Hvar er rannsóknarnefndin? Davíð Stefánsson skrifar 7. september 2010 06:00 Á nokkrum mánuðum hefur Besti flokkurinn sýnt að ef ríkur vilji er fyrir hendi er hægt að ganga í einstaka mál innan borgarinnar af miklum skörungsskap, einkum ef sá vilji passar vel við vilja borgarbúa almennt. Hér er hægt að nefna sem dæmi afnám gjaldtöku fyrir börn í sund (tímabundin aðgerð í sumar), lokun fyrir bílaumferð í miðbænum og tilraunir með aukið vægi hjólreiðamanna á Hverfisgötu. Besti flokkurinn hefur einnig sýnt í verki að hann vill endurskoða rekstur Orkuveitunnar. En nú bregður svo við að í vor var samþykkt í borgarráði tillaga frá Þorleifi Gunnlaugssyni, borgarfulltrúa Vinstri-grænna, um að stofnuð yrði rannsóknarnefnd til að skoða starfshætti borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Tillagan kom beint í kjölfarið á rannsóknarskýrslu Alþingis, en þar fengu Íslendingar innsýn í það hversu lömuð og spillt stjórnsýsla landsins hafði verið. Eftir það beindust sjónir auðvitað að Reykjavíkurborg og hvort þar gætu líka leynst meindýr í skúmaskotum. Tillagan var lögð fram þann 6. maí. Hún var samþykkt af fulltrúum allra flokka. Í tillögunni kemur fram að starfsáætlun nefndarinnar eigi að liggja fyrir þann 1. júní 2010 og hún skili niðurstöðum þann 31. desember 2010. Það er á þessu ári. Eftir nokkra mánuði sem sagt. Samt er ekki búið að skipa í nefndina. Það er erfitt að alhæfa, en mín tilfinning er sú að eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis staðfesti það sem alla grunaði hafi þjóðinni létt stórum. Þótt efnisatriði skýrslunnar hafi leitt í ljós hryllilegar staðreyndir um vanhæfni embættismanna, ráðherra og aðila í einkarekstri var engu að síður gott að fá það allt saman staðfest. Það sama þarf að gerast í Reykjavíkurborg. Og það þarf að gerast hið fyrsta. Við þurfum að losna við gruninn um að eitthvað hafi verið rotið í Reykjavík – við þurfum að komast af grunsemdastiginu yfir á staðreyndastigið. Þess vegna var tillaga Vinstri-grænna lögð fram strax í vor. Og líklega var það líka þess vegna sem fulltrúar allra flokka í borgarráði samþykktu tillöguna. Líklega hafa þeir líka viljað finna sannleikann. Besti flokkurinn er eini flokkurinn sem kemur nýr að þessu máli. Hann hefur líka talað fyrir breyttum vinnubrögðum og meiri heiðarleika. Því skýtur skökku við að nú í byrjun september sé ekki enn búið að skipa rannsóknarnefndina. Það eru fjórir mánuðir þangað til hún hefði átt að skila af sér niðurstöðum. Það eru þrír mánuðir síðan starfsáætlun átti að liggja fyrir. Hvað skýrir þessa töf? Minn kæri Jón Gnarr, boðberi gleði og heiðarleika: Hvar er rannsóknarnefndin sem þegar er búið að samþykkja? Hvar er rannsóknarnefndin sem á að finna sannleikann um rekstur borgarinnar undanfarin ár? Spyr einn glaður borgari sem bíður eftir heiðarlegu svari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Á nokkrum mánuðum hefur Besti flokkurinn sýnt að ef ríkur vilji er fyrir hendi er hægt að ganga í einstaka mál innan borgarinnar af miklum skörungsskap, einkum ef sá vilji passar vel við vilja borgarbúa almennt. Hér er hægt að nefna sem dæmi afnám gjaldtöku fyrir börn í sund (tímabundin aðgerð í sumar), lokun fyrir bílaumferð í miðbænum og tilraunir með aukið vægi hjólreiðamanna á Hverfisgötu. Besti flokkurinn hefur einnig sýnt í verki að hann vill endurskoða rekstur Orkuveitunnar. En nú bregður svo við að í vor var samþykkt í borgarráði tillaga frá Þorleifi Gunnlaugssyni, borgarfulltrúa Vinstri-grænna, um að stofnuð yrði rannsóknarnefnd til að skoða starfshætti borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Tillagan kom beint í kjölfarið á rannsóknarskýrslu Alþingis, en þar fengu Íslendingar innsýn í það hversu lömuð og spillt stjórnsýsla landsins hafði verið. Eftir það beindust sjónir auðvitað að Reykjavíkurborg og hvort þar gætu líka leynst meindýr í skúmaskotum. Tillagan var lögð fram þann 6. maí. Hún var samþykkt af fulltrúum allra flokka. Í tillögunni kemur fram að starfsáætlun nefndarinnar eigi að liggja fyrir þann 1. júní 2010 og hún skili niðurstöðum þann 31. desember 2010. Það er á þessu ári. Eftir nokkra mánuði sem sagt. Samt er ekki búið að skipa í nefndina. Það er erfitt að alhæfa, en mín tilfinning er sú að eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis staðfesti það sem alla grunaði hafi þjóðinni létt stórum. Þótt efnisatriði skýrslunnar hafi leitt í ljós hryllilegar staðreyndir um vanhæfni embættismanna, ráðherra og aðila í einkarekstri var engu að síður gott að fá það allt saman staðfest. Það sama þarf að gerast í Reykjavíkurborg. Og það þarf að gerast hið fyrsta. Við þurfum að losna við gruninn um að eitthvað hafi verið rotið í Reykjavík – við þurfum að komast af grunsemdastiginu yfir á staðreyndastigið. Þess vegna var tillaga Vinstri-grænna lögð fram strax í vor. Og líklega var það líka þess vegna sem fulltrúar allra flokka í borgarráði samþykktu tillöguna. Líklega hafa þeir líka viljað finna sannleikann. Besti flokkurinn er eini flokkurinn sem kemur nýr að þessu máli. Hann hefur líka talað fyrir breyttum vinnubrögðum og meiri heiðarleika. Því skýtur skökku við að nú í byrjun september sé ekki enn búið að skipa rannsóknarnefndina. Það eru fjórir mánuðir þangað til hún hefði átt að skila af sér niðurstöðum. Það eru þrír mánuðir síðan starfsáætlun átti að liggja fyrir. Hvað skýrir þessa töf? Minn kæri Jón Gnarr, boðberi gleði og heiðarleika: Hvar er rannsóknarnefndin sem þegar er búið að samþykkja? Hvar er rannsóknarnefndin sem á að finna sannleikann um rekstur borgarinnar undanfarin ár? Spyr einn glaður borgari sem bíður eftir heiðarlegu svari.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun