Þjóðaratkvæðagreiðsla er alltaf bindandi Pétur Óli Jónsson skrifar 8. nóvember 2010 12:54 Ég horfði á Silfur Egils þann 24. október, þar var þingmaður sem hélt því fram að þjóðaratkvæðagreiðslan vegna ESB væri ekki bindandi. Hann benti á að þingið ætti eftir að fjalla um málið eftir atkvæðagreiðsluna. Ég er ósammála túlkun þingmannsins og er þeirrar skoðunar að þingið er bundið af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Stjórnarskrá Íslands 26. grein stjórnarskrárinnar býður upp á þann möguleika að forseti synji staðfestingar á lögum. Hann hefur heimild til að vísa til þjóðarinnar sem fer með endanlegt vald. Þetta er að mínu viti alveg skýrt. Stjórnarskráin segir að það skuli vísa lögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar. Hvað er stjórnarskráin að segja? Jú hún tekur af allan vafa og segir að æðsta vald liggi hjá þjóðinni. Þegnar landsins hafa því sama vald og hluthafar í fyrirtæki. Þeir fara með æðsta vald. Að auki má benda á áfangaskýrslu frá Alþingi sem lögð var fram af forsætisráðherra árið 2007. Í þeirri skýrslu kemur fram að ,,ekki er um það deilt að í lýðræðisríki sprettur allt vald frá þjóðinni.'' Þetta getur ekki verið skýrara. En hvað gerist ef þjóðaratkvæðagreiðsla er haldin áður en þingið tekur málið að sér? Ferlið í samningaviðræðunum er þannig að þjóðin fær samning, þjóðin mun kjósa um hann, þingið mun svo fjalla um samninginn. Ef Alþingi samþykkir þann samning þá mun forseti fá hann til undirritunar.Er þjóðaratkvæðagreiðsla skoðanakönnun? Ekki er hægt að túlka þjóðaratkvæðagreiðslu sem einhverja skoðanakönnun. Þegar Alþingi fær samninginn til umfjöllunar þá getur Alþingi, að mínu viti, ekki annað en farið að vilja þjóðarinnar. Sérhver þingmaður leggur drengskap sinn að ,,halda stjórnarskrá landsins''. Andi stjórnarskrárinnar er skýr, lokavaldið liggur hjá þjóðinni. Skýrsla sem unnin er af Alþingi er skýr og segir að allt vald spretti frá þjóðinni. Alþingismenn eru aðeins bundnir af samvisku sinni. Er virkilega til alþingismaður sem telur að kjósendur kjósi eftir populisma en ekki eftir samvisku sinni? Er virkilega til alþingismaður sem hefur samvisku í að vinna gegn samvisku þjóðarinnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Ég horfði á Silfur Egils þann 24. október, þar var þingmaður sem hélt því fram að þjóðaratkvæðagreiðslan vegna ESB væri ekki bindandi. Hann benti á að þingið ætti eftir að fjalla um málið eftir atkvæðagreiðsluna. Ég er ósammála túlkun þingmannsins og er þeirrar skoðunar að þingið er bundið af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Stjórnarskrá Íslands 26. grein stjórnarskrárinnar býður upp á þann möguleika að forseti synji staðfestingar á lögum. Hann hefur heimild til að vísa til þjóðarinnar sem fer með endanlegt vald. Þetta er að mínu viti alveg skýrt. Stjórnarskráin segir að það skuli vísa lögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar. Hvað er stjórnarskráin að segja? Jú hún tekur af allan vafa og segir að æðsta vald liggi hjá þjóðinni. Þegnar landsins hafa því sama vald og hluthafar í fyrirtæki. Þeir fara með æðsta vald. Að auki má benda á áfangaskýrslu frá Alþingi sem lögð var fram af forsætisráðherra árið 2007. Í þeirri skýrslu kemur fram að ,,ekki er um það deilt að í lýðræðisríki sprettur allt vald frá þjóðinni.'' Þetta getur ekki verið skýrara. En hvað gerist ef þjóðaratkvæðagreiðsla er haldin áður en þingið tekur málið að sér? Ferlið í samningaviðræðunum er þannig að þjóðin fær samning, þjóðin mun kjósa um hann, þingið mun svo fjalla um samninginn. Ef Alþingi samþykkir þann samning þá mun forseti fá hann til undirritunar.Er þjóðaratkvæðagreiðsla skoðanakönnun? Ekki er hægt að túlka þjóðaratkvæðagreiðslu sem einhverja skoðanakönnun. Þegar Alþingi fær samninginn til umfjöllunar þá getur Alþingi, að mínu viti, ekki annað en farið að vilja þjóðarinnar. Sérhver þingmaður leggur drengskap sinn að ,,halda stjórnarskrá landsins''. Andi stjórnarskrárinnar er skýr, lokavaldið liggur hjá þjóðinni. Skýrsla sem unnin er af Alþingi er skýr og segir að allt vald spretti frá þjóðinni. Alþingismenn eru aðeins bundnir af samvisku sinni. Er virkilega til alþingismaður sem telur að kjósendur kjósi eftir populisma en ekki eftir samvisku sinni? Er virkilega til alþingismaður sem hefur samvisku í að vinna gegn samvisku þjóðarinnar?
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun