Af hverju erum við að vinna með AGS? Magnús Orri Schram skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Við hrun bankakerfisins varð greiðslufall yfirvofandi hjá Íslandi. Ekki voru til fjármunir til að standa skil á háum erlendum skuldbindingum og samstarf við erlend ríki var lífsnauðsynlegt ef endurreisn ætti að eiga sér stað. Erlend ríki vildu hins vegar ekki aðstoða Ísland án þess að AGS kæmi þar að. Greiðslufall Íslands hefði getað þýtt áralöng útskúfun af erlendum fjármálamörkuðum en án erlends fjármagns þarf íslenska þjóðin að standa undir öllum framkvæmdum með innlendum sparnaði. Við þær aðstæður er hætt við að fjárfesting verði of lág. Hagvöxtur til skemmri og lengri tíma léti þá á sér standa með enn verri stöðu heimila og fyrirtækja. Samstarfið við AGS er forsenda þess að íslensk stjórnvöld hafi getað beitt gjaldeyrishöftum án þess að ganga gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Án gjaldeyrishaftanna er ljóst að krónan hefði veikst meira en raun bar vitni, með meðfylgjandi hækkun verðbólgu með auknum skuldum heimila og fyrirtækja. Þannig má segja að án aðkomu AGS hefði kreppan orðið dýpri en raun bar vitni. Skattar hefðu þurft að hækka meira og skera hefði þurft meira niður. Lán í tengslum við efnahagsáætlunina og trúverðugleikinn sem áætluninni fylgir kemur í veg fyrir að ríkið þurfi að safna peningum til þess að greiða upp öll lán þegar þau falla á gjalddaga. Það er algert glapræði að víkja frá þeirri efnahagsstefnu sem mörkuð hefur verið í samstarfi við AGS. Vissulega má endurskoða einstaka hugmyndir um niðurskurð í fjárlagafrumvarpi, en rammi þeirra þarf að halda. Við Íslendingar bjuggum við brenglað hagkerfi á árunum eftir aldamót og til 2008. Skuldsetning fyrirtækja og heimila óx úr hófi og einstaka atvinnugreinar s.s. byggingariðnaður og fjármálageirinn urðu alltof stórar á kostnað útflutningsgreina. Nú á sér stað sársaukafull aðlögun að veruleikanum með tilheyrandi erfiðleikum fyrir almenning. Við megum hins vegar ekki fresta þessari aðlögun. Nú þurfum við að greiða fyrir erlendri fjárfestingu og opna erlenda fjármagnsmarkaði fyrir íslensk fyrirtæki svo þau geti fjárfest á nýjan leik. Þannig bætum við lífskjör til framtíðar. Samstarf við AGS gegnir þar lykilhlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Við hrun bankakerfisins varð greiðslufall yfirvofandi hjá Íslandi. Ekki voru til fjármunir til að standa skil á háum erlendum skuldbindingum og samstarf við erlend ríki var lífsnauðsynlegt ef endurreisn ætti að eiga sér stað. Erlend ríki vildu hins vegar ekki aðstoða Ísland án þess að AGS kæmi þar að. Greiðslufall Íslands hefði getað þýtt áralöng útskúfun af erlendum fjármálamörkuðum en án erlends fjármagns þarf íslenska þjóðin að standa undir öllum framkvæmdum með innlendum sparnaði. Við þær aðstæður er hætt við að fjárfesting verði of lág. Hagvöxtur til skemmri og lengri tíma léti þá á sér standa með enn verri stöðu heimila og fyrirtækja. Samstarfið við AGS er forsenda þess að íslensk stjórnvöld hafi getað beitt gjaldeyrishöftum án þess að ganga gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Án gjaldeyrishaftanna er ljóst að krónan hefði veikst meira en raun bar vitni, með meðfylgjandi hækkun verðbólgu með auknum skuldum heimila og fyrirtækja. Þannig má segja að án aðkomu AGS hefði kreppan orðið dýpri en raun bar vitni. Skattar hefðu þurft að hækka meira og skera hefði þurft meira niður. Lán í tengslum við efnahagsáætlunina og trúverðugleikinn sem áætluninni fylgir kemur í veg fyrir að ríkið þurfi að safna peningum til þess að greiða upp öll lán þegar þau falla á gjalddaga. Það er algert glapræði að víkja frá þeirri efnahagsstefnu sem mörkuð hefur verið í samstarfi við AGS. Vissulega má endurskoða einstaka hugmyndir um niðurskurð í fjárlagafrumvarpi, en rammi þeirra þarf að halda. Við Íslendingar bjuggum við brenglað hagkerfi á árunum eftir aldamót og til 2008. Skuldsetning fyrirtækja og heimila óx úr hófi og einstaka atvinnugreinar s.s. byggingariðnaður og fjármálageirinn urðu alltof stórar á kostnað útflutningsgreina. Nú á sér stað sársaukafull aðlögun að veruleikanum með tilheyrandi erfiðleikum fyrir almenning. Við megum hins vegar ekki fresta þessari aðlögun. Nú þurfum við að greiða fyrir erlendri fjárfestingu og opna erlenda fjármagnsmarkaði fyrir íslensk fyrirtæki svo þau geti fjárfest á nýjan leik. Þannig bætum við lífskjör til framtíðar. Samstarf við AGS gegnir þar lykilhlutverki.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun