Af hverju erum við að vinna með AGS? Magnús Orri Schram skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Við hrun bankakerfisins varð greiðslufall yfirvofandi hjá Íslandi. Ekki voru til fjármunir til að standa skil á háum erlendum skuldbindingum og samstarf við erlend ríki var lífsnauðsynlegt ef endurreisn ætti að eiga sér stað. Erlend ríki vildu hins vegar ekki aðstoða Ísland án þess að AGS kæmi þar að. Greiðslufall Íslands hefði getað þýtt áralöng útskúfun af erlendum fjármálamörkuðum en án erlends fjármagns þarf íslenska þjóðin að standa undir öllum framkvæmdum með innlendum sparnaði. Við þær aðstæður er hætt við að fjárfesting verði of lág. Hagvöxtur til skemmri og lengri tíma léti þá á sér standa með enn verri stöðu heimila og fyrirtækja. Samstarfið við AGS er forsenda þess að íslensk stjórnvöld hafi getað beitt gjaldeyrishöftum án þess að ganga gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Án gjaldeyrishaftanna er ljóst að krónan hefði veikst meira en raun bar vitni, með meðfylgjandi hækkun verðbólgu með auknum skuldum heimila og fyrirtækja. Þannig má segja að án aðkomu AGS hefði kreppan orðið dýpri en raun bar vitni. Skattar hefðu þurft að hækka meira og skera hefði þurft meira niður. Lán í tengslum við efnahagsáætlunina og trúverðugleikinn sem áætluninni fylgir kemur í veg fyrir að ríkið þurfi að safna peningum til þess að greiða upp öll lán þegar þau falla á gjalddaga. Það er algert glapræði að víkja frá þeirri efnahagsstefnu sem mörkuð hefur verið í samstarfi við AGS. Vissulega má endurskoða einstaka hugmyndir um niðurskurð í fjárlagafrumvarpi, en rammi þeirra þarf að halda. Við Íslendingar bjuggum við brenglað hagkerfi á árunum eftir aldamót og til 2008. Skuldsetning fyrirtækja og heimila óx úr hófi og einstaka atvinnugreinar s.s. byggingariðnaður og fjármálageirinn urðu alltof stórar á kostnað útflutningsgreina. Nú á sér stað sársaukafull aðlögun að veruleikanum með tilheyrandi erfiðleikum fyrir almenning. Við megum hins vegar ekki fresta þessari aðlögun. Nú þurfum við að greiða fyrir erlendri fjárfestingu og opna erlenda fjármagnsmarkaði fyrir íslensk fyrirtæki svo þau geti fjárfest á nýjan leik. Þannig bætum við lífskjör til framtíðar. Samstarf við AGS gegnir þar lykilhlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Við hrun bankakerfisins varð greiðslufall yfirvofandi hjá Íslandi. Ekki voru til fjármunir til að standa skil á háum erlendum skuldbindingum og samstarf við erlend ríki var lífsnauðsynlegt ef endurreisn ætti að eiga sér stað. Erlend ríki vildu hins vegar ekki aðstoða Ísland án þess að AGS kæmi þar að. Greiðslufall Íslands hefði getað þýtt áralöng útskúfun af erlendum fjármálamörkuðum en án erlends fjármagns þarf íslenska þjóðin að standa undir öllum framkvæmdum með innlendum sparnaði. Við þær aðstæður er hætt við að fjárfesting verði of lág. Hagvöxtur til skemmri og lengri tíma léti þá á sér standa með enn verri stöðu heimila og fyrirtækja. Samstarfið við AGS er forsenda þess að íslensk stjórnvöld hafi getað beitt gjaldeyrishöftum án þess að ganga gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Án gjaldeyrishaftanna er ljóst að krónan hefði veikst meira en raun bar vitni, með meðfylgjandi hækkun verðbólgu með auknum skuldum heimila og fyrirtækja. Þannig má segja að án aðkomu AGS hefði kreppan orðið dýpri en raun bar vitni. Skattar hefðu þurft að hækka meira og skera hefði þurft meira niður. Lán í tengslum við efnahagsáætlunina og trúverðugleikinn sem áætluninni fylgir kemur í veg fyrir að ríkið þurfi að safna peningum til þess að greiða upp öll lán þegar þau falla á gjalddaga. Það er algert glapræði að víkja frá þeirri efnahagsstefnu sem mörkuð hefur verið í samstarfi við AGS. Vissulega má endurskoða einstaka hugmyndir um niðurskurð í fjárlagafrumvarpi, en rammi þeirra þarf að halda. Við Íslendingar bjuggum við brenglað hagkerfi á árunum eftir aldamót og til 2008. Skuldsetning fyrirtækja og heimila óx úr hófi og einstaka atvinnugreinar s.s. byggingariðnaður og fjármálageirinn urðu alltof stórar á kostnað útflutningsgreina. Nú á sér stað sársaukafull aðlögun að veruleikanum með tilheyrandi erfiðleikum fyrir almenning. Við megum hins vegar ekki fresta þessari aðlögun. Nú þurfum við að greiða fyrir erlendri fjárfestingu og opna erlenda fjármagnsmarkaði fyrir íslensk fyrirtæki svo þau geti fjárfest á nýjan leik. Þannig bætum við lífskjör til framtíðar. Samstarf við AGS gegnir þar lykilhlutverki.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun