Besta þjónustan við börnin Bára Friðriksdóttir skrifar 6. nóvember 2010 06:00 Mannréttindaráð Reykajvíkurborgar lagði til á dögunum að fulltrúar trúfélaga ættu ekki erindi í skóla borgarinnar jafnvel þegar þung áföll dyndu yfir. Einnig lagði það til að alfarið ætti að hætta með kirkjuferðir á skólatíma sem hafa tíðkast fyrir jólin. Eitt af rökum ráðsins er að það eigi að fá fagaðila eins og sálfræðinga að áföllum en ekki presta. Hvað ætli þessir borgarfulltrúar haldi að felist í fimm ára háskólamenntun til prests og nokkurra mánaða starfsþjálfun þar að auki. Ef við erum fagaðilar í einhverju þá er það að mæta fólki í sorg og áföllum. Hjálpa þeim að takast á við óblíðar aðstæður og leiða þau í gegnum fyrstu holskeflur áfalls og sorgar. Þar er hverjum mætt af jafnræði óháð trúar- eða lífsskoðun. Reynsla mín af samstarfi kirkju og skóla hefur sýnt mér hve þakklátir kennarar og skólastjórnendur eru að hafa aðgang að prestinum í hverfinu þegar áföll dynja yfir. Þegar allt snýst um fjármál á þessum síðustu og verstu, má minna á að það þarf ekkert að borga prestinum í núverandi skipulagi sem þarf að gera séu aðrir fagaðilar kallaðir til. Auðvitað er gott að fá sálfræðinga að og í sumum tilfellum fólk úr Rauða krossinum sem þekkir vel til hamfaraaðstoðar. En hvar er réttsýnin í því að loka eigi aðgang barna og kennara að sérfræðingum í áföllum? Er það besta þjónustan við börnin okkar? Ég kalla eftir svari Margrétar Sverrisdóttur, formanns ráðsins. Það má vera að spurningin um kirkjuheimsókn skólabarna liggi á gráu svæði. Ef við skoðum rökin segja sumir að börn foreldra sem hvorki trúi né séu skráðir í Þjóðkirkjuna eigi ekki að fara í kirkju með skólanum fyrir jólin. Vinnuregla Þjóðkirkjunnar er að við skólaheimsóknir sé foreldrum kynnt það áður í bréfi og þeim gefinn kostur á að óska þess að barn sitt fari ekki sé það þeirra vilji. Þau börn koma þá ekki í kirkjuheimsókn, fá annað verkefni sem er hið besta mál. Með því njóta þau fullra mannréttinda. Reynslan hefur verið sú að það eru örfáir foreldrar sem ekki vilja að börn sín fari í kirkjuheimsókn. Nú eru um 80% þjóðarinnar félagar í Þjóðkirkjunni, a.m.k. önnur 10% í öðrum kristnum trúfélögum. Ef um 90% barna á Íslandi eru kristinnar trúar, eru það ekki mannréttindi þeirra að þau megi fara í kirkjuheimsókn í undirbúningi jólanna, einnar stærstu hátíðar kirkjunnar? Má ekki segja að það sé brotið á mannréttindum þeirra ef þau mega ekki hafa trúfrelsi og syngja jólasálma í kirkjunni fyrir jólin? Við viljum sem besta þjónustu við börnin okkar. Við viljum að þau njóti fullra mannréttinda. Við viljum ekki að því sé þröngvað upp á þau að kirkjan sé vond sem beri að varast. Ég veit að þetta mæli ég fyrir mína hönd og margra annarra því fólk víða að hefur rætt við mig um hneykslan sína á framgöngu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í þessu máli. Jón Gnarr borgarstjóri sagði í blaðaviðtali eitt sinn að sá maður sem hann liti mest upp til af öllum væri Jesús. Ég geri orð hans, sem lesin eru yfir hverju skírðu barni, að lokaorðum. „„Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma." Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau." Markúsarguðspjall 10.14-16. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindaráð Reykajvíkurborgar lagði til á dögunum að fulltrúar trúfélaga ættu ekki erindi í skóla borgarinnar jafnvel þegar þung áföll dyndu yfir. Einnig lagði það til að alfarið ætti að hætta með kirkjuferðir á skólatíma sem hafa tíðkast fyrir jólin. Eitt af rökum ráðsins er að það eigi að fá fagaðila eins og sálfræðinga að áföllum en ekki presta. Hvað ætli þessir borgarfulltrúar haldi að felist í fimm ára háskólamenntun til prests og nokkurra mánaða starfsþjálfun þar að auki. Ef við erum fagaðilar í einhverju þá er það að mæta fólki í sorg og áföllum. Hjálpa þeim að takast á við óblíðar aðstæður og leiða þau í gegnum fyrstu holskeflur áfalls og sorgar. Þar er hverjum mætt af jafnræði óháð trúar- eða lífsskoðun. Reynsla mín af samstarfi kirkju og skóla hefur sýnt mér hve þakklátir kennarar og skólastjórnendur eru að hafa aðgang að prestinum í hverfinu þegar áföll dynja yfir. Þegar allt snýst um fjármál á þessum síðustu og verstu, má minna á að það þarf ekkert að borga prestinum í núverandi skipulagi sem þarf að gera séu aðrir fagaðilar kallaðir til. Auðvitað er gott að fá sálfræðinga að og í sumum tilfellum fólk úr Rauða krossinum sem þekkir vel til hamfaraaðstoðar. En hvar er réttsýnin í því að loka eigi aðgang barna og kennara að sérfræðingum í áföllum? Er það besta þjónustan við börnin okkar? Ég kalla eftir svari Margrétar Sverrisdóttur, formanns ráðsins. Það má vera að spurningin um kirkjuheimsókn skólabarna liggi á gráu svæði. Ef við skoðum rökin segja sumir að börn foreldra sem hvorki trúi né séu skráðir í Þjóðkirkjuna eigi ekki að fara í kirkju með skólanum fyrir jólin. Vinnuregla Þjóðkirkjunnar er að við skólaheimsóknir sé foreldrum kynnt það áður í bréfi og þeim gefinn kostur á að óska þess að barn sitt fari ekki sé það þeirra vilji. Þau börn koma þá ekki í kirkjuheimsókn, fá annað verkefni sem er hið besta mál. Með því njóta þau fullra mannréttinda. Reynslan hefur verið sú að það eru örfáir foreldrar sem ekki vilja að börn sín fari í kirkjuheimsókn. Nú eru um 80% þjóðarinnar félagar í Þjóðkirkjunni, a.m.k. önnur 10% í öðrum kristnum trúfélögum. Ef um 90% barna á Íslandi eru kristinnar trúar, eru það ekki mannréttindi þeirra að þau megi fara í kirkjuheimsókn í undirbúningi jólanna, einnar stærstu hátíðar kirkjunnar? Má ekki segja að það sé brotið á mannréttindum þeirra ef þau mega ekki hafa trúfrelsi og syngja jólasálma í kirkjunni fyrir jólin? Við viljum sem besta þjónustu við börnin okkar. Við viljum að þau njóti fullra mannréttinda. Við viljum ekki að því sé þröngvað upp á þau að kirkjan sé vond sem beri að varast. Ég veit að þetta mæli ég fyrir mína hönd og margra annarra því fólk víða að hefur rætt við mig um hneykslan sína á framgöngu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í þessu máli. Jón Gnarr borgarstjóri sagði í blaðaviðtali eitt sinn að sá maður sem hann liti mest upp til af öllum væri Jesús. Ég geri orð hans, sem lesin eru yfir hverju skírðu barni, að lokaorðum. „„Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma." Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau." Markúsarguðspjall 10.14-16.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun