Í umboði hvers situr framkvæmdavaldið? Þór Gíslason skrifar 8. nóvember 2010 12:59 Meðferð valds í stjórnskipan íslenska lýðveldisins er mjög brengluð og þarfnast lagfæringar. Á 135. löggjafarþinginu árið 2007-2008 náðu 84% frumvarpa til laga, sem lögð voru fram í nafni ríkisstjórnar, að verða að lögum. Aðeins 7% frumvarpa stjórnarþingmanna (tvö af 28) urðu að lögum, en ekkert af 51 frumvarpi stjórnarandstöðuþingmanna. Þessi niðurstaða er ekkert einsdæmi. Á 133. löggjafarþinginu árið 2006-2007 var staðan 82% fyrir stjórnina, 14% fyrir stjórnarþingmenn og 3% fyrir stjórnarandstöðu eða tvö frumvörp af 59. Í þeim tölulegu gögnum sem fram koma í ársskýrslum Alþingis má sjá að ríkisstjórnir (framkvæmdavaldið) eru mjög afgerandi afl á Alþingi sem fer með löggjafarvaldið. Það er ekki óvarlegt að segja að framkvæmdavald íslenska lýðveldisins geri það sem það vill, setji sér sjálft þau lög og þær reglur sem það þarf að vinna eftir. Þessu þarf að breyta þannig að Alþingi fari eitt með löggjafarvaldið og setji ríkisstjórn þær leikreglur sem starfa á eftir. Til þess að skilin verði afgerandi tel ég að taka verði skipan framkvæmdavalds frá Alþingi með þeim hætti að þjóðin kjósi höfuð framkvæmdavaldsins (forseta/forsætisráðherra) og að ríkisstjórn sitji ekki á Alþingi. Forseti/forsætisráðherra þarf að hafa meirihluta kjósenda að baki sér, en því má ná fram með forgangsröðun í kosningum eða að kosið verði á milli tveggja efstu frambjóðenda úr forkosningu. Hvernig ráðherrar veljast mætti útfæra á tvo vegu. 1. Um leið og forseti/forsætisráðherra er kjörinn, verði ráðherrar í skilgreind ráðuneyti kjörnir. a. Persónukjör: Frambjóðendur bjóða sig fram í tiltekin ráðherra embætti. Þeir geta verið fagaðilar eða pólitíkusar. b. Listakosning: Frambjóðandi í embætti forseta /forsætisráðherra leggur fram lista yfir einstaklinga og ráðuneyti þeirra í ríkisstjórn sína. 2. Sá sem velst með meirihluta til embættis forseta/forsætisráðherra, tilnefnir aðila í ráðherraembætti og leggur tilnefningar fyrir Alþingi. Alþingi metur hæfi þeirra til embættisins á faglegum forsendum og samþykkir tilnefningu eða hafnar. Ég býð mig fram til setu á Stjórnlagaþingi. Útfærslan hér að framan er tillaga að lausn sem ég leitast eftir að fá tækifæri til að vinna að af heilindum með hverjum þeim sem til Stjórnlagaþings velst. Ég hef þá sannfæringu að með opnum og heiðarlegum skoðanaskiptum, milli ólíkra einstaklinga með mismunandi reynslu og ólík viðhorf, geti lýðræðið verið skapandi afl sem leiðir okkur að bestu mögulegu lausn á þeim verkefnum sem við tökumst á við. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að móta stjórnarskrá sem er einföld og gefur skýr viðmið um framkvæmd stjórnskipunar, grundvallar mannréttindi og ábyrga lýðræðislega hegðun. Framsetning stjórnarskrárinnar og orðalag þarf að vera með þeim hætti að hinn almenni borgari velkist ekki í vafa um inntak hennar og muni standa vörð um hana um langa framtíð. Ég tel að eiginleikar mínir, menntun og reynsla nýtist vel við þá krefjandi vinnu sem framundan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Meðferð valds í stjórnskipan íslenska lýðveldisins er mjög brengluð og þarfnast lagfæringar. Á 135. löggjafarþinginu árið 2007-2008 náðu 84% frumvarpa til laga, sem lögð voru fram í nafni ríkisstjórnar, að verða að lögum. Aðeins 7% frumvarpa stjórnarþingmanna (tvö af 28) urðu að lögum, en ekkert af 51 frumvarpi stjórnarandstöðuþingmanna. Þessi niðurstaða er ekkert einsdæmi. Á 133. löggjafarþinginu árið 2006-2007 var staðan 82% fyrir stjórnina, 14% fyrir stjórnarþingmenn og 3% fyrir stjórnarandstöðu eða tvö frumvörp af 59. Í þeim tölulegu gögnum sem fram koma í ársskýrslum Alþingis má sjá að ríkisstjórnir (framkvæmdavaldið) eru mjög afgerandi afl á Alþingi sem fer með löggjafarvaldið. Það er ekki óvarlegt að segja að framkvæmdavald íslenska lýðveldisins geri það sem það vill, setji sér sjálft þau lög og þær reglur sem það þarf að vinna eftir. Þessu þarf að breyta þannig að Alþingi fari eitt með löggjafarvaldið og setji ríkisstjórn þær leikreglur sem starfa á eftir. Til þess að skilin verði afgerandi tel ég að taka verði skipan framkvæmdavalds frá Alþingi með þeim hætti að þjóðin kjósi höfuð framkvæmdavaldsins (forseta/forsætisráðherra) og að ríkisstjórn sitji ekki á Alþingi. Forseti/forsætisráðherra þarf að hafa meirihluta kjósenda að baki sér, en því má ná fram með forgangsröðun í kosningum eða að kosið verði á milli tveggja efstu frambjóðenda úr forkosningu. Hvernig ráðherrar veljast mætti útfæra á tvo vegu. 1. Um leið og forseti/forsætisráðherra er kjörinn, verði ráðherrar í skilgreind ráðuneyti kjörnir. a. Persónukjör: Frambjóðendur bjóða sig fram í tiltekin ráðherra embætti. Þeir geta verið fagaðilar eða pólitíkusar. b. Listakosning: Frambjóðandi í embætti forseta /forsætisráðherra leggur fram lista yfir einstaklinga og ráðuneyti þeirra í ríkisstjórn sína. 2. Sá sem velst með meirihluta til embættis forseta/forsætisráðherra, tilnefnir aðila í ráðherraembætti og leggur tilnefningar fyrir Alþingi. Alþingi metur hæfi þeirra til embættisins á faglegum forsendum og samþykkir tilnefningu eða hafnar. Ég býð mig fram til setu á Stjórnlagaþingi. Útfærslan hér að framan er tillaga að lausn sem ég leitast eftir að fá tækifæri til að vinna að af heilindum með hverjum þeim sem til Stjórnlagaþings velst. Ég hef þá sannfæringu að með opnum og heiðarlegum skoðanaskiptum, milli ólíkra einstaklinga með mismunandi reynslu og ólík viðhorf, geti lýðræðið verið skapandi afl sem leiðir okkur að bestu mögulegu lausn á þeim verkefnum sem við tökumst á við. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að móta stjórnarskrá sem er einföld og gefur skýr viðmið um framkvæmd stjórnskipunar, grundvallar mannréttindi og ábyrga lýðræðislega hegðun. Framsetning stjórnarskrárinnar og orðalag þarf að vera með þeim hætti að hinn almenni borgari velkist ekki í vafa um inntak hennar og muni standa vörð um hana um langa framtíð. Ég tel að eiginleikar mínir, menntun og reynsla nýtist vel við þá krefjandi vinnu sem framundan er.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun