Rannsóknarnefndir og þrígreining ríkisvalds Róbert R. Spanó skrifar 22. júlí 2011 06:00 Við fráfall eins af dómþolum í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli hafa raddir heyrst um að nauðsynlegt sé að setja á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á málinu. Sá er þetta ritar hefur nokkra reynslu af störfum rannsóknarnefnda og kýs að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þágu upplýstrar umræðu af þessu tilefni. Ég hef áður rökstutt í skrifum mínum og í ráðgjöf minni til þingmanna að rétt kunni að vera, í undantekningartilvikum ef almannahagsmunir krefjast þess, að grípa til úrræða á borð við stofnun rannsóknarnefnda. Vanda verði hins vegar valið á þeim málum þar sem til slíkra ráðstafana sé gripið. Þá sé það skilyrði að engin önnur úrræði séu tiltæk til að úr máli verði leyst eða atvik upplýst. Þessar forsendur liggja nú til grundvallar nýsettum lögum um rannsóknarnefndir nr. 68/2011. Hvað varðar Guðmundar- og Geirfinnsmálið verður auk þessara sjónarmiða að hafa það í huga að um er að ræða sakamál sem hlaut endanlega málsmeðferð fyrir lögreglu og dómstólum samkvæmt þágildandi lögum, en Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir rúmlega þrjátíu árum. Þá hefur Hæstiréttur einnig tekið afstöðu til þess hvort skilyrði laga standi til þess að endurupptaka málið. Það er eðlilegt og sjálfsagt í réttarríki að menn greini á um dóm Hæstaréttar og synjun hans á endurupptöku. En það er einmitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkisvalds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt. Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Raunar kunna að mínu áliti að vera tilteknar stjórnskipulegar hömlur á því að löggjafinn efni til slíkrar rannsóknar, sem ekki gefst tóm til að ræða nánar hér. Á hinn bóginn eru almenn atriði og álitaefni um skipan mála fyrir lögreglu og dómstólum eðlileg viðfangsefni Alþingis. Þingið kann t.d. að gera breytingar á lagareglum um endurupptöku ef til þess standa frambærileg rök í ljósi reynslunnar. Þar verður þó að gæta mikillar varfærni, enda þarf jafnan mikið að koma til svo að til greina komi að endurupptaka dómsmál sem lokið er. Í mannlegu samfélagi og réttarríki verða viðbrögð þeirra sem fara með ríkisvald að byggja á tilteknum meginreglum og „prinsippum“ sem eiga við um öll mál. Guðmundar- og Geirfinnsmálið var flókið viðureignar og umdeilt. En ekki má horfa fram hjá því að fleiri mál sem hlotið hafa endanlega úrlausn dómstóla kunna að vera sama marki brennd og fleiri munu sjálfsagt koma til í framtíðinni. Handhafar framkvæmdarvalds og löggjafarvalds verða að virða þrískiptingu ríkisvaldsins og sjálfstæði dómstóla í hvívetna og ekki taka ákvarðanir sem kunna að ganga nærri þeirri grundvallarreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við fráfall eins af dómþolum í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli hafa raddir heyrst um að nauðsynlegt sé að setja á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á málinu. Sá er þetta ritar hefur nokkra reynslu af störfum rannsóknarnefnda og kýs að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þágu upplýstrar umræðu af þessu tilefni. Ég hef áður rökstutt í skrifum mínum og í ráðgjöf minni til þingmanna að rétt kunni að vera, í undantekningartilvikum ef almannahagsmunir krefjast þess, að grípa til úrræða á borð við stofnun rannsóknarnefnda. Vanda verði hins vegar valið á þeim málum þar sem til slíkra ráðstafana sé gripið. Þá sé það skilyrði að engin önnur úrræði séu tiltæk til að úr máli verði leyst eða atvik upplýst. Þessar forsendur liggja nú til grundvallar nýsettum lögum um rannsóknarnefndir nr. 68/2011. Hvað varðar Guðmundar- og Geirfinnsmálið verður auk þessara sjónarmiða að hafa það í huga að um er að ræða sakamál sem hlaut endanlega málsmeðferð fyrir lögreglu og dómstólum samkvæmt þágildandi lögum, en Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir rúmlega þrjátíu árum. Þá hefur Hæstiréttur einnig tekið afstöðu til þess hvort skilyrði laga standi til þess að endurupptaka málið. Það er eðlilegt og sjálfsagt í réttarríki að menn greini á um dóm Hæstaréttar og synjun hans á endurupptöku. En það er einmitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkisvalds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt. Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Raunar kunna að mínu áliti að vera tilteknar stjórnskipulegar hömlur á því að löggjafinn efni til slíkrar rannsóknar, sem ekki gefst tóm til að ræða nánar hér. Á hinn bóginn eru almenn atriði og álitaefni um skipan mála fyrir lögreglu og dómstólum eðlileg viðfangsefni Alþingis. Þingið kann t.d. að gera breytingar á lagareglum um endurupptöku ef til þess standa frambærileg rök í ljósi reynslunnar. Þar verður þó að gæta mikillar varfærni, enda þarf jafnan mikið að koma til svo að til greina komi að endurupptaka dómsmál sem lokið er. Í mannlegu samfélagi og réttarríki verða viðbrögð þeirra sem fara með ríkisvald að byggja á tilteknum meginreglum og „prinsippum“ sem eiga við um öll mál. Guðmundar- og Geirfinnsmálið var flókið viðureignar og umdeilt. En ekki má horfa fram hjá því að fleiri mál sem hlotið hafa endanlega úrlausn dómstóla kunna að vera sama marki brennd og fleiri munu sjálfsagt koma til í framtíðinni. Handhafar framkvæmdarvalds og löggjafarvalds verða að virða þrískiptingu ríkisvaldsins og sjálfstæði dómstóla í hvívetna og ekki taka ákvarðanir sem kunna að ganga nærri þeirri grundvallarreglu.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar