Víxlarekkinn í Alþingishúsinu Sighvatur Björgvinsson skrifar 8. september 2010 06:00 Svo háttaði til árum saman að við innganginn í sal neðri deildar Alþingis stóð rekki úr harðviði. Í honum var að finna það, sem taldist til nauðsynja í störfum alþingismanna. Dagblöðin, umslög og bréfsefni, risspappír, blýantar og byropennar - og víxileyðublöð allra bankastofnana í landinu og stærstu sparisjóða. Hvaða erindi áttu víxileyðublöðin þarna? Jú, þá voru forréttindi að fá lán hjá banka. Fyrirtækjahópar í góðum tengslum við helmingaskiptaflokkana höfðu forgang. Almenningur átti á brattann að sækja. Árangursríkast var að leita á náðir stjórnmálamanna. Biðja þá að tala við bankann. Þess vegna víxileyðiblöðin í rekkanum. Hjá þeim, sem mestir þóttu fyrirgreiðslustjórnmálamenn, stóðu víxileyðublöð upp úr jakkavösunum. Af hverju var þetta svona? Vegna þess, að enginn vildi eiga fé í banka. Þess vegna þurfti að skammta aðganginn. Sparnaður varð nánast enginn nema lögþvingaður. Skylduframlag í lífeyrissjóði. Skyldusparnaður hja ungu fólki. Til þess að komast að þeim lögþvingaða sparnaði greip ungt fólk oft til þess ráðs að ganga í gervihjónabönd. Þá náði unga fólkið fjármunum sínum út. Hvers vegna vildi fólk ekki eiga peninga í banka? Vegna þess að verðgildi peninganna brann upp. Sparnaðurinn, sem gamla fólkið ætlaði síðustu æviárum brann upp. Skírnargjafirnar sem góðhjartaðar ömmur gáfu ömmubörnum sínum til ávöxtunar urðu að engu. Fyrir lambsverð gefið í skírnargjöf lagt inn á reikning í sparisjóðnum var hægt að kaupa eina kótelettu við fermingu. Ef fólk eignaðist peninga var þeim betur varið til allra annara hluta en að "ávaxta" þá í banka. Af hverju þetta ástand? Vegna þess, að ávöxtun var langt undir verðbólgustigi. Ef þú lagðir peninga í bankann þá tapaðir þú. Ef þú fékkst lán í banka, þá hagnaðist þú. Mest varð tapið - og mestur hagnaðurinn - þegar gengi krónunnar var fellt. Þá græddu þeir mest, sem voru í náðinni hjá bönkunum. Þá töpuði þeir líka mestu, sem lagt höfðu fé sitt inn á innlánsreikninga. Í fjölmiðlum er nú oft rætt um Vilmund Gylfason. Meðal hans helstu baráttumála var að berjast gegn þeirri óhæfu, sem hér er líst. Ég tel það meðal mestu sigra okkar kynslwóðar í Alþýðuflokknum og meðal merkustu verka Ólafs heitins Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins að afnema þetta ástand. Að sjá til þess að óhætt væri að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Þá hvarf líka andi hins gamla Íslands eins og dögg fyrir sólu. Fyrirtækjahópar í náðinni græddu ekki lengur á að hafa forgang að lánsfé. Því voru þau orðin svo vön að þau kunnu ekki annað - og þau eru ekki lengur til. Fólk taldi óhætt að leggja sparifé sitt inn í banka. Frjáls sparnaður óx. Lögþvingaði skyldusparnaðurinn hjá unga fólkinu hvarf. Lífeyrissjóðirnir sáu allt í einu fram á að geta staðið við skuldbindingar. Og víxileyðublöðin hurfu úr rekkanum í Alþingishúsinu. Almenningur þurfti ekki lengur að leita á náðir stjórnmálamanna til þess að fá lán. Svo kom hrunið. Afleiðingar skefjalausrar frjálshyggju og skorts á eftirliti af hálfu opinberra aðila. Þá var fjármálakerfinu stefnt í hættu. Þá virtist ekki lengur óhætt að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Komið var í veg fyrir hrun fjármálakerfisins. Fyrir það á þjóðin Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra að þakka. Nú er aftur orðið óhætt að trúa bönkum fyrir fé. En þá virðist að ný alda sé að rísa. Menn vilji sjá „gamla Ísland" aftur. Þegar fólk, sem heimskaðist til þess að ávaxta fé sitt í banka, uppskar tryggingu fyrir tapi. Þegar aftur yrði takmarkað aðgengi að lánsfé. Þegar aftur þyrfti að innleiða skyldusparnað ungs fólks. Þegar gamla fólkið færi aftur að tapa ellilífeyri sínum. Þegar lambsverð við skírn væri orðið að kótelettu við fermingu. Þegar víxileyðublöðin kæmu aftur í rekkann í Alþingishúsinu. Umræðan á Íslandi þessa dagana er ekki á skynsömum nótum. Vissulega er sú ábending sönn og rétt, að fjöldi landsmanna á í erfiðleikum vegna skulda. Sumum er efalaust hægt að hjálpa. Öðrum ekki. Það sem ekki er skynsamlegt í umræðunni er sú tillaga að hverfa aftur til þess tíma, sem líst var hér í upphafi. Við, sem þá tíma munum, viljum ekki sjá þá aftur. Hvers vegna ekki? Vegna þess að verði það umhverfi aftur innleitt þá eru það ekki bankarnir sem tapa heldur þeir Íslendingar, sem afhenda bönkunum sparifé sitt til þess að þeir geti lánað þeim Íslendingum, sem á þurfa að halda. Jón og Gunna þurfa ekki að halda að þá bjóðist þeim lán, sem ekki þurfi að borga til baka í sömu verðmætum. Aðrir munu hafa forgang að takmörkuðu lánsfé eins og aðrir en Jón og Gunna höfðu aðgang að takörkuðu lánsfé hins "gamla Íslands" Vel má vera að með því að innleiða þetta gamla Íslands umhverfi upp á nýtt megi bjarga einhverjum. En að velja það björgunarúrræði umfram önnur þýðir að Ísland verður lagt í rúst - þá rúst sem rústabjörgunarsveitin hans Ólafs Jóhannessonar og samstarfsmanna hans úr Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi bjargaði þjóðinni úr á sínum tíma. Vilji menn afnema verðtryggingu er það best gert með því að koma í veg fyrir þær miklu sveiflur í íslensku efnahagslífi sem einkennt hafa samfélagið um margra áratuga skeið. Lykilþáttur í því er að tryggja þjóðinni stöðugan gjaldmiðil. Sé það ekki hægt með íslensku krónunni - sjálfstæðri mynt á minnsta myntsvæði heims - þá verður þjóðin af fá annan og betri gjaldmiðil. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Svo háttaði til árum saman að við innganginn í sal neðri deildar Alþingis stóð rekki úr harðviði. Í honum var að finna það, sem taldist til nauðsynja í störfum alþingismanna. Dagblöðin, umslög og bréfsefni, risspappír, blýantar og byropennar - og víxileyðublöð allra bankastofnana í landinu og stærstu sparisjóða. Hvaða erindi áttu víxileyðublöðin þarna? Jú, þá voru forréttindi að fá lán hjá banka. Fyrirtækjahópar í góðum tengslum við helmingaskiptaflokkana höfðu forgang. Almenningur átti á brattann að sækja. Árangursríkast var að leita á náðir stjórnmálamanna. Biðja þá að tala við bankann. Þess vegna víxileyðiblöðin í rekkanum. Hjá þeim, sem mestir þóttu fyrirgreiðslustjórnmálamenn, stóðu víxileyðublöð upp úr jakkavösunum. Af hverju var þetta svona? Vegna þess, að enginn vildi eiga fé í banka. Þess vegna þurfti að skammta aðganginn. Sparnaður varð nánast enginn nema lögþvingaður. Skylduframlag í lífeyrissjóði. Skyldusparnaður hja ungu fólki. Til þess að komast að þeim lögþvingaða sparnaði greip ungt fólk oft til þess ráðs að ganga í gervihjónabönd. Þá náði unga fólkið fjármunum sínum út. Hvers vegna vildi fólk ekki eiga peninga í banka? Vegna þess að verðgildi peninganna brann upp. Sparnaðurinn, sem gamla fólkið ætlaði síðustu æviárum brann upp. Skírnargjafirnar sem góðhjartaðar ömmur gáfu ömmubörnum sínum til ávöxtunar urðu að engu. Fyrir lambsverð gefið í skírnargjöf lagt inn á reikning í sparisjóðnum var hægt að kaupa eina kótelettu við fermingu. Ef fólk eignaðist peninga var þeim betur varið til allra annara hluta en að "ávaxta" þá í banka. Af hverju þetta ástand? Vegna þess, að ávöxtun var langt undir verðbólgustigi. Ef þú lagðir peninga í bankann þá tapaðir þú. Ef þú fékkst lán í banka, þá hagnaðist þú. Mest varð tapið - og mestur hagnaðurinn - þegar gengi krónunnar var fellt. Þá græddu þeir mest, sem voru í náðinni hjá bönkunum. Þá töpuði þeir líka mestu, sem lagt höfðu fé sitt inn á innlánsreikninga. Í fjölmiðlum er nú oft rætt um Vilmund Gylfason. Meðal hans helstu baráttumála var að berjast gegn þeirri óhæfu, sem hér er líst. Ég tel það meðal mestu sigra okkar kynslwóðar í Alþýðuflokknum og meðal merkustu verka Ólafs heitins Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins að afnema þetta ástand. Að sjá til þess að óhætt væri að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Þá hvarf líka andi hins gamla Íslands eins og dögg fyrir sólu. Fyrirtækjahópar í náðinni græddu ekki lengur á að hafa forgang að lánsfé. Því voru þau orðin svo vön að þau kunnu ekki annað - og þau eru ekki lengur til. Fólk taldi óhætt að leggja sparifé sitt inn í banka. Frjáls sparnaður óx. Lögþvingaði skyldusparnaðurinn hjá unga fólkinu hvarf. Lífeyrissjóðirnir sáu allt í einu fram á að geta staðið við skuldbindingar. Og víxileyðublöðin hurfu úr rekkanum í Alþingishúsinu. Almenningur þurfti ekki lengur að leita á náðir stjórnmálamanna til þess að fá lán. Svo kom hrunið. Afleiðingar skefjalausrar frjálshyggju og skorts á eftirliti af hálfu opinberra aðila. Þá var fjármálakerfinu stefnt í hættu. Þá virtist ekki lengur óhætt að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Komið var í veg fyrir hrun fjármálakerfisins. Fyrir það á þjóðin Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra að þakka. Nú er aftur orðið óhætt að trúa bönkum fyrir fé. En þá virðist að ný alda sé að rísa. Menn vilji sjá „gamla Ísland" aftur. Þegar fólk, sem heimskaðist til þess að ávaxta fé sitt í banka, uppskar tryggingu fyrir tapi. Þegar aftur yrði takmarkað aðgengi að lánsfé. Þegar aftur þyrfti að innleiða skyldusparnað ungs fólks. Þegar gamla fólkið færi aftur að tapa ellilífeyri sínum. Þegar lambsverð við skírn væri orðið að kótelettu við fermingu. Þegar víxileyðublöðin kæmu aftur í rekkann í Alþingishúsinu. Umræðan á Íslandi þessa dagana er ekki á skynsömum nótum. Vissulega er sú ábending sönn og rétt, að fjöldi landsmanna á í erfiðleikum vegna skulda. Sumum er efalaust hægt að hjálpa. Öðrum ekki. Það sem ekki er skynsamlegt í umræðunni er sú tillaga að hverfa aftur til þess tíma, sem líst var hér í upphafi. Við, sem þá tíma munum, viljum ekki sjá þá aftur. Hvers vegna ekki? Vegna þess að verði það umhverfi aftur innleitt þá eru það ekki bankarnir sem tapa heldur þeir Íslendingar, sem afhenda bönkunum sparifé sitt til þess að þeir geti lánað þeim Íslendingum, sem á þurfa að halda. Jón og Gunna þurfa ekki að halda að þá bjóðist þeim lán, sem ekki þurfi að borga til baka í sömu verðmætum. Aðrir munu hafa forgang að takmörkuðu lánsfé eins og aðrir en Jón og Gunna höfðu aðgang að takörkuðu lánsfé hins "gamla Íslands" Vel má vera að með því að innleiða þetta gamla Íslands umhverfi upp á nýtt megi bjarga einhverjum. En að velja það björgunarúrræði umfram önnur þýðir að Ísland verður lagt í rúst - þá rúst sem rústabjörgunarsveitin hans Ólafs Jóhannessonar og samstarfsmanna hans úr Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi bjargaði þjóðinni úr á sínum tíma. Vilji menn afnema verðtryggingu er það best gert með því að koma í veg fyrir þær miklu sveiflur í íslensku efnahagslífi sem einkennt hafa samfélagið um margra áratuga skeið. Lykilþáttur í því er að tryggja þjóðinni stöðugan gjaldmiðil. Sé það ekki hægt með íslensku krónunni - sjálfstæðri mynt á minnsta myntsvæði heims - þá verður þjóðin af fá annan og betri gjaldmiðil. Svo einfalt er það.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun