Fleiri fréttir

Viljum við markaðssetningu á trú til skólabarna

Guðmundur Ingi Markússon skrifar

Sæll aftur Örn Bárður. Í svargrein þinni til mín gerir þú lítið úr trúboði í skólum með því að segja að trúboð sé stundað víða. Þú spyrð hvort prestar séu meiri trúboðar en aðrir.

Sígild eða nútímaleg stjórnarskrá

Ég hef verið spurður að því hvort ég vilji heldur sígilda eða nútímalega stjórnarskrá. Mitt svar er þetta: Ég vil að ný stjórnarskrá verði allt í senn sígild, nútímaleg og framsýn. Sígild til þess að standast tímans tönn. Nútímaleg til samræmis við margar góðar fyrirmyndir í nýlegum stjórnarskrám annarra landa.

Vatnajökulsþjóðgarður fyrir alla

Umræða um nýstofnaðan Vatnajökulsþjóðgarð í Morgunblaðinu og víðar hefur verið afar neikvæð og villandi. Tilteknir útivistarhópar hafa gagnrýnt tillögur í stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins um takmarkanir á ferða- og athafnafrelsi og spurt í því sambandi fyrir hvern þjóðgarðurinn sé. Þessi grein er innlegg stjórnar þjóðgarðsins í umræðuna.

Samfélags- og umhverfisvænn bankarekstur

Lars Pehrson og Steinn Kárason skrifar

Þrír norrænir bankar hljóta náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2010. Allir grundvalla þeir starfsemi sína á sjálfbærni. Þetta eru Merkur Andelskasse í Danmörku, Ekobanken í Svíþjóð og Cultura Bank í Noregi.

Jarðvarmaklasi í fjötrum fortíðar?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fyrirlestur Michaels Porter, prófessors við Harvard-háskóla, í Háskólabíói í fyrradag blés viðstöddum bjartsýni í brjóst. Porter, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni þjóða, telur að jarðvarmageirinn hér á landi geti orðið drifkrafturinn í endurreisn efnahagslífsins. Virkjun jarðvarma í þágu orkufreks iðnaðar - ekki þó endilega bara álvera - sé sá kostur sem geti skilað Íslandi skjótustum ávinningi og jafnframt liggi gríðarleg tækifæri í útflutningi tækni og þekkingar á sviði jarðvarma.

Sýndarmennska um sáttanefnd?

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Það sem Íslendingar þurfa er sterkara atvinnulíf. Óvissa og óljós framtíð í helstu atvinnugreinum landsins er óþolandi. Það er alið á tortryggni og andúð á ákveðnum stéttum fólks. Niðurstaðan er kyrrstaða í íslensku atvinnulífi.

Hvað á að verða um Álftnesinga?

Nú er ár liðið frá því að óskað var eftir að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga færi í saumana á fjárreiðum Sveitarfélagsins Álftanes og frá áramótum hefur bæjarstjórnin starfað samkvæmt samningi við

Hvernig geta einstaklingar haft áhrif innan lífeyrissjóðanna?

Sigurveig Guðmundsdóttir skrifar

Áberandi hefur verið í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi hve margir einstaklingar hafa lýst yfir sterkum skoðunum á starfsemi lífeyrissjóðanna. Þar af eru margir ósáttir við fjárfestingar og ákvarðanir þeirra. Jafnframt eru háværar raddir uppi um að sjóðfélagar geti lítil á

Nýtt framboð

Bjarni Gíslason skrifar

Fermingarbörn hafa boðið sig fram. Ekki til stjórnlagaþings, ekki til Alþingis heldur til að hjálpa náunga sínum í Afríku. Þau hafa ekki boðað til funda og umræðna, til stefnumörkunar og áætlana um hvað skal gera í framtíðinni heldur framkvæma þau strax.

Samtök iðnaðarins og aflandskrónur

Lúðvík Júlíusson skrifar

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um að hleypa aflandskrónum inn í landið til að koma peningum í vinnu. Ég gagnrýni þessa hugmyndir og tel þær annað hvort mistök eða hreinlega byggja á vanþekkingu á peningamálum.

Hlustum á raddir innflytjenda

Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar skrifar

Reykjavíkurborg hefur þróast hratt í átt til fjölmenningarsamfélags á undan­förnum árum. Í upphafi árs 2010 voru borgar­búar 118.326 talsins og af þeim voru 8,1 prósent, um 9.555, með erlent ríkisfang. Þá eru ekki taldir með þeir innflytjendur sem fengið hafa íslenskan ríkisborgararétt.

Svik við málstaðinn?

Sverrir Jakobsson skrifar

Í kjölfar seinustu alþingiskosninga vorið 2009 mynduðu Samfylkingin og Vinstri hreyfingin – grænt framboð nýja ríkisstjórn með endurnýjuðum stjórnarsáttmála.

Varla, því miður

Björn Þór Sigbjörnsson skrifar

Þingmenn Hreyfingarinnar og lausbeislaður hópur kenndur við tunnumótmæli, sem varaformaður Frjálslynda flokksins er í forsvari fyrir, hafa lagt til að mynduð verði utanþingsstjórn sem hafi það verkefni að leysa úr brýnustu vandamálum þjóðarinnar. Tunnumótmælendur segja

Skera tærnar af?

Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Í sögunni um Öskubusku voru tær og hæll sneidd af til að skór passaði á fót. Grikkir sögðu forðum frá Prokrustes, sem teygði fórnarlömb sín eða hjó af þeim fætur til að þeir pössuðu í legstæði. Svona sögur voru mönnum áminning um að óhentugir staðlar valda skaða.

Hefð þjóðar, þróun og framtíð

Toshiki Toma skrifar

Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkur­borgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafi sett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu.

Valdalaus kóngur

Ágúst Guðmundsson skrifar

Við fyrstu sýn á stjórnarskrána virðist forseti Íslands hafa heilmikil völd. Við nánari skoðun kemur í ljós að honum ber að láta "ráðherra framkvæma vald sitt".

Kjósum ríkisstjórn beint

Eiríkur Bergmann skrifar

Á fyrirhuguðu stjórnlagaþingi þarf að endurskoða frá grunni valdskiptingu íslenska ríkisns. Auk þess að ræða persónukjör, þjóðaratkvæðagreiðslur, kjördæmaskiptinguna og jafnvel lækkun kosningaaldursins í sextán ár tel ég brýnt að skilja á milli löggjafar- og framkvæmdavalds með því að kjósa ríkisstjórnina beinni kosningu, annað hvort í heild sinni eða þá forsætisráðherrann einan sem myndi velja með sér aðra ráðherra - sem var það sem Vilmundur Gylfason og Bandalag jafnaðarmanna lagði til. Í því sambandi eru margar útfærslur mögulegar. En mestu skiptir að styrkja löggjafarhlutverk Alþingis sem smám saman hefur koðnað niður undir oki ríkisstjórnarinnar.

Um uppruna valdsins

Haukur Arnþórsson skrifar

Það liggur kannski ljóst fyrir hver upptök samfélagslegs valds eru hér á landi, þar sem stjórnarskráin hefst á orðunum „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn", hvaðan stjórnsýslan og stjórnmálin hljóta hin tímabundnu en einstöku völd sín, í umboði hvers þau starfa, hverjum þau standa reikningsskil gerða sinna og hverjum þau í fyllingu tímans skila að lokum völdum sínum.

Í fullkominni sambúð

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Miðað við hvað trúarbrögð eiga stóran hlut í sögu og menningararfi heimsins er þekking á næringarinnihaldi í matvælum meiri í dag en helstu atriðum trúar­bragða. Sjálf get ég slumpað nokkurn veginn rétt á kolvetnismagnið í „Minna mál" bitum Ágústu Johnson og veit að fituinnihald í Kotasælu er 4,5 grömm (í 100 g). Hins vegar vissi ég ekki fyrr en árið 2001 að ég mætti ekki kalla múslima „múhameðs­trúarmenn". Að Múhameð væri í þeirra trúarheimi svipaður og Abraham í mínum. Allah var maðurinn. Þetta lærði ég fyrir slysni af sjónvarpinu en ekki á skólabekk.

Grænn hagvöxtur – leiðin út úr kreppunni

Helgi Hjörvar skrifar

Á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík á morgun fjalla norrænu forsætisráðherrarnir um spurninguna "Grænn hagvöxtur – leiðin út úr kreppunni?” Málefnið snertir okkur öll, þar sem grænn hagvöxtur veitir okkur tækifæri til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og skapa ný störf í grænu

Neitendur gegn neytendum

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Klemens Ólafur Þrastarson blaðamaður birti um helgina fréttaskýringu um áhrif ESB-aðildar á kjör neytenda. Þar rifjar hann upp ummæli sem einn helsti hugmyndafræðingur og leiðtogi andstöðunnar við ESB, Hjörleifur Guttormsson, lét falla í þingræðu um EES, þann 8. apríl árið 1994:

Varnir á netinu

Ólafur Stephensen skrifar

Fréttablaðið hefur undanfarna tíu daga fjallað um varnar­leysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Slíkar árásir eru taldar vaxandi ógn við öryggi ríkja og geta verið af margvíslegum toga. Tölvuþrjótar geta reynt að ráðast á netkerfi einstakra fyrirtækja eða jafnvel heilu ríkjanna og hefur

Sjá næstu 50 greinar