Fleiri fréttir

Komið að skuldadögum í Helguvík

Sigmundur Einarsson skrifar

Álbræðsla í Helguvík hefur verið töluvert til umræðu undanfarið vegna fyrirsjáanlegra tafa á afhendingu orkunnar. Skýringar hagsmunahópa eru allar á sama veg. Stjórnvöld bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu! HS Orka fær ekki leyfi til að stækka Reykjanesvirkjun! Seinagangur við afgreiðslu skipulagsáætlana! Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ lagður í pólitískt einelti! – O.s.frv.

Efling umhverfisráðuneytisins

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun vonandi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfisráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála.

Kirkjan og ríkið

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Vísast er í eðli stofnana að þær vilja verja sig og viðhalda valdastöðu sinni. Um þetta eru dæmin mörg. Þannig endurspeglast tilhneiging valdastofnana til að stuðla að óbreyttu ástandi í viðbrögðum bæði Bændasamtakanna og Landssambands íslenskra útvegsmanna til aðildar að Evrópusambandinu.

Ætla þau að svíkja?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Umbúnaður ríkisstjórnar-innar um endurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins virðist bera með sér, að ríkisstjórnin hyggist bregðast fyrirheitum, sem hún gaf fólkinu í landinu.

Þjónustumiðstöð nærsamfélagsins

Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar

Í öllum hverfum borgarinnar, í hverjum bæ og hverri sveit er þjónustumiðstöð á formi sóknarkirkju. Þar er veitt margþætt þjónusta fyrir einstaklinga og hópa í ólíkum aðstæðum sem koma upp í lífinu.

Áætlun um ferðamennsku á hálendinu

Siv Friðleifsdóttir skrifar

Á mánudag var samþykkt þingsálykturnartillaga á Alþingi um gerð áætlunar um ferðamennsku á miðhálendi Íslands þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn.

Misjafn situr á þingi

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Fólk opinberar misjafnleg viðhorf sín til samkynhneigðar þessa dagana eftir að Jenis av Rana, þingmaður og formaður Miðjuflokksins í Færeyjum vildi ekki setjast til borðs með íslenska forsætisráherranum og konu hennar.

Siðferði í útrýmingarhættu

Harpa Björnsdóttir skrifar

Föstudaginn 3. september síðastliðinn var í tilefni Ljósanætur í Reykjanesbæ afhjúpað listaverk eftir bandaríska listamanninn Todd McGrain. Verk Todd McGrain er því miður neyðarleg endurtekning á verki eftir íslenska myndlistarmanninn Ólöfu Nordal, verki sem hefur staðið í 13 ár úti í Skerjafirði og er í eigu Listasafns Reykjavíkur.

Einfalt og hollt fyrir börnin

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Mörgum foreldrum þykir matur grunnskólabarna einhæfur og ekki nægilega hollur. Ljóst er að staðan er þröng því meðan verð á matvælum hækkar þá eru verðskrár í skólamötuneytum óbreyttar. Sýnt er því að útsjónarsemi þarf til að viðhalda gæðum þess matar sem börnunum er boðinn.

Fóbísku frændurnir

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar

Frændur okkar í Færeyjum eiga þingmann sem heitir því skemmtilega nafni Jenis frá Rana. Sjálfur er hann þó ekkert sérstaklega skemmtileg týpa. Í fyrradag fann hann sig knúinn til að tilkynna að hann ætlaði sko ekki að sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur,

Þróttmikil Norðurlönd – aflvana Ísland

Þórður Friðjónsson skrifar

Tímaritið Newsweek gerði nýlega úttekt á 100 löndum með það að markmiði að velja bestu hagkerfi í heimi (Newsweek, 23.-30. ágúst, 2010). Valið byggði á að finna þau lönd sem veittu bestu tækifærin til að lifa heilsusamlegu og öruggu lífi; nokkurs konar mælikvarði á lífsgæði og tækifæri einstaklingsins til að njóta þeirra.

Víxlarekkinn í Alþingishúsinu

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Svo háttaði til árum saman að við innganginn í sal neðri deildar Alþingis stóð rekki úr harðviði. Í honum var að finna það, sem taldist til nauðsynja í störfum alþingismanna. Dagblöðin, umslög og bréfsefni, risspappír,

Réttlæti réttarríkisins

Snorri Páll Úlfhildarson skrifar

Mál ríkisins gegn nímenningunum heldur áfram í dag og mun Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjögurra okkar, færa rök fyrir vanhæfni setts saksóknara, Láru V. Júlíusdóttur, vegna náinna tengsla hennar við brotaþolann Alþingi. Það er óþarfi að fara nánar út í sjálfar ákærurnar og gagnrýnina á þær, sem vaxið hefur fiskur um hrygg síðustu mánuðina. Þau vita sem vilja.

Krónan og kjörin

Ólafur Stephensen skrifar

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, vakti athygli á því í viðtali hér í blaðinu í gær hversu nátengd kjaramál almennings eru ástandi gjaldmiðilsins. Hann sagði meðal annars að launafólk gæti aldrei sætzt á að krónan yrði svo veik að Ísland væri samkeppnisfært við láglaunalönd í framleiðslu.

Ráðherrar fái leyfi frá þingstörfum

Valgerður Bjarnadóttir skrifar

Fyrr í sumar samþykkti flokksstjórn Samfylkingarinnar tillögu þess efnis að ráðherrar Samfylkingarinnar vikju af þingi og kölluðu inn fyrir sig varamenn. Svolítil umræða varð um þetta – í Fréttablaðinu að minnsta kosti – og minnist ég leiðara Ólafs Stephensen og greinar Þorsteins Pálssonar.

Nauðsynlegur aðskilnaður

Sverrir Jakobsson skrifar

Aðskilnaður ríkis og kirkju er ekki dægurmál sem tengist hegðun einstakra framámanna innan þjóðkirkjunnar í fortíð eða nútíð. Hann snýst ekki heldur um það álit sem þjóðkirkjan nýtur meðal almennings frá degi til dags. Þvert á móti er hér á ferð sígilt ágreiningsmál um grundvallaratriði; um ríkjandi viðhorf í samfélaginu til mannréttinda og félagafrelsis.

Tími til að standa á eigin fótum

Lilja Mósesdóttir skrifar

Fram til þessa hefur okkur tekist að ná frekar mjúkri lendingu hagkerfisins með m.a. gjaldeyris­höftum, hallarekstri ríkissjóðs og frystingu lána fyrirtækja og heimila. Nú er komið að tímamótum í endurreisninni og orðið tímabært að standa á eigin fótum. Byrja verður á að segja samningum við AGS upp áður en til þriðju endurskoðunar kemur. Samhliða því þarf að grípa til aðgerða sem örva efnahagslífið, þannig að það komist sem fyrst upp af botninum. Slíkar aðgerðir eru veruleg vaxtalækkun, almenn niðurfærslu lána og hægfara aðlögun ríkisútgjalda.

Hvar er rannsóknarnefndin?

Davíð Stefánsson skrifar

Á nokkrum mánuðum hefur Besti flokkurinn sýnt að ef ríkur vilji er fyrir hendi er hægt að ganga í einstaka mál innan borgarinnar af miklum skörungsskap, einkum ef sá vilji passar vel við vilja borgarbúa almennt.

Guð láti gott á vita

Svavar Gestsson skrifar

Jón Baldvin Hannibalsson er farinn að láta á sér bera aftur. Það sýnir að sumri hallar. Á fundi Samfylkingarinnar sem fjallaði um það af hverju hún fór ekki vel út úr síðustu sveitarstjórnarkosningum kom hann sér á framfæri. Mikilvæg skýring á útkomu Samfylkingarinnar í

Og hvað svo?

Birkir Jón Jónsson skrifar

Það er ástæða til að óska nýjum ráðherrum og ríkisstjórninni í heild sinni velfarnaðar í erfiðum og vandasömum störfum. Mikil togstreita og vandræðagangur hefur einkennt stjórnina við ráðherraskiptin eins og í svo mörgum öðrum málum. En boða þessi tímamót einhverjar breytingar fyrir samfélagið okkar?

Takk

Þegar skelfilegar aðstæður dynja á fólki er jafnan aðeins um tvennt að ræða. Annar kosturinn er að glíma við sorgina, áfallið, sannleikann, sjúkleikann eða ofbeldið. Hinn kosturinn er að lúta áfallinu, leyfa því að buga mann hið innra og ræna að lokum sjálfstjórn. Ef svo fer er líka farin getan og jafnvel möguleiki til gleði og annars, sem gerir manni gott.

Ákall um einkavæðingu?

Ólafur Stephensen skrifar

Þótt breytt ríkisstjórn hafi á sér ákveðnara svipmót vinstri stjórnar eftir að utanþingsráðherrarnir voru settir út úr henni, flytur hinn væntanlegi velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, ekki hefðbundinn boðskap

Ábyrgðarleysi og kyrrstaða

Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar

Felst einhver kyrrstaða í uppgjöri skulda? Í fréttum í framhaldi af skuldauppgjöri Björgólfs Thors Björgólfssonar er nánast látið liggja milli hluta að hann gekk frá samningum við innlenda og erlenda banka um greiðslu á skuldum sínum.

Fyrirgef oss þeirra skuldir

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ökumaður sem uppvís er að því að hafa neytt áfengis ótæpilega áður en hann settist undir stýri og stofna þannig lífi og limum meðborgaranna (og sínum eigin) í stórkostlega hættu er þar með sviptur réttindum sínum til að aka bíl í tiltekinn tíma, jafnvel þótt hann hafi verið beittur harðræði við sýnatöku.

Hjólandi Gúffi

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Í þessum mánuði verður heimilisbílnum skipt fyrir tvö fjallahjól, tengivagn fyrir tveggja ára, strætómiða, vindklæðnað og hjálm. Það verður æ erfiðara að ná endum saman. Það er örugglega meira þreytandi að borða pasta með tómatsósu fimm daga í viku en að hjóla eða labba í vinnuna. Ég fórna bílnum fyrir fisk og kjöt.

Veik króna áfram?

Óli Kristján Ármansson skrifar

Íslenska krónan er veik, hvað sem líður smástyrkingu síðustu daga. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hún lægi banaleguna, eða væri í það minnsta á gjörgæsludeild. Og á meðan krónan er veik blæðir almenningi og fyrirtækjum, öðrum en þeim sem reiða sig á útflutning. Forsenda þess að krónunni verði komið af gjörgæsludeildinni er að fyrir liggi sýn á framtíð hennar.

Hvers vegna sagði ég mig ekki úr þjóðkirkjunni?

Nú eru hin ógurlegu mánaðamót liðin sem gera Hagstofunni kleift að taka saman fórnarkostnað þjóðkirkjunnar vegna úrsagna ágústmánaðar. Fórnarkostnað segi ég því hér er fyrst og fremst um mótmælaaðgerðir að ræða vegna þess hversu seint og klaufalega hún hefur tekið á þeim málum sem upp hafa komið.

Skriftir lútherskra

Davíð Þór Jónsson skrifar

Í umfjöllun undanfarinna daga um trúnaðar­skyldu presta hefur sá misskilningur komið fram í ræðu og riti að lútherskir menn skrifti ekki. Þetta byggir á því að Lúther leit ekki á skriftir sem sakramenti. Það þýðir þó ekki að hann hafi afnumið þær. Lúther var reyndar ákaflega hlynntur skriftum. Í riti sínu um Babýlónarherleiðingu kirkjunnar byrjar hann á að flokka þær með sakramentum, en talar sig síðan frá því þar sem hið ytra tákn skorti. Lúther viðurkenndi því aðeins tvö sakramenti, skírn og kvöldmáltíð. Þar eru hin ytri tákn til staðar, annars vegar vatnið og hins vegar vínið og brauðið.

Hvernig Alþingi?

Nú beinist athygli okkar að Alþingi þegar það kemur aftur saman. Þingið er mikilvægasta stofnun samfélagsins og mikið undir því komið að þar sé vel starfað og skilað árangri. Virðing almennings fyrir löggjafarsamkundunni virðist í lágmarki þegar rúmlega einn af hverjum tíu eru ánægðir með vinnubrögðin samkvæmt skoðanakönnun. Stundum er hlutfallið hærra.

Vinstri vængurinn styrkist

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fyrr í sumar var því haldið fram á þessum vettvangi að ódýrara yrði fyrir þjóðina að fá Ögmund Jónasson í ríkisstjórn heldur en að láta lausbeislaðan vinstri væng VG þvinga fram þjóðnýtingu HS-orku. Nú er spurning hvort kenningin stenst.

Ríkisstjórn þjappar liðinu saman

Pétur Gunnarsson skrifar

Sú ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við völdum í gær er kannski fyrsta réttnefnda vinstristjórnin hér á landi.

Leikjastefna Reykjavíkur

Af hverju eru ekki fleiri ungbarnarólur á leikvöllum? Getur borgin ekki sett niður brettagarða fyrir unglinga? Hvar eru trimmtækin við hlaupaleiðir? Þurfa að vera eins leiktæki á öllum leikvöllum? Hvernig eiga eldri borgarar að geta sótt þjónustu gangandi ef þeir geta ekki hvílt sig á bekk á leiðinni? Mega hundarnir hvergi vera?

Herþjónusta Íslendinga í ESB?

Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí.

Í Bóksölunni

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Fyrir nokkrum árum, fleiri en ég kæri mig um að muna, vann ég í Bóksölu stúdenta í nokkur misseri. Eins og gefur að skilja var álagið mest í upphafi haustannar; vikurnar á undan bárust fleiri hundruð tonn af kennsluritum og lagerinn minnti einna helst á völundarhús úr bókum. Stundum sótti sú tilfinning að mér að ég myndi hreinlega daga uppi í rangölum vísdómsins. Svo byrjuðu kúnnarnir að streyma að í þúsundavís; háskólafólkið – framtíð landsins. Sumir dálítið utan við sig.

Áfellisdómur Ríkisendurskoðunar

Ríkisendurskoðun hefur nýlokið gerð skýrslu fyrir Alþingi um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Niðurstöður eru áfellisdómur yfir Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðuneyti. Fram koma alvarlegar athugasemdir við stjórnun og skipulag málaflokksins. Heildarstefnu í málaflokknum skorti.

Endurskoðum fyrirkomulag opinberra ráðninga

Opinberar ráðningar hafa verið mikið til umræðu upp á síðkastið og í einstaka tilvikum hafa orðið harðar deilur um verklag og fyrirkomulag slíkra ráðninga. Reynslan af núverandi lagaumhverfi er almennt góð en jafnframt blasa við ákveðnir gallar sem í sumum tilvikum geta haft slæm áhrif á hina endanlegu niðurstöðu ráðningarferlis. Það er því tímabært að endurskoða þær reglur sem um þessi mál gilda, án þess að fórna með nokkrum hætti þeirri fagmennsku sem skapast hefur.

Er RÚV dottið úr sambandi?

Ég hef alltaf haldið að fyrirtækjum væri í mun að það sem þau hefðu fram að færa félli fólki í geð. Það virðist sem hjá RÚV sé þessu öfugt farið. Ekki var ég fyrr búin að jafna mig á því að Spaugstofan skyldi vera strokuð út

Ertu með eða á móti?

Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar.

101 Öræfasveit

Íbúar Öræfasveitar skrá sig á spjöld sögunnar í dag þegar þeir taka formlega í notkun nýtt háhraða ljósleiðaranet. Netið lögðu þeir inn í hvert hús í sveitinni á eigin kostnað. Þar til nú hafa Öræfingar þurft að sætta sig við afar lélega netþjónustu og víða í sveitinni náðist eingöngu ein sjónvarpsstöð. Með tilkomu ljósleiðarans standa Öræfingar hins vegar jafnfætis og raunar framar mörgum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Hvergi á landinu er í dag hraðari nettenging í boði en í þessari fallegu sveit milli sanda. Ljósleiðarann geta Öræfingar notað til að ná útsendingum 70 sjónvarpsstöðva eða jafnvel til að leigja sér kvikmynd með fjarstýringuna eina að vopni.

Ekki sýnt fram á öryggi erfðabreytts lyfjabyggs

Í Fréttablaðsgrein 23. ágúst s.l. auglýsa forráðamenn Orf Líftækni hf. ágæti vísinda sinna og fullyrða að útiræktun fyrirtækisins á erfðabreyttu lyfjabyggi sé örugg. Áhætta sem þeir ræða, svo og áhætta sem þeir láta hjá líða að ræða, kallar á andsvör.

Yfirvegun í stað stóryrða

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Þingsályktunartillaga um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka er meðal þeirra mála sem kunna að verða rædd og jafnvel afgreidd á septemberþingi sem hefst í dag.

Sjá næstu 50 greinar