Fyrirgef oss þeirra skuldir Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. september 2010 06:00 Ökumaður sem uppvís er að því að hafa neytt áfengis ótæpilega áður en hann settist undir stýri og stofna þannig lífi og limum meðborgaranna (og sínum eigin) í stórkostlega hættu er þar með sviptur réttindum sínum til að aka bíl í tiltekinn tíma, jafnvel þótt hann hafi verið beittur harðræði við sýnatöku. Knattspyrnumanni sem rennir sér fótskriðu inn í lærlegg mótspilara síns er snarlega vikið af velli, jafnvel þótt hann hafi aðeins „ætlað í boltann". Ráðherra sem sannast að hefur sagt þingheimi ósatt þarf að standa upp úr ráðherrastólnum, jafnvel þótt hann hafi metið það svo að þjóðarhagsmunir bönnuðu honum að segja satt. Maður sem mætir ekki til vinnu vikum saman er rekinn, jafnvel þótt hann segist haldinn „vinnufælni". Læknir sem gerir sig sekan um stórkostleg afglöp á skurðarborði sem leiða til dauða er þar með sviptur lækningaleyfi sínu, jafnvel þótt hann hafi verið „illa fyrirkallaður". Kvikmyndagerðarmaður sem býr til lélega mynd sem enginn vill sjá fær ekki oftar að spreyta sig, jafnvel þótt þetta hafi verið „innra ferðalag um angist og ótta mannsins á tímum hraða og firringar". Skipstjóri sem siglir skipi sínu í strand í góðu veðri missir fyrir vikið skipstjórnarréttindi sín, jafnvel þótt hann færi sér til málsbóta að vera „með skerta rýmisgreind". Hárgreiðslumeistari sem ákveður að lita hárið á fínni frú grænt mun ekki kemba hærurnar í starfi sínu, jafnvel þótt þetta hafi „bara verið smáflipp". Leiðsögumaður sem villist með hóp af tíu ára skátum uppi á fjöllum fer ekki í fleiri slíkar ferðir, jafnvel þótt hann hafi „gleymt að skipta um batterí í áttavitanum". Húsvörður sem kveikir í húsinu sem honum var trúað fyrir fær ekki fleiri tækifæri þar, jafnvel þótt hann sverji og sárt við leggi að þetta hafi „verið síðasta hasspípan". Gítarleikari sem hvað eftir annað spilar vitlausa hljóma og tekur ótímabær sóló í vitlausri tóntegund og stillir auk þess alltof hátt, er þar með rekinn úr hljómsveitinni, jafnvel þótt hann segist hafa verið greindur með „tónlistarlegt tourette". Kennari sem nennir ekki að kenna stærðfræði en tekur að einbeita sér að því að kenna nemendum sínum pottþétta aðferð við að vinna alltaf pottinn í fjárhættuspili á netinu er látinn hætta, jafnvel þótt hann hafi „margprófað þetta og það lukkast eiginlega alltaf". Rithöfundur sem skrifar bók sem enginn kaupir og fær hroðalega dóma fær ekki fleiri slíkar útgefnar jafnvel þótt bókin hafi haft að geyma „rannsókn á þanþoli tungumálsins á annasömum vegamótum ólíkra orðræðuhátta". Svona er það. Öll þurfum við að hlíta einhvers konar dómi fyrir störf okkar og taka afleiðingum gjörða okkar. Og verði okkur stórkostlega á í einhverjum efnum þurfum við að súpa seyðið af því - jafnvel þóttvið eigum okkur eflaust margvíslegar málsbætur. Eða það hefði maður haldið. Af hverju er þá ekki hægt að fyrirgera rétti sínum til að stunda viðskipti hér á landi? Fólk fyrirgerir rétti sínum til að aka bíl, spila fótbolta, klippa hár, kenna… En svo virðist sem engin afglöp í viðskiptalífinu séu svo mikil að það geti orðið til þess að þyrma okkur við frekari umsvifum viðkomandi einstaklinga. Menn sem tæmdu gömul og stöndug fyrirtæki og söfnuðu skuldum í útlöndum sem nú sliga þjóðarbúið og þar með okkur öll eru ekki heima hjá sér með hauspoka heldur komnir á stjá. Karl Wernersson gerði Sjóvá gjaldþrota með óvenju hálfvitalegum fjárfestingum. Hann veðsetti bótasjóð félagsins, sem er lögbrot en umfram allt siðlaust. Í síðustu viku bárust fréttir af því aðhann sé orðinn framkvæmdastjóri Lyfja og heilsa. Slíkur maður á að selja okkur meðul. Hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fór saman óþrjótandi fjárþörf, oftrú á eigin snilld og óeðlileg ítök í bankakerfinu þar sem hann virtist geta gengið um að vild. Í vikunni var sagt frá því að honum hefði verið Gaumur gefinn: félagið fékk hjá Arion-banka eitthvað sem kallað er „kyrrstöðusamningur" og er víst ekki einu sinni til að sögn Umboðsmanns skuldara. Eftir allt sem á undan er gengið virðist hvarfla að Jóni Ásgeiri að hann geti enn staðið í viðskiptum, og það sem ótrúlegra er: áhrifamenn í bönkum láta sér það detta í hug líka. Björgólfur Thor Björgólfsson var einn aðaleigandi Landsbankans eins og mátti sjá af fyrirgreiðslu bankans til hans. Af mörgum hroðalegum uppátækjum íslensku bankanna komu Icesave-reikningar Landsbankans sér sennilega verst fyrir íslenska þjóð. Á því ber eigandinn enga ábyrgð að eigin sögn. Í vikunni bárust svo fréttir af því að íslenskir kröfuhafar hafi að kröfu Deutsche Bank fellt niður persónulegar ábyrgðir Björgólfs Thors vegna lána hans. Eins og ekkert hafi í skorist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ökumaður sem uppvís er að því að hafa neytt áfengis ótæpilega áður en hann settist undir stýri og stofna þannig lífi og limum meðborgaranna (og sínum eigin) í stórkostlega hættu er þar með sviptur réttindum sínum til að aka bíl í tiltekinn tíma, jafnvel þótt hann hafi verið beittur harðræði við sýnatöku. Knattspyrnumanni sem rennir sér fótskriðu inn í lærlegg mótspilara síns er snarlega vikið af velli, jafnvel þótt hann hafi aðeins „ætlað í boltann". Ráðherra sem sannast að hefur sagt þingheimi ósatt þarf að standa upp úr ráðherrastólnum, jafnvel þótt hann hafi metið það svo að þjóðarhagsmunir bönnuðu honum að segja satt. Maður sem mætir ekki til vinnu vikum saman er rekinn, jafnvel þótt hann segist haldinn „vinnufælni". Læknir sem gerir sig sekan um stórkostleg afglöp á skurðarborði sem leiða til dauða er þar með sviptur lækningaleyfi sínu, jafnvel þótt hann hafi verið „illa fyrirkallaður". Kvikmyndagerðarmaður sem býr til lélega mynd sem enginn vill sjá fær ekki oftar að spreyta sig, jafnvel þótt þetta hafi verið „innra ferðalag um angist og ótta mannsins á tímum hraða og firringar". Skipstjóri sem siglir skipi sínu í strand í góðu veðri missir fyrir vikið skipstjórnarréttindi sín, jafnvel þótt hann færi sér til málsbóta að vera „með skerta rýmisgreind". Hárgreiðslumeistari sem ákveður að lita hárið á fínni frú grænt mun ekki kemba hærurnar í starfi sínu, jafnvel þótt þetta hafi „bara verið smáflipp". Leiðsögumaður sem villist með hóp af tíu ára skátum uppi á fjöllum fer ekki í fleiri slíkar ferðir, jafnvel þótt hann hafi „gleymt að skipta um batterí í áttavitanum". Húsvörður sem kveikir í húsinu sem honum var trúað fyrir fær ekki fleiri tækifæri þar, jafnvel þótt hann sverji og sárt við leggi að þetta hafi „verið síðasta hasspípan". Gítarleikari sem hvað eftir annað spilar vitlausa hljóma og tekur ótímabær sóló í vitlausri tóntegund og stillir auk þess alltof hátt, er þar með rekinn úr hljómsveitinni, jafnvel þótt hann segist hafa verið greindur með „tónlistarlegt tourette". Kennari sem nennir ekki að kenna stærðfræði en tekur að einbeita sér að því að kenna nemendum sínum pottþétta aðferð við að vinna alltaf pottinn í fjárhættuspili á netinu er látinn hætta, jafnvel þótt hann hafi „margprófað þetta og það lukkast eiginlega alltaf". Rithöfundur sem skrifar bók sem enginn kaupir og fær hroðalega dóma fær ekki fleiri slíkar útgefnar jafnvel þótt bókin hafi haft að geyma „rannsókn á þanþoli tungumálsins á annasömum vegamótum ólíkra orðræðuhátta". Svona er það. Öll þurfum við að hlíta einhvers konar dómi fyrir störf okkar og taka afleiðingum gjörða okkar. Og verði okkur stórkostlega á í einhverjum efnum þurfum við að súpa seyðið af því - jafnvel þóttvið eigum okkur eflaust margvíslegar málsbætur. Eða það hefði maður haldið. Af hverju er þá ekki hægt að fyrirgera rétti sínum til að stunda viðskipti hér á landi? Fólk fyrirgerir rétti sínum til að aka bíl, spila fótbolta, klippa hár, kenna… En svo virðist sem engin afglöp í viðskiptalífinu séu svo mikil að það geti orðið til þess að þyrma okkur við frekari umsvifum viðkomandi einstaklinga. Menn sem tæmdu gömul og stöndug fyrirtæki og söfnuðu skuldum í útlöndum sem nú sliga þjóðarbúið og þar með okkur öll eru ekki heima hjá sér með hauspoka heldur komnir á stjá. Karl Wernersson gerði Sjóvá gjaldþrota með óvenju hálfvitalegum fjárfestingum. Hann veðsetti bótasjóð félagsins, sem er lögbrot en umfram allt siðlaust. Í síðustu viku bárust fréttir af því aðhann sé orðinn framkvæmdastjóri Lyfja og heilsa. Slíkur maður á að selja okkur meðul. Hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fór saman óþrjótandi fjárþörf, oftrú á eigin snilld og óeðlileg ítök í bankakerfinu þar sem hann virtist geta gengið um að vild. Í vikunni var sagt frá því að honum hefði verið Gaumur gefinn: félagið fékk hjá Arion-banka eitthvað sem kallað er „kyrrstöðusamningur" og er víst ekki einu sinni til að sögn Umboðsmanns skuldara. Eftir allt sem á undan er gengið virðist hvarfla að Jóni Ásgeiri að hann geti enn staðið í viðskiptum, og það sem ótrúlegra er: áhrifamenn í bönkum láta sér það detta í hug líka. Björgólfur Thor Björgólfsson var einn aðaleigandi Landsbankans eins og mátti sjá af fyrirgreiðslu bankans til hans. Af mörgum hroðalegum uppátækjum íslensku bankanna komu Icesave-reikningar Landsbankans sér sennilega verst fyrir íslenska þjóð. Á því ber eigandinn enga ábyrgð að eigin sögn. Í vikunni bárust svo fréttir af því að íslenskir kröfuhafar hafi að kröfu Deutsche Bank fellt niður persónulegar ábyrgðir Björgólfs Thors vegna lána hans. Eins og ekkert hafi í skorist.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun