Einn Íslendingur fellur í valinn á hverjum degi Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifar 19. júlí 2011 06:00 Reykingar eru ein mesta ógn nútímans við heilbrigði fólks. Tóbaksnotkun veldur ýmsum sjúkdómum sem skerða lífsgæði einstaklinga verulega, leiða til fötlunar og ótímabærs dauða. Notkun tóbaks er jafnframt ein af aðaldánarorsökum á heimsvísu. Fyrir rúmum 50 árum var fyrst sýnt fram á skaðsemi reykinga í langtímarannsókn. Síðan þá hafa margar rannsóknir sýnt fram á skaðsemi reykinga, bæði fyrir reykingamanninn sjálfan og þá sem eru í óbeinum reykingum. Hóprannsóknir Hjartaverndar hafa einnig sýnt fram á að karlar sem reykja einn pakka eða meira af sígarettum á dag, stytta meðalævi sína um 13 ár, en konur um 10 ár. Á árunum 1995-2004 voru að meðaltali 22% dauðsfalla Íslendinga vegna reykinga og voru konur með 3% hærri dánartíðni en karlar sökum þess. Þetta gerir að u.þ.b. einn Íslendingur deyr á hverjum degi vegna reykinga. Árlega deyr því fleira fólk á Íslandi vegna reykinga, heldur en af völdum ólöglegra fíkniefna, áfengis, sjálfsmorða, morða, umferðarslysa, eldsvoða og alnæmis samanlagt. Þrátt fyrir þetta er fjármunum til tóbaksforvarna verulega ábótavant og þyrfti að auka starfsemi tóbaksvarnar verulega til að takast á við þessa ógn við heilbrigði fólks. Finnsk stjórnvöld hafa sett sér markmið að Finnland verði tóbakslaust árið 2040 og mættu íslensk stjórnvöld taka sér Finnana til fyrirmyndar. Ísland hefur alla burði til að verða tóbakslaust árið 2033 samkvæmt kanadískum sérfræðingum og þá jafnvel fyrst Norðurlandaþjóða. Nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa, en mikilvægt er að byrja á rótinni, þ.e. fyrirbyggja að börn og unglingar hefji tóbaksnotkun. Sýnt hefur verið fram á að 80% reykingamanna byrjuðu að nota tóbak fyrir 18 ára aldurinn og því þarf að gera allt til að börn og unglingar byrji ekki fyrir þann aldur að fikta við tóbak. Tóbaksvarnir í skólum eru því mjög mikilvægur hlekkur og má ekki vanmeta. Tóbaksvarnirnar þurfa alltaf að vera í gangi og upp í gegnum alla skólagönguna, en ekki bara í einstaka árgöngum og einungis sum ár. Tóbaksvarnir eru einnig ekkert einkamál eða verkefni ákveðinna aðila. Tóbaksvarnir eiga að vera sameiginlegar og eiga margir að koma að þeim, eins og skólasamfélagið, heilsugæslan, Landlæknir, foreldrar og ýmis félagasamtök. Allir þurfa að leggjast á eitt. Nýleg skýrsla landlæknis Bandaríkjanna sýnir að skaðsemi óbeinna reykinga er mun meiri en fólk hafði áður gert sér grein fyrir. Í tóbaksreyk eru 7.000 efni og eru 70 af þeim beint krabbameinsvaldandi og mörg hinna verulega skaðleg. Öll þessi efni fara út í tóbaksreykinn og valda skaða hjá þeim sem anda honum að sér. Tóbaksreykurinn er því langt frá því að vera skaðlaus. Verum vakandi og verndum sérstaklega börnin fyrir óbeinum reykingum, en þau eru mun viðkvæmari en þeir sem eldri eru og tóbaksreykurinn hefur veruleg áhrif á vöxt og þroska barnanna. Helstu sjúkdómar og heilsufarsleg vandamál hjá börnum vegna óbeinna reykinga eru astmi, sjúkdómar í miðeyra, vöggudauði, ýmsir öndunarfærasjúkdómar og hvítblæði. Ónæmiskerfi barna sem eru í óbeinum reykingum er því veiklað og fá þau frekar umgangspestir. Hjá fullorðnum sem eru í óbeinum reykingum eru helstu sjúkdómar lungnakrabbamein, heilablóðfall, ýmsir öndunarfæra- og lungnasjúkdómar, kransæðasjúkdómar, brjóstakrabbamein og ýmis vandamál tengd þungun kvenna. Margt hefur verið gert til að vernda fólk í vinnu sinni svo það þurfi ekki að vera í óbeinum reykingum og var reykingabannið á veitinga-, skemmti- og gististöðum landsins eitt stærsta átakið í rétta átt hvað það varðaði, en það tók gildi í júlí árið 2007. Börn eru hins vegar ennþá útsett fyrir tóbaksreyk á heimilum sínum og í bifreiðum. Þó nokkur umræða hefur verið um að banna reykingar í einkabifreiðum til að vernda þá sem ekki reykja. Fyrir þá sem vilja hætta tóbaksnotkun hefur verið sýnt fram á það að það er aldrei of seint að hætta. Heilsufarslegur ávinningur er alltaf einhver þegar tóbaksnotkun er hætt, en vissulega getur tóbaksnotkun leitt til varanlegs skaða í líffærakerfi manna. Þrátt fyrir það aukast lífsgæði einstaklinga oft verulega þegar tóbaksnotkun er hætt, öndun verður léttari, betra blóðflæði, þol eykst, matur bragðast betur, lyktarskynið eykst, minni öndunarfæraeinkenni eins og hósti og slímframleiðsla, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt er sá sem hættir tóbaksnotkun góð fyrirmynd þeirra sem yngri eru og hvatning annarra tóbaksneytenda til að hætta einnig. Annar ávinningur er að ári eftir að reykingum er hætt hafa líkurnar á að fá hjartasjúkdóm minnkað um helming, fimm árum seinna er hættan á að fá hjarta- og æðasjúkdóma svipuð og hjá þeim sem hafa aldrei reykt, tíu árum seinna hefur hættan á að fá lungnakrabbamein minnkað um helming og 15 árum seinna er hættan á að fá lungnakrabbamein orðin álíka mikil og hjá þeim sem hafa aldrei reykt. Ráðgjöf í reykbindindi (RíR) var stofnuð í janúar árið 2000 af Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og hefur starfað óslitið síðan, eða í rúm 11 ár við að hjálpa fólki að hætta tóbaksnotkun og nikótínlyfjum. Ráðgjafar RíR munu standa fyrir gjörningi á hafnarsvæðinu á Húsavík dagana 17.- 24. júlí næstkomandi með því að setja niður einn kross á dag, þessa átta daga, til að minnast þeirra sem hafa látist vegna reykinga. Krossarnir verða settir niður kl. 13 alla dagana og munu ráðgjafar vera hluta úr degi við þá og spjalla við fólk um tóbak og tóbaksnotkun. Ráðgjafar eru jafnframt við símann alla virka daga frá kl. 17-20 í 800-6030. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Reykingar eru ein mesta ógn nútímans við heilbrigði fólks. Tóbaksnotkun veldur ýmsum sjúkdómum sem skerða lífsgæði einstaklinga verulega, leiða til fötlunar og ótímabærs dauða. Notkun tóbaks er jafnframt ein af aðaldánarorsökum á heimsvísu. Fyrir rúmum 50 árum var fyrst sýnt fram á skaðsemi reykinga í langtímarannsókn. Síðan þá hafa margar rannsóknir sýnt fram á skaðsemi reykinga, bæði fyrir reykingamanninn sjálfan og þá sem eru í óbeinum reykingum. Hóprannsóknir Hjartaverndar hafa einnig sýnt fram á að karlar sem reykja einn pakka eða meira af sígarettum á dag, stytta meðalævi sína um 13 ár, en konur um 10 ár. Á árunum 1995-2004 voru að meðaltali 22% dauðsfalla Íslendinga vegna reykinga og voru konur með 3% hærri dánartíðni en karlar sökum þess. Þetta gerir að u.þ.b. einn Íslendingur deyr á hverjum degi vegna reykinga. Árlega deyr því fleira fólk á Íslandi vegna reykinga, heldur en af völdum ólöglegra fíkniefna, áfengis, sjálfsmorða, morða, umferðarslysa, eldsvoða og alnæmis samanlagt. Þrátt fyrir þetta er fjármunum til tóbaksforvarna verulega ábótavant og þyrfti að auka starfsemi tóbaksvarnar verulega til að takast á við þessa ógn við heilbrigði fólks. Finnsk stjórnvöld hafa sett sér markmið að Finnland verði tóbakslaust árið 2040 og mættu íslensk stjórnvöld taka sér Finnana til fyrirmyndar. Ísland hefur alla burði til að verða tóbakslaust árið 2033 samkvæmt kanadískum sérfræðingum og þá jafnvel fyrst Norðurlandaþjóða. Nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa, en mikilvægt er að byrja á rótinni, þ.e. fyrirbyggja að börn og unglingar hefji tóbaksnotkun. Sýnt hefur verið fram á að 80% reykingamanna byrjuðu að nota tóbak fyrir 18 ára aldurinn og því þarf að gera allt til að börn og unglingar byrji ekki fyrir þann aldur að fikta við tóbak. Tóbaksvarnir í skólum eru því mjög mikilvægur hlekkur og má ekki vanmeta. Tóbaksvarnirnar þurfa alltaf að vera í gangi og upp í gegnum alla skólagönguna, en ekki bara í einstaka árgöngum og einungis sum ár. Tóbaksvarnir eru einnig ekkert einkamál eða verkefni ákveðinna aðila. Tóbaksvarnir eiga að vera sameiginlegar og eiga margir að koma að þeim, eins og skólasamfélagið, heilsugæslan, Landlæknir, foreldrar og ýmis félagasamtök. Allir þurfa að leggjast á eitt. Nýleg skýrsla landlæknis Bandaríkjanna sýnir að skaðsemi óbeinna reykinga er mun meiri en fólk hafði áður gert sér grein fyrir. Í tóbaksreyk eru 7.000 efni og eru 70 af þeim beint krabbameinsvaldandi og mörg hinna verulega skaðleg. Öll þessi efni fara út í tóbaksreykinn og valda skaða hjá þeim sem anda honum að sér. Tóbaksreykurinn er því langt frá því að vera skaðlaus. Verum vakandi og verndum sérstaklega börnin fyrir óbeinum reykingum, en þau eru mun viðkvæmari en þeir sem eldri eru og tóbaksreykurinn hefur veruleg áhrif á vöxt og þroska barnanna. Helstu sjúkdómar og heilsufarsleg vandamál hjá börnum vegna óbeinna reykinga eru astmi, sjúkdómar í miðeyra, vöggudauði, ýmsir öndunarfærasjúkdómar og hvítblæði. Ónæmiskerfi barna sem eru í óbeinum reykingum er því veiklað og fá þau frekar umgangspestir. Hjá fullorðnum sem eru í óbeinum reykingum eru helstu sjúkdómar lungnakrabbamein, heilablóðfall, ýmsir öndunarfæra- og lungnasjúkdómar, kransæðasjúkdómar, brjóstakrabbamein og ýmis vandamál tengd þungun kvenna. Margt hefur verið gert til að vernda fólk í vinnu sinni svo það þurfi ekki að vera í óbeinum reykingum og var reykingabannið á veitinga-, skemmti- og gististöðum landsins eitt stærsta átakið í rétta átt hvað það varðaði, en það tók gildi í júlí árið 2007. Börn eru hins vegar ennþá útsett fyrir tóbaksreyk á heimilum sínum og í bifreiðum. Þó nokkur umræða hefur verið um að banna reykingar í einkabifreiðum til að vernda þá sem ekki reykja. Fyrir þá sem vilja hætta tóbaksnotkun hefur verið sýnt fram á það að það er aldrei of seint að hætta. Heilsufarslegur ávinningur er alltaf einhver þegar tóbaksnotkun er hætt, en vissulega getur tóbaksnotkun leitt til varanlegs skaða í líffærakerfi manna. Þrátt fyrir það aukast lífsgæði einstaklinga oft verulega þegar tóbaksnotkun er hætt, öndun verður léttari, betra blóðflæði, þol eykst, matur bragðast betur, lyktarskynið eykst, minni öndunarfæraeinkenni eins og hósti og slímframleiðsla, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt er sá sem hættir tóbaksnotkun góð fyrirmynd þeirra sem yngri eru og hvatning annarra tóbaksneytenda til að hætta einnig. Annar ávinningur er að ári eftir að reykingum er hætt hafa líkurnar á að fá hjartasjúkdóm minnkað um helming, fimm árum seinna er hættan á að fá hjarta- og æðasjúkdóma svipuð og hjá þeim sem hafa aldrei reykt, tíu árum seinna hefur hættan á að fá lungnakrabbamein minnkað um helming og 15 árum seinna er hættan á að fá lungnakrabbamein orðin álíka mikil og hjá þeim sem hafa aldrei reykt. Ráðgjöf í reykbindindi (RíR) var stofnuð í janúar árið 2000 af Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og hefur starfað óslitið síðan, eða í rúm 11 ár við að hjálpa fólki að hætta tóbaksnotkun og nikótínlyfjum. Ráðgjafar RíR munu standa fyrir gjörningi á hafnarsvæðinu á Húsavík dagana 17.- 24. júlí næstkomandi með því að setja niður einn kross á dag, þessa átta daga, til að minnast þeirra sem hafa látist vegna reykinga. Krossarnir verða settir niður kl. 13 alla dagana og munu ráðgjafar vera hluta úr degi við þá og spjalla við fólk um tóbak og tóbaksnotkun. Ráðgjafar eru jafnframt við símann alla virka daga frá kl. 17-20 í 800-6030.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun