Efling lýðræðisins Kristinn Már Ársælsson skrifar 20. júlí 2011 06:00 Í lýðræðisríkjum er almenningur handhafi valdsins. Þrátt fyrir það hefur valdið þjappast saman á hendur fárra á sviði stjórnmálanna og efnahagslífsins. Við berum ábyrgð á því og þurfum að taka til hendinni, efla og dýpka lýðræðið. Okkur ber í raun skylda til þess. Ýmislegt hefur verið reynt erlendis í þessum efnum með góðum árangri. Eftirfarandi eru þrjú dæmi sem eru fallin til þess að dýpka lýðræðið og Lýðræðisfélagið Alda hefur lagt fyrir Stjórnlagaráð. 1. Að tryggja beina aðkomu allra þjóðfélagshópa að ákvarðanatöku. Rannsóknir sýna að vald þjappast saman á hendur fárra innan stjórnmálaflokka. Þær sýna einnig að t.d. fólk með lágar tekjur og litla menntun kemst síður inn á þing eða í aðrar valdastöður. Aldan leggur til að hluti þingmanna verði valinn með slembivali úr þjóðskrá. Þannig megi tryggja að sjónarmið almennings og allra þjóðfélagshópa komist að, beint og milliliðalaust. Slembivalsfulltrúar eru líklegri til þess að endurspegla viðhorf heildarinnar en t.d. flokkakjörnir sem fylgja hugmyndafræði og baklandi. Slembivalsfulltrúar eru líklegri til þess að leita umboðs og samstöðu um lausn fyrir heildarhag. Slembivalið tryggir aðkomu þeirra sem hingað til hafa ekki átt upp á pallborðið. Við upphaf lýðræðisins í Grikklandi hinu forna voru fulltrúar valdir með slembivali og nýleg dæmi t.d. frá Bresku-Kólumbíu hafa gefið góða raun. 2. Að tryggja lágmarksdreifingu valds: að ríkisvaldið sé þrískipt. Þingmenn og ráðherra þarf að kjósa sérstaklega af almenningi og dómara þurfa aðrir að skipa en þingmenn og ráðherrar eða fulltrúar þeirra. Þingmenn eru nú þegar kjörnir af almenningi en löggjafarvaldið er mjög háð framkvæmdarvaldinu hérlendis. Víðs vegar er framkvæmdarvaldið kjörið sérstaklega. Aldan telur rétt að allir ráðherrar séu kosnir beint af almenningi og að hver sem er geti boðið sig fram til ráðherraembættis. Til þess að einfalda kosninguna um hvert ráðherraembætti fyrir sig er lagt til að fram fari forval á framboðum til ráðherraembættis með þeim hætti að slembivalsnefnd almennings velji í opnu ferli fjóra frambjóðendur, tvo karla og tvær konur. Á kjörseðli myndi fólk velja á milli fjögurra fyrir hvert ráðuneyti fyrir sig. Þannig eru ráðherrarnir aðskildir frá löggjafarvaldinu. 3. Að ákvarðanir séu teknar í opnum og lýðræðislegum ferlum með aðkomu almennings. Í flokka-fulltrúalýðræði eru ákvarðanir teknar í krafti valds þar sem hugmyndafræðilega ólíkir hópar takast á. Stjórnmálin snúast um baráttu um völd. Við sjáum dæmi þessa í þinginu þar sem ekki fara fram samræður um leiðir að markmiðum heldur er reynt að koma höggi á andstæðinginn. Við þurfum að dreifa valdinu og koma á samræðum. Aldan hefur lagt til að í stjórnarskrá verði heimild til þess að ákvarðanavald sé fært í borgaraþing og lýðræðisleg ákvarðanatökuferli. Í slíkum ferlum eru opnir fundir og fulltrúar taka saman hugmyndir og tillögur á mörgum stigum. Í Porto Alegre í Brasilíu er fjárhagsáætlun borgarinnar unnin í þátttökuferli þar sem allir geta tekið þátt sem vilja og yfir 100.000 koma að vinnunni á hverju ári. Árlega er yfir 20 milljörðum króna varið í uppbyggingu borgarinnar. Þar hafa fjármunir færst frá ríkari svæðum til fátækari. Til þess að efla og dýpka lýðræðið þurfum við að færa valdið út til fólksins sem tekur ákvarðanir í sameiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í lýðræðisríkjum er almenningur handhafi valdsins. Þrátt fyrir það hefur valdið þjappast saman á hendur fárra á sviði stjórnmálanna og efnahagslífsins. Við berum ábyrgð á því og þurfum að taka til hendinni, efla og dýpka lýðræðið. Okkur ber í raun skylda til þess. Ýmislegt hefur verið reynt erlendis í þessum efnum með góðum árangri. Eftirfarandi eru þrjú dæmi sem eru fallin til þess að dýpka lýðræðið og Lýðræðisfélagið Alda hefur lagt fyrir Stjórnlagaráð. 1. Að tryggja beina aðkomu allra þjóðfélagshópa að ákvarðanatöku. Rannsóknir sýna að vald þjappast saman á hendur fárra innan stjórnmálaflokka. Þær sýna einnig að t.d. fólk með lágar tekjur og litla menntun kemst síður inn á þing eða í aðrar valdastöður. Aldan leggur til að hluti þingmanna verði valinn með slembivali úr þjóðskrá. Þannig megi tryggja að sjónarmið almennings og allra þjóðfélagshópa komist að, beint og milliliðalaust. Slembivalsfulltrúar eru líklegri til þess að endurspegla viðhorf heildarinnar en t.d. flokkakjörnir sem fylgja hugmyndafræði og baklandi. Slembivalsfulltrúar eru líklegri til þess að leita umboðs og samstöðu um lausn fyrir heildarhag. Slembivalið tryggir aðkomu þeirra sem hingað til hafa ekki átt upp á pallborðið. Við upphaf lýðræðisins í Grikklandi hinu forna voru fulltrúar valdir með slembivali og nýleg dæmi t.d. frá Bresku-Kólumbíu hafa gefið góða raun. 2. Að tryggja lágmarksdreifingu valds: að ríkisvaldið sé þrískipt. Þingmenn og ráðherra þarf að kjósa sérstaklega af almenningi og dómara þurfa aðrir að skipa en þingmenn og ráðherrar eða fulltrúar þeirra. Þingmenn eru nú þegar kjörnir af almenningi en löggjafarvaldið er mjög háð framkvæmdarvaldinu hérlendis. Víðs vegar er framkvæmdarvaldið kjörið sérstaklega. Aldan telur rétt að allir ráðherrar séu kosnir beint af almenningi og að hver sem er geti boðið sig fram til ráðherraembættis. Til þess að einfalda kosninguna um hvert ráðherraembætti fyrir sig er lagt til að fram fari forval á framboðum til ráðherraembættis með þeim hætti að slembivalsnefnd almennings velji í opnu ferli fjóra frambjóðendur, tvo karla og tvær konur. Á kjörseðli myndi fólk velja á milli fjögurra fyrir hvert ráðuneyti fyrir sig. Þannig eru ráðherrarnir aðskildir frá löggjafarvaldinu. 3. Að ákvarðanir séu teknar í opnum og lýðræðislegum ferlum með aðkomu almennings. Í flokka-fulltrúalýðræði eru ákvarðanir teknar í krafti valds þar sem hugmyndafræðilega ólíkir hópar takast á. Stjórnmálin snúast um baráttu um völd. Við sjáum dæmi þessa í þinginu þar sem ekki fara fram samræður um leiðir að markmiðum heldur er reynt að koma höggi á andstæðinginn. Við þurfum að dreifa valdinu og koma á samræðum. Aldan hefur lagt til að í stjórnarskrá verði heimild til þess að ákvarðanavald sé fært í borgaraþing og lýðræðisleg ákvarðanatökuferli. Í slíkum ferlum eru opnir fundir og fulltrúar taka saman hugmyndir og tillögur á mörgum stigum. Í Porto Alegre í Brasilíu er fjárhagsáætlun borgarinnar unnin í þátttökuferli þar sem allir geta tekið þátt sem vilja og yfir 100.000 koma að vinnunni á hverju ári. Árlega er yfir 20 milljörðum króna varið í uppbyggingu borgarinnar. Þar hafa fjármunir færst frá ríkari svæðum til fátækari. Til þess að efla og dýpka lýðræðið þurfum við að færa valdið út til fólksins sem tekur ákvarðanir í sameiningu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun