Siðferði í útrýmingarhættu Harpa Björnsdóttir skrifar 9. september 2010 06:00 Föstudaginn 3. september síðastliðinn var í tilefni Ljósanætur í Reykjanesbæ afhjúpað listaverk eftir bandaríska listamanninn Todd McGrain. Verk Todd McGrain er því miður neyðarleg endurtekning á verki eftir íslenska myndlistarmanninn Ólöfu Nordal, verki sem hefur staðið í 13 ár úti í Skerjafirði og er í eigu Listasafns Reykjavíkur. Listaverk Ólafar er 120 cm hátt og er úr áli, það stendur á flæðiskeri í Skerjafirðinum og horfir til Eldeyjar, með álverið í Straumsvík í baksýn. Verk Todds er 157 cm hátt úr bronsi, staðsett við Valahnúk á Reykjanesi og horfir til Eldeyjar. Grunnhugmynd verkanna er hin sama, minna á að tegundin dó út vegna ásóknar manna og hversu viðkvæmt sampil náttúru og manns er. Verk Todd McGrain er hluti af „The Lost Bird Project" sem listamaðurinn segist hafa verið að vinna að undanfarin ár til að minnast fimm norður-amerískra fuglategunda sem hefur verið útrýmt. Í undirbúningsvinnu sinni hefur hann án vafa rekist á upplýsingar um verk Ólafar og myndir af því. Todd McGrain óskaði eftir að fá að koma geirfugli sínum upp hér á landi, þar sem Ísland var einn af varpstöðum geirfuglsins, en Todd McGrain hefur þegar komið fyrir öðrum geirfugli á eyjunni Fogo við Nýfundnaland. Tók Reykjanesbær vel í óskir McGrains og birtist frétt fyrir um ári síðan um að þetta stæði til. Brást Listasafn Reykjavíkur, eigandi verks Ólafar Nordal, við fréttinni með því að senda menningarfulltrúa Reykjanesbæjar erindi ásamt mynd þar sem bent var á að þetta væri hrein endurtekning á verki Ólafar og vafasamt að þiggja þessa gjöf bandaríska listamannsins vegna líkindanna við verk hennar. Reiknaði safnstjóri Listasafns Reykjavíkur með því að sómakær listamaður myndi ekki vilja setja opinberlega upp verk sem væri auðveldlega hægt að túlka sem stælingu á verki annars listamanns, enda vill enginn listamaður með sjálfsvirðingu verða uppvís að slíku. Todd McGrain virtist þó standa á sama og Reykjanesbæ líka og haldið var áfram með uppsetningarhugmyndir, þó Listasafn Reykjavíkur teldi að hætt hefði verið við. Afhjúpun verksins núna á Ljósanótt kom illa við marga. Liggur í augum uppi að hér er um að ræða frekar lágkúrulega hermikrákulist, eða það sem kallað er á ensku „Copycat Art". Efnistökin í verkunum eru augljóslega hin sömu, framsetning, efnisnotkun og stærð áþekk og aðeins nokkrir kílómetrar á milli staðsetningar. Þetta ætti bæði bandaríska listamanninum að vera ljóst og ekki síður bæjaryfirvöldum. Er hart til þess að hugsa að opinber aðili samþykki opinbera uppsetningu á eftirhermuverki og geri þannig aðför að hugverki og sæmd listamannsins Ólafar Nordal. Bæði Todd McGrain og Reykjanesbær hafa stigið út á mjög vafasamt svæði listrænt séð, lagalega séð og síðast en ekki síst siðferðilega séð. Hvað ef þetta hefði verið Útilegumaðurinn eftir Einar Jónsson? Fjallamjólk eftir Jóhannes Kjarval? Sæmundur á selnum eftir Ásmund Sveinsson? Ingólfur Arnarson eftir Einar Jónsson? Adonis eftir Bertel Thorvaldsen? Friðarsúla Yoko Ono? Hvað ef þetta hefði verið tónverk, t.d. Bláu augun þín með Hljómum? Venus as a Boy eftir Björk? Tvær stjörnur eftir Megas? Vegbúinn eftir KK? Hvað ef þetta hefði verið Njálssaga? Brekkukotsannáll? Þjóðsöngurinn? Ef opinbert sveitarfélag virðir ekki hugverk íslensks listamanns og birtir opinberlega eftirhermuverk, þá eru íslenskir listamenn á flæðiskeri staddir, líkt og geirfuglinn góði í Skerjafirði, og siðferðisstyrkur gagnvart hugverkastælingum greinilega í útrýmingarhættu á Suðurnesjum. Kannski siðferði sé almennt í útrýmingarhættu á þessu eylandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Föstudaginn 3. september síðastliðinn var í tilefni Ljósanætur í Reykjanesbæ afhjúpað listaverk eftir bandaríska listamanninn Todd McGrain. Verk Todd McGrain er því miður neyðarleg endurtekning á verki eftir íslenska myndlistarmanninn Ólöfu Nordal, verki sem hefur staðið í 13 ár úti í Skerjafirði og er í eigu Listasafns Reykjavíkur. Listaverk Ólafar er 120 cm hátt og er úr áli, það stendur á flæðiskeri í Skerjafirðinum og horfir til Eldeyjar, með álverið í Straumsvík í baksýn. Verk Todds er 157 cm hátt úr bronsi, staðsett við Valahnúk á Reykjanesi og horfir til Eldeyjar. Grunnhugmynd verkanna er hin sama, minna á að tegundin dó út vegna ásóknar manna og hversu viðkvæmt sampil náttúru og manns er. Verk Todd McGrain er hluti af „The Lost Bird Project" sem listamaðurinn segist hafa verið að vinna að undanfarin ár til að minnast fimm norður-amerískra fuglategunda sem hefur verið útrýmt. Í undirbúningsvinnu sinni hefur hann án vafa rekist á upplýsingar um verk Ólafar og myndir af því. Todd McGrain óskaði eftir að fá að koma geirfugli sínum upp hér á landi, þar sem Ísland var einn af varpstöðum geirfuglsins, en Todd McGrain hefur þegar komið fyrir öðrum geirfugli á eyjunni Fogo við Nýfundnaland. Tók Reykjanesbær vel í óskir McGrains og birtist frétt fyrir um ári síðan um að þetta stæði til. Brást Listasafn Reykjavíkur, eigandi verks Ólafar Nordal, við fréttinni með því að senda menningarfulltrúa Reykjanesbæjar erindi ásamt mynd þar sem bent var á að þetta væri hrein endurtekning á verki Ólafar og vafasamt að þiggja þessa gjöf bandaríska listamannsins vegna líkindanna við verk hennar. Reiknaði safnstjóri Listasafns Reykjavíkur með því að sómakær listamaður myndi ekki vilja setja opinberlega upp verk sem væri auðveldlega hægt að túlka sem stælingu á verki annars listamanns, enda vill enginn listamaður með sjálfsvirðingu verða uppvís að slíku. Todd McGrain virtist þó standa á sama og Reykjanesbæ líka og haldið var áfram með uppsetningarhugmyndir, þó Listasafn Reykjavíkur teldi að hætt hefði verið við. Afhjúpun verksins núna á Ljósanótt kom illa við marga. Liggur í augum uppi að hér er um að ræða frekar lágkúrulega hermikrákulist, eða það sem kallað er á ensku „Copycat Art". Efnistökin í verkunum eru augljóslega hin sömu, framsetning, efnisnotkun og stærð áþekk og aðeins nokkrir kílómetrar á milli staðsetningar. Þetta ætti bæði bandaríska listamanninum að vera ljóst og ekki síður bæjaryfirvöldum. Er hart til þess að hugsa að opinber aðili samþykki opinbera uppsetningu á eftirhermuverki og geri þannig aðför að hugverki og sæmd listamannsins Ólafar Nordal. Bæði Todd McGrain og Reykjanesbær hafa stigið út á mjög vafasamt svæði listrænt séð, lagalega séð og síðast en ekki síst siðferðilega séð. Hvað ef þetta hefði verið Útilegumaðurinn eftir Einar Jónsson? Fjallamjólk eftir Jóhannes Kjarval? Sæmundur á selnum eftir Ásmund Sveinsson? Ingólfur Arnarson eftir Einar Jónsson? Adonis eftir Bertel Thorvaldsen? Friðarsúla Yoko Ono? Hvað ef þetta hefði verið tónverk, t.d. Bláu augun þín með Hljómum? Venus as a Boy eftir Björk? Tvær stjörnur eftir Megas? Vegbúinn eftir KK? Hvað ef þetta hefði verið Njálssaga? Brekkukotsannáll? Þjóðsöngurinn? Ef opinbert sveitarfélag virðir ekki hugverk íslensks listamanns og birtir opinberlega eftirhermuverk, þá eru íslenskir listamenn á flæðiskeri staddir, líkt og geirfuglinn góði í Skerjafirði, og siðferðisstyrkur gagnvart hugverkastælingum greinilega í útrýmingarhættu á Suðurnesjum. Kannski siðferði sé almennt í útrýmingarhættu á þessu eylandi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun