Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Jón Bjarnason skrifar 6. nóvember 2010 06:00 Öflug heilbrigðisþjónusta er lykill að jafnræði byggðarlaga, öryggi þeirra og búsetuskilyrðum. Fram komnar tillögur um stórfelldan niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana mæta að vonum mikilli andstöðu um land allt. Engum dylst þó að nú þarf að spara í öllum ríkisrekstri. Það sem deilt er á er ekki síst skortur á samráði og lýðræðislegri umræðu. Stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvernig gagnrýni verður mætt og innan ríkisstjórnarinnar er vilji til að koma til móts við framkomna gagnrýni. Í ályktunum sem borist hafa frá fundum víðs vegar um landið er sérstaklega fundið að því að tillögur um niðurskurð nú séu settar fram án samráðs við íbúa og starfsmenn þeirra stofnana sem þjónustuna veita. Hér skiptir miklu að árið 2003 voru lagðar niður stjórnir heilbrigðisstofnana sem skipaðar voru fulltrúum sveitarfélaga og starfsmanna. Það er alls ekki ætlunin að halda því hér fram að ráðgefandi stjórnir hefðu getað komið í veg fyrir allan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en með aðkomu þessara stjórna hefði mátt finna þeim annan og farsælli farveg þar sem meira jafnræðis hefði gætt milli byggðarlaga. Við sem höfum að undanförnu farið um kjördæmin og fengið heilbrigðisumræðuna beint í æð á heimavelli vitum hvað er í húfi fyrir fólkið og byggðirnar í landinu. Í litlum samfélögum eru tugir starfa í hættu og lakari þjónusta mun auka á misrétti landshluta og skerða búsetuskilyrði. Við því megum við síst nú um stundir. Þegar þáverandi heilbrigðisráðherra lagði stjórnir heilbrigðisstofnana niður árið 2003 var því mótmælt og sá sem hér skrifar benti meðal annars á lýðræðislegt mikilvægi þessara stofnana og mikilvægi þess að halda tengslum stofnananna við umhverfi sitt, neytendur og samfélag. Rök fyrir þessari ákvörðun voru óljós og helst þau að tryggja miðstýringu ráðuneytis í sessi. Með því sem nú á sér stað eru komnir fram þeir alvarlegu vankantar sem bent var á í umræðunni 2003. Það er því vel að á Alþingi liggur nú frammi tillaga um að endurvekja stjórnir heilbrigðisstofnana og samþykkt þess gæti orðið liður í þeirri sáttagerð sem nú þarf að verða um fyrirkomulag og sparnað á heilbrigðissviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Öflug heilbrigðisþjónusta er lykill að jafnræði byggðarlaga, öryggi þeirra og búsetuskilyrðum. Fram komnar tillögur um stórfelldan niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana mæta að vonum mikilli andstöðu um land allt. Engum dylst þó að nú þarf að spara í öllum ríkisrekstri. Það sem deilt er á er ekki síst skortur á samráði og lýðræðislegri umræðu. Stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvernig gagnrýni verður mætt og innan ríkisstjórnarinnar er vilji til að koma til móts við framkomna gagnrýni. Í ályktunum sem borist hafa frá fundum víðs vegar um landið er sérstaklega fundið að því að tillögur um niðurskurð nú séu settar fram án samráðs við íbúa og starfsmenn þeirra stofnana sem þjónustuna veita. Hér skiptir miklu að árið 2003 voru lagðar niður stjórnir heilbrigðisstofnana sem skipaðar voru fulltrúum sveitarfélaga og starfsmanna. Það er alls ekki ætlunin að halda því hér fram að ráðgefandi stjórnir hefðu getað komið í veg fyrir allan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en með aðkomu þessara stjórna hefði mátt finna þeim annan og farsælli farveg þar sem meira jafnræðis hefði gætt milli byggðarlaga. Við sem höfum að undanförnu farið um kjördæmin og fengið heilbrigðisumræðuna beint í æð á heimavelli vitum hvað er í húfi fyrir fólkið og byggðirnar í landinu. Í litlum samfélögum eru tugir starfa í hættu og lakari þjónusta mun auka á misrétti landshluta og skerða búsetuskilyrði. Við því megum við síst nú um stundir. Þegar þáverandi heilbrigðisráðherra lagði stjórnir heilbrigðisstofnana niður árið 2003 var því mótmælt og sá sem hér skrifar benti meðal annars á lýðræðislegt mikilvægi þessara stofnana og mikilvægi þess að halda tengslum stofnananna við umhverfi sitt, neytendur og samfélag. Rök fyrir þessari ákvörðun voru óljós og helst þau að tryggja miðstýringu ráðuneytis í sessi. Með því sem nú á sér stað eru komnir fram þeir alvarlegu vankantar sem bent var á í umræðunni 2003. Það er því vel að á Alþingi liggur nú frammi tillaga um að endurvekja stjórnir heilbrigðisstofnana og samþykkt þess gæti orðið liður í þeirri sáttagerð sem nú þarf að verða um fyrirkomulag og sparnað á heilbrigðissviði.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun