Fleiri fréttir

Góðverk á annarra kostnað

Ögmundur Jónasson, núverandi ráðherra og fyrrverandi formaður BSRB, lýsti því yfir nýverið að hann væri fylgjandi hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna niðurfellingu skulda.

Stjórnarskráin verndi borgarana frá níðskrifum sorprita

Ástþór Magnússon skrifar

Fyrrum ritstjóri sorprits vill vernd Stjórnarskrár til að halda úti níðskrifum. Til að bera út lyga- og gróusögur að vild. Til að halda áfram að birta á forsíðu krassandi fyrirsagnir um Ástþór Magnússon. Síðastliðinn áratug hefur ritstjórinn og sorprit hans borið fimmtíu lygasögur út um manninn m.a. kallað hann þjóf og sagt hann hafa sent átta vopnaða hrotta á leigendur. 24 október s.l. birti sopritið grein undir fyrirsögninni: "Jólasveinn í framboði".

Við eigum öll heima hérna

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Árið 1974 birtist í Andvara grein um Bjarna Benediktsson eftir Jóhann Hafstein. Bjarni var merkur stjórnmálamaður og leiðtogi. Var sjálfum sér samkvæmur og gjörsamlega laus við lýðskrum og leikaraskap.

Gildin okkar

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Það er afskaplega auðvelt að hæðast að fyrirbærum eins og þjóðfundi, þar sem 1000 manns koma saman og niðurstaðan verður afskaplega almenn.

Sterkari saman

Stefan Füle skrifar

Ísland og Evrópusambandið aðhyllast sömu grundvallargildi, lýðræði og mannréttindi, og vinna nú þegar saman að því að breiða þau út á alþjóðavettvangi. Sem framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB fagna ég því að aðildarviðræður við Ísland séu formlega hafnar. Það hvernig Ísland hefur tekist á við afleiðingar bankahrunsins, hvort heldur sem litið er til efnahagsumbóta eða stjórnkerfisbreytinga, sýnir hversu rótgróin og sterk lýðræðishefðin á Íslandi er.

Ólíkar hugmyndir kynja um framtíðina

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Samkvæmt alþjóðlegum samanburði eru engin lönd nær jafnrétti kynja en Norðurlöndin. Þetta á fyrst og fremst við um formlegt jafnrétti, svo sem í lögum, en líklega eru þó fá ríki í heimi sem hafa náð viðlíka árangri í viðhorfum til jafnréttis kynja og jafnréttis í raun eins og Norðurlönd. Niðurstöður norrænnar rannsóknar á viðhorfum 16 til 19 ára ungmenna á Norðurlöndum, meðal annars til ýmissa málefna sem snúa að jafnrétti kynjanna, eru því sláandi. Rannsóknin er unnin er af Rannsóknum og greiningu.

Tveggja kosta völ

Þorvaldur Gylfason skrifar

Stjórnlagaþingið á tveggja kosta völ, þegar það kemur saman. Annar kosturinn er að leggja tillögur um breytingar á stjórnarskránni fyrir Alþingi og láta þinginu eftir að leggja fram ný drög að stjórnarskrá.

Í umboði hvers situr framkvæmdavaldið?

Þór Gíslason skrifar

Meðferð valds í stjórnskipan íslenska lýðveldisins er mjög brengluð og þarfnast lagfæringar. Á 135. löggjafarþinginu árið 2007-2008 náðu 84% frumvarpa til laga, sem lögð voru fram í nafni ríkisstjórnar, að verða að lögum. Aðeins 7% frumvarpa stjórnarþingmanna (tvö af 28) urðu að lögum, en ekkert af 51 frumvarpi stjórnarandstöðuþingmanna.

Þjóðaratkvæðagreiðsla er alltaf bindandi

Pétur Óli Jónsson skrifar

Ég horfði á Silfur Egils þann 24. október, þar var þingmaður sem hélt því fram að þjóðaratkvæðagreiðslan vegna ESB væri ekki bindandi. Hann benti á að þingið ætti eftir að fjalla um málið eftir atkvæðagreiðsluna. Ég er ósammála túlkun þingmannsins og er þeirrar skoðunar að þingið er bundið af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Úr vöndu er að ráða – 523 í framboði

Lára Óskarsdóttir skrifar

Erla Sigurðardóttir veltir fyrir sér, í grein sinni „Er stjórnlagaþing ópíum fólksins“?, sem birtist í Fréttablaðinu 22. október, hvernig vinnan á væntanlegu Stjórnlagaþingi muni fara fram. Greinin er góð lesning og kveikir upp spurningar eins og hvort Stjórnlagaþing sé yfir höfuð framkvæmanlegt.

Geta vinstrimenn eitthvað lært

Svavar Gestsson skrifar

Fyrsta vinstristjórnin var felld á vísitölubótum; 1958. Það gerðist á ASÍ þingi þannig að greidd voru atkvæði um það hvort fresta mætti vísitölubótum. Því var hafnað. Í staðinn fékk launafólk 12 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Þjóðkjörin prúðmenni

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Hátíðlegt … Fallegt … Mikil stemmning … Þannig eru orðin sem maður hefur séð um Þjóðfundinn þar sem valdir fulltrúar settu saman nokkur leiðarljós handa komandi stjórnlagaþingi. Og hátíðlegt hefur þetta verið: fólk hefur klætt sig í betri fötin og vandað orð sitt og æði því að nú var það að sinna trúnaðarstörfum fyrir þjóðina sína. Þarna – en einkum þó á komandi Stjórnlagaþingi – eiga loksins við orð Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu um Alþing hið nýja: „snarorðir snillingar / að stefnu sitja; / þjóðkjörin prúðmenni / þingsteinum á.“

Áhyggjur af niðurskurði

Steina Þórey Ragnarsdóttir skrifar

Það er með ólíkindum að niðurskurðarhnífurinn virðist enn ætla að bitna á stofnun eins og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), sem hefur náð að spara ár fyrir ár og héldum við í sakleysi okkar að ekki þyrfti að höggva svo mikið skarð í þjónustuna.

Barnabækur fyrir bókabörn

Gerður Kristný skrifar

Fyrir ári heyrði ég einn stjórnenda menningarþáttarins Víðsjár á Rás 1 hafa á orði að það væri erfitt að gagnrýna barnabækur því þær væru fyrir svo „afmarkaðan hóp“. Barnabækur eru merkilegt nokk ekki gagnrýndar í Víðsjá en þó eru barnaleikrit tekin þar fyrir eins og ekkert sé – svona eins og barnaleikrit séu fyrir óafmarkaðri hóp en barnabækur. Þetta þýðir að leikritið um Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur var gagnrýnt í Víðsjá en ekki bækurnar um þetta vinsæla stelpuskott.

Hvernig eða hvað...

Ólafur Stephensen skrifar

Þjóðfundurinn sem haldinn var á laugardag var merkileg tilraun. Aldrei áður hefur þannig með markvissum hætti verið leitað eftir sjónarmiðum almennings í aðdraganda endurskoðunar stjórnlaga ríkis. Aðferðin er einstök og á sér aðeins eina fyrirmynd, þjóðfundinn sem haldinn var í fyrra á vegum sjálfboðaliða. Þar voru kallaðir saman yfir þúsund Íslendingar, sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Aldrei áður hafði slíkt úrtak heillar þjóðar verið saman komið undir sama þaki.

Forsetinn - umboðsmaður almennings

Kolbeinn Aðalsteinsson skrifar

Kosningar á íslandi hafa verið frá því að stéttarflokkar komu fram 1916, barátta milli stétta landsins. Þrátt fyrir að einstaklingar sem kjósa sama flokkinn hafi gerólíkar skoðanir um hvernig landinu skuli stjórnað geta þeir þó tilheyrt sama stjórnmálaflokknum.

Sameining háskóla frá sjónarhorni íbúa á Bifröst

Ingibjörg Einarsdóttir skrifar

Mig langar til að tjá mig um sameiningarviðræður Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst sem fara hátt í fjölmiðlum um þessar mundir frá öðru sjónarhorni en fram kemur í fjölmiðlum almennt.

Vegna ummæla formanns Lögmannafélagsins í Fréttablaðinu

Þórður S. Gunnarsson skrifar

Í Fréttablaðinu, fimmtudaginn 4. nóvember, er haft eftir Brynjari Níelssyni, að undirritaður hafi í álitsgerð, sem unnin hafi verið fyrir slitastjórn Glitnis banka h.f., í tengslum við málarekstur slitastjórnarinnar o.fl. á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl., fyrir dómstóli í New York, fullyrt, að dómstólar hér á landi geti ekki leyst úr jafn viðamiklu skaðabótamáli og málsóknin gegn "sjömenningunum“ sé.

Stríðið gegn konum sem gleymdist að segja ykkur frá

Árni Snævarr skrifar

Fyrir hálfum öðrum áratug stóð heimsbyggðin frammi fyrir voðaverkum á Balkansskaga. Myndir birtust af grindhoruðum föngum í Bosníu og skýrt var frá skipulögðum hópnauðgunum. Heimurinn sagði: við sátum þegjandi hjá Helförinni - slíkt gerist ekki meir.

Besta þjónustan við börnin

Bára Friðriksdóttir skrifar

Mannréttindaráð Reykajvíkurborgar lagði til á dögunum að fulltrúar trúfélaga ættu ekki erindi í skóla borgarinnar jafnvel þegar þung áföll dyndu yfir. Einnig lagði það til að alfarið ætti að hætta með kirkjuferðir á skólatíma sem hafa tíðkast fyrir jólin. Eitt af rökum ráðsins er að það eigi að fá fagaðila eins og sálfræðinga að áföllum en ekki presta. Hvað ætli þessir borgarfulltrúar haldi að felist í fimm ára háskólamenntun til prests og nokkurra mánaða starfsþjálfun þar að auki. Ef við erum fagaðilar í

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

Jón Bjarnason skrifar

Öflug heilbrigðisþjónusta er lykill að jafnræði byggðarlaga, öryggi þeirra og búsetuskilyrðum. Fram komnar tillögur um stórfelldan niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana mæta að vonum mikilli andstöðu um land allt. Engum dylst þó að nú þarf að spara í öllum ríkisrekstri.

Ólíkar skýringar á fylgisfalli

Þorsteinn Pálsson skrifar

Viðbrögð við viðhorfskönnunum segja stundum meir en tölurnar. Könnun sem birt var í vikunni hafði þau áhrif að forsætisráðherra lýsti því yfir að endursemja yrði við AGS um stefnuna í ríkisfjármálum.

Kreppan þéttir raðirnar

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Þingi Norðurlandaráðs er nýlokið hér í Reykjavík. Það er ánægjulegt að sjá að svo virðist sem nú sé áhugi á norrænu samstarfi að aukast meðal Norðurlandabúa eftir nokkurt áhugaleysi undanfarinna ára.

Opinber ástleitni

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Fátt er meira gefandi en að detta í safaríkan sleik. Athöfnin er flókin, en á sama tíma ofureinföld og frumstæð. Flestir hófu að þróa tæknina sem hormónasturlaðir unglingar, en fæsta grunaði að athöfnin gæti verið eins margslungin og hún er. Ég lærði til dæmis snemma að ef það er hægt að líkja aðferðinni við hrærivél, loftpressu eða ryksugu er maður á villigötum

Enn um landhreinsun

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Dálkahöfundur Fréttablaðsins þykist kunna skýringu á því, hvers vegna ég get ekki mælt með Árna Mathiesen í stjórnunarstöðu hjá FAO vegna ferils hans í aðdraganda hruns. Skýring Björns er einföld: "Í hans ráðherratíð (þ.e. Jóns Baldvins) réði hann nefnilega ekki - eða studdi til starfa - aðra en samflokksmenn".

Sendum bandaríska sendiráðinu reikning

Ástþór Magnússon skrifar

Bandaríska sendiráðið segist vera í sérstakri hættu sem skotmark hryðjuverkamanna. Ástæðan er auðvitað sú að bandaríkin hafa farið með ofbeldi og hryðjuverkum gegn saklausu fólki eins og í mið-austurlöndum.

Vísur um ástand þjóðfélagsins

Sigmar Hróbjartsson skrifar

Kreppan með sinn heljar hramm heimti í sína skjóðu alla er lifðu um efni fram ekki er von á góðu.

Tilgangur líknarfélaga og samtaka þeirra

Guðjón Sigurðsson skrifar

Í fréttum stöðvar 2 um helgina var ég spurður um tillögu MND félagsins sem var felld á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands 23. október sl. Tillagan var á þessa leið:

Trúboð úr skólum

Reynir Harðarson skrifar

Í skólum fer fram fræðsla um mismunandi lífsskoðanir og trúarbrögð en þar er ekki stunduð boðun trúar. Í engum tilfellum er skólastarfi og starfi trúar- og lífsskoðunarhópa blandað saman,“ segir í ste

Styrkur fræðisviða og mikilvægi hugvísinda

Eiríkur Smári Sigurðarson skrifar

Ísland er ekki eina landið þar sem þrengir að háskólum og rannsóknastarfsemi. Í Bretlandi og Bandaríkjunum berast fréttir af því að háskólar leggi niður heilu námsbrautirnar í hugvísindum, eins og heimspeki eða tungumál, til að mæta samdrætti. Viðbrögð af þessu tagi bera vott um mjög þrönga sýn á hvað er mikilvægt í háskólastarfi og hverju samfélög þurfa á að halda til að dafna, hvort sem það er

Kakó og brauð með osti

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Þegar ég var lítil fengum við okkur stundum kakó og brauð með osti á köldum vetrarkvöldum þegar farið var að rökkva og snjór úti og svo undurkósí að kveikja á kertum og kúra saman inni í stofu og dunda eitthvað.

Hvert Evrópuskref eykur atvinnu

Össur Skarphéðinsson skrifar

Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra

Friður og stjórnarskrá fyrir alla?

Magnea K. Marínósdóttir skrifar

Árið 1995 var endir bundinn á borgarastríðið í Bosníu og Hersegóvínu með undirritun friðarsamninga kennda við bandaríska bæinn Dayton. Sendinefndirnar sem unnu að gerð friðarsamninganna voru eingöngu skipaðar karlmönnum. Engin kona var fengin til að bera vitni fyrir sátta- og samningaviðræðunefndunum sem sömdu um frið og engin kona skrifaði undir samningana.

Hvenær þjóðstjórn?

Guðni Th. Jóhannesson skrifar

Er þjóðstjórn eina leiðin út úr þeim ógöngum sem við Íslendingar erum nú fastir í? Hvað segir sagan? Og hvað er þjóðstjórn? Ríkis­stjórn með því nafni hefur einu sinni setið á Íslandi. Vorið 1939 var Framsóknarflokkurinn einn í ríkisstjórn, undir forsæti Hermanns Jónassonar (föður Steingríms Hermannssonar og afa Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns

Af hverju erum við að vinna með AGS?

Magnús Orri Schram skrifar

Við hrun bankakerfisins varð greiðslufall yfirvofandi hjá Íslandi. Ekki voru til fjármunir til að standa skil á háum erlendum skuldbindingum og samstarf við erlend ríki var lífsnauðsynlegt ef endurreisn ætti að eiga sér stað. Erlend ríki vildu hins vegar ekki aðstoða Ísland án þess að AGS kæmi þar að.

Að stuðla að fjárfestingum

Ólafur Stephensen skrifar

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir orðrétt að hún ætli að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum". Þetta er þar réttilega sagt ein forsenda þess að hægt verði að ná góðum og jöfnum hagvexti, sem aftur sé forsenda þess að afnema gjaldeyrishöft og lækka

Af hverju þarf niðurskurð?

Árni Páll Árnason skrifar

Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í útgjöldum. Í kjölfarið hafa margir velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að ganga svo langt í niðurskurði ríkisútgjalda. Jafnvel hafa stigið fram lukkuriddarar sem segja enga þörf á niðurskurði og varla heldur á skattahækkunum. Eina sem þurfi sé aukin atvinna og veltuaukning henni samfara.

Gleðjumst yfir miklum árangri

Í jákvæðni og bjartsýni er falið mikið uppbyggjandi afl. Í slíkum þankagangi liggur kraftur sem byggir upp og knýr einstaklinga áfram. Þennan uppbyggjandi kraft þarf íslenskt samfélag að næra og virkja enda þurfum við sárlega á honum að halda um þessar mundir.

Gjaldmiðlavarnir lífeyrissjóða

Árni Guðmundsson skrifar

Nokkur umræða hefur átt sér stað að undanförnu í fjölmiðlum um gjaldmiðlavarnir lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins. Þeir eru sakaðir um að hafa stundað spákaupmennsku eða hreina „spilamennsku“ með fjármuni sjóðfélaga, sem er beinlínis rangt. Gjaldmiðlavarnir og

Sjá næstu 50 greinar