíðni þeirra í Bandaríkjunum á árabilinu 1985-2005. Það hlýtur því að sæta tíðindum þegar heimsþekkt læknatímarit birtir grein þar sem læknar eru hvattir til aðhaldssemi í lyfjaávísunum.

Heilsubúðir

Herbert Mckenzie skrifar

Þegar við förum í grunnskóla þá fáum við kennslu í fræðum sem við eigum að geta nýtt okkur yfir ævina. Okkur er kennt að margfalda og deila, skrifa og lesa og svo framvegis en okkur er ekki kennt hvernig og hvað við eigum að borða og af hverju það er mikilvægt. Heilsufarsvandamál tengd mataræði eru að færast í vöxt ár hvert í okkar samfélagi og mér finnst það skylda okkar að nýta skólakerfið þar sem við getum náð til allra barna til þess að fræða þau. Það þýðir ekki að segja við krakka að borða salat og svo þegar hann spyr “af hverju?“ að þá sé svarið „því það er hollt”. Þetta er ekki fræðsla. Við þurfum að útskýra af hverju og hvers vegna.

Sjá næstu 50 greinar