Sameining háskóla frá sjónarhorni íbúa á Bifröst Ingibjörg Einarsdóttir skrifar 8. nóvember 2010 13:00 Mig langar til að tjá mig um sameiningarviðræður Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst sem fara hátt í fjölmiðlum um þessar mundir frá öðru sjónarhorni en fram kemur í fjölmiðlum almennt. En aðkoma mín að þessu máli er sú að ég á eiginmann sem stundar nám í Háskólanum á Bifröst. Ég er sjálf háskólamenntuð sem leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri þar sem ég stundaði mitt nám í fjarnámi á sínum tíma og útskrifaðist árið 2007. Við hjónin vorum búsett vestur á fjörðum og eigum fjögur börn. Það er stór ákvörðun að taka að taka upp sex manna fjölskyldu sem hefur byggt sína tilveru upp með góðum árangri og flytja búferlum milli landshluta. Við tókum þessa ákvörðun eftir að eiginmaður minn hafði „prófað" að takast á við nám við frumgreinadeild Háskólans á Bifröst í fjarnámi með fullri vinnu heima á Ísafirði. Og vaknaði í framhaldi af því áhugi á að fylgja málinu eftir og ganga alla leið með frekara nám. En staðreyndin er sú að hugmyndir okkar um lífsgæði falla ekki nógu vel að því að huga að búsetu á höfuðborgarsvæðinu, við höfum því alltaf fallið frá þeirri hugmynd að skoða það sem möguleika. Það að vera til, er í okkar huga ekki bundið við hagnaðartölur, við erum eins og annað fólk, við höfum skoðun á hvað eru lífsgæði og metum kosti og galla sem hafa áhrif á þau. Sumum hugnast best að búa á höfuðborgarsvæðinu og nýta sér þá kosti sem það hefur upp á að bjóða og sætta sig við þá galla sem það hefur í för með sér. En við tókum ákvörðun um að flytja búferlum einmitt á Bifröst, vegna þess að: • Eiginmaður minn vildi stunda vandað og kröfuhart nám sem hann hefur svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum með. Það er byggt upp á annan hátt en svipað nám sem boðið er upp á í öðrum háskólum landsins, á þann hátt að aðrir háskólar gætu tekið sér til fyrirmyndar. • Ég gat fengið vinnu við mitt hæfi í góðum og metnaðarfullum leikskóla sem rekinn er af Hjallastefnunni á Bifröst. Sá leikskóli mun væntanlega leggjast af ef af núverandi hugmyndum verður, þar með leggjast af nokkur störf sem eru mikilvæg í sveitarfélaginu. • Unglingarnir okkar geta stundað nám í góðum skóla í Varmalandi, sem ekki er of fjölmennur . En að honum standa metnaðarfullir stjórnendur, kennarar og annað starfsfólk. Við lítum á það sem skyldu okkar að hlúa vel að framtíð barnanna okkar og höfum þá skoðun að erfiðara sé að uppfylla fögur orð og markmið í yfirfullum stórum grunnskólum sem gjarnan eru minna persónulegir en þeir minni. Í huga foreldra fer ekki endilega saman hagnaðarsjónarmið peningalega séð og framtíðarsjónarmið til handa þeirra sem eru okkur mikilvægastir í lífinu þ.e. börnin okkar og ástvinir. Ég óttast að starfsgrundvelli grunnskólans verði ógnað og þar með mörg störf sem eru í húfi. • Við höfum þá skoðun að samfélagið á Bifröst sé mjög fjölskylduvænt þar sem börnin hafa góðan aðgang að foreldrum sínum í litlu samfélagi þar sem við getum farið allt fótgangandi og börnin geta leitað til foreldra sinna ef og þegar þörf er á. Foreldrar nýta frístundir frekar með börnum sínum sem gefast á milli tarna í náminu þar sem það þarf ekki að fara langar vegalengdir. Enda talar fólk um veru sína hér sem bestu ár fjölskyldunnar. Þetta er auðlegð í okkar þjóðfélagi að mínu mati. • Mannlíf í sveitarfélaginu Borgarbyggð er fjölbreytt og menningarlegt, það heillar okkur sem og sú fagra og hreina náttúra sem Borgarfjörðurinn státar af. Viljum við sem byggjum þetta land virkilega flytja allt á eitt landshorn, setja alla undir einn og sama hattinn og ég leyfi mér að efast um að búið sé að reikna alla þætti inn í þetta ferli þegar upp yrði staðið. Erum við tilbúin til að setja heilu byggðarlögin á hliðina til þess að ná inn fleiri krónum í einstök fyrirtæki á einu landshorni sem geta aldrei státað af þeim mikilvægu þáttum sem skipta mig og nokkur hundruð annarra svo miklu máli að við veljum okkur búsetu út frá öðrum sjónarmiðum en þeim að KANNSKI, hugsanlega væri hægt að spara nokkrar krónur. En eitt veit ég, og það er að ég og mín fjölskylda horfum ekki til höfuðborgarsvæðisins ef við þurfum að stokka allt okkar líf upp aftur ásamt öllum hinum fjölskyldunum og einstaklingunum sem þurfa að gera hið sama í helsærðu sveitafélagi ef af verður. En ég vona að þeir einstaklingar sem að þessum umræðum standa beri þá gæfu til að reikna alla þætti inn í skjölin sín. Ég er kannski að tala eingöngu út frá tilfinningum sem ekki reiknast hátt á hagfræðilegum grunni, en þegar upp er staðið eru það mannlegu þættirnir sem gera lífið að því sem við viljum lifa. Og ég veit að okkur langar ekki öll til að búa í þeirri samfélagsgerð sem boðið er upp á í Reykjavík. Mér finnst heldur ekki sanngjarnt að etja sífellt saman fólki sem býr úti á landsbyggðinni að eigin vali og fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu að eigin vali með tali um að við séum svo óhagkvæm í rekstri á kostnað hinna sem hagkvæmari eru á suðurhorninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Mig langar til að tjá mig um sameiningarviðræður Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst sem fara hátt í fjölmiðlum um þessar mundir frá öðru sjónarhorni en fram kemur í fjölmiðlum almennt. En aðkoma mín að þessu máli er sú að ég á eiginmann sem stundar nám í Háskólanum á Bifröst. Ég er sjálf háskólamenntuð sem leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri þar sem ég stundaði mitt nám í fjarnámi á sínum tíma og útskrifaðist árið 2007. Við hjónin vorum búsett vestur á fjörðum og eigum fjögur börn. Það er stór ákvörðun að taka að taka upp sex manna fjölskyldu sem hefur byggt sína tilveru upp með góðum árangri og flytja búferlum milli landshluta. Við tókum þessa ákvörðun eftir að eiginmaður minn hafði „prófað" að takast á við nám við frumgreinadeild Háskólans á Bifröst í fjarnámi með fullri vinnu heima á Ísafirði. Og vaknaði í framhaldi af því áhugi á að fylgja málinu eftir og ganga alla leið með frekara nám. En staðreyndin er sú að hugmyndir okkar um lífsgæði falla ekki nógu vel að því að huga að búsetu á höfuðborgarsvæðinu, við höfum því alltaf fallið frá þeirri hugmynd að skoða það sem möguleika. Það að vera til, er í okkar huga ekki bundið við hagnaðartölur, við erum eins og annað fólk, við höfum skoðun á hvað eru lífsgæði og metum kosti og galla sem hafa áhrif á þau. Sumum hugnast best að búa á höfuðborgarsvæðinu og nýta sér þá kosti sem það hefur upp á að bjóða og sætta sig við þá galla sem það hefur í för með sér. En við tókum ákvörðun um að flytja búferlum einmitt á Bifröst, vegna þess að: • Eiginmaður minn vildi stunda vandað og kröfuhart nám sem hann hefur svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum með. Það er byggt upp á annan hátt en svipað nám sem boðið er upp á í öðrum háskólum landsins, á þann hátt að aðrir háskólar gætu tekið sér til fyrirmyndar. • Ég gat fengið vinnu við mitt hæfi í góðum og metnaðarfullum leikskóla sem rekinn er af Hjallastefnunni á Bifröst. Sá leikskóli mun væntanlega leggjast af ef af núverandi hugmyndum verður, þar með leggjast af nokkur störf sem eru mikilvæg í sveitarfélaginu. • Unglingarnir okkar geta stundað nám í góðum skóla í Varmalandi, sem ekki er of fjölmennur . En að honum standa metnaðarfullir stjórnendur, kennarar og annað starfsfólk. Við lítum á það sem skyldu okkar að hlúa vel að framtíð barnanna okkar og höfum þá skoðun að erfiðara sé að uppfylla fögur orð og markmið í yfirfullum stórum grunnskólum sem gjarnan eru minna persónulegir en þeir minni. Í huga foreldra fer ekki endilega saman hagnaðarsjónarmið peningalega séð og framtíðarsjónarmið til handa þeirra sem eru okkur mikilvægastir í lífinu þ.e. börnin okkar og ástvinir. Ég óttast að starfsgrundvelli grunnskólans verði ógnað og þar með mörg störf sem eru í húfi. • Við höfum þá skoðun að samfélagið á Bifröst sé mjög fjölskylduvænt þar sem börnin hafa góðan aðgang að foreldrum sínum í litlu samfélagi þar sem við getum farið allt fótgangandi og börnin geta leitað til foreldra sinna ef og þegar þörf er á. Foreldrar nýta frístundir frekar með börnum sínum sem gefast á milli tarna í náminu þar sem það þarf ekki að fara langar vegalengdir. Enda talar fólk um veru sína hér sem bestu ár fjölskyldunnar. Þetta er auðlegð í okkar þjóðfélagi að mínu mati. • Mannlíf í sveitarfélaginu Borgarbyggð er fjölbreytt og menningarlegt, það heillar okkur sem og sú fagra og hreina náttúra sem Borgarfjörðurinn státar af. Viljum við sem byggjum þetta land virkilega flytja allt á eitt landshorn, setja alla undir einn og sama hattinn og ég leyfi mér að efast um að búið sé að reikna alla þætti inn í þetta ferli þegar upp yrði staðið. Erum við tilbúin til að setja heilu byggðarlögin á hliðina til þess að ná inn fleiri krónum í einstök fyrirtæki á einu landshorni sem geta aldrei státað af þeim mikilvægu þáttum sem skipta mig og nokkur hundruð annarra svo miklu máli að við veljum okkur búsetu út frá öðrum sjónarmiðum en þeim að KANNSKI, hugsanlega væri hægt að spara nokkrar krónur. En eitt veit ég, og það er að ég og mín fjölskylda horfum ekki til höfuðborgarsvæðisins ef við þurfum að stokka allt okkar líf upp aftur ásamt öllum hinum fjölskyldunum og einstaklingunum sem þurfa að gera hið sama í helsærðu sveitafélagi ef af verður. En ég vona að þeir einstaklingar sem að þessum umræðum standa beri þá gæfu til að reikna alla þætti inn í skjölin sín. Ég er kannski að tala eingöngu út frá tilfinningum sem ekki reiknast hátt á hagfræðilegum grunni, en þegar upp er staðið eru það mannlegu þættirnir sem gera lífið að því sem við viljum lifa. Og ég veit að okkur langar ekki öll til að búa í þeirri samfélagsgerð sem boðið er upp á í Reykjavík. Mér finnst heldur ekki sanngjarnt að etja sífellt saman fólki sem býr úti á landsbyggðinni að eigin vali og fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu að eigin vali með tali um að við séum svo óhagkvæm í rekstri á kostnað hinna sem hagkvæmari eru á suðurhorninu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun