Fleiri fréttir Um nýja stjórnarskrá Þorvaldur Gylfason skrifar Stjórnarskrá Íslands, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu við lýðveldisstofnunina á Þingvöllum 17. júní 1944, er í öllum meginatriðum samhljóða stjórnarskrá Danmerkur. Það eru því ekki endilega annmarkar á stjórnarskránni, sem knýja á um, að þjóðin setji sér nú nýja stjórnarskrá, enda hefur Danmörku vegnað býsna vel. Danir gerðu að vísu nokkrar breytingar á stjórnarskrá sinni 1953 einkum vegna hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið síðar, en Íslendingar hafa ekki gert samsvarandi breytingar, að frátöldum nýjum mannréttindakafla. Þessi munur skiptir þó ekki miklu máli. 2.9.2010 06:00 Rányrkja á makríl Makalaust er að hlusta á viðbrögð íslenskra ráðamanna og útvegsmanna við óskum Evrópuþjóða um að við höldum aftur af okkur við makrílveiðar. Makríll er nýja silfrið á Íslandsmiðum. Allir muna hvernig fór með síldina. Hún var hreinsuð upp og stofninn hefur ekki borið sitt barr síðan. 2.9.2010 05:00 Halldór 02.09.2010 1.9.2010 22:18 Grillir í sátt? Ólafur Stephensen skrifar Mögulega grillir nú í útlínur sáttar um fiskveiðistjórnunina í starfshópi sjávarútvegsráðherra. Þar mun yfirgnæfandi meirihluti vera fyrir svokallaðri samningaleið, eins og Fréttablaðið hefur sagt frá. Hún felur í sér fráhvarf frá fyrningarleiðinni, sem ríkisstjórnin lagði upp með, en gerir ráð fyrir að veiðiheimildum verði að stærstum hluta endurúthlutað til útgerðarinnar í sömu hlutföllum og nú, en á grundvelli samninga og komi gjald fyrir. Þannig verði undirstrikað að veiðiheimildirnar séu þjóðareign en ekki í einkaeigu og að kvótinn sé afnotaréttur, ekki eignarréttur. 1.9.2010 07:30 Hve lengi tekur Ölfusá við? Benedikt Jóhannsson skrifar Opið bréf til Elvu Daggar Þórðardóttur, formanns framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar. Sæl Elva 1.9.2010 06:00 Sátt um eignarhald á orkufyrirtækjum – norræna leiðin Umræða um orkumál hefur verið fyrirferðarmikil í þjóðmálaumræðunni að undanförnu, ekki síst um eignarhald á orkufyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um þetta efni. Sumir eru þeirrar skoðunar að eignarhaldið eigi alfarið að vera í höndum opinberra aðila. Aðrir telja sjálfsagt að einkaaðilar eigi orkufyrirtækin - ríkið eigi hvergi að koma þar nærri. Minna hefur farið fyrir sáttasjónarmiðum, málamiðlunum, vangaveltum um skynsamlegar leiðir sem annars staðar hefur náðst ágætt samkomulag um. 1.9.2010 06:00 Samfélag fyrir alla Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt í fjórða sinn 3. desember nk. Þá verðlaunar Öryrkjabandalag Íslands þá sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Megintilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu helsta baráttumáli Öryrkjabandalags Íslands: einu samfélagi fyrir alla. 1.9.2010 06:00 Bréf til biskups Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Þegar ég var ungur vann ég í tvö sumur í sumarskóla einum fyrir einhverf börn. Hófst sá stutti starfsferill brösuglega en samstarfsmönnum mínum þótti ég eiga erfitt með að kenna krökkunum góðar umgengnisreglur. Svo keyrði um þverbak þegar kollegar mínir sáu sig nauðbeygða til að kenna mér sjálfum eitt og annað um umgengni. 1.9.2010 06:00 Þjófar sakleysisins Jónína Michaelsdóttir skrifar Sá sem gengur inn á heimili vinar, sér þar dýrgrip sem hann ágirnist, stingur honum inn á sig þegar hann er einn í stofunni og fer með hann heim, er þjófur. 1.9.2010 06:00 Glæpur og refsing Ólafur Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá athyglisverðum niðurstöðum könnunar, sem gerð var á viðhorfi Norðurlandabúa til refsinga í ýmsum brotamálum. Í íslenzka hluta könnunarinnar, sem Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur stýrði, kom fram að almenningur á Íslandi telur annars vegar að refsidómar séu vægari en þeir raunverulega eru og hins vegar að þær refsingar, sem þátttakendur í könnuninni útdeildu sjálfir eftir að hafa kynnt sér málavöxtu í mismunandi brotamálum, eru vægari en þær sem reyndir dómarar ákveða í sömu málum. 31.8.2010 07:30 Halldór 1.9.2010 31.8.2010 20:45 Halldór 31.08.2010 31.8.2010 16:00 Oft var þörf en nú er nauðsyn Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu ríkissjóðs. 31.8.2010 06:00 Réttlæting letiblóðs Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Faðir minn, sextugur upp á dag, er staddur í eftirlætislandinu sínu að borða eftirlætismatinn sinn. Hann, hálfur Þjóðverji, er sérlegur aðdáandi Bæjaralands og það var aldrei spurning hvar hann myndi eyða þessum degi. Í Ölpunum, við stórt stöðuvatn, horfandi á seglbáta. Það er reyndar daglegt brauð, og gæti allt eins gerst þótt hann væri 59 eða 61. Sjálf get ég ekki ímyndað mér hvar ég verð stödd árið 2037, sextug. Ég hef ekki enn þá þróað með mér smekk á neinu eftirlætislandi og markmið mín í lífinu eru yfirleitt svo einföld og lítilfjörleg að flestir myndu kalla það metnaðarleysi á einfaldri íslensku. Þegar ég er sérstaklega löt í markmiðum og áætlunum í lífi mínu les ég stundum endurholdgunarfræði og gleðst innra með mér yfir því að „gömlu sálirnar" - þær sem eru búnar að lifa flest líf á jörðinni - eru samkvæmt þeim fræðum jafnframt sagðar þær lötustu þegar kemur að metnaði fyrir eigin hönd. „Til hvers? Hlaupa hvert? Gera hvað? Við erum öll á leið á sama stað hvort sem er," segja þær og halda áfram að leika sér í Farmville. 31.8.2010 06:00 Pólitísk misbeiting eða fagmennska við stöðuveitingu? Margrét S. Björnsdóttir skrifar Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru. Íbúðalánasjóður er lykil fjármálastofnun í okkar samfélagi með 800 milljarða eignir og tugmilljarða veltu á ári. Sjóðurinn er í miklum vanda, vegna erfiðrar skuldastöðu heimila, en einnig vegna taps á kaupum sjóðsins á skuldabréfum af hinum föllnu viðskiptabönkum. 31.8.2010 06:00 Ný hugmynd að skemmtilegri helgi Kæru íbúar í nágrannasveitarfélögunum, ef það er einhver sem ennþá heldur að það sé óyfirstíganlega löng leið til Reykjanesbæjar þá tilkynnist hér með að við erum að tala um klukkustund og undir ! Skora á ykkur að prófa hina betrumbættu Reykjanesbraut, tvöföld með meiru og vel upplýst. Þessar góðu samgöngufréttir gætu aðstoðað ykkur við valið á því hvað gera skuli um helgina 2. - 5. september. 30.8.2010 21:08 Afneitun stjórnarformanns Steinunn Stefánsdóttir skrifar Eftir fáeinar vikur verða tvö heil ár liðin frá falli íslenska bankakerfisins. Hrun íslenska bankakerfisins var afleiðing alþjóðlegrar fjármálakreppu. Sú kreppa dugir þó ekki ein til útskýringar á því hversu illa fór hér á landi þar sem bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig. Hér koma til viðbótar þættir eins og örsmá mynt og svo gríðarlegur og hraður vöxtur íslenska bankakerfisins sem stundaði viðskipti sín um heim allan en gerði þó alltaf út frá heimahöfninni á Íslandi. 30.8.2010 06:00 Halldór 30.08.2010 30.8.2010 16:00 Aðlögun í boði ESB Hörðustu Evrópusinnar hafa undanfarið reynt að telja lesendum Fréttablaðsins trú um að hægt sé að ná samningum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mánuðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Málið virðist byggt á röngum forsendum, eða var þingheimur blekktur? 30.8.2010 06:00 Tengjast kirkjugarðar trú? Marta María Friðriksdóttir skrifar Tilraun var gerð þegar ég heimsótti Korputorg í fyrsta sinn í gær. Vinkona var dregin með því annars hefði ég líklega ekki ratað því mér finnst allt fyrir ofan Elliðaárnar vera sveit. 30.8.2010 06:00 Misminni Sigurðar Einarssonar Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf., segist í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 28. ágúst sl. hafa sem formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði fengið bréf frá mér þar sem ég „leggist alfarið gegn… umræðu“ um hlutverk Seðlabanka Íslands sem lánveitanda til þrautavara. 30.8.2010 06:00 Sápukúlur í valdabaráttu Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tókst í liðinni viku að láta Evrópuumræðuna snúast um þær staðhæfingar Heimssýnar að umsóknarferlið sé aðlögunarferli. Í því felst sú hugsun að Ísland þurfi að innleiða löggjöf Evrópusambandsins áður en þjóðin fær tækifæri til að greiða atkvæði um hugsanlegan samning. 28.8.2010 08:00 Kjötbollur og söngur Gerður Kristný skrifar skrifar Þessi vika var skemmtileg í lífi fjölskyldunnar því þá hóf frumburðurinn skólagöngu. Ég fékk mér far með skólarútunni fyrsta daginn og fylgdi syni mínum inn í stofu. Eitthvað súrnaði okkur mæðrunum í augum frammi á gangi eftir að hafa kvatt afkvæmin. Þau voru allt í einu eitthvað svo lítil og skólinn svo stór. Þegar ég sótti drenginn síðdegis spurði ég hann hvernig hefði verið þennan fyrsta skóladag en það varð fátt um svör. „Það er löng saga,“ lét barnið sér nægja að segja. Það var ekki fyrr en um kvöldið að ég fékk að heyra lagið sem sungið er í lok hvers skóladags og að það hefðu verið kjötbollur í matinn. Auðvitað reyndist allt hafa gengið vel. 28.8.2010 00:01 Jón finnur smugu Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur valið þá leið sem óhagstæðust er fyrir neytendur þegar hann ákveður hvernig tollar skuli lagðir á innfluttar landbúnaðarvörur, eins og fram kom á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær. 27.8.2010 07:45 Halldór 27.08.2010 27.8.2010 16:00 Læmingi í flæmingi Brynhildur Björnsdóttir. skrifar Ég trúi á Guð, samkvæmt skilningi mínum á honum, ég trúi á Jesú Krist og þá siðfræði sem honum er eignuð en ég hef enga trú á heilagri, almennri kirkju. 27.8.2010 10:00 Auðlindir, að nýta eða misnota? Flestir kannast við þann mun sem felst í að nýta eða að misnota. Þegar ég á góðan vin þá get ég nýtt mér vináttuna þegar ég er í vandræðum og beðið um hjálp. Á móti mun ég einnig vera til að aðstoða hann þegar þörf er á. Þannig munum við bæði hafa gagn af því að vera vinir. En svo eru dæmi til að menn misnoti aðra. Misnotkunin felst í því að menn taka það mikið til sín að hinn aðilinn verður fyrir tjóni. 27.8.2010 07:30 Foreldrar í skólabyrjun Haustin eru heillandi tími. Skólarnir eru að hefja störf að nýju eftir sólríkt sumar. Eftirvænting ríkir meðal skólabarnanna - augnagotur og umhugsun um hvað veturinn muni bera í skauti sér. Það er ekki laust við að foreldrarnir fái líka fiðring í magann, kannski af gömlum vana. 27.8.2010 07:15 Er botninn heppilegur áfangastaður? Fjármálaráðherra hefur birt fjölda blaðagreina til að gleðja okkur landsmenn og freista þess að sannfæra okkur um mikinn árangur af störfum núverandi ríkisstjórnar. 27.8.2010 06:45 Ég á! Fyrir um viku síðan var lögð hjólarein á Hverfisgötuna. Í þeim tilgangi þurfti að fjarlægja um fjörutíu bílastæði í eigu borgarinnar úr syðri vegkantinum og mála þar græna rönd með hjólamerki. Á norðurakreininni voru málaðir nokkrir svokallaðir hjólavísar en það eru merki sem eiga að minna ökumenn á að þeir deili götunni með hjólreiðamönnum. 27.8.2010 06:30 Nýsköpun í ferðaþjónustu Stundum er haft á orði að hver erlendur ferðamaður skilji að jafnaði 100.000 krónur eftir sig eða að hann jafngildi einu þorsktonni úr sjó. Fleiri ferðamenn eru velkomnir þó að einhvers staðar séu til þolmörk samfélags og náttúru. Geri mætti ráð fyrir að samfélagið legði áherslu á að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróunarstarf í geiranum. En þegar að er gáð fer margfalt minna fyrir slíku en stuðningi við hefðbundinn iðnað og alls kyns framleiðslu. 27.8.2010 06:30 Ross Beaty sýnir sitt rétta andlit Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt? 27.8.2010 06:15 Landið tekur að rísa! - Grein 6 Í greinaflokki þessum undir heitinu „Landið tekur að rísa" hefur verið fjallað um aðdraganda og orsakir hrunsins sem hér varð, aðgerðir ríkisstjórnarinnar því tengdu, árangur aðgerðanna, hin ærnu verkefni framundan og stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Ég tel mig hafa fært fyrir því traust og tölfræðilega studd rök að það gríðarmikla verkefni sem núverandi ríkisstjórn fékk í fangið er á góðri leið með að takast. Við erum á réttri leið þó heilmiklar brekkur séu eftir. Og þá að framtíðinni og þeirri staðreynd að tækifærin sem landið hefur til að endurreisa sig og skila okkur á ný lífskjörum eins og best þekkjast í heiminum eru óteljandi. 27.8.2010 06:00 Gefðu oss Guð, meira þras! Gefðu oss Guð, meira puð.“ Þannig hljóðar brot af þjóðþekktum texta. Þetta var ort á þeim árum þegar „meira puð“ var einna eftirsóknarverðast í augum Íslendinga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterkara. 27.8.2010 06:00 Samtök lánþega í hlutverki ASÍ og SA Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum. 27.8.2010 05:00 Krónan hækkar heita vatnið Gífurlegur fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Fyrirtækið skuldar 240 milljarða króna og afborganir á næstu árum verða tugir milljarða. 26.8.2010 08:00 Að semja eða semja ekki Jón Steindór Valdimarsson skrifar Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB. 26.8.2010 10:51 Hjónasæla í súld Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Íslensk sumarbrúðkaup eru frábær. Sérstaklega þegar brúðhjónin spila djarft og halda þau úti við. Á sumarblíðu er ekki að treysta á klakanum og ekki hægt að panta sólina eins og hverja aðra rjómatertu. Það er þó einungis þegar fólk hengir sig í smáatriðin sem eitthvað getur farið úrskeiðis. Því strangari sem verðandi brúðhjón eru á tímasetningum, skreytingum, veitingum og væntingum, er hættara við að eitthvað fari út um þúfur. 26.8.2010 09:28 Landið tekur að rísa! - Grein 5 Íslendingar eru sjálfstæð og fullvalda þjóð með eigin örlög í sínum höndum. Þannig viljum við hafa það og það er stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. 26.8.2010 06:45 Staðarbófar og farandbófar Um stjórnmál eru ævinlega skiptar skoðanir, svo sem liggur í hlutarins eðli. Sum atriði eru þó hafin yfir skynsamlegan ágreining í okkar samfélagi. Þannig er lýðræðisskipanin hafin yfir allan vafa. Um þetta sagði George Brown, utanríkisráðherra Bretlands 1966-68: „There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be." Með öðrum orðum: Lýðræði er algilt og óvefengjanlegt líkt og önnur mannréttindi og leyfir engin frávik, engar undantekningar. Lýðræði er æðra öðru stjórnskipulagi óháð því, hvort það skilar almenningi betri kjörum en til dæmis einræði, fáræði eða þjófræði (e. kleptocracy). Lýðræði er samt ekki alltaf samfelldur dans á rósum, segja sumir. Um þetta sagði Winston Churchill, forsætis-ráðherra Bretlands í stríðinu: „Lýðræði er versta stjórnskipulagið, nema allt hitt er enn verra." 26.8.2010 06:30 Að sýna ekki öll spilin Andrés Pétursson skrifar Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. 26.8.2010 06:30 Vill órólega deild VG fella stjórnina? Órói virðist hafa aukist innan Vinstri grænna vegna stjórnarsamvinnunnar við Samfylkinguna. Síðasta upphlaup VG vegna Magma málsins var stórt og ekki enn séð fyrir endann á því. Stuttu áður var upphlaup hjá VG vegna umsóknarinnar um aðild að ESB en því máli var frestað til hausts. Það var þó í stjórnarsáttmálanum að sækja ætti um aðild að ESB þannig að ekki var ástæða til þess að efna til upphlaups út af því máli. Stærsta upphlaupið var þó vegna Icesave-málsins en þar var ágreiningur svo mikill, að Ögmundur Jónasson þá heilbrigðisráðherra, sagði af sér ráðherraembætti í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. 26.8.2010 06:15 Var rannsóknarskýrsla lífeyrissjóðanna tilbúin í vor? Landssamtök lífeyrissjóða tilkynntu föstudaginn 20.08.2010 að ríkissáttasemjari hefði skipað rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu. Megin markmið nefndarinnar er að rannsaka fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna. Það hljómar mjög vel að skoða eigi starfsemi lífeyrissjóðanna. Það eitt að frumkvæðið komi frá Landssamtökunum vakti aftur á móti undrun mína þar sem ég trúi að lífeyrissjóðirnir láti ekki gera svona skýrslu nema að niðurstaðan sé þegar tryggð? 26.8.2010 06:00 Þeirra eigin orð II Umræðan um hugsanlega aðild okkar Íslendinga að ESB er lífleg um þessar mundir. Hún hefur kallað á skoðun heimilda um þau málefni, sem hæst ber í rökræðunni. Ég sagði hér nýlega frá því, að mér hefði fundist bera dálítið á milli þess, sem fram kom í „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins“, skýrslu Evrópunefndarinnar frá 2007, og málflutningi sumra nefndarmanna undanfarna mánuði. Önnur heimild barst mér nýlega og vakti svipaðar hugrenningar. 26.8.2010 06:00 Halldór 26.08.2010 26.8.2010 16:45 Sjá næstu 50 greinar
Um nýja stjórnarskrá Þorvaldur Gylfason skrifar Stjórnarskrá Íslands, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu við lýðveldisstofnunina á Þingvöllum 17. júní 1944, er í öllum meginatriðum samhljóða stjórnarskrá Danmerkur. Það eru því ekki endilega annmarkar á stjórnarskránni, sem knýja á um, að þjóðin setji sér nú nýja stjórnarskrá, enda hefur Danmörku vegnað býsna vel. Danir gerðu að vísu nokkrar breytingar á stjórnarskrá sinni 1953 einkum vegna hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið síðar, en Íslendingar hafa ekki gert samsvarandi breytingar, að frátöldum nýjum mannréttindakafla. Þessi munur skiptir þó ekki miklu máli. 2.9.2010 06:00
Rányrkja á makríl Makalaust er að hlusta á viðbrögð íslenskra ráðamanna og útvegsmanna við óskum Evrópuþjóða um að við höldum aftur af okkur við makrílveiðar. Makríll er nýja silfrið á Íslandsmiðum. Allir muna hvernig fór með síldina. Hún var hreinsuð upp og stofninn hefur ekki borið sitt barr síðan. 2.9.2010 05:00
Grillir í sátt? Ólafur Stephensen skrifar Mögulega grillir nú í útlínur sáttar um fiskveiðistjórnunina í starfshópi sjávarútvegsráðherra. Þar mun yfirgnæfandi meirihluti vera fyrir svokallaðri samningaleið, eins og Fréttablaðið hefur sagt frá. Hún felur í sér fráhvarf frá fyrningarleiðinni, sem ríkisstjórnin lagði upp með, en gerir ráð fyrir að veiðiheimildum verði að stærstum hluta endurúthlutað til útgerðarinnar í sömu hlutföllum og nú, en á grundvelli samninga og komi gjald fyrir. Þannig verði undirstrikað að veiðiheimildirnar séu þjóðareign en ekki í einkaeigu og að kvótinn sé afnotaréttur, ekki eignarréttur. 1.9.2010 07:30
Hve lengi tekur Ölfusá við? Benedikt Jóhannsson skrifar Opið bréf til Elvu Daggar Þórðardóttur, formanns framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar. Sæl Elva 1.9.2010 06:00
Sátt um eignarhald á orkufyrirtækjum – norræna leiðin Umræða um orkumál hefur verið fyrirferðarmikil í þjóðmálaumræðunni að undanförnu, ekki síst um eignarhald á orkufyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um þetta efni. Sumir eru þeirrar skoðunar að eignarhaldið eigi alfarið að vera í höndum opinberra aðila. Aðrir telja sjálfsagt að einkaaðilar eigi orkufyrirtækin - ríkið eigi hvergi að koma þar nærri. Minna hefur farið fyrir sáttasjónarmiðum, málamiðlunum, vangaveltum um skynsamlegar leiðir sem annars staðar hefur náðst ágætt samkomulag um. 1.9.2010 06:00
Samfélag fyrir alla Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt í fjórða sinn 3. desember nk. Þá verðlaunar Öryrkjabandalag Íslands þá sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Megintilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu helsta baráttumáli Öryrkjabandalags Íslands: einu samfélagi fyrir alla. 1.9.2010 06:00
Bréf til biskups Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Þegar ég var ungur vann ég í tvö sumur í sumarskóla einum fyrir einhverf börn. Hófst sá stutti starfsferill brösuglega en samstarfsmönnum mínum þótti ég eiga erfitt með að kenna krökkunum góðar umgengnisreglur. Svo keyrði um þverbak þegar kollegar mínir sáu sig nauðbeygða til að kenna mér sjálfum eitt og annað um umgengni. 1.9.2010 06:00
Þjófar sakleysisins Jónína Michaelsdóttir skrifar Sá sem gengur inn á heimili vinar, sér þar dýrgrip sem hann ágirnist, stingur honum inn á sig þegar hann er einn í stofunni og fer með hann heim, er þjófur. 1.9.2010 06:00
Glæpur og refsing Ólafur Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá athyglisverðum niðurstöðum könnunar, sem gerð var á viðhorfi Norðurlandabúa til refsinga í ýmsum brotamálum. Í íslenzka hluta könnunarinnar, sem Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur stýrði, kom fram að almenningur á Íslandi telur annars vegar að refsidómar séu vægari en þeir raunverulega eru og hins vegar að þær refsingar, sem þátttakendur í könnuninni útdeildu sjálfir eftir að hafa kynnt sér málavöxtu í mismunandi brotamálum, eru vægari en þær sem reyndir dómarar ákveða í sömu málum. 31.8.2010 07:30
Oft var þörf en nú er nauðsyn Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu ríkissjóðs. 31.8.2010 06:00
Réttlæting letiblóðs Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Faðir minn, sextugur upp á dag, er staddur í eftirlætislandinu sínu að borða eftirlætismatinn sinn. Hann, hálfur Þjóðverji, er sérlegur aðdáandi Bæjaralands og það var aldrei spurning hvar hann myndi eyða þessum degi. Í Ölpunum, við stórt stöðuvatn, horfandi á seglbáta. Það er reyndar daglegt brauð, og gæti allt eins gerst þótt hann væri 59 eða 61. Sjálf get ég ekki ímyndað mér hvar ég verð stödd árið 2037, sextug. Ég hef ekki enn þá þróað með mér smekk á neinu eftirlætislandi og markmið mín í lífinu eru yfirleitt svo einföld og lítilfjörleg að flestir myndu kalla það metnaðarleysi á einfaldri íslensku. Þegar ég er sérstaklega löt í markmiðum og áætlunum í lífi mínu les ég stundum endurholdgunarfræði og gleðst innra með mér yfir því að „gömlu sálirnar" - þær sem eru búnar að lifa flest líf á jörðinni - eru samkvæmt þeim fræðum jafnframt sagðar þær lötustu þegar kemur að metnaði fyrir eigin hönd. „Til hvers? Hlaupa hvert? Gera hvað? Við erum öll á leið á sama stað hvort sem er," segja þær og halda áfram að leika sér í Farmville. 31.8.2010 06:00
Pólitísk misbeiting eða fagmennska við stöðuveitingu? Margrét S. Björnsdóttir skrifar Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru. Íbúðalánasjóður er lykil fjármálastofnun í okkar samfélagi með 800 milljarða eignir og tugmilljarða veltu á ári. Sjóðurinn er í miklum vanda, vegna erfiðrar skuldastöðu heimila, en einnig vegna taps á kaupum sjóðsins á skuldabréfum af hinum föllnu viðskiptabönkum. 31.8.2010 06:00
Ný hugmynd að skemmtilegri helgi Kæru íbúar í nágrannasveitarfélögunum, ef það er einhver sem ennþá heldur að það sé óyfirstíganlega löng leið til Reykjanesbæjar þá tilkynnist hér með að við erum að tala um klukkustund og undir ! Skora á ykkur að prófa hina betrumbættu Reykjanesbraut, tvöföld með meiru og vel upplýst. Þessar góðu samgöngufréttir gætu aðstoðað ykkur við valið á því hvað gera skuli um helgina 2. - 5. september. 30.8.2010 21:08
Afneitun stjórnarformanns Steinunn Stefánsdóttir skrifar Eftir fáeinar vikur verða tvö heil ár liðin frá falli íslenska bankakerfisins. Hrun íslenska bankakerfisins var afleiðing alþjóðlegrar fjármálakreppu. Sú kreppa dugir þó ekki ein til útskýringar á því hversu illa fór hér á landi þar sem bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig. Hér koma til viðbótar þættir eins og örsmá mynt og svo gríðarlegur og hraður vöxtur íslenska bankakerfisins sem stundaði viðskipti sín um heim allan en gerði þó alltaf út frá heimahöfninni á Íslandi. 30.8.2010 06:00
Aðlögun í boði ESB Hörðustu Evrópusinnar hafa undanfarið reynt að telja lesendum Fréttablaðsins trú um að hægt sé að ná samningum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mánuðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Málið virðist byggt á röngum forsendum, eða var þingheimur blekktur? 30.8.2010 06:00
Tengjast kirkjugarðar trú? Marta María Friðriksdóttir skrifar Tilraun var gerð þegar ég heimsótti Korputorg í fyrsta sinn í gær. Vinkona var dregin með því annars hefði ég líklega ekki ratað því mér finnst allt fyrir ofan Elliðaárnar vera sveit. 30.8.2010 06:00
Misminni Sigurðar Einarssonar Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf., segist í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 28. ágúst sl. hafa sem formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði fengið bréf frá mér þar sem ég „leggist alfarið gegn… umræðu“ um hlutverk Seðlabanka Íslands sem lánveitanda til þrautavara. 30.8.2010 06:00
Sápukúlur í valdabaráttu Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tókst í liðinni viku að láta Evrópuumræðuna snúast um þær staðhæfingar Heimssýnar að umsóknarferlið sé aðlögunarferli. Í því felst sú hugsun að Ísland þurfi að innleiða löggjöf Evrópusambandsins áður en þjóðin fær tækifæri til að greiða atkvæði um hugsanlegan samning. 28.8.2010 08:00
Kjötbollur og söngur Gerður Kristný skrifar skrifar Þessi vika var skemmtileg í lífi fjölskyldunnar því þá hóf frumburðurinn skólagöngu. Ég fékk mér far með skólarútunni fyrsta daginn og fylgdi syni mínum inn í stofu. Eitthvað súrnaði okkur mæðrunum í augum frammi á gangi eftir að hafa kvatt afkvæmin. Þau voru allt í einu eitthvað svo lítil og skólinn svo stór. Þegar ég sótti drenginn síðdegis spurði ég hann hvernig hefði verið þennan fyrsta skóladag en það varð fátt um svör. „Það er löng saga,“ lét barnið sér nægja að segja. Það var ekki fyrr en um kvöldið að ég fékk að heyra lagið sem sungið er í lok hvers skóladags og að það hefðu verið kjötbollur í matinn. Auðvitað reyndist allt hafa gengið vel. 28.8.2010 00:01
Jón finnur smugu Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur valið þá leið sem óhagstæðust er fyrir neytendur þegar hann ákveður hvernig tollar skuli lagðir á innfluttar landbúnaðarvörur, eins og fram kom á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær. 27.8.2010 07:45
Læmingi í flæmingi Brynhildur Björnsdóttir. skrifar Ég trúi á Guð, samkvæmt skilningi mínum á honum, ég trúi á Jesú Krist og þá siðfræði sem honum er eignuð en ég hef enga trú á heilagri, almennri kirkju. 27.8.2010 10:00
Auðlindir, að nýta eða misnota? Flestir kannast við þann mun sem felst í að nýta eða að misnota. Þegar ég á góðan vin þá get ég nýtt mér vináttuna þegar ég er í vandræðum og beðið um hjálp. Á móti mun ég einnig vera til að aðstoða hann þegar þörf er á. Þannig munum við bæði hafa gagn af því að vera vinir. En svo eru dæmi til að menn misnoti aðra. Misnotkunin felst í því að menn taka það mikið til sín að hinn aðilinn verður fyrir tjóni. 27.8.2010 07:30
Foreldrar í skólabyrjun Haustin eru heillandi tími. Skólarnir eru að hefja störf að nýju eftir sólríkt sumar. Eftirvænting ríkir meðal skólabarnanna - augnagotur og umhugsun um hvað veturinn muni bera í skauti sér. Það er ekki laust við að foreldrarnir fái líka fiðring í magann, kannski af gömlum vana. 27.8.2010 07:15
Er botninn heppilegur áfangastaður? Fjármálaráðherra hefur birt fjölda blaðagreina til að gleðja okkur landsmenn og freista þess að sannfæra okkur um mikinn árangur af störfum núverandi ríkisstjórnar. 27.8.2010 06:45
Ég á! Fyrir um viku síðan var lögð hjólarein á Hverfisgötuna. Í þeim tilgangi þurfti að fjarlægja um fjörutíu bílastæði í eigu borgarinnar úr syðri vegkantinum og mála þar græna rönd með hjólamerki. Á norðurakreininni voru málaðir nokkrir svokallaðir hjólavísar en það eru merki sem eiga að minna ökumenn á að þeir deili götunni með hjólreiðamönnum. 27.8.2010 06:30
Nýsköpun í ferðaþjónustu Stundum er haft á orði að hver erlendur ferðamaður skilji að jafnaði 100.000 krónur eftir sig eða að hann jafngildi einu þorsktonni úr sjó. Fleiri ferðamenn eru velkomnir þó að einhvers staðar séu til þolmörk samfélags og náttúru. Geri mætti ráð fyrir að samfélagið legði áherslu á að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróunarstarf í geiranum. En þegar að er gáð fer margfalt minna fyrir slíku en stuðningi við hefðbundinn iðnað og alls kyns framleiðslu. 27.8.2010 06:30
Ross Beaty sýnir sitt rétta andlit Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt? 27.8.2010 06:15
Landið tekur að rísa! - Grein 6 Í greinaflokki þessum undir heitinu „Landið tekur að rísa" hefur verið fjallað um aðdraganda og orsakir hrunsins sem hér varð, aðgerðir ríkisstjórnarinnar því tengdu, árangur aðgerðanna, hin ærnu verkefni framundan og stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Ég tel mig hafa fært fyrir því traust og tölfræðilega studd rök að það gríðarmikla verkefni sem núverandi ríkisstjórn fékk í fangið er á góðri leið með að takast. Við erum á réttri leið þó heilmiklar brekkur séu eftir. Og þá að framtíðinni og þeirri staðreynd að tækifærin sem landið hefur til að endurreisa sig og skila okkur á ný lífskjörum eins og best þekkjast í heiminum eru óteljandi. 27.8.2010 06:00
Gefðu oss Guð, meira þras! Gefðu oss Guð, meira puð.“ Þannig hljóðar brot af þjóðþekktum texta. Þetta var ort á þeim árum þegar „meira puð“ var einna eftirsóknarverðast í augum Íslendinga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterkara. 27.8.2010 06:00
Samtök lánþega í hlutverki ASÍ og SA Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum. 27.8.2010 05:00
Krónan hækkar heita vatnið Gífurlegur fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Fyrirtækið skuldar 240 milljarða króna og afborganir á næstu árum verða tugir milljarða. 26.8.2010 08:00
Að semja eða semja ekki Jón Steindór Valdimarsson skrifar Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB. 26.8.2010 10:51
Hjónasæla í súld Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Íslensk sumarbrúðkaup eru frábær. Sérstaklega þegar brúðhjónin spila djarft og halda þau úti við. Á sumarblíðu er ekki að treysta á klakanum og ekki hægt að panta sólina eins og hverja aðra rjómatertu. Það er þó einungis þegar fólk hengir sig í smáatriðin sem eitthvað getur farið úrskeiðis. Því strangari sem verðandi brúðhjón eru á tímasetningum, skreytingum, veitingum og væntingum, er hættara við að eitthvað fari út um þúfur. 26.8.2010 09:28
Landið tekur að rísa! - Grein 5 Íslendingar eru sjálfstæð og fullvalda þjóð með eigin örlög í sínum höndum. Þannig viljum við hafa það og það er stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. 26.8.2010 06:45
Staðarbófar og farandbófar Um stjórnmál eru ævinlega skiptar skoðanir, svo sem liggur í hlutarins eðli. Sum atriði eru þó hafin yfir skynsamlegan ágreining í okkar samfélagi. Þannig er lýðræðisskipanin hafin yfir allan vafa. Um þetta sagði George Brown, utanríkisráðherra Bretlands 1966-68: „There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be." Með öðrum orðum: Lýðræði er algilt og óvefengjanlegt líkt og önnur mannréttindi og leyfir engin frávik, engar undantekningar. Lýðræði er æðra öðru stjórnskipulagi óháð því, hvort það skilar almenningi betri kjörum en til dæmis einræði, fáræði eða þjófræði (e. kleptocracy). Lýðræði er samt ekki alltaf samfelldur dans á rósum, segja sumir. Um þetta sagði Winston Churchill, forsætis-ráðherra Bretlands í stríðinu: „Lýðræði er versta stjórnskipulagið, nema allt hitt er enn verra." 26.8.2010 06:30
Að sýna ekki öll spilin Andrés Pétursson skrifar Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. 26.8.2010 06:30
Vill órólega deild VG fella stjórnina? Órói virðist hafa aukist innan Vinstri grænna vegna stjórnarsamvinnunnar við Samfylkinguna. Síðasta upphlaup VG vegna Magma málsins var stórt og ekki enn séð fyrir endann á því. Stuttu áður var upphlaup hjá VG vegna umsóknarinnar um aðild að ESB en því máli var frestað til hausts. Það var þó í stjórnarsáttmálanum að sækja ætti um aðild að ESB þannig að ekki var ástæða til þess að efna til upphlaups út af því máli. Stærsta upphlaupið var þó vegna Icesave-málsins en þar var ágreiningur svo mikill, að Ögmundur Jónasson þá heilbrigðisráðherra, sagði af sér ráðherraembætti í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. 26.8.2010 06:15
Var rannsóknarskýrsla lífeyrissjóðanna tilbúin í vor? Landssamtök lífeyrissjóða tilkynntu föstudaginn 20.08.2010 að ríkissáttasemjari hefði skipað rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu. Megin markmið nefndarinnar er að rannsaka fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna. Það hljómar mjög vel að skoða eigi starfsemi lífeyrissjóðanna. Það eitt að frumkvæðið komi frá Landssamtökunum vakti aftur á móti undrun mína þar sem ég trúi að lífeyrissjóðirnir láti ekki gera svona skýrslu nema að niðurstaðan sé þegar tryggð? 26.8.2010 06:00
Þeirra eigin orð II Umræðan um hugsanlega aðild okkar Íslendinga að ESB er lífleg um þessar mundir. Hún hefur kallað á skoðun heimilda um þau málefni, sem hæst ber í rökræðunni. Ég sagði hér nýlega frá því, að mér hefði fundist bera dálítið á milli þess, sem fram kom í „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins“, skýrslu Evrópunefndarinnar frá 2007, og málflutningi sumra nefndarmanna undanfarna mánuði. Önnur heimild barst mér nýlega og vakti svipaðar hugrenningar. 26.8.2010 06:00
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun