Skoðun

Vísur um ástand þjóðfélagsins

Sigmar Hróbjartsson skrifar

Kreppan með sinn heljar hramm

heimti í sína skjóðu

alla er lifðu um efni fram

ekki er von á góðu.

Í skulda vanda ganga á völtum vegi

og villa þeirra byrgir öðrum sýn

þá hugsa ég,en síst af öllu segi

að sumir ættu að skammast sín.

Stjórnin okkar stríða má nú við

stóran vanda,sem var eftir skilinn

en þeir sem brugðust þrá að taka við

og þykjast núna geta stokkað spilin.

Enda er það í eðli þeirra sett

að unga hana langar til að gala

og allir vita,ef að upp er flett

illa gengur köttunum að smala.

Hreyfingin með hugaróra skjall

en heldur er sá tilbúnaður þunnur

frá þeim heyrist eitthvert orða gjall

enda flestir við að berja tunnur.

Því er best að þjóðin skilji nú

að þessa stjórn er farsælast að styrkja

til góðra verka í gleði,von og trú

það glæðir hag og tækifæri að yrkja.














Skoðun

Sjá meira


×